Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1984, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1984, Blaðsíða 4
22 DV. FÖSTUDAGUR 24. FEBRUAR1984. Organleikari Jón Stefánsson, prestur sr. Sigurður Haukur Guöjónsson. Sóknarnefndin. Hvað er á seyði um helgina Hvað er á seyði um helgina Leiklist er eftir Egil Olafsson er flutt af Ingu og Ingimar Eydal. Níu leikarar eru í sýningunni og leika þær Sunna Borg og Guðlaug María Bjarnadóttir aðalhlutverkin, mæðgumar Önnu og Silju. Sjallinn býður upp á sérstakan leikhúsmatseðiU á hagstæðu verði fyrir sýninguna og aðrar veitingar. 4. sýnrng á Súkkulaöi handa Silju er á sunnudagskvöld. Á föstudags- og iaugardagskvöld veröa líklega síðustu sýningar á My fair lady sem sýndur hefur verið fyrir fullu húsi síðan í október sl.' Verða þetta 50. og 51. sýning á leiknum sem fyrir löngu hefur slegiö ÖU sýningarmet norðan heiða. Fiugleiðir og ferðaskrif- stofumar era með leikhúspakka til Akúreýrar sem margir hafa notfært sér í vetur. Risinn draumieyndi, bæði eftir Helgu Steffensen. Þær Bryndis Gunnarsdóttir, HaUveig Thorlacius og Helga gera brúður og leik- myndir en leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson. Brúðustjórn annast þær stöllur í Leik- brúöulandi ásamt Þórhaíli. Kam Konur á öllum aldri! Öölist sjálfstraust í lífi og starfi KARON-skólinn kennir ykk- ur: • rétta líkamsstöðu • rétt göngulag • fallegan fótaburö KARON-skólinn leiöbeinir ykkur um: • andlits- og handsnyrtingu • hárgreiöslu • fataval • mataræði • hina ýmsu borösiði og alla almenna framkomu o.fl. Öll kennsla í höndum fær- ustu sérfræöinga. Allir tímar óþvingaðir og frjálslegir. Ekkert kynslóöabil fyrirfinnst í KARON-skólanum. 6 vikna námskeið hefjast mánudaginn 27. febrúar. Innritun og upplýsingar frá kl. 14—18 í dag og á morgun. Ennfremur: 7 vikna modelnámskeið í sérflokki. Hanna Frímannsdóttir Sími38126 Aukasýning á Forseta- heimsókninni, Gísl, Guð gaf mér eyra og Hart í bak I kvöld (föstudagskvöld) er 16. sýning á leik- riti Brendan Behans, Gísl, sem fallið hefur í einkar góðan jarðveg hjá leikhúsgestum og verið sýnt fyrir fullu húsi til þessa. Þar eru meðal leikenda Gísli Halldórsson, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Jóhann Sigurðarson, Guðbjörg Thoroddsen og Hanna María Karls- dóttir, en alls koma 15 leikarar fram í sýning- unni. Sigurður Rúnar Jónsson stjórnar hljómsveit, sem eingöngu er skipuð leikuran- um sjálfum en leikstjóri er Stefán Baldurs- son. Annað kvöld er bandaríska verðlaunaleik- ritið Guð gaf mér eyra sýnt í Iðnó en þar hef ur leikur Sigurðar Skúlasonar og Berglindar Stefánsdóttur vakið mikla athygli í vandaðri sýningu undir stjóm Þorsteins Gunnarssonar. Sýningum fer nú senn að fækka á þessu verki. Annað kvöld er líka miðnætursýning á For- setaheimsókninni í Austurbæjarbíói. Um síð- ustu helgi átti að vera síðasta sýning á verk- inu en þar eð allt troðfylltist verður aukasýn- ing nú um helgina. Miðasala á miðnætursýn- inguna er í Austurbæjarbíói. A sunnudagskvöldið er Hart í bak á f jöiun- um í Iðnó. Það hefur nú verið sýnt yfir 40 sinnum og fer sýningum senn fækkandi. Þar hefur leikur nýliðanna Eddu Heiörúnar Back- man og Kristjáns Franklíns Magnús vakið mikla athygli svo og hinna eldri og reyndari: Soffíu Jakobsdóttur, Jóns Sigurbjömssonar I tilefni af 20 ára afmæli Golfklúbbs Ness, sem er um þessar mundir, veröur haldin mikil golfhátíð í veitingahúsinu Broadway á sunnudaginn kemur. Hefst hún kl. 15.00 og mun standa fram eftir degi og kvöldi. Er hátíö þessi opin öllum kylfingum svo og öörum, sem áhuga hafa, en þarna veröur ýmislegt til skemmtunar. Meðal þess er 18 holu púttkeppni eöa „mini-golf” á sérstökum brautum sem lagöar veröa um allt veitingahúsiö. Geta allir tekiö þátt í þeirri keppni eins og þeir best þekkja sem tekiö hafa þátt í „mini-golfi” hér á landi eöa erlendis. Glæsileg verölaun eru í boöi í keppninni. Fyrstu verðlaunin eru t.d. utanlands- ferð á vegum Samvinnuferöa og önnur verölaun, sem veitt verða, eru eigulegir hlutir. Nýjar golfmyndir veröa sýndar á tveim til þrem stööum í húsinu og fyrirtæki munu kynna golfvörur og annaö. Ymislegt annaö veröur á boöstólum á þessari golfhátíö sem hefst eins og fyrr segir kl. 15 á sunnudaginn. Keppendum í púttmótinu er bent á aö hafa meö sér sinn eigin pútter og kúlu- eöa kúlur, ef þeir skyldu týna á vellinum — en eitthvað mun þó veröa til leigu af slíkum verkfærum á staönum fyrir gestina. Frumsýning í Hrísey I kvöld frumsýnir Leikklúbburinn Krafla í Hrísey leikritið Deleríum búbónis eftir þá bræður Jónas og Jón Múla Ámasyni. Þetta er sjöunda verkefni Kröflu á átta ára starfsferli. Leikstjóri þessa verks, sem fram- sýnt verður í Hrísey í kvöld, er Bjarni Ingvarssonfrá Reykjávik. NESKIRKJA: Laugardagur: Samverustund aldraðra kl. 15.00. Gils Guðmundsson rit- höfundur les úr verkum sínum. Sr. Guðmund- ur Oskar Ölafsson. Sunnudagur: Bamasam- koma kl. 11.00. Sr. Frank M. Haildórsson. Biblíudagurinn: Guðsþjónusta kl. 14.00 í um- sjá sr. Olafs Jóhannssonar skólaprests. Organleikari og kórstjóri Reynir Jónasson. Sr. Guðmundur Oskar Olafsson. Mánudagur: Æskulýðsfundur kl. 20.00. Miðvikudagur: Fyrirbænamessa kl. 18.20. Sr. Guðmundur OskarOlafsson. SELJASÖKN: Barnaguðsþjónusta Öldusels- skóla kl. 10.30. Barnaguðsþjónusta í íþrótta- húsí Seljaskólans kl. 10.30. Guðsþjónusta Olduselsskóla kl. 14.00. Einsöngur Gunnar Guðbjörnsson. Altarisganga. Þriðjudagur 28. febr.: Æskulýösfundur kl. 20.00 Tindaseli 3. Föstudagur 2. mars: Fyrirbænasamvera Tindaseli 3 kl. 20.30. Sóknarprestur. SELTJARNARNESSÖKN: Barnasamkoma í sal Tónlistarskólans kl. 11.00. Sr. Guðmundur OskarOlafsson. FRIKIRKJAN I HAFNARFIRÐI: Kl. 10.30 barnastundin. Kl. 14.00 guðsþjónusta. Tekið á móti framlögum til Biblíufélagsins. Eftir messu veröur fundur með vorfermingarbörn- um og foreldrum þeirra. Sævar Guðbergsson félagsráðgjafi ræðir „foreldravandamálið”. Safnaðarstjórn. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnudaga- skóli ki. 10.30. Guðsþjónusta kl. 14.00. Sóknar- prestur. Síðustu sýningar á „Jakob og meistaranum" hjá Stúdentaleikhúsinu Nú um þessa helgi mun Stúdentaleikhúsið reka smiðshöggið á kröftuga starfsemi sína í Tjarnarbæ í vetur. Þá verða tvær allra síðustu sýningar á „Jakob og meistaranum” eftir Milan Kundera í leikstjórn Sigurðar Páissonar. Fyrri sýningin verður miðnætur- sýning föstudaginn 24. febr. kl. 23.30 en sú seinni mánudaginn 27. febr. kl. 20.30. Þetta veröa 11. og 12. sýningar á gleöileik Kundera sem hann samdi til heiðurs skáld- sögu Diderot „Jakob örlagatrúar”. Stúdentaleikhúsið hvetur alla velunnara sína til að fjölmenna nú í Tjarnarbæ en að- sókn hefur verið með lakara móti. Það skai tekið fram að ekki verða fleiri sýningar á leik- ritinu. Stúdentaleikhúsið mun nú flytja þunga- miðju starfsemi sinnar í Félagsstofnun stúdenta, sjá auglýsingar og fréttatilkynning- ar þaraðlútandi. Leikfélag Akureyrar sýnir „Súkkulaði handa Silju" Um síðustu helgi frumsýndi L.A. leikritið „Súkkulaði handa Silju” eftir Nínu Björk Ámadóttur í Sjallanum, Akureyri. Höfundur hefur breytt likhúsinu að nokkra frá því það var sýnt í Þjóðleikhúsinu, í samráði við leik- stjórann, Hauk Gunnarsson. Guðrún Sigríður Haraldsdóttir hannaði leikmynd og búninga og nýtir sér innviði Sjallans þar sem leikurinn gerist að nokkru á skemmtistað. Viðar Garðarsson hannaði lýsingu og tónlistin sem Tröllaleikir í Iðnó Á sunnudaginn kl. 3 verða Tröllaleikir sýnd Iðnó. Þetta eru fjórir einþáttungar; Ást saga úr fjöllunum, Guðrúnar Helgadótt Búkolla, íslenska þjóðsagan og Eggið Hringur sýnir í tveim sölum í einu Hinn góökunni listmálari, Hringur Jóhannesson, opnar á laugardaginn þá stærstu málverkasýningu sem hann hefur haldiö til þessa. Raunar má segja aö þarna sé um tvær sýningar aö ræöa því aö önnur þeirra er á Kjarvalsstööum en hin í Ásmundarsal. Munu verk hans á þessum tveim sýningum vera um 140 talsins. Hringur hefur ekki haldið einkasýningu hér síöan 1980, en þá sýndi hann í Nor- ■ræna húsinu. Eru verkin, sem hann sýnir núna, öll gerð síðan þá. Hringur sagöi aö hann hefði ákveðið aö hafa sýningu sína í tveim sölum aö þessu sinni vegna þess aö sér fyndist olíupastel ekki passa með olíumálverkum. Pastelmyndir hans eru allar til sýnis í Asmundarsal en hinar á Kjarvalsstöðum. Veröur sýning hans á Kjarvalsstööum opnuö kl. 14 á laugardaginn en sýningin í Asmundarsal tveim klukkustundum síöar. Barnaleikhúsið Tinna: Frumsýnir „Nátttröllið” íTjarnarbíói á sunnudag Barnaleikhúsiö Tinna frumsýnir leikritiö „Nátttrölliö” eftir Ragnheiöi Jónsdóttur, sunnudaginn 26. febrúar kl. 15 í Tjarnarbíói. Miöasala í Tjarnarbíói á sunnudag frá kl. 13. Nánari upplýsingar og miðapantanir í síma 13757. Okeypis aögangur fyrir fulloröna, vægt gjald fyrir böm. Alls taka um 20 böm þátt í sýning- unni en aðalhlutverk eru um níu talsins. Framkvæmdastjóri Barnaleikhúss- ins er Guðbjörg Guðmundsdóttir. Golfhátíð í Broadway LUBBURINN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.