Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1984, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1984, Page 6
24 DV. FÖSTUDAGUR 24. FEBRUAR 1984. Skíði Um helgina fer fram bikarmót á skíöum. Keppni í alpagreinum fer fram á Húsavík og i göngu og stökki á Akureyri. Þetta er keppni fullorð- inna og unglinga. Þá fer fram göngu- trimmmót í Kjarnaskógi viö Akur- eyri. Knattspyrna Islandsmótið í innanhússknatt- spyrnu verður í Laugardalshöllinni um helgina og verður keppt í 1. og 3. deild karla og kvennaflokki. Keppnin hefst kl. 10 á laugardagsmorgun og á sama tíma á sunnudaginn. Keppt verður fram til 21 báðadagana. Það verður meiri aivara i innanhússmótinu i knattspyrnu um helgina en þegar þessi lið voru að ieika i Höiiinni á sinum tima. Nu er það sjáift íslandsmótið i 7. og 3. deild, sem þar fer fram, og þá þýðir engan fifia- gang.... íþróttir um helgina Blak Föstudagur Digranes kl. 20.00 1. deild. kv. Digraneskl.21.20 2. deild ka. UBK-KA UBK-Samhygö Laugardagur Dalvíkkl. 14.00 2. deild ka. Reynivík-Skautafélag Ak. Glerárskóli kl. 15.00 2. deild ka. Hagaskóki kl. 14.00 l.deild ka. Hagaskóli kl. 15.20 l.deildkv. Hagaskóli kl. 16.40 l.deild kv. Digraneskl. 15.50 1. deild ka. Digraneskl. 17.10 2. deild ka. KAa-KAb IS-Víkingur IS-Þróttur Víkingur-KA HK-Fram UBK-HK b Körfuknattleikur Tveir leikir verða um helgina í úr- valsdeildinni. Njarövík og Haukar leika í Njarövík kl. 20 í kvöld og Val- ur mætir KR á sunnudagskvöldið í Seljaskóla kl. 20. Á laugardaginn verða tveir leikir í 1. deild karla. UMFL mætir Fram á Selfossi kl. 14 og á sama tíma leika ÞóroglSá Akureyri. Einn leikur veröur í 1. deild kvenna. IR leikur gegn Njarðvík í Seljaskóla kl. 21.30 á sunnudags- kvöldiö. Handknattleikur 3. deild — karla: Föstudagur: Vestmey. kl. 20 Týr-Akranes Keflavík kl. 20 Keflavík-Þór Ak. Laugardagur: Varmá kl. 14 Afturelding-Þór Ak. Sunnudagur: Seljaskóli kl. 15 Ögri-Skallagrímur 1. deild — kvenna: Föstudagur: Seljaskóli kl. 19 Víkingur- Valur Akranes kl. 14 Akranes-Fram TVÖ BLÖÐ ÁMORGUN MEÐAL EFNIS: Þar fóru hundruð þúsunda Sagt frá afdrifum Scheving- mynda sem fóru sem innrétt- ing þegar ESJA II var seld 1969. Ævintýraleg augiýsing? DV fylgist með ungfrú íslandi og stöllum hennar í keppninni um titilinn ungfrú Evrópa. Fyrirbyggjandi aðgerðir hafa hingað til verið fálmkenndar rætt við Árna Einarsson um fíkniefnaneyslu. Gínurnar í bænum Ein af þessum opinskáu nærmyndum Náttúruauðiind sem fýkur burt Ari Trausti fjallar um himin og jörð Óiympíuieikarnir í Los Ange/es — umferðaröngþveiti, mengun og glæpir? Hvað er á seyði um helgina tónlistarmanna i gegnum árin. Má þar nefna Evan Parker, Aibert Mangelsdorfff, Carla Bley, John McLaughlin, Leo Smith og Jon Cage. Síðustu 2 árin hefur Kowald mikið leikið með hljómsveitinni Jazz Doctors en hana skipa auk hans Frank Lowe, Billy Bang og Rashied Ali. Þá eru orðnar margar hljóm- plöturnar sem hann hefur leikið inn á, bæði undir eigin nafni og með öðrum. Það er hljóm- plötuútgáfan Gramm sem stendur að þessum tónleikum. Spænskir gítartónleikar í Grindavík Gítarleikarinn Símon H. Ivarsson heldur tón- leika í Grindavíkurkirkju sunnudaginn 26. febrúar nk. kl. 17.15. A efnisskránni, sem er tvíþætt, eru spænsk klassísk verk, m.a. eftir Albeniz, Turina, Tarrega o.fl., og flamenco- tónlist. Meö þessari efnisskrá vill Símon sýna fram á hina fjölmörgu möguleika gítarsins og hefur hann valið til þess tónlist frá „föður- landi” gítarsins, Spáni. Simon Ivarsson mun vera eini Islendingur- inn sem leikur flamencotónlist og hefur hann sótt námskeið hjá prófessor Andres Batista í Madrid á Spáni. Klassískan gítarleik stundaði Simon viö Tónskóla Sigursveins D. Kristins- sonar undir leiðsögn Gunnars H. Jónssonar og síðan við Tóniistarháskólann í Vínarborg, hjá hinum fræga prófessor Karl Scheit. Símon notar tvo mismunandi gítara við flutning verkanna, annars vegar klassískan gítar og hins vegar flamencogitar. Símon Ivarsson er löngu orðinn þekktur á Islandi í gegnum margar velheppnaðar tón- leikaferðir um landið, svo og fjölda útvarps- og sjónvarpsþátta. Eins og áður sagði, verða tónleikamir í Grindavíkurkirkju sunnudaginn 26. febr. ki. 17.15. Tónleikar þessir eru haldnir í samvinnu við Tónlistarskóla Grindavíkur. Sýningar Kjarvalsstaðir — Ásmundarsalur A morgun, laugardag, opnar Hringur Jóhannesson sýningar á Kjarvalsstöðum og í Asmundarsal. Eru verk hans á þessum tveim sýningum hans 140 talsins. I Asmundarsal sýnir hann pastelmyndir og á Kjarvals- stöðum olíupastel. KJARVALSSTAÐIR: A morgun laugardag opnar Jón Oskarsson sýningu á verkum sín- um á Kjarvalsstöðum. LISTASAFN ASt: A morgun, laugardag, verður opnuð sýning er ber yfirskriftina „Myndir úr lífi mínu” eru það verk Jóns Engilberts, en hann lést árið 1972. A sýning- unni eru 78 myndir úr myndarööinni „Myndir úr lifi mínu” en auk þess eru 30 teikningar. Myndirnar eru allar til sölu. Sýningin verður opin alla virka daga nema mánudaga kl. 16— 20 og um helgar kl. 14—22. Lýkur henni 18. mars. NVLISTASAFNIÐ Vatnsstíg: Þar stendur yf- ir sýning á verkum í eigu safnsins. Opið er daglega frá kl. 16—20 og um helgar kl. 16—22 fram til4.mars. LISTMUNAHtlSIÐ, Lækjargötu 2: Þarstend- ur yfir sýning Þorvalds Skúlasonar, sýnir hann 40 verk unnin með blandaðri tækni, þekjulitum, tússi og krít. Sýningin sem er sölusýning er opin alla virka daga nema mánudaga frá kl. 10—18 og um helgar frá kl. 14—18 og lýkur henni 26. febrúar. Gallerý Lækjartorg: Þar stendur yfir kynning á verkum Rúnu (Sigrúnar Guöjónsdóttur). Á kynningunni eru steinleirsmyndir og teikningar og eru verkin til sölu. GaUeriiö er opiö virka daga kl. 12—18 og um helgar kl. 14—18. MOKKAKAFFI: Olafur Sveinsson sýnir þar 30 myndir sem geröar eru meö vatnslitum, penna, blýanti og rauökrít en auk þess sýnir hann þar dúk- og tréristur. NORRÆNA HÚSIÐ: Engin sýning fyrr en 4. mars. Kvikmyndir Gömul mynd eftir Rostotskí í MÍR Sovéska kvikmyndin „Vindamir sjö” (með ensku tah) verður sýnd í MlR-salnum, Lind- argötu 48, nk. sunnudag 26. febrúar kl. 16. Þessi mynd er frá árinu 1962 og merkileg að því leyti að hún er ein af fyrstu kvikmyndum hins fræga leikstjóra Stanislavs Rostotskí sem komið hefur hingað til lands og þekkt- astur er fyrir myndina „Og hér rikir kyrrð í dögun”. Aðgangur að MÍR-salnum er ókeypis og öllum heimill. Kvikmyndaklúbburínn Norðurljós Sunnudaginn 26. febr. kl. 17 hefjast sýningar að nýju í Kvikmyndaklúbbnum Norðurljós i Norræna húsinu. Fyrsta myndin sem sýnd verður er sænska kvikmyndin Lángt borta och nára, gerð árið 1976. Leikstjóri er Marianne Ahme og hefur hún einnig samið handrit ásamt Bertrand Huraault. I aðalhlutverkum era Lilga Kovanko og Robert Farrant. Myndin gerist á geðsjúkrahúsi og segir frá ungri stúlku sem starfar við sjúkrahúsið og verður hún ástfangin af sjúklingi, sem talar ekki vegna sálrænna truflana. Lýst er ást þeirra og því sambandi sem næst, þar sem máliö er ekki eina tækið til tjáskipta. Alls verða sýndar 6 kvikmyndir til vors og verða sýningarnar í Norræna húsinu kl. 17 á sunnudögum, eins og áður segir. Meðal mynd- anna má nefna kanadísku heimiidarmyndina Not a love story gerð af Bonnie Sherr Klein og fjaliar um klámiðnaðinn í Bandaríkjunum. Myndin var sýnd á Kvikmyndahátíðinni 1982 og vakti mikla athygli. Aðgangskort að öllum sýningunum kosta kr. 100 og að einstakri sýningu kr. 20. Kortin era til sölu í Norræna húsinu. Fundir Félag íslenskra rithöfunda Fundur til skemmtunar verður haldinn í F.I.R. að Hótel Esju, Skálafelli, 9. hæð, sunnudaginn 26. febrúar 1984, kl. tvö. Þessir höfundar lesa úr verkum sínum: Ásgeir hvítaskáld, Indriði Indriðason, Gunnar Dal, Indriði G. Þorsteinsson, Hrafn- hildur Valgarðsdóttir, Oskar Aðalsteinn, Pjetur Hafstein Lárasson. Félagar fjölmennið og takiö með ykkur gesti, og mæúð stundvíslega. Skemmtistaðir BROADWAY: Einkasamkvæmi á föstudags- kvöld. Laugardagskvöld: Rokk ’84, stanslaust stuð meö Gunnari Þórðarsyni og 25 lista- mönnum ásamt Zorro, Tarsan og Dúakvart- ettinum. KLÚBBURINN: A föstudags- og laugardags- kvöld leikur hljómsveitin Crystal fyrir dansi, tvö diskótek, skemmtidagskrá meö Ladda. HÖTEL BORG: Á föstudagskvöld leikur hljómsveitin Frakkarnir fyrir dansi. Diskótek laugardagskvöld. A sunnudagskvöld verða svo gömlu dansarnir undir stjórn Jóns Sigurðssonar. HÓTEL SAGA: Lokað á föstudagskvöld vegna einkasamkvæmis. Laugardagskvöld: „Söguspaug” í Súlnasal, skemmtidagskrá með Ladda, Jörundi, Erni og Pálma. Hljóm- sveit Magnúsar Kjartanssonar leikur fyrir dansi. ÞÓRSKAFFI: Á föstudags- og laugardags- kvöld leikur Dansbandið fyrir gesti hússins. Magnús Olafsson mætir á staðinn með grín, glens og gaman, stúlkur frá ballettskóla Eddu Scheving sýna gríntangó o.fl. ARTUN, Vaguhöfða 11: Gömlu dansarnir á föstudagskvöld, einkasamkvæmi laugardags- kvöld. GLÆSIBÆR: Hljómsveitin Glæsir leikur fyrir dansi í kvöld og laugardagskvöld. Big Foot verður í diskótekinu. LEIKHUSKJALLARINN: Diskótek í kvöld og laugardagskvöld. Girnilegur matseðill. ÓÐAL: Dúndrandi diskótek í umsjón Halldórs Árna. SAFARI: Diskótekiðá fuilu um helgina. ■SIGTUN: Opið í kvöld og laugardagskvöld. Diskótek. HOLLYWOOD: Diskótek alla helgina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.