Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1984, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1984, Page 6
6 DV. MÁNUDAGUR 30. JANUAR1984. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Fasteignamarkaðurinn: ÞRIU DÆMIUM MIS- MUNANDI GREIDSIJUKJðR Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum aö veröbólgan hefur verið á hraðri niöurleið síðustu mánuðina. Þessi minnkun verðbólgunnar hefur í för með sér breyttar forsendur á fasteigna- markaðinum. Þessar breyttu for- sendur kalla á breytt greiðslukjör við kaup á húsnæði. Enn sem komiö er hafa litlar breytingar orðið. Ut- borgunin er jafnhá og áður og boöið er upp á sömu kjör á skuldabréfum. Almennt eru greiðslukjör þau aö út- borgun nemur 75% af kaupverðinu og 25% eru lánuð á 20% vöxtum. Þessi greiöslukjör hafa það í för með sér aö raunvirði íbúða hækkar þó svo að söluverð þeirra haldist óbreytt. Astæðan fyrir því er sú að nú þegar verðbólgan er orðin 20—30% nær hún ekki að skerða raunvirði afborgana eins mikið og verið hefur. Þetta gerir það að verkum aö kaupandi verður að greiða 13% hærra verö fy rir íbúð þegar verðbólgan er 30% miðað við þaö þegar hún var 60%. Einnig þyngist greiðslu- byrði kaupandans mikið. Viö fyrstu af- borgun kaupandans er raunviröi greiðslnanna 24% hærra en það heföi orðiðí60% verðbólgu. Ogef aölíkum lætur mun verðbólgan minnka enn meira, sem hefur það í för með sér að raunvirði íbúða mun hækka ef greiðslukjörunum verður ekki breytt. Það er ljóst að ófremdarástand ríkir nú á fasteignamarkaöinum. Og eru sjáifsagt margir famir að vona að einhver bragarbót verði á þessum mál- um. Nú þegar öll lán eru verðtryggð og verðbólgan á hraðri niöurleið ætti möguleikinn að vera fyrir hendi að breyta þessum greiðslukjörum kaupendum og seljendum í hag. Mismunandi greiðslukjör Okkur lék forvitni á að vita hvernig mismunandi greiöslukjör koma út fyrir kaupendur íbúöa. Við höfðum því samband við Stefán Ingólfsson, verk- fræðing hjá Fasteignamati ríkisins, og báðum hann aö varpa ljósi á mismun- andi greiðslukjör. Stefán reiknaði út fyrst hvernig af borganir kæmu út fyrir kaupanda að. tveggja herbergja íbúð sem kostar 1.050 þúsund krónur og er 55 m2 að stærð. Tekin em dæmi af kaupanda, sem ekki á íbúð fyrir. Hann á 150 þúsund af handbæru fé. Reiknað er með að kaupandinn eigi kost á svonefndu G-láni að upphæð 180 þúsund krónur, lífeyrissjóösláni að upphæð 200 þúsund krónur og verötryggðu fasteignaláni til fjögurra ára í banka að upphæð 100 þúsund krónur. Það fé sem kaupandinn þarf umfram þetta tekur hann að láni með hæstu lögleyfðum vöxtum. Kaupverð eigna er reiknað á verðlagi sem gilti í október 1983.1 þess- um dæmum sem hér fara á eftir er reiknað með að verðbólgan verði 20% á ári næstu fjögur árin og vextir af skammtímalánum miöast viö janúar 1984. 75% útborgun — lán til 4 ára 75% útborgun (fyrsta árið) og lán til 4 ára era algengustu greiöslukjör sem boðið er upp á á fasteignamarkaöinum í dag. Þessi greiðslukjör gera kaupandanum kleift að kaupa minnstu stærð af íbúð. Hann kaupir fyrmefnda tveggja herbergja íbúð á 1.050 þúsund krónur. Utborgunin er 75% og verður því 788 þúsund krónur. Til þess aö standa undir útborgun eru eftirfarandi lánnotuð: Eigiðfé 150 þ. kr. G-lán 180 þ. kr. (til 15áraverðtr.) 200 þ. kr. —75,50 og 25 prósent útborgun Bankalán (til 30 ára verðtr.) 100 þ. kr. önnur lán (til 4 ára verðtr.) 158 þ. kr. Eftirstöðvarnar, sem era 262 þúsund, eru lánaðar til fjögurra ára með 20% vöxtum, óverötryggt. Athygli vekur aö lánamöguleikar kaupandans duga ekki fyrir útborgun og hann þarf að útvega 158 þúsund krónur aö auki með öðrum lánum. I töflu 1 er sýnt hversu mikið kaupandinn þarf að greiöa á hverju ári frá því aö hann gerir kaupsamninginn. Eigið fé hans er ekki talið með svo að hann verður 'annaðhvort aö vinna fyrir greiðslunum eða ganga á aðrar eigur sínar (t.d. bifreiðaeign). Allar upphæðir í töflunni eru reiknaðar á föstu verðlagi og reiknaðar eru út útborganir fyrir fyrstu 10 árin. Þegar litið er nánar á töflu 1 kemur í ljós að þessi kjör einkennast fyrst og fremst af mjög þungum greiðslum fyrstu fimm árin ásamt þvi að mikil fjárþörf er við sjálfa út útborgunina. Núverandi greiðslukjör eru erfið viðureignar fyrir flesta. Um leið og verðbólgan hjaðnar skapast forsendur fyrir því að breyta greiðslukjörunum. 2 herb., 3 herb. ibúð ograðhús Til þess að sýna áhrif þessara mis- munandi greiðslukjara athugum við nú hvernig þessi greiðslukjör koma út þegar um mismunandi stærðir á íbúðum er að ræða. Við notum sömu íbúðina og í fyrri dæmunum. Hana kaupum við á venjulegum kjörum, þ.e. 75% útborgun og eftirstöðvar greiddar á 4 áram með 20% vöxtum. Síðan athugum við hvemig kaup á þriggja herbergja íbúö (75 m2) verða þegar út- borgun er 50% og eftirstöðvamar lánaðar til 10 ára, verðtryggöar og með 3% vöxtum. Að lokum tökum við dæmi um raðhús sem er 150 m2. Ut- borgunin er 25% og eftirstöðvarnar eru lánaðar til 30 ára, verðtryggðar og með3% vöxtum. Tveggja herbergja íbúöin kostar 1.050 þúsund krónur, þriggja herbergja íbúöin kostar 1.370 þúsund krónur og raöhúsið kostar 2.700 þúsund krónur. Fjármögnun útborgunar í þessum þremur húsum sést í töflu V. Eins og sjá má af töflunni verður útborgunin mjög svipuð upphæð í þessum þremur 50% útborgun — lán til 10 ára Nú breytum við greiðslukjöranum aðeins. En sama íbúöin er keypt á sama verði, þ.e. 1.050 þúsund krónur. Utborgunin lækkar og verður nú 525 þúsund krónur eða 50%. Eftir- stöðvamar, sem eru þá 525 þúsund krónur, eru lánaðar til 10 ára með verðtryggingu og 3% vöxtum. Þá er mögulegt fyrir kaupandann að fjár- magna útborgunina á eftirfarandi hátt: Eigiöfé 150 þ. kr. G-Ián 180 þ. kr. Lífeyrislán 195 þ. kr. Við þessi greiðslukjör kemur í ljós að kaupandinn þarf ekki að nota alla þá möguleika á lánum semhann þurfti að gera í fyrsta dæminu. Hann þarf engin bankalán og heldur engin önnur skammtímalán. I töflu H er sýnt hvað kaupandinn þarf að greiða á hverju ári fyrsta ára- tuginn eftir að kaupsamningurinn hefur verið gerður. Og taflan er með sömu forsendum og tafla 1. Með þessum greiöslukjörum er greiðslubyrðin mjög jöfn þetta 10 ára tímabil. A 5 árum eignast kaupandinn helminginn af eigninni og að loknum 10 áram era áhvilandi lán 24% af verð- mæti hennar. 25% útborgun — lán til 30 ára Nú breytum við greiðslukjöranum enn einu sinni. Nú greiðir kaupandinn 25% af kaupverðinu við útborgun sem verður þá 262 þúsund krónur. Eftir- stöðvar verða þá 788 þúsund krónur sem greiddar era til baka á 30 árum, verðtryggöar og með 3% vöxtum. Kaupándinn á nú auövelt með að fjármagna útborgunina og gerir það á þennan hátt: Eigiðfé 150 þ. kr. G-lán 112 þ. kr. Af þessu má sjá aö kaupandinn þarf ekki að nota nema hluta af einu þeirra lána sem honum standa til boða. I töflu in má sjá aö árleg greiðslubyröi er miklu minni í þessu tilfelli en í hinum fyrri. Jafnframt greiöist eignin mun tregar upp. Og í lok 10 ára hefur kaupandinn einungis greitt 43% af eigninni. Til að glöggva sig enn frekar á mis- muninum á milli þessara greiðslu- kjara eru afborganirnar settar upp í töflu IV, ÞÚS KR. Lífeyrislán

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.