Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1984, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1984, Blaðsíða 6
6 DV. FIMMTUDAGUR 24. MAl 1984. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Dýrt aö versla svangur —ogfaraoftíbúðir Matarpeningar mánaðarins eyðast upp löngu fyrir túnann, þá er farið í allar skúffur og vasa á heimilinu, oft- ast er hægt að finna aura fyrir skyri og brauði. En það eru ýmis ráð til sem vert er að hafa í huga. I fyrsta lagi að skrifa niður innkaupalista áður en lagt er að stað og að sjálfsögðu að kaupa ekki inn umfram það sem á hann er ritað. Þá er einnig mikilvægt að fara í þá verslun sem maður veit að hefur vörur á sann- gjörnu verði. Siðan í þriðja lagi að vera ekki svangur þegar maður kaupir inn, það er ótrúlegt en satt að þá kaupir maður mun meira. Hvað á ég að hafa í kvöldmatinn? Mikill höfuðverkur hjá sumum sem reynt er að leysa með því að sjá hvað til er í næstu búö. Maður fer beint úr vinnu rétt fyrir kvöldmat, það verður að vera fljótmatreitt sem keypt er, jafnvel þó þaö sé dýrt, börnin bíöa heima og allir orðnir svangir. En siaðreyndin er sú aö þaö er dýrt aö kaupa inn daglega, versli maður í flýti og jafnvel rétt fyrir lokun. Kannanir hafa leitt í ljós að gefist fólki tækifæri til aö versla fyrir utan annatíma, hefur það tíma til verösamanburðar, það gerir góð kaup og þykir ekki leiðinlegt aökaupainn. Erfiðast fyrir barnafjölskyldur Almennt er það eldra fólkiö sem hefur betri tíma til innkaupa, segir í niðurstöðum kannana, en fyrir fjöl- skyldufólk er það pína aö kaupa inn. Þá kom það og fram að fólk á aldrinum 25—44 ára meö bam á framfæri, eyddi 3 timum vikulega til matarinnkaupa. Það færist æ í auka að fólk versli í stór- mörkuöum. Þá eyöir það mun meiri tíma í að ganga um og tína í körfurnar en þaö geröi þegar verslaö var hjá kaupmanninum á horninu. Sá inn- kaupamáti sem nú tíðkast gerir kröfur til okkar að skipuleggja innkaupin áður en farið er af stað. Skyndikaup Það tekur ekki aöeins tíma að versla oft, það er einnig dýrt. Þeim mun oftar sem maður fer í verslanir því fleiri verða freistingamar að kaupa ýmislegt sem ekki vantar á heimilið. Til að byrja með er ágætt að fara ekki oftar en tvisvar til þrisvar í viku og kaupa þá inn fyrir minnst tvo daga. Innkaupamiði kemur að miklu gagni og það hjálpar að vera ekki svangur þegar keypt er í matinn. Ráölagt er aö halda sig við eina verslun við matar- innkaupin en ekki að elta uppi verslanir sem hafa tilboðsverð á einstaka vöru hverju sinni. Það kostar sitt aö aka á milli búða og í flestum tilfellum er þá keypt meira en aðeins hin auglýsta vara á tilboösverði. Þá er Ei skal gefa bömum mjólk ef vakna þau á nóttu Það er oft verið aö gefa bömum sætindi í tíma og ótíma, sem er að sjálfsögðu bölvun fyrir tennurnar. En hvað er þaö sem á sér stað? Skán kemur á tennurnar af sykri sem er í mat og drykk. Sykurinn breytist í — vatnið er það eina rétta sýru þegar hann sameinast sýklum sem fyrir eru í munni. Síöan er það sýran en ekki sykurinn sem skemmir tennumar. Þessar efnabreytingar hefjast fáeinum mínútum eftir aö maturinn er kominn í munninn og Af tvennu illu er betra að barnið borði margar karamellur um helgar en eina á hverjum degi. það tekur tvo til þrjá tíma fyrir sýru aö myndast. En þaö er ýmislegt hægt aö gera þessu til varnar eða til aö draga úr sýrumyndun. Þó besta lausnin sé að sjálfsögðu að hætta að neyta sætrar fæöu og aö bursta tennur að lokinni máltíð. En það nægir ekki að fylgjast einungis með því hve mikils er neytt af sætri fæöu, heldur þarf að athuga hve oft hennar er neytt. Vilji foreldrar gleðja böm sín með sælgæti er betra að leyfa þeim aö neyta þess alls til dæmis um helgar heldur en að gefa þeim sæta mola oft í viku. Vakni barn upp að nóttu til skal hvorki gefa því mjólk né sætan ávaxtadrykk. Mjólkursyk- ur fer illa með tennurnar nái hann að vera á þeim næturlangt. Baminu skal gefa vatn og ekkert annað. -RR. Í5VIKAX FACE OF THE 80'S Það er a/ltaf ein- hver við h/iðina á mér sem vísar veginn. Hreinskilið og hressilegt viðtal við hina landsþekktu Soffíu Pálma. ISLENSKA SKJALDARMERKIÐ — íslenska skjaldarmerkið hefur lengi verið vinsælt til útsaums, en mynstrið þvi miður ófáanlegt um langt skeið. Við bætum úr því I þessari VIKU. Nú drögum við út TOYOTA TERCEL — /þessari VIKU hefst lokaáfangi afmæiisget- raunar VIKUNNAR og tílmikils erað vinna. VIKAN reynsluók Toyotu Tercelínokkra daga og frá þvisegjum við nánar. ÁSKRIFTARSÍMINN ER 27022 SttUl það einnig mikill bensínspamaður að nota símann viö leit aö einstakri vöru í stað þess að þeytast eftir götum í leit að bílastæði og finna ekki það sem leit- að eraö. Innkaupaseðill Það er góður vani að skrifa jafnóðum á miða þegar nýbúið er aö eyða kaffibirgöunum, eða þeim eina pakka sem til var, hveitið búið eða kökudropamir. Sé þetta ekki skrifað niður kemur oft fyrir aö gripið er i tómt þegar næst er fariö aö matreiða eða baka. Það er safnað á miðann, allir fjölskyldumeölimir hjálpast að við aö muna hvað vantar á heimilið, jafnvel yngsta heimilisfólkið hefur sínar mataróskir þó þeim sé ekki alltaf framfylgt. Þá er ágætt að hafa reglulega fisk, til dæmis tvisvar í viku, tvo daga vikunnar mætti leggja áherslu á léttmeti, súpu, egg og gróf brauð og þá jafnvel kjötmeti aöra daga vikunnar. Ööru hvoru mætti reyna nýja uppskrift úr matreiöslubók og þar kemur innkaupalistinn að góðu gagni, til að skrifa niður það sem kann aö vanta. En þaö er allt of algengt aö litiö sé á mataruppskriftir rétt áður en áætlaö er að matreiða og þá verður að hætta við verkið því ekki er allt hráefnið til á bænum. Svo em sumir sem sleppa því að láta í réttinn þaö sem ekki „slys- aöist” til að vera til uppi í skáp og bragðið verður annað. Heimsending Að fá heimsent vikulega hefur sína stóru kosti. Það eru þá einkum þeir sem búa langt frá verslun og hafa ekki bíl til afnota sem notfæra sér heimsendingarþjónustu. Einnig eru til þeir sem velja vörumar sjálfir í versluninni og fá þær síöan sendar. Þjónusta þessi borgar sig tæplega hjá verslunum svo það tíðkast yfirleitt ekki að heimsendingarþjónusta sé mikiö auglýst. Margar verslanir bjóöa ekki upp á þetta og aðrar einungis á föstudögum. Þá eru einnig dæmi um aö verslanir sem almennt senda ekki vörur heim geri undantekningu ef fleiri í sama nágrenni vilja nýta sér þjónustuna. Þeir sem hafa bíl til umráöa ættu aö geta keypt hreinlætisvörur fyrir mánuðinn og jafnvel talsvert af mat í frystl Þaö er dýrt aö leysa út mikiö vömmagn á einu bretti en það sýnir sig að útkoman verður í alla staði hagstæðari þegar keypt er mikið inn í einu og ekki alltaf minnstu pakkarnir, samanber þvotta- efnispakkar og fleira. Hve mikiö sparar maður á að skipuleggja sín innkaup? Það væri ekki úr vegi aö reyna þetta einn mánuð, sama hve lítið sparast þá er þaö eflaust fyrirhafn- arinnarvirði. _rr. Dýrasti innkaupamátinn er að fara daglega út í búð. Versli maöur í flýti rétt fyrir lokun gefst enginn tími til verðsamanburðar og innkaupin verða eftir því. Með því að skrifa á lista hvað vantar og kaupa aðeins það sem á honum stendur má mikið spara. Það eru ýmsir kostir sem fylgja því að fá vörurnar sendar heim. PLASTUR GEGN SJÓVEIKI Nú er komið nýtt ráö við sjóveiki. Lámdur er plástur bak við eyrað og inniheldur hann sjóveikimeðal, sem smýgur í gegnum húöina og í bóðið. Hann hefur áhrif í 72 tíma og er talið að hann eigi eftir að valda byltingu á þessu sviöi. Þessi plástur hefur veriö notaður í Bandaríkjunum við góöan orðstír og nú stendur til aö nota hann í Noregi. I Noregi hefur verið gerö könnun meöal sjómanna sem sýnir að sjóveiki er mikil meðal þeirra. Margir sjómenn þar í landi hafa orðið að hætta störfum vegna þess hve ilia sjóveikin hefur lagst í þá. En fleiri harka það af sér og upplifa vinnudaginn með ógleði og upp- köstum. Umræddur plástur ku geta hjálpaö þessum sjómönnum mikið. Ingolf Petersen, deildarstjóri lyfjadeildar heilbrigðisráðuneyt- isins, sagöi að þessi plástur væri ekki kominn hingað til landsins, en líklegt væri að hann bærist hingaö ef hann yröi vinsæll erlendis. Þegar væri byrjaö að nota plástra sem lyf og væri það nýtt lyfjaform. -APH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.