Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1984, Síða 40
40
DV. MÁNUDAGUR 30. JANUAR1984.
-s
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Sviðsljósið
LUCÝ
Lucý hans Alberts er að
verða jafnfræg og Lucy í
Dallas þótt þær eigi fátt
annað sameiginlegt en
nafnið — og kannski vöxt-
inn eins og sést á þessari
mynd.
Skyldi Lucý vera að
fylgjast með aftöku-
sveitum Davíðs sem er-
lendum blöðum hefur orðið
tíðrætt um að undanfömu?
DV-mynd Loftur.
Andrés
önd
kemur
víða við
Frystikistur á
Grænlandi
,,Nei, sko, nota þeir frystikistur á
Grænlandi,” varö Olafi Steinari
Valdimarssyni, ráöuneytisstjóra í
samgönguráöuneytinu, aö orði er hann
leit inn í nýlenduvöruverslun í Kapdan-
þorpinu í Kulusuk fyrir skömmu.
Olafur var þar á ferö ásamt fleirum
sem þátttakandi í fyrsta áætlunarflugi
Helga Jónssonar til Kulusuk á
Grænlandi og bar þar ýmislegt fyrir
augu eins og vera ber.
Helgi Jónsson flýgur einu sinni í viku
(þriðjudögum) frá Reykjavík til
Kulusuk og kostar farið 5670 krónur
aöra leiöina. I sumar veröur svo flogiö
tvisvarí viku. DV-myndLoftur.
Síminn hringdi aiia nóttina og enginn svaraði. Allir ibúar i nær/iggjandi húsum heyrðu hringingarnar en
gátu ekkert að gert. Það var ófært i klefann.
Þvi var kippt iliðinn þegar óveðrinu slotaði. Siðan hefur verið á tali.
DV-mynd GVA.
Myndin hór fyrir ofan sýnir
Ágústus keisara eins og líklegt er
talið að hann hafi litið út. Hárið i
óreiðu, eyrun stór og kjálkarnir
mjóir. Stærri myndin sýnir hann
aftur ó móti eins og hann vildi láta
minnast sín.
Hift rétta andlit
Ágústusar keisara
Agústus keisari, sá er fyrirskipaði
manntaliö sem varö til þess aö Jósef
og María, þá þunguð, fóru til Betle-
hem, virðist hafa átt í einhverjum
vandræðum með útlit sitt og viljað
fegra þaö í augum almennings
(ekkert er nýtt undir sólinni). Aö
sögn vísindamanna, sem rannsakað
hafa málið, þykir nær fullvíst aö
keisarinn hafi látiö gera af sér
brjóstmynd sem fram aö þessu hefur
þótt góö og gild heimild um útlit hans
en sýni í raun og veru ekki hans rétta
andlit. Vísindamenn hafa kannaö um
200 brjóstmyndir sem til eru af keis-
aranum og komist aö þeirri niður-
stööu að svo virðist sem hann hafi
fyrirskipað mönnum sínum aö gera
nýja mynd af sér árið 27 fyrir Krists
burð sem sýni snöggtum geöþekkara
andlitenraun vará.
Ágústus var fæddur áriö 63 fyrir
Krist, kjörsonur Júlíusar Sesars og
ríkti frá því hann var 32 ára þar til
hann varö 77 ára — frá árinu 31 fyrir
Krist og fram til ársins 14 eftir Krists
burö.
Vísindamenn draga ekki í efa aö
Ágústus keisari hafi veriö myndar-
legur maður en því miður ekki látið
sér of annt um útlit sitt. Hann haföi
ekki tíma til að hiröa hár sitt svo vel
færi og þá sjaldan þaö var gert voru
minnst þrír hárskerar aö hamast á
kollinum á honum samtímis. Eöa svo
segja vísindamenn. A efri árum
hafði hann litla sjón á ööru auga og
var þaö hálfdregiö í pung. Tennumar
voru litlar, fáar og skemmdar.
Til að komast aö hinu sanna um út-
lit keisarans telja visindamenn best
aö skoða brjóstmynd sem gerö var af
Ágústusi áriö 36 f. Krist, nokkrum
árum áður en hann komst til valda.
Vitaö er um 40 slík eintök í dag og
þaö besta mun vera hýst á Majorka,
Miðjarðarhafsströndinni frægu sem
stendur mörgum Islendingum skýr
fyrir hugskotssjónum. Þar sést
maðurinn, sem síöar varö keisari,
um þaö bil 25 ára gamall. Hár hans
er úfiö og hrukkur umhverfis munn-
inn og á enninu. Andlitsdrættir eru
óreglulegir, hakan lítil og mjó, húð
strekkt yfir andlitsbeinin,'augun lítil
og varir þunnar.