Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1984, Page 3
Messur
Biblíudagurinn
Guösþjónustur í Reykjavíkurprófastsdæmi
sunnudaginn 26. janúar 1984.
ÁRBÆJARPRESTAKALL: Barnasamkoma i
safnaðarheimili Arbæjarsóknar kl. 10.30 árd.
Guðsþjónusta í safnaðarheimilinu kl. 2.00.
Organleikari Jón Mýrdal. Væntanleg
fermingarbörn lesa ritningartexta í mess-
unni. Tekið á móti gjöfum til Hins ísl. Biblíu-
félags. Sr. Guðmundur Þorsteinsson.
ASKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11.00.
Guðsþjónusta kl. 2.00. Sr. Árni Bergur Sigur-
björnsson.
BREIÐHOLTSPREST AKALL: Laugar-
dagur: Barnasamkoma kl. 11.00. Sunnu-
dagur: Biblíudagurinn, messa ki. 14.00 í
Breiðholtsskóla. Fermingarbörn aðstoða.
Organleikari Daníel Jónasson. Sr. LárusHall-
dórsson.
BÚSTAÐAKIRK J A: Barnasamkoma kl.
11.00. Sr. Solveig Guðmundsdóttir. Guðsþjón-
usta kl. 2.00. Organleikari Guðni Þ.
Guðmundsson. Barnagæsla. Félagsstarf aldr-
aðra miðvikudag. Æskulýðsfundur miðvikud.
kl. 20.00. Yngri deild æskulýðsfél. fimmtudag
kl. 16.30. Samvera foreldra fermingarbarna
fimmtudagskvöld kl. 20.30. Sr. Olafur Skúla-
son.
DIGRANESPRESTAKALL: Laugardagur:
Barnasamkoma í safnaðarheimilinu við
Bjarnhólastíg kl. 11.00. Sunnudagur: Guös-
þjónusta í Kópavogskirkju kl. 2.00. Sr. Þor-
bergur Kristjánsson.
DÖMKIRKJAN: Messa kl. 11.00. Sr. Þórir
Stephensen. Messa kl. 2.00. Sr. Hjalti
Guðmundsson. Dómkórinn syngur, organ-
ieikari Marteinn H. Friðriksson. Laugardag-
ur: Bamasamkoma á Hallveigarstööum kl.
10.30. Sr. Agnes Sigurðardóttir. Sóknamefnd-
in.
ELLIHEIMILIÐ GRUND: Messa kl. 10.00.
Sr. Árelíus Níelsson.
FELLA- OG HÖLAPRESTAKALL: Laugar-
dagur: Barnasamkoma í Hólabrekkuskóla kl.
2.00. Sunnudagur: Bamasamkoma í Fella-
skóla kl. 11.00. Guðsþjónusta í Menningarmið-
stöðinni við Gerðuberg kl. 2.00. Sr. Hreinn
Hjartarson.
FRtKIRKJAN I REYKJAVlK: Barna- og
fjölskyiduguðsþjónusta kl. 11.00. Guöspjallið í
myndum. Barnasálmar og smábarnasöngv-
ar. Afmælisbörn boðin sérstaklega velkomin.
Sunnudagspóstur handa börnunum. Fram-
haldssaga. Við hljóðfærið Pavel Smid.
Fermingarbörn og foreldrar þeirra hvattir til
að koma. Sunnudagur 26. febr. kl. 17.00: Kór-
hljómleikar Bel-canto kórsins í Garðabæ.
Stjórnandi Guðfinna Dóra Olafsdóttir. Organ-
leikari Gústaf Jóhannesson. Islensk og erlend
tónlist. Agóða varið til styrktar orgelsjóði. Sr.
Gunnar Björnsson.
GRENSÁSKIRKJA: Barnasamkoma kl.
11.00. Guðsþjónusta kl. 2.00. Biblíudagurinn.
Sigfús J. Johnsen prédikar. Organleikari Ámi
Arinbjarnarson. Kvöldméssa með altaris-
göngu kl. 20.30, „Ný tónlist”. Mánudagur kl.
20.00: Æskulýðsfundur. Fimmtudagur kl.
20.30: Almenn samkoma. Sr. Halldór S. Grön-
dal.
HALLGRtMSKIRKJA: Biblíudagurinn.
Barnasamkoma og messa kl. 11.00. Börnin
komi í kirkjuna og taki þátt í upphafi mess-
unnar. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Hátíðar-
messa kl. 14.00. Biskup Islands, herra Pétur
Sigurgeirsson, prédikar. Módettukór Hall-
grímskirkju syngur undir stjórn Harðar As-
kelssonar organista. Eftir messu verður
opnuð Biblíusýning í anddyri kirkjunnar og
kl. 15.30 hefst aðalfundur Hins ísl. Biblíufé-
lags i safnaðarheimilinu. Þriðjudagur 28.
febr. kl. 10.30: Fyrirbænaguðsþjónusta, beðið
fyrir sjúkum. Kl. 20.30 spilakvöld í safnaðar-
sal. Miðvikudagur 29. febr.: Náttsöngur kl.
22.00.
LANDSPlTALINN: Messa kl. 10.00. Sr. Karl
Sigurbjörnsson.
HÁTEIGSKIRKJA: Laugardagur: Bama-
guösþjónusta kl. 11.00. Sunnudagur: Messa
kl. 11.00. Sr. Arngrímur Jónsson. Messa kl.
2.00. Sr. Tómas Sveinsson.
BORGARSPITALINN: Guðsþjónusta kl.
10.00. Sr. Tómas Sveinsson.
KÁRSNESPRESTAKALL: Laugardagur:
Bamasamkoma í safnaðarheimilinu Borgum
kl. 11.00. Sunnudagur: Guðsþjónusta í Kópa-
vogskirkju kl. 11.00 árd. Hermann Þorsteins-
son framkvstj. Hins ísl. Bibliufélags prédik-
ar. Stjórnarmenn Biblíufélagsins aðstoða við
guðsþjónustuna. Mánudagur: Biblíulestur í
safnaðarheimilinu Borgum á vegum fræðslu-
deildar safnaðarins kl. 20.30. Sr. Ámi Páls-
son.
LANGHOLTSKIRKJA: Oskastund barnanna
kl. 11.00. Söngur-sögur-leikir. Sögumaður Sig-
urður Sigurgeirsson. Guðsþjónusta á Biblíu-
daginn kl. 13.30 (ath. breyttan messutíma).
Breyttu heiminum...
Stúdentaleikhúsið efnir til
tónlistarkvölds laugardaginn 25.
febrúar kl. 20.30 í Félagsstofnun
stúdenta við Hringbraut. Fluttir
veröa söngvar úr leikritum Bertolt
Brechts, flutt ljóð eftir hann, bæði
lesin og sungin. Tónlistin er eftir þá
Hanns Eisler, Paul Dessau, Kurt
Weill og fleiri.
Dagskrána tóku þau Hafliði
Arngrímsson og Margrét Pálmadótt-
ir saman. Flytjendur eru: Ástríður
Helga Ingólfsdóttir, Bára Lyngdal
Magnúsdóttir, Guðlaugur Viktors-
son, Kristján Viggósson, Margrét
Pálmadóttir og Sigríður Eyþórsdótt-
ir. Sjö manna hljómsveit skipa:
Bjami Jónatansson (píanó), Jón
Björgvinsson (slagverk), Joseph
Fung (gítar, banjó), Knútur Birgis-
son (klarinett), Richard Korn
(kontrabassi), Rúnar Vilbergsson
(fagott) og Sigríöur Eyþórsdóttir
(flauta).
Eru verri nemendur
í f jölbrautaskólum
en menntaskólum?
„... má leiða getum aö því að eitt-
hvað skorti á gæði kennslunnar hjá
f jölbrautaskólum ef litiö er á árang-
ur nemenda þaðan.” Svo segir í bréfi
Halldórs Elíassonar, fyrrverandi
forseta Verkfræði- og raunvísinda-
deildar Háskóla Islands, sem sent
var til menntamálaráðuneytisins
síðastliðið haust.
Eru þetta útbreiddir fordómar eða
staðreyndir á rökum reistar? Þess-
ari spumingu verður hugsanlega
svarað á fundi sem Félag raun-
greinakennara efnir til meö kennur-
um úr framhaldsskólum og Háskóla
Islands á morgun, laugardag, 25.
febrúar í Borgartúni 6 (Rúgbrauðs-
gerðinni.)
Fundurinn hefst klukkan 13 og
stendur fram til klukkan 17. Yfir-
skrift hans er „Tengsl framhalds-
skólaogháskóla”.
„Myndir úr lífi mínu”
r
Sýning á verkum Jóns Engilberts í Listasaf ni ASI
„Myndir úr lifi mínu” er yfirskrift
sýningar á verkum Jóns Engilberts
sem opnuð verður í Listasafni ASI
laugardaginn25. febrúar.
Þegar Jón Engilberts listmálari
lést, í febrúarmánuði 1972, skildi
hann eftir sig röð mynda, aðallega
unnum með olíukrít, sem hann
nefndi Myndir úr lífi mínu. Hafði
hann gengið frá þeim í djúpskorin
spjöld, svo að augljóst er að hann
hefur ætlaö þær til sýningar.
Á sýningunni eru 78 myndir úr
myndröðinni „Myndir úr lífi mínu”,
en auk þess eru 30 teikningar frá
eldra tímabili.
Myndirnar eru allar til sölu.
Sýningin stendur frá 25. febr.—18.
mars. Opið er alla virka daga nema
mánudaga kl. 16—20 og um helgar kl.
14-22.
„Allir vilja eignast bam en enginn ungling”
Ljósmyndasýning
í Gerðubergi
Á laugardaginn 25. febrúar verður
opnuð í Menningarmiðstöðinni
Gerðubergi ljósmyndasýning sem
ber heitið: Allir vilja eignast bam,
enenginn ungling.
Tíu ungir ljósmyndarar frá Finn-
landi, Svíþjóð, Danmörku og Noregi
sýna myndir, sem þeir hafa tekið af
unglingum þessara landa og þá sér-
staklega þeim, sem eru undir
einhvers konar þrýstingi.
Gefur að líta pönkara, rokkara, líf
í unglingafangelsum, unglingahópa
sem leggja undir sig auö hús og
fleira. Á hluti myndefnisins sér enga
hliðstæðu á Islandi. Sýningin hefur
þegar veriö í Finnlandi, Danmörku
og Noregi, en héöan fer hún til
Svíþjóðar. Aðgangur er ókeypis og er
sýningin opin frá mánudögum til
fimmtudags frá kl. 16—22 og frá
föstudögum til sunnudags frá kl. 14—
18. Henni lýkur 11. mars.
Fjölskyldan
ogfíkniefnin
Almennur fundur um
fíknief namál í
Norræna húsinu
Laugardaginn 25. febrúar nk.
verður almennur fundur haldinn í
Norræna húsinu. Þar verða flutt níu
stutt erindi um helstu hliðar
fíkniefnaneyslu og vamir gegn
henni. Fundurinn er öllum opinn, en
dagskráin er við það miðuö að for-
eldrar og uppalendur geti haft sem
mest gagn af. Fundarboðendur eru
Samtök áhugamanna um áfengis-
vandamáliö (SÁA) í samvinnu við
Landlæknisembættiö og Áfengis-
vamadeild Reykjavíkurborgar.
Fundurinn hefst kl. 13.30 með
ávarpi heilbrigðisráðherra,
Matthíasar Bjarnasonar. Fundar-
stjóri verður Guðjón Magnússon
aðstoðarlandlæknir.