Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1984, Blaðsíða 3
bV.LAÚGÁRDAGURÍÖ.'R!lÁk!S'l984'.
1
Ameríkuflug Loftleiða hófst 25. ágúst
árið 1948. Myndin var tekin af áhöfn
Geysis við komuna til New York þann
dag. Frá vinstri: Halldór Guðmunds-
son, Sigríður Gestsdóttir, Hólmfríður
Mekkínósdóttir, Alfreð Elíasson, Axel
Thorarensen, Bolli Gunnarsson og
Kristinn Olsen.
Loftleiðir
40ára
Loftleiðir hf. eiga 40 ára afmæli í
dag. Félagið var stofnað þann 10. mars
árið 1944.
„Nei. Það verður ekkert sérstakt
gert,” sagði Grétar Br. Kristjánsson,
stjórnarformaður Loftleiða, er DV
spuröi hvort afmælisins yrði minnst
meö einhver jum hætti.
Fyrir rúmum áratug þann 10. júlí
1973, voru Loftleiðir og Flugfélag Is-
lands sameinuð og fyrirtækið Flug-
leiðir stofnað. Hvorugt gömlu félag-
anna starfar nú. Aöalfundur er þó
haldinn árlega í báðum félögum og
stjórn kosin. Stjómarmenn eru allir
jafnframt í stjórn Flugleiða. Bæði fé-
lögin eru nú eign Flugleiða.
-KMU.
Atómstöð-
in á Akur-
eyri
— aðsóknin m jög góð
íReykjavík
Atómstööin, sem sýnd hefur verið í
Reykjavík að undanförnu, var frum-
sýnd á Akureyri í gær, föstudag. Er’
þaö fyrsta sýning myndarinnar utan
Reykjavíkur.
„Við munum sýna myndina víða um
land og sem allra fyrst,” sagði
Þórhallur Sigurðsson í samtali við DV.
„Við erum meö þrjú, fjögur eintök í
gangi og munum nota þau til hins
ýtrasta.”
Aðsóknin að kvikmyndinni, sem
sýnd hefur verið í viku í Austurbæjar-
bíói, hefur verið mjög góð, aö sögn
Ama Kristjánssonar bíóstjóra.
„Aðsóknin er óvenju góð af kvikmynd
að vera enda nær uppselt á flestum
sýningum,” sagði Ami.
-KÞ
Péturvarlög-
legur með ÍR
— dómstóll ÍBR dæmdi
íPétursmálinu í gær og
dómnum verðurekki
áfrýjað
Dómstóll IBR, skipaður þeim Hirti
Hjartarssyni, Erni Höskuldssyni og
Sveini Ragnarssyni, dæmdi í Péturs-
málinu” svokallaða í gær. Féll dómur
þannig aö Pétur hefði verið löglega
með IR í körfunni í vetur, en Valsmenn
og KR-ingar kæröu Pétur fyrr í vetur.
„Við töpuðum málinu og ætlum
okkur ekki aö áfrýja þessum úrskurði
dómstóls IBR,” sagði Sigurður Láms
Hólm, formaður körfuknattleiksdeild-
ar Vals, í samtali við DV. „Þar meö er
ekki sagt að við sættum okkur við úr-
skuröinn. Þvert á móti finnst okkur
þetta vera furöulegur dómur,” sagöi
Sigurður.
Samkvæmt heimildum DV munu
KR-ingar ekki áfrýja þessum dómi og
þar með ætti þetta leiðindamál að
heyra fortíðinni til.
A áfengissjúklingur
að fá veikindabætur?
hæstaréttardómur væntanlegur
Hæstiréttur Islands mun á næstu
dögum skera úr um hvort áfengis-
sýki sé sjúkdómur. Hæstiréttur mun
úrskurða hvort maður í meðferð við
áfengissýki sé sjúklingur og þar með
veikur í skilningi laganna.
Hér er á ferðinni mikilvægt próf-
mál. Dómur Hæstaréttar, hver sem
hann verður, mun aö líkindum hafa
fordæmisgildi. Niöurstaðan mun
snerta f jölmarga því spurt er um rétt
áfengissjúkra til veikindagreiðslna.
Máhð höföaði trésmiður nokkur
gegn trésmiðju sem hann vann hjá.
Maðurinn var illa haldinn af áfengis-
sýki og fór í fimm vikna meðferð hjá
SAA. Trésmiðurinn vill ekki sætta
sig viö að fá ekki veikindabætur fyrir
þann tíma sem hann var í meðferð.
Undirréttardómur féll í nóvember
árið 1981. Hann var trésmiðnum í
óhag.
Lögmaður trésmiðsins er Arn-
mundur Backman. Lögmaður fyrir-
tækisinser JónasHaraldsson.
-KMU.
Áhugamannafélag um fiskirækt varlagtniður
Nýlega voru tveir aðalfundir haldnir afhenda Landssambandi fiskeldis- og Hinn fundurinn var svo aðalfundur Sambandiðkaussérstjómoger Jón
nánast samtímis að Háaleitisbraut 68. hafbeitarstöðva 20 þúsund króna sjóð Landssambands fiskeldis- og hafbeit- Kr. Sveinsson frá Lárósstöðinni á
Annar var aðalfundur Félags áhuga- félagsins. Þeir skilmálar voru fyrir arstöðva. Fyrir utan venjuleg aðal- Snæfellsnesi formaður hennar.
manna um fiskirækt og var þar gjöfinni að henni yrði varið til almenns fundarstörf miðluðu menn af reynslu -GS.
ákveöiö að leggja það félag niður og fræðslustarfs á vegum sambandsins. sinni við hinar ólíklegustu aðstæöur.
isýningar laugardag og sunnudag kl. 2-5.
í ÖNDVEGIVERDA AÐ ÞESSU SINNI:
NISSAN CABSTAR Sendibíll á grind. Þögull vinnuþjarkur.
WARTBURG PICKUP
Sumt verða menn að sannreyna til að trúa. Eitt af því eru hinir frábæru aksturseiginleikar Wartburg. Er það aðal-
lega að þakka sjálfstæðri gormafjöðrun á hverju hjóli, miðstyrktri grind og framhjóladrifi.
NISSAN MICRA
Billinn sem Ómar Ragnarsson sagði að væri nánast útilokað að fá til að eyða nokkru bensíni.
Yfirskrift greinar Ómars í DV 29/12 um Micra var svona: „Fisléttur, fiskur bensínspari sem leynir
á sér." En Nissan Micra leynir ekki bara á sér þvi Micra er gullfallegur og svo hlaðinn aukahlutum
að sumir verða að taka upp vasatölvuna til að geta talið þá alla.
NISSAN MICRA GL 263.000,- NISSAN MICRA DL 251.000,-
NISSAN SUNNY COUPÉ
Nissan Sunny — sólskinsbíllinn — er fáanlegur í 14 gerðum. Ein af þeim er Sunny Coupé fyrir þá
ungu og ungu í anda. Sunny Coupé er sportlegur og rennilegur með 84 hestafla vél,
framhjóladrifi og 5 gira eða sjálfskiptur.
NISSAN SUNNY COUPÉ KR. 332.000,- NISSAN SUNNY FÓLKSBÍLL, 4 DYRA, KR. 315.000,-
NISSAN SUNNY STATION KR. 331.000,-
VERIÐ VELK0MIN 0G AUÐVITAÐ VERÐUR HEITT Á KÖNNUNNI:
INGVAR HELGASON HF.
Sýningarsalurinn/Rauðagerði, simi 33560.
-SK.