Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1984, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1984, Page 19
DV. MÁNUDAGUR 30. JANUAR1984. Allt um íþróttir helgar- Frjálst, óháö dagblað HM-styttan fræga bræddíRÍÓ - sjá bls. 21 Nú varð 1 skellurhjá Ipswich -siábls26 J Ásgeir með snilldarleik í Stuttgart: „Alltaf ánægdur pegar vel gengur” — sagði Ásgeir Sigurvinsson í viðtali við DV. Hann fær mikið Frá Hilmari Oddssyni — frétta- manni DV í V-Þýskalandi: — Ásgeir Sigurvinsson, sem er orðinn einn vin- sælasti knattspyrnumaður V-Þýska- lands, átti stórleik með Stuttgart gegn Kaiserslautern á laugardaginn. Ásgeir var potturinn og pannan i öllum leik liðsins — stjórnaði sóknarleiknum, lagði upp þrjú mörk, sem Svíinn Dan Corneliusson skoraði, og kórónaði síðan leik sinn með því að skora glæsilegt mark með þrumufleyg á síðustu min. leiksins og guUtryggja stórsigur Stuttgart, 5—1. Ásgeir fær mikið hrós í blöðum hér í hrós íblöðum í V-Þýskalandi V-Þýskalandi og sjónvarpi fyrir snjallan leik. — Maður getur ekki verið annað en ánægður þegar vel gengur. Þetta var mjög góður leikur hjá okkur, þrátt fyrir að okkur vantaði fimm fastamenn — Bernd Förster var í leik- banni, Karl-Heinz Förster og Walter Kelsch voru veikir og Thomas Kempe og Andreas Miiller eru ekki búnir að ná sér eftir uppskurö, sagði Ásgeir. — Kaiserslautern átti ekki möguleika gegn okkur — við fórum hreinlega á kostum, sagði Ásgeir í viðtali við DV í gærmorgun, en þá var hann nýkominn á sunnudagsæfingu hjáStuttgart. Ásgeir sagði að Corneliusson hefði verið mjög ánægður með sinn hlut — hann skoraði þrjú mörk og lagði upp tvö sem ég og Peter Reichert skoruöum. — Ég skoraöi mark mitt rétt fýrir leikslok. Fékk þá sendingu frá Comeliusson úti við víta- teig — lét knöttinn detta inn í teiginn og sendi hann síðan í homiö fjær, sagði Ás- geir. -HO/-SOS • Sjá nánar um v-þýsku knattspymuna á bls. 24. Ásgeir Sigurvinsson — var í essinu sínu gegn Kaiserslautern. Hann var maður vallarins. Ur frettaskeyti Reuter þar sem sagt er að Asgeir hafi verið hetja Stuttgart Þorsteinn Sigurðsson. Færeysk- ur lands- liðsmark- vörður til Þróttar — og Valsmaðurinn Þorsteinn Sigurðsson æfirmeð Þrótti Landsliðsmarkvorður Færeyja í knattspymunni, Per Ström, er kominn hingað til lands og æfir með 1. deildarliði Þróttar í Reykjavík. Hann mun verða hér í sumar og leika með Þrótti. Per Ström hefur leikið i TB á Þvereyri í Færeyjum. Þá hefur leikmaðurinn kunni í Val, Þorsteinn Sigurðsson, byrjað æfingar með Þrótti og eru taldar miklar líkur á að hann verði með Þrótturum í sumar. Þorsteinn hefur um árabil leikiö sem mið- herji hjá Val og skorað talsvert af mörkum. Hins vegar var hann ekki fastamaður í Valsliöinu sl. sumar. -hsim. Sævar Jónsson. i Sævar jfékk reisu- j passann I — þegar CS Brugge lékíLiege ■ Frá Kristjáni Beraburg — frétta- I manni DV i Beigiu: ' — Sævar Jónsson, landsliðsmið- _ | vörður i knattspyrau, sem leikur I Imeð CS Bragge í Belgíu, var rekinn I af leikvelli í leik gegn Standard * I Liege í gær í Liege. Sævar fékk það | * hlutverk að vera „yfirfrakki” á _ | Horst Hrubesch og hafði hann | . leikið mjög vel áður en hann var ■ | rekinn af leikvelli á 41. mín. ISævar var ekki rekinn af leikvelli I fyrir að brjóta á Hrubesch heldur á ■ Iöðrum V-Þjóðverja — Heinz I Griindel. Sævar var of seinn í tækl- " I ingu þannig að hann renndi sér á | ! Griindel eftir að hann var búinn að ■ | losa sig við knöttinn. n Aðeins tíu leikmenn CS Brugge | I réðu síðan ekki við Standard í I Iseinni hálfleiknum og skoraði Griindel þá tvö mörk og tryggði I heimamönnum sigur 2—0. -KB/-SOSj Nýtt heimsmet Carl Lewis í langstökki: — eða langtyfir níu metrana í sumar „Ég held mér takist að bæta heims- metið (8,90 m) utanhúss i sumar og ég hef einnig trú á því að mér takist að stökkva lengra en 30 fet (9,15 m). Þá held ég lfka að mér takist að vinna fera gullverðlaun á ólympíuleikunum i Los Angeles i sumar,” sagði íþróttamaður ársins 1983, bandariski blökkumaður- inn Carl Lewis, eftir að hann bætti eig- ið heimsmet i langstökki innanhúss á Millrose-lcikjunum i Madlson Square Garden i New York á föstudagskvöld. Lewis stökk þá 8,79 m og bætti eigið heimsmet um 23 sentímetra. Þá jafn- aði hann besta árangur sem hann hef- ur náð utanhúss. Lewis setti heimsmet sitt í fimmtu og sinni siðustu tilraun. Fyrir stökkið mikla var Lewis i öðru sæti. Larry Miricks, USA, hafði stokk- ið 8,38 m í fjórðu tilraun. Áhorfendur voru 19 þúsund og fögnuðu afreki Lewis mjög. Éldra metið, 8,56 m, setti hann í janúar 1982 í Austur-Rutherford íNewJersey. hsím. ísland í öðru sæti á Möltu Islenska borðtennislandsliðið hafn- aði í öðru sæti i C-keppni Evrópu- keppni landsliða i borðtennis sem fór fram á Möltu. íslenska liðið vann Jersey 4—3, Möltu 4—3, en tapaðl síðan fyrir Búlgariu 0—7. Carl Lewis — ætlar sér fera gullvcrðlaun í LA. GODUR SIGUR HJÁ ESSEN Alfreð skoraði 4 mörk af 17 gegn Gummersbach I I I I I „Þetta var mikill hörkuleikur og I mjög mikilvægt fyrir okkur að vinna " sigur,” sagði Alfreð Gíslason hand- I knattleiksmaður hjá þýska félaginu IEssen en um helgina lék liðið gegn Gummersbach á heimavelli og Esigraði af öryggi 17—12 eftir aö staðan hafði verið 8—4 Essen i vil. Mér gekk ágætlega og tókst að okkur óspart og fóru ánægöir heim að leik loknum,” sagði Alfreð. Essen er nú í þriðja sæti í Bundesligunni. Lið Grosswaldtstadt I er í fyrsta sæti, með fjórum stigum meira en Essen, en Schwabing er í | öðru sæti með stigi meira en Alfreð j og félagar. I „Mér gekk ágætlega og tókst að Næsti leikur hjá Essen er um g ■ skora fjögur mörk. Við vorum alltaf næstu helgi en þá leikur liðið gegn I I yfir í leiknum og þeir sjö þúsund Kiel, liðinu sem Jóhann Ingi þjálfar, I ^áhorfendur sem sáu leikinn hvöttu ogerþegaruppseltáleikinn. -SK. '

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.