Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1984, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1984, Blaðsíða 35
 DV. FIMMTUDAGUR 24. MAl 1984. leikarablóðiö. Hún heldur sig nærri þegar Sunna er á sviöinu, eins og kem- ur fram í frásögn hennar: „Það var þegar ég var að leika í Jóni Arasyni í Þjóðleikhúsinu 1974 aö þar var nýr hvíslari sem sagði mér að þaö fylgdii mér alltaf kona. Hún væri lágvaxin með óskaplega sítt hár og f jörleg augu. Mér dettur strax í hug amma og fer með konuna fram í homstofu í Þjóö- leikhúsinu þar sem er mynd af henni og spyr hvort það sé þessi. Já, hún sagði þaðvera. Svo er það einhvern tíma á æfingu að mér gengur eitthvað illa. Ég á erfitt með að koma hlutverkinu frá mér og leikstjórinn er eitthvað að skamma mig og biðja um að taka aftur. Við gerum það og ég fann strax að þaö gekk miklu betur. Þegar ég kem á bak- við er hvíslarinn þar alveg í spreng og spyr mig hvort ég hafi ekki fundið til. Fundið til hvað, segi ég. Eg get sagt þér þaö, sagði hún þá, að hún amma Þorsteinn Gunnarsson leikari afhenti Sunnu styrkinn eftir sýningu á Kardimommubænum en Þorsteinn er varaformaður sjóðsins. DV-myndir JBH. þín kom og sparkaði svoleiðis duglega í rassinn á þér áður en þú fórst inn á sviðið. Þessi kona vill meina aö amma fylgi mér alltaf. Þetta er viðkvæði hjá mér núna og mér þykir afskaplega notalegt að vita að hún geri það. Eg get ekkert leynt því aö þegar maður á erfitt, til dæmis á frumsýningarkvöldum, þá fer ég oft út í hom og tala við hana nokkur vel valin orð. Eg geri það alltaf á frum- sýningum og ef það eru eitthvað sér-’ stakar sýningar. A hátíöarsýningunni baö ég hana til dæmis að vera hjá mér. Kannski er þetta allt hjátrú en alla- vega er viökvæðið hjá mér: Jæja, amma mín, nú verðum við að standa okkur. Yfirleitt á frumsýningum og reyndar mörgum öðrum sýningum er ég ansi svona taugaóstyrk en mér líður afskaplega vel ef ég er búin að tala aöeins við hana. Þá fer ég inn á sviðið og reyni að gera mitt besta.” Fyrstu sporin á leiklistarbrautinni — Þú nefndir að vera taugaóstyrk, finnst þér kannski að leikarar þurfi að vera þannig? , ,Mér f yndist eitthvað athugavert við mig ef ég væri það ekki. Já, ég gæti ekki hugsaö þá hugsun til enda ef það kæmi einhvern tíma fyrir mig að ég fyndi ekki fyrir neinu. Þá væri alveg eins gott að pakka saman.” En hvernig kom það til að Sunna Borg fór upp á leiksviöið? Astæðan var ekki sú aö frænkur hennar voru á kafi í leiklistinni. Hún hafði hreint ekkert hugsaö í þessa veru en að vísu oft fariö meö þeim í leikhúsið. Það var ekki fyrr 35 tveggja daga heimsókn, sem entist tvö ár, að leikferillinn hófst. Sunna var þá beðin um að taka þátt í sýningu Leikfé- lags Akureyrar á „Bænumokkar”. Því jverneitaði hún í fyrstu en lét þó til- leiöast. Nú, tuttugu árum síðar, sýndi Leikfélag Menntaskólans á Akureyri jetta verk á sama stað undir stjóm sama leikstjóra, Jónasar Jónassonar. Sunna sagðist hafa farið á frumsýn- ingu núna, skemmt sér konunglega og lifað upp gamlar endurminningar. I „Bænum okkar” fékk Sunna Borg áhugann fyrir leiklist. „Þá uppgötvaöi ég að þetta var nokkuð sem ég gat hugsað mér að læra og var hvött til aö fara í leiklistarskóla. Áriö 1967 inn- ritaðist ég í Leiklistarskóla Þjóðleik- hússins þar sem ég var næstu þrjú árin og útskrifaðist 1970. Þama gekk ég inn í nokkur hlutverk á meðan á náminu stóö. En þegar ég útskrifaðist fór ég beint í að leika Ragnheiði Brynjólfs- dóttur í sjónvarpinu. Það var náttúr- lega ansi skemmtilegt en fylgdi eins og alltaf bullandi hjartsláttur. Seinna lék ég svo Guðnýju í Lénharði fógeta og )etta tvennt er það eina sem ég hef leikið í sjónvarpinu.” Stórt hlutverk í Ameríku Leiðin lá til hinnar stóru Ameríku þegar Leiklistarskóli Þjóðleikhússins var að baki og jómfrú Ragnheiður. Sunna fékk Rotary-styrk til fram- haldsmenntunar og innritaðist í University of Georgia. Þar var hún í eitt ár við nám í leiklistarsögu, leik og barnaleikstjórn. Þama lék Sunna líka stórt hlutverk í leikriti: „Eg var ný- komin, búin að vera í viku. Þá áttu að hefjast æfingar og við vorum prófuð 100 nemendur. Eg var valin til að leika aðalhlutverk en var nú ansi hrædd við þetta og bað leikstjórann að finna ein- hvem annan, ég gæti þetta ómögulega. Hann hlustaöi ekkert á mig svo ég byrjaði bara að æfa. Þetta var mjög erfitt hlutverk, leikritið hét „Queen and the Rebels” og er ítalskt byltingar- leikrit. Við æfðum í einar sjö vikur held ég og satt að segja man ég bara óljóst eftir þessum tima. Eg gekk eiginlega í leiðslu í gegnum þetta allt saman og svaf ekkimikið. En svo kemur að frumsýningu og allt gekk slysalaust. Það var heilmikið skrifað um þetta, sérstaklega af því að það var útlendingur í aðalhlutverki og dómarnir vom nokkuð góðir. Þetta var náttúrlega mikill skóli fyrir mig. Eg læröi heilmikið á að þurfa að standa þama á sviöi utan heimalandsins. Eg var á sviðinu allan tímann og ekki bara það þvi ég var sítalandi. Viö þetta jókst sjálfstraustið aöeins og var það nú ekki mikiö fyrir. Og þetta varð alla vega til þess aö ég fór að hugsa sem svo að fyrst ég gæti þetta í Ameríku þá gæti ég það f jandakomið á Islandi.” Við leikstjórn og svo norður Þegar Sunna kom forfrömuð úr Ameríkunni tók hún til við að leika, meðal annars í Lénharði fógeta og Jóni Arasyni. Eins og sumir muna var leik- ritið um Jón sýnt utan dyra á Hólum í Hjaltadal í sumarblíðu é þjóðhátíðar- ári. Sunna minntist þess sem sérstak- lega skemmtilegs og ógleymanlegs at- burðar. Annars stóð hún lítið á sviði í nokkur ár. Fjölskyldumálin náöu fyrsta sætinu og Bergljót eða Bella eins og hún er kölluð kom í heiminn. Hún er 9 ára núna og tekur þátt I sýn- ingunni á Kardimommubænum á Akureyri eins og mamman. Þó ekki væri mikiö leikiö þessi árin var aldrei farið langt frá leikhúsinu. Sunna setti víða upp leikrit hjá áhuga- leikfélögum. Spennandi var það, jú, sagði hún, en krefjandi. Eins og er væri ekki áhugi á því að taka þann þráð upp að nýju, það væri nóg að vera með Leikfélagi Akureyrar. Áður en Sunna flutti norður lék hún á Litla sviöi Þjóðleikhússins í leikritinu „Mæður og synir”. Haustið 1979 var fastráðning á Akureyri svo orðinn veruleiki. Fyrir 20 árum kom hún norður til að vera í tvo daga en var tvö ár. Hugmyndin var að vera hjá Leikfé- laginu kannski eitt ár en þau hafa orðið fleiri. Grínleikritin eru erfiðari I persónusafni Sunnu Borg eru nú þegar margar eftirminnilegir persónu- leikar, virkilega sterkir kvenskörung- ar á ýmsum aldri. Kannski verða þeir bara svona sterkir einmitt af því að hlutverk en ég tek það fram aö ég hef líka gaman af að leika létt hlutverk, ekki dramatisk. Margir halda aö það sé miklu minni vandi að leika í grín- leikritum en það er míkill misskilning- ur. Það er miklu erfiðara.” Réttum tuttugu árum eftir að Sunna Borg skrapp norður á Akureyri í tvo daga til að hitta mömmu sína tekur hún við styrk úr minningarsjóði ömmu sinnar. Hvað þýðir sá styrkur fyrir hana? „Þetta er náttúrlega viðurkenning. Það er ekki sótt um þennan styrk heldur er hann veittur einhverjum sem hefur væntanlega staðiö sig vel. Með )essu rætist líka draumur minn að fara út og sjá mig um, fylgjast með æfingum, sjá leikrit og fara á nám- skeiö. Eg hef ekki haft neinn tima til >ess ennþá að hugsa um hvað ég geri en það væri gaman að fara til London. Þar er mikið að sjá og einnig í Berlín og jafnvel íKaupmannahöfn.” — Einhver sérstök tegund leiklistar sem heillar þig meira en önnur? „Nei, nei, annars finnst mér framúr- stefnuleikrit kannski síst en þau eru þó ágætmeð.” Eigingirni gengur ekki í leiklist Eins og allir vita tekur langan tíma að æfa leikrit og sjálfsagt hafa leikarar hver sína aðferð við aö undirbúa sig. Sunna sagði þennan meögöngutíma langan og hjá sér kæmi þetta ekkert á silfurfati. Ef hægt væri að afla heim- ilda um persónuna væri það gert en að öðrum kosti gerðist lítið hjá sér fyrstu vikumar af æfingatímabilinu. Síöan kemur sýningin þar sem leikarinn er orðinn að annarri mann- eskju og á að sýna tilfinningar sem henni eru skapaðar á prenti. I vetur lék Sunna aðalhlutverkið í „Súkkulaði handa Silju”. Af mörgum ógleyman- legum senum þar minnast líklega flestir sérstaklega hvemig Sunna túlk- aði Onnu þegar hún grætur yfir þung- um örlögum sínum. Tárin streymdu niður kinnamar og leikhúsgestir spurðu þegar þeir höfðu sjálfir náð sér: Hvemig er þetta hægt? „Það skeður ekki ööruvísi en þannig að maður lifir sig það mikið inn í hlut- verkið, þá persónu sem maður er að leika. Tár koma bara sjálfkrafa. Ef maður leikur þannig að það kemur að innan þá komast tárin til skila og þarf ekkert að hafa fyrir því. Svo hefur maður kannski séð leikara koma með tár og það fylgir engin tilfinning. Þá finnst mér það vera plat því tár án til- finninga em engin tár.” — En svo kemur kannski strax á eftir sena með allt öðrum tilfinningum. Er það ekki erfitt? „Þá skiptir maður bara um. — Það er erfitt að vera leikari. Ef maður virkilega leggur alúð í það hlutverk sem maöur er að túlka í það og það skiptið, þá tekur það heilmikið frá manni. I leiklistinni þýðir ekkert að vera eigingjarn. Maður er aö gefa af sjálf um sér allan tímann.” Gagnrýni skiptir máli — Nú ert þú ekki búin að vera lengi fastráðinn léikari. Hvað finnst þér um baráttu nýútskrifaðra leikara við að koma sér á framfæri? „Auövitað er það ósk mín að sem flestir fái tækifæri til að leika ef þeir hafa lagt það fyrir sig að verða leikar- ar. Eg hef svo sem gengið í gegnum að fá ekkert að gera og veit því hvernig sú tilfinning er. Og kannski þess vegna met ég svo vel að hafa nóg að gera hér. Þeir sem eru að útskrifast úr Leik- listarskólanum núna eiga ekki að ímynda sér að þeir fái vinnu um leið og skólinn er búinn og alls ekki aö verða þá fyrir vonbrigðum. Það er ekki nema kannski einn af hundraði sem fær at- vinnu um leið og hann er búinn í skóla og þá þýðir ekkert að gefast upp. Ein- hvern tíma hlýtur að koma að þvi að það er brúk fyrir mann. Margir eru bitrir ef þeir fá ekkert að gera. Það er mikill biturleiki í leiklistinni og breyt- ist aldrei vegna samkeppninnar sem rikir.” — Gagnrýni er löngum til umræðu og sýnist sitt hverjum um ágæti hennar. Þú hefur vafalaust fengið bæði jákvæða og neikvæða dóma. Tekurðu tillit til þeirra? „Já, alltaf. Eg er ekki í þeim hópi sem segist ekki lesa leikdóma. Auðvit- að skipta þeir máli og ef ég fæ góða dóma, þá bara það, en ef ég fæ slæma dóma þá reyni ég að bæta mig.” KERTAÞRÆÐIR Leiðari úr stðlblöndu. Sterkur og þolir að leggjast í kröppum beygjum. Við- nám aðeins 1/10 af viðnámi kolþráða. Margföld neistagæði. Kápa sem deyfir truflandi rafbylgjur. 7mm & 8mm M0N0-MAG™ Nú fðanlegir i passandi settum fyrir flestar tegundir bíla. ÆHBBB^na r , wahfhchf. SkeiSunni Sa — Sími 8*47*88 LAUGAVEGI 97 - DRAFNARFELLI 12 Litir: dökkblár — hvítur. Stærðir: 3,1/2-111/2. Verð kr. 1.105,- ADIDAS ORION Póstkröfusími: 17015. Domus Medica, Egilsgata 3, simi 18519. TOPK —"SK0RINN VELTUSUND' ' 21212 Vinsælu ítölsku mokkasíurnar frá Romaní eru komnar í stærðum frá 36—42. 12345 678910 (neðri röð frá vinstri) Teg.3911. Litur: blór m/vínrauðu, hæll 3 cm. Verð 1.639,- Teg. 3907. Litur: vínrauður, hæll 5 cm og 3 cm. Verð kr. 1.688,- Teg. 4008. Litur: Ijósbrúnn m/slöngu og grár m/slöngu, hæll 3,5 cm. Verðkr. 1.669,- Teg. 3907. Litur: svartur, hæll 5 cm og 3 cm. Verðkr. 1.688,- Teg. 4013. Litur: grábrúnn m/ljósu og brúnn m/ljósu, hæll 5 cm. Verðkr. 1.748,- efri röð frá vinstri) Teg. 3913. Litur: blár, hæll 5cm. Verðkr. 1.639,- Teg. 4012. Litur: brúnn, hæll 3 cm. Verð kr. 1.768,- (Kengúruskinn.) Teg. 3910. Litur: brúnn m/beige og grár m/ljósgráu, hæll 5 cm. Verðkr. 1.639,- Teg. 3907. Litur: Ijósbrúnn, hæll 5 cm. Verð kr. 1.688,- Teg. 3913. Litur: svartur m/gráu, hæll 5 cm. Verðkr. 1.639,-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.