Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1984, Page 20
(þróttir
20
Magnús E. Baldvinsson
Laugavegi 8 — Simi 22804
Verð/aunagrípir
og verðlaunapeningar
i miklu úrva/i
ijmeba
FRAMLEIÐI OG ÚTVEGA
FÉLAGSMERKI
PÓSTSENDUM
[meba
Nýj/vrI
SENDINGAR AF
JAKOBSDALS-
GARNI
NÝTT:
80%
KIDDMOHAIR
GARN,
TÍSKULITIR.
Nýjung: Mohair og bómull.
SJÓN ER SÖGU RÍKARI
PÓSTSENDUM DA GLEGA
- INGÓLFSSTRÆT11 Simi 16764
Sérfræðingar í
einnota vörum.
Besti bar í bænum!
Á DUNI kaffibarnum eru 80 bollar sem aldrei þarf
að þvo upp. Sterk hulstur (í ýmsum litum) og að
sjálfsögðu hólf fyrir teskeiðar og sykur.
DUNi kaffibarinn getur staðið á borði eða
hangið á vegg, þannig að ekki standa þrengsli
honum fyrirþrifum.
DUNI — kaffistofa í hverjum krók!
STANDBERG H.F.
Sogavegi 108 Símar 35240 - 35242.
íþróttir
DV. MÁNUDAGUR 30. JANUAR1984.
Pólverjar
sigruðu
íKalkutta
Pólverjar urðu sigurvegarar í al-
þjóðlegu knattspyrnumóti á Indlandi
sem lauk um helgina. Þeir lögöu Kín-
verja að velli 1:0 í úrslitaleiknum sem
fór fram í Kalkutta. Pólverjar réðu al-
gjörlega gangi leiksins og voru klaufar
að skora ekki fleiri mörk. Það var
varnarleikmaðurinn Roma Wijcicki
sem skoraði sigurmark þelrra.
Pólverjar eru nú að byggja upp nýtt
landslið fyrir HM-keppnina í Mexíkó
og þeir sýndu þaö á Indlandi að þeir
eru með geysilega gott lið um þessar
mundir sem á eftir að verða miklu
sterkara.
-SOS
Rangers og
Celtic áf ram
Brian McClair skoraðl tvö mörk
fyrir Ceitic, þegar félagið sló Berwick
út úr skosku bikarkeppninni. Hann
skoraði bæði mörkln í byrjun leiks, en
síðan skoruðu þeir Frank McGarvey
og Jim Melrose.
Glasgow Rangers átti í erfiöleikum
með Dunfermline. Bob Stewart . skor-
aði fyrir gestina en rétt fyrir leikslok
náðu þeir CoUn Adamson og AUy Mc-
Coist að tryggja Rangers sigur 2:1.
-SOS
Norðmenn réðu ekkert
við þá Atla og Pál
— þegar íslenska landsliðið vann öruggan sigur 24-15 ífyrsta landsleiknum
Það voru langskyttumar Atli HUm-
arsson úr FH og PáU Olafsson úr
Þrótti sem léku aðalhlutverkið hjá ís-
lenska landsiiðinu i handknattleik
þegar það lagði Norðmenn örugglega
að veUi 24:15 í Laugardalshöllinni á
föstudagskvöldið. Þeir félagar skor-
uðu samtals þrettán mörk og réðu
Norðmenn ekkert við þá — höfðu
greinUega ekki „njósnað” nægUega vel
um Atla og Pál.
PáU stjómaöi leik íslenska liðsins í
fyrri hálfleiknum — skoraði þá sex
falleg mörk úr sex skottilraunum, sem
er 100% nýting. Páll lék á miðjunni í
sókninni og stjómaði hraða íslenska
liðsins.
Atli Hilmarsson fór síðan á kostum í
seinni hálfleiknum — hann skoraöi aUs
sjö mörk í leiknum úr átta skottilraun-
um (87,5% nýting), flest með faUegum
langskotum, eftir að hafa stokkiö hátt
yfir vöm Norðmanna og svifið í loftinu.
Þá átti hann fjórar faUegar línusend-
ingar semgáfumörk.
Það er greinilegt að Bogdan lands-
liðsþjálfari lætur Atla leika rétt hlut-
verk með landsliðinu á vinstri vængn-
um í sókninni, en þar hefur hann ekki
fengið að spreyta sig hjá FH. Atli hef-
ur að undanförnu leikið betur með
landsliðinu heldur en með FH-liðinu og
er það umhugsunarefni fyrir Geir Hall-
steinsson, þjálfara FH-liðsins, sem
notar Atla greinUega ekki rétt.
Sigur íslenska Uðsins var aldrei í
hættu gegn Norðmönnum — íslensku
strákarnir náðu strax góðum tökum á
leiknum enda mótspyma Norðmanna
frekar lítil. Norðmenn skoruðu sitt
fyrsta mark ekki fyrr en eftir 7,30 mín.
Staðan var 14:7 í leikhléi og í upphafi
seinni hálfleUcsins var staðan orðin
16:8. Þá kom mjög slæmur kafU, sem
stóð yfir í 17 mín. — aðeins vom þá
skoruð þrjú mörk í þrettán sóknarlot-
um en þaö kom þó ekki að sök — Norð-
menn náðu aldrei að ógna sigri Is-
lands.
Það er greinilegt að Bogdan er á
réttri leið með landsUðið þó að enn
vanti meiri yfh-vegun og festu í leik
Uðsins — oft á tíðum. Það sést best á
því að leikmennirnir gerðu sautján
sóknarviUur þannig að þeir misstu
knöttinn.
Fjórtán mörk vora skoruð úr 27
sóknarlotum í fyrri hálfleik — 51,8%
nýting, en 10 mörk úr 25 sóknarlotum í
seinni hálfleik — 40% nýting. Alls var
nýtingm 46,1% í leiknum.
Eins og fyrr segir voru þeir Atli og
PáU bestu leikmenn islenska liösins.
ÞorgUs Ottar var sterkur á Ununni —
skoraði fjögur mörk. Einar Þorvarð-
arson varði markið í seinni hálfleik og
stóð sig mjög vel, varöi þá aUs ellefu
skot.
Varnarleikur íslenska Uðsins var oft
sterkur og þá sérstaklega í byrjun
leUcsins en síðan fóra leikmenn aö
slaka á þegar þeir sáu hvaðmótspyma
Norðmanna var Util. Þorbjörn Jens-
son stjómaði varnarleiknum og þá
voru þeir Kristján Arason, sem fann
sig ekki í sókninni, Steinar Birgisson
og PáU Olafsson, grimmir í vörninni.
Jens Einarsson varði markiö í fyrri
hálfleik og varði þá sex skot, þannig að
alls voru sautján skot varrn, sem er
nokkuðgott.
Kjaminn, sem Bogdan notaði í fyrri
Knattspymumót Þróttar
Hið árlega innanhússknattspyrnu- I 1.800. Þátttöku þarf að tUkynna fýrlr
mót Þróttar verður haldið dagana 11., 3. febrúar í versluntaa Litinn, Síðu-
12. og 19. febrúar. Þátttökugjald er kr. j múla 15 — sími 33070.
hálfleik, var þannig: Þorgils Ottar á
línu, Guðmundur Guðmundsson í
vinstra homi og Steinar Birgisson í því
hægra. AtU, Páll ogKristján lékufyrir
utan. Þorbjörn skipti við ÞorgUs Ott-
ar, þegar leikið var í vöm. -SOS
Páll Ólafsson átti góðan leik.
ísland—Noregur
Ísland-Noregur......24:15(14:7)
Föstudagur — Laugardalshöll: 653 áhorfend-
ur.
Nokkrar tölur: 3—0, 3—2, 7—2(15 raín.), 10—
5,11—7,14—7(30mín. — hálflcikur). 16—8 (34
mín.), 19—13 (50 mín.), 21—15 og 24—15.
ísland: Atli 7, Páll 6/1, Þorgils Öttar 4,
Kristján 3/1, Stcinar 2 og Jakob 2. Aðrir sem
léku voru: Guhmundur G., Þorbjörn J., Sig-
urður S., Sígurður G., Einar Þ. og Jeus.
Norcgur: Hancborg 3, Pattersen 3, Bauer 3,
Soensterud 2, Svele 1, Ohrvik 1, Johannssen 1
og Slettcn 1.
íþróttir
iþrótti
(þrótt