Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1984, Side 12
DV. MANUDAGUR 30. JANUAR1984.
19.
Utgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIDLUN HF.
Stjórnarformaöurogútgáhjstióri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóriogótgáhjstjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aóstoöarritstjóri: HAUKUR HELGASON.
Fréttastjórar. JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNUSSON.
Auglýsingastiórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON.
Ritstjórn: SIDUMULA 12—14. SÍMI 86*11. Auglýsingar: SÍDUMULA 33. SÍMI 27022.
Afgreiösla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27 022.
Sími ritstjórnar: 86611.
Setning, umbrot, mynda og plötugerð: HILMIR HF., SÍDUMULA 12. P rentun:
Árvakur hf., Skeifunni 19.
Askriftarverð á mánuði 250 kr. Verð í lausasölu 22 kr.
Helgarblað25kr.
--------------------------------------------------------------1
ISAL íVinnuveitendasambandið
I þeim sviptingum sem átt hafa sér stað í kjölfar vinnu-
deilunnar í Straumsvík hefur verið rætt um að ÍSAL gengi
í Vinnuveitendasamband Islands og reyndar hefur ríkis-
stjórnin ákveöið að öll ríkisfyrirtæki, sem hafa atvinnu-
starfsemi með höndum, skuli hafa samflot með vinnu-
veitendum við gerð kjarasamninga um kaup og kjör.
Þessar ákvarðanir eiga sér eðlilegar skýringar. Deilan
í Straumsvík er sérstæð aö því leyti, að annars vegar eru
settar fram kröfur af álversmönnum, sem eru langt um-
fram þá kröfugerð, sem Alþýðusamband Islands og
bandalaga opinberra starfsmanna hafa gert. Er enginn
vafi á því að þær eru beinlínis í óþökk verkalýðshreyfing-
arinnar, bæði vegna þess að kröfurnar raska mjög öllum
samanburði milli launþegahópa og eins af hinu að þær
snúa almenningsálitinu launþegum í óhag. Ef deilan
dregst á langinn má búast við hörðum viðbrögðum stjóm-
valda, jafnvel að verkfallið verði bannað með lögum og
þaö mun torvelda alla aðra samninga.
Hins vegar er deilan sömuleiðis sérstæð fyrir þá sök að
viðsemjandi álversmanna er fyrirtæki sem ekki lýtur
sömu lögmálum og sömu kvöðum og aðrir íslenskir at-
vinnurekendur þar sem ISAL stendur utan samtaka
vinnuveitenda og hefur sem slíkt hvorki réttindi né
skyldur sem vinnuveitandi hér á landi til jafns við aðra.
Viss hætta er á því að fyrirtæki í þeirri stöðu telji sig ekki
bera ábyrgð þegar kemur að því aö meta samninga þess
við launþega sína í ljósi almennrar efnahagsstefnu og
verðbólguviðnáms.
Ef afstaða ISAL mótast af ákvörðunum úti í Sviss má
allt eins gera ráð fyrir að þröngir hagsmunir erlends stór-
iðjufyrirtækis taki lítið tillit til aðstæðna hér á landi þar
sem barist er um stjórnarstefnu sem ræður úrslitum um
efnahagslegt forræði þjóöarinnar.
Þess vegna hníga sterk rök að því að ÍSAL verði aðili
að Vinnuveitendasambandinu og gangi ekki til samninga
við starfsmenn sína, nema í fullu samráöi og í takt viö
heildarsamninga á vinnumarkaðnum.
Upphrópanir um að íslenskir vinnuveitendur verði
þannig háðir útlenskum fyrirtækjum eru út í hött því leik-
urinn er einmitt til þess geröur að erlent fyrirtæki, sem
hefur haslað sér völl á Islandi, gangist undir íslenskar
skyldur. Sjálfstæði ISAL og svigrúm er skert en ekki auk-
ið þegar og ef það gerist meðlimur í Vinnuveitendasam-
bandinu. Hendur þess eru bundnari og háðari íslenskum
hagsmunum en ekki öfugt.
Svisslendingum getur vissulega dottið í hug, að ganga
að kröfum starfsmanna sinna. Launakostnaður er óveru-
legur þáttur í heildarrekstrarkostnaði álversins. Ef að
kröfunum verður gengið er efnahagsstefnan og verð-
bólguviðnámið sprungið og þar með ríkisstjómih. Þetta
verður að forðast og þar af leiðandi þarf enginn að vera
hissa á því þótt nú sé rætt um þátttöku og þá um leiö
skyldur og ábyrgð ISAL sem hvers annars vinnuveitanda
í landinu.
Með sama hætti er einnig hægt að réttlæta að ríkis-
fyrirtæki hafi samflot með öðrum launagreiðendum þeg-
ar almennir kjarasamningar eru gerðir. Fyrirtæki á veg-
um ríkisins eiga ekki að hafa stöðu til þess að semja um
önnur kjör, betri eða lakari, en almennt gerist. Og allra
síst á viðsjárverðum tímum eins og nú þegar þjóðarhagur i
stendur og fellur með ábyrgum og raunsæjum samning-
um.
Undir þeim kringumstæðum er afar mikilvægt að ■
enginn, hvorugu megin borðsins, svíki lit. ebs
Frelsi — fyrir
hverja — til hvers?
frjálsræðis fyrir hvem einstakan þegn
til athafna er beinlínis stefnt á frelsi
fárra til að njóta lífsgæða og forrétt-
inda á kostnaö hinna mörgu verr settu,
sem leggja eiga grunninn að frjálsræði
auðsöfnunar og arðráns til ágóða fyrir
fáa útvalda.
Fáar frelsisgreinar les ég svo, að
ekki megi milli h'nanna eða þá beint
lesa sérhyggju og eigin gróðasjónar-
mið liggja að baki.
Yfirlýsingar ýmsar eru sama eðlis.
— Og sumt má í spéspegli skoða.
Hundurí
fjármálaráðherra
Fjármálaráðherra okkar, sem
raunar vildi verða æðsti leiötogi
þjóöarinnar, upplýsir að hann hafi í
Fá hugtök eru oftar á orði höfö en
frelsið. Fá eru meira misnotuð og um
margt eðlilegt, því hugtakiö er býsna
teygjanlegt.
Spurningin um frelsi eins getur allt
eins snúizt um ófrelsi annars.
Frelsi þjóða, frelsi einstaklings,
frelsi til skoðanamyndunar, frelsi til
tjáningar, frelsi til athafna og svo
mætti áfram telja. Þeir sem hæst
hafa um frelsi eru oft þeir sem hugsa
það í þrengsta eiginlegum skilningi,
eigið frelsi á annarra kostnað, jafnvel
alfarið.
Þannig fer um rangnefnda
„frjáls”hyggjupostula, sem í engu
eiga skylt við raunverulegt frelsi;
frelsi gróðans, frelsi fjármagnsins,
frelsi arðránsins býr að baki öllu
þeirra frelsishjali, undir yfirskini
HELGI SELJAN
ALÞINGISMAÐUR FYRIR
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
UNESCO
og aðildarríkin
Talsvert hefur verið rætt og ritað
opinberlega að undanfömu um
UNESCO — Menningarmálastofnun
Sameinuðu þjóðanna — og er sérstakt
tilefni þeirra umræöna nýleg tilkynn-
ing ríkisstjórnar Bandaríkjanna um
úrsögn úr UNESCO frá og meö árslok-
um 1984. Undirritaður, sem á sæti í
stjóm stofnunarinnar sem fulltrúi
Norðurlanda, óskar að leggja nokkur
orð í þennan belg til þess að reyna að
skýra ýmis atriði í skipan, starfskrá og
starfsháttum UNESCO sem tengjast
þessu máli.
Aðdragandinn
Rökstyöja má að sá ágreiningur um
starfskrá og stefnu UNESCO sem nú
hefur leitt til úrsagnar Bandaríkjanna
hafi hafist á aðalþingi stofnunarinnar
árið 1974. Það aðalþing, sem var hið 18.
í röðinni, var að mörgu leyti mjög sér-
stætt. Það var haldiö ári eftir Yom-
Kippúr-stríðiö milli Egyptalands og
Israels. Á sama ári haföi heimsmark-
aðsverð á ohu hækkað nálega fjórfalt.
Miklar áhyggjur vom ríkjandi vegna
þessa, ekki hvað síst í vestrænum iðn-
ríkjum og í Japan. Hins vegar var hug-
ur í ohuútflutningsríkjum þriðja
heimsins vegna nýfengins auös og
valds. Virtist fylgja þessum stórhug
nokkur vilji til að láta kné fylgja kviði
á alþjóðavettvangi. Voru það raunar
ekki aðeins olíuríki heldur einnig mörg
önnur þróunarríki, svo og Sovétríkin
og fleiri Austur-Evrópuríki, sem áttu
þar hlut að máli.Aðalþingið 1974 var
mikil átakasamkoma. Samþykktar
voru harðjrtar ályktanir um framferði
Israelsmanna í mauita- og menningar-
málum á hernumdu svæðunum og í
Jerúsalem. Flest vestræn ríki lögðust
ákveðiö gegn þessum tillögum sem þau
töldu ósanngjarnar og ofsögum sagt í
þeim. Þá lagöi þingið fyrstu drög aö út-
víkkun á starfskrá UNESCO í alþjóð-
legri fjölmiðlun.
Fjölmiðlamálið
Síöan 1975 hafa pólitískar deilur um
stefnu UNESCO kristallast í f jölmiðla-
starfskrá stofnunarinnar. I desember
það ár var haldinn sérfræðingafundur
til að undirbúa yfirlýsingu um alþjóð-
lega fjölmiðlun er lögð yrði fyrir næsta
aöalþing. Því fór fjarri aö samkomu-
lag næðist á þessum fundi. En meiri-
hlutinn samþykkti drög að yfirlýsingu
um hlutverk fjölmiöla á alþjóðavett-
vangi. Var þar að finna ýmis ákvæði
almenns eölis auk ábendinga um góöa
siði í fréttaflutningi. Einnig var ákvæði
ANDRIÍSAKSSON
PRÓFESSOR I UPPELDISFRÆÐI
VID HÍ, OG FULLTRÚI í
STJÓRN UNESCO
um að ríki — þ.e. ríkisstjórnir —
skyldu sjá um alþjóölega samvinnu
fjölmiðla. Minnihluti sérfræðinganna á
fundinum gagnrýndi umrædd atriöi
harðlega og lagöist gegn samþykkt
þeirra. Var minnihlutinn einkum skip-
aöur fuhtrúum vestrænna lýðræðis-
ríkja. En aht kom fyrir ekki. Meiri-
hlutinn réð og vildi ekki miðla málum
við minnihlutann.
19. aðalþing UNESCO fór fram í
Nairobi, höfuðborg Kenya, haustiö
1976. Bandaríkin og fleiri ríki höfðu
> gefiö í skyn fyrir þingið að þau mundu
taka tU athugunar að segja skilið við
stofnunina ef áfram yröi haldið á sömu
braut. Eftir aUsnarpar umræður um
fjölmiölamál náöist samkomulag um
að athuga drögin að yfirlýsingu betur
og fresta afgreiöslu til næsta þings. Sá
sáttahugur sem einkenndi þetta þing
var gjarnan nefndur ,,Nairobi-and-
inn”. Segja má að hann hafi að mestu
einkennt störf UNESCO síðan.
Það var ekki fyrr en eftir mikil
f undahöld og langar umræöur sem fjöl-
miðlayfirlýsing UNESCO var sam-
þykkt á aðalþingi stofnunarinnar í
París áriö 1978. En hún var afgreidd án
mótatkvæða með almennu samkomu-
lagi. Það að samstaða skyldi nást staf-
aði fyrst og fremst af því að umdeildu
ákvæðin um ríkisforsjá alþjóölegs fjöl-
miðlastarfs og fréttaflutning voru ein-
faldlega numin á brott úr uppkastinu.
Jafnframt því sem fyrrgreind yfir-
lýsing þokaðist í átt til samkomulags
varð viss breyting á forgangsverkefn-
um UNESCO í fjölmiðlamálum. Var
farið að leggja meiri áherslu á aðstoð
við vanþróuð ríki á sviði fjölmiðlunar.
Fyrstu skrefin voru stigin á Nairobi-
þinginu 1976 og var það einkum gert
fyrir tilstilli Noröurlanda. Hefur Is-
land tekið þátt í norrænu UNESCO-
verkefni um eflingu fjölmiðlastarfs í
Austur-Afríku í því sambandi. Arið
1981 ákvað UNESCO að stofna til
„Alþjóöaáætlunar um þróun fjöl-
miðlunar.” Er hún fjármögnuð með
frjálsum framlögum frá aðildarríkjum
stofnunarinnar. Viðfangsefni áætlun-
arinnar eru einkum á sviöi menntunar
og starfsþjálfunar fréttamanna og
uppbyggingar fréttastofa, m.a, með
tækjakaupum og sérfræðiaðstoð.
Því hefur oft verið haldið fram að
starf UNESCO að fjölmiðlamálum á
alþjóöavettvangi feli í sér skerðingu á
ritfrelsi. Þetta er á misskilningi byggt.
Engin samþykkt, yfirlýsing né starf-
skrárliöur UNESCO felur neitt slíkt
í sér. Hins vegar má halda
því fram að þetta hafi verið
reynt af hálfu einstakra aðila, sbr. það
sem áður var sagt um aðdraganda f jöl-
miðlayfirlýsingarinnar. Og eitthvað af
þessu tagi kemur alltaf upp á hverju
aðalþingi. Það er ekki hægt aö banna
aöildarríki að bera fram tiUögur: á því
eiga þau ÖU fullan og óskoraðan rétt.
Hins vegar hafa slíkar tUlögur ekki
náð fram aö ganga. Eiga hér ýmis
vestræn aðUdarríki, svo og nokkur ríki