Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1984, Blaðsíða 18
18
DV. LAUGARDAGUR10. MARS1984.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 113., 117. og 120. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á Engja-
seli 66, þingl. eign Valgarðs Bjarnasonar, fer fram eftir kröfu Helga V.
Jónssonar hrl. á eigninni sjálfri miðvikudaginn 14. mars 1984 kl. 15.15.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á hluta í Kötlufelli 9, þingl. eign Jónheiðar Haralds,
fer fram eftir kröfu Guðjóns A. Jónssonar hdl., Árna Einarssonar hdl.,
Ævars Guðmundssonar hdl., Tryggingastofnunar rikisins, Sigurmars
K. Albertssonar hdl., Veðdeildar Landsbankans, Brynjólfs Kjartans-
sonar hrl. og Steingríms Þormóðssonar hdl. á eigninni sjálfri
miðvikudaginn 14. mars 1984 kl. 13.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á hluta í Rjúpufelli 27, þingl. eign Olafs L. Baldurs-
sonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Skúla J.
Pálmasonar hrl., Sigríðar Thorlacius hdl., Guðmundar Jónssonar hdl.
og Innheimtustofnunar sveitarfélaga á eigninni sjálfri miövikudaginn
14. mars 1984 kl. 13.45.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 98., 101. og 105. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á hluta í
Krummahólum 6, þingl. eign db. Gísla Marinóssonar, fer fram eftir
kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík og Veðdeildar Landsbankans á
eigninni sjálfri miðvikudaginn 14. mars 1984 kl. 15.30.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 113., 117. og 120. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á hluta í
Kríuhólum 2, þingl. eign Jóhönnu Sveinsdóttur, fer fram eftir kröfu
Veðdeildar Landsbankans á eigninni sjálfri miðvikudaginn 14. mars
1984 kl. 15.45.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á Völvufelli 40, þingl. eign Olínu Þorsteinsdóttur, fer
fram eftir kröfu Hafsteins Sigurðssonar hrl., Guðmundar Jónssonar
hdl. og Róberts Arna Hreiðarssonar hrl. á eigninni sjálfri
miðvikudaginn 14. mars 1984 kl. 14.00.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 98., 101. og 105. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á Norður-
garði 1, þingl. eign Isbjarnarins hf., fer fram eftir kröfu Gjaldheimt-
unnar í Reykjavík, Hákonar H. Kristjónssonar hdl., Framkvæmda-
stofnunar ríkisins og Sigurðar Sigurjónssonar hdl. á eigninni sjálfri
þriðjudaginn 13. mars 1984 kl. 13.45.
Borgarfógetaæmbættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 98., 101. og 105. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á Eyjagötu
1, þingl. eign Sjófangs hf., fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í
Reykjavík, Kristins Sigurjónssonar hrl., Jóns Ingólfssonar hdl., borg-
arverkfræðingsins í Reykjavík og Tómasar Þorvaldssonar hdl. á eign-
inni sjálfri þriðjudaginn 13. mars 1984 kl. 10.45.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 98., 101. og 105. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á Urðarstíg
3, þingl. eign Þorláks R. Halldórssonar o.fl., fer fram eftir kröfu Gjald-
heimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri þriðjudaginn 13. mars 1984
kl. 14.00.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 98., 101. og 105. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á Huldu-
landi 20, þingl. eign Guðrúnar Ingólfsdóttur o.fl., fer fram eftir kröfu
Gjaldheimtunnar í Reykjavik á eigninni sjálfri þriðjudaginn 13. mars
1984 kl. 16.15.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 98., 101. og 105. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á hluta í
Grenimel 9, þingl. eign Halldórs Hjálmarssonar, fer fram eftir kröfu
Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri þriðjudaginn 13. mars
1984 kl. 11.30.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Hér mun bensínstöðin risa við Ananaust.
DV-mynd S.
Bensínstöövar rjúka upp
— til bráðabirgða
Eins og skýrt var frá í fréttum DV í
fyrradag er fyrirhugað að byggja all-
sérstæða bensínstöð í Ananausti þar
sem Vesturgatan endar. Fimm metra
hár múr verður reistur í fjöruborðinu
til að skýla væntanlegri bensínstöð
fyrir ágangi sjávar þegar stórstreymt
er en stöðin verður eign Olís.
Þá er ætlunin að byggja tvær
bensínstöðvar báðum megin við Grjót-
háls á Vesturlandsvegi, verður önnur
frá Olís en hin frá Skeljungi. Olís ætlar
svo að reisa enn aðra í Grafarvogi og
■ Esso byggir bensínstöð í Rangárseli í
Seljahverfi.
Samkvæmt upplýsingum frá emb-
ætti borgarverkfræðings eru
Ibensínstöðvabyggingar þessar hluti
af samkomulagi sem olíufélögin gerðu
við Reykjavíkurborg áriö 1970 um
uppbyggingu afgreiðslustaða eldsneyt-
is á höfuðborgarsvæðinu.
Bensínstöðin og fimm metra hái
múrinn í Ananausti eru hvor tveggja
til bráðabirgöa.
-EIR.
Guðrún Jónsdóttir hættir sem forstöðumaður Borgarskipulags:
Falin endurskoðun á
skipuiagi gamla bæjarins
A fundi skipulagsdeildar Reykja-
víkurborgar fyrr í vikunni var sam-
þykkt tillaga þess efnis að ráöa
Guðrúnu Jónsdóttur arkitekt til að
taka aö sér endurskoöun á skipulagi
gamla bæjarins í Reykjavík frá og með
l.aprílnk.
Segir í frétt frá skipulagsnefnd aö
þetta verkefni, sem fela eigi Guðrúnu
Jónsdóttur, sé mjög brýnt og viða-
mikiö og tengist endurskoðun aðal-
skipulags Reyk javíkur, sem ráðgert er
aðljúka 1986.
Undanfarin fimm ár hefur Guðrún
Jónsdóttir starfaö sem forstööumaður
rlorgarskipulagsins samkvæmt
sérstökum samningi, sem gerður var
við hana áriö 1979 til fimm ára, en sá
samningur rennur út 1. apríl.
I ’fréttatilkynningu frá skipulags-
nefnd segir að Guðrún hafi unnið aö
skipulagsverkefnum á vegum borg-
arinnar allt frá árinu 1968 en fram til
1979 sem sjálfstætt starfandi arkitekt,
og hefur því víðtæka reynslu á sviði
skipulagsmála fyrir Reykjavíkurborg.
Guðrún Jónsdóttir kvaöst í samtali
við DV hlakka til að takast á við nýja
verkefnið, sem hún teldi bæði áhuga-
vert og mikilvægt. Kvaðst hún fagna
því trausti sem sér hefði verið sýnt.
-HÞ.
Guðrún Jónsdottir.
Kvótamál og kjarasamningar
á f undi á Suðureyri:
Áhyggjur af
atvinnuleysi og
byggðavanda
„Þrátt fýrir alvarlega annmarka á
nýgerðum kjarasamningum ASI og
VSI telur fundur í Verkalýðs- og sjó-
mannafélaginu Súganda sér nauðugur
sá kostur að samþykkja þá viö núver-
andi aðstæður,” segir í ályktun sem
samþykkt var á fjölsóttum fundi á
Suðureyri síöastliðið miðvikudags-
kvöld. Um fimmtíu manns voru á f und-
inum. Tveir greiddu atkvæði á móti og
nokkrirsátu hjá.
,,Fundurinn skorar á þá aðila sem
ábyrgð bera á samningagerð á Vest-
fjörðum að hefja nú þegar viðræður
um leiðréttingu á verstu göllum
samninganna áður en þeir valda alvar-
legum byggðavanda, sem greinilega
getur af þeim hlotist.
Fundurinn skorar á verkafólk í fisk-
vinnu aö íhuga alvarlega hversu mikið
vit sé í því að vinna sig á fleygiferð í
bónus í átt til atvinnuleysis, sem
óhjákvæmilega blasir við í sjávar-
plássumvítt ogbreitt umlandið.
Fundurinn skora á stjórnir annarra
félaga að athuga rækilega hvort
breyttar forsendur í fiskvinnu vegna
aflakvóta og misræmis, sem gætir í
bónusgreiðslum eftir nýgeröa
samninga, séu ekki næg ástæða til að
endurskoða réttmæti bónusvinnu yfir-
leitt,” segirí ályktunSúganda. -KMU.
RALL- OG
SPYRNU-
KEPPNIÁ
SLEÐUM
— mikið vélsleðamót
við Kröflu um helgina
Ásunnudaginn fer fram við
Kröflu í Mývatnssveit keppni
nokkur á vélsleðum sem verður
að teljast nokkuð sérstök.
Keppnin verður tvískipt. A
sunnudagsmorgun kl. 10.00 hefst
svokölluð kvartmílukeppni þar
sem keppendur fá að reyna á
vélarafl sleða sinna. Kl. 14.00
sama dag hefst síðan aðalkeppn-
in en þaö er nokkurs konar rall-
keppni. Eknir verða þrír km og
er leiðin „skreytt” hinum ýmsu
þrautum. Um 60 hlið verða í
brautinni og reynir þá mikið á
hæfni þeirra sem sleöunum
stýra. Um 40 þátttakendur eru
skráðir til keppninnar.
-SK.