Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1984, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1984, Side 2
2 DV. LAUGARDAGUR16. JUNI1984. r ! ! I \ i i i ( t ! I Viögerð á sláttuvél: REYNDIST VM100 PRÓSENT DÝRARIEN HÚN ÁTTIAÐ VERA VERKMENNTASKÓLI í STAÐIÐNSKÓLA Verkmenntaskólinn á Akureyri var stofnaöur þann 1. júní síöastliö- inn en tekur formlega til starfa í september. Skólameistari þar verð- ur Bemharð Haraldsson. Skóli þessi varö til meö samein- ingu Iðnskólans á Akureyri, fram- haldsdeilda Gagnfræöaskólans og Hússtjórnarskólans á Akureyri. Kennt veröur á heilbrigðissviði, hús- stjómarsviöi, tæknisviöi, uppeldis- sviöi og viðskiptasviði. Skólameist- ari sagöi í samtali viö DV aö búiö væri að ráða í 30 stöðugildi kennara en heildarfjöldi kennara yröi ekki ljós fyrr en stærö skólans yrði séð. Kennt verður á 5 stööum í bænum fy rsta starfsáriö en unnið er aö bygg- ingu Verkmenntaskólans í áföngum. Iðnskólinn á Akureyri heyrir nú sögunni til. Honum var slitiö í síðasta sinn 31. maí síöastliðinn. Það geröi skólastjórinn, Aöalgeir Pálsson. Þar vora innritaöir 360 nemendur í 16 iön- greinum. Frá skólanum brautskráö- ust nú 58 iðnnemar, 16 úr raungreina- deild og 6 úr vélskóladeildum eöa samtals 80 nemendur. Á þessum síöustu skólaslitum vora flutt mörg ávörp, minnst liðinn- ar tíðar og þakkir færöar þeim sem' hafa starfaö viö Iönskólann. Hann varö rétt tæplega áttræöur, skólinn var stofnaöur aö tilhlutan Iðnaðar- mannafélags Akureyrar 20. nóvem- ber 1905. JBH/Akureyri. Iðnskó/inn á Akureyri varð 79 ára gamall. Hár er skóiastjórinn, Aðalgeir Pálsson, að slíta honum í siðasta sinn. DVmynd: JBH. Fyrir nokkru barst Verðlagsstofnun í hendur reikningur vegna viðgeröar á garösláttuvél. Eigandinn haföi fariö meö sláttuvél sína í viðgerð hjá Seyði sem er viögeröarverkstæöi í Kópavogi. Tilgangurinn var aö láta skipta um hníf í vélinni. Þegar hann fékk vélina aftur haföi veriö gert við ýmislegt annaö á vélinni og m.a. látin olía og bensín á hana, sem hann haföi ekki beöiö um. Reikningurinn var mjög hár og hljóðaöi upp á tæpar 5 þúsund krónur. Vinna viö viðgerðina var reiknuö4 l/2tími. Verölagsstofnun hefur nú kannað réttmæti reikningsins. Kannaö var verö á öllum þeim hlutum og þjónustu sem fram koma í reikningnum. I ljós kom aö vinna sem eðlilega heföi átt aö fara í verk þetta var tveimur klukku- stundum skemmri en gefiö var upp hjá fyrrnefndu verkstæði. Heildar- Torfæra á Hellu Hin árlega torfærukeppni Flug- björgunarsveitarinnar á Hellu verö- ur haldin í dag, laugard. 16. júní, kl. 14.00. Keppni þessi er árlegur viö- burður í menningarlífi á Suöurlandi og hefur notiö mikilla vinsælda og hefur fjöldi manna af höfuðborgar- svæðinu notaö tækifæriö og sameinaö bíltúr út í sveit og skemmtan þá er hafa má af torfæruakstri og öörum æfingum. Breytingar á keppnisstað eru þess nú valdandi aö aðstaða fy rir áhorfendur er snöggtum skárri en verið hefur og telja forráöamenn keppninnar hana vera til fyrirmynd- ar. Keppt verður í tveiinur flokkum: Sérbúnir jeppar og ,,Standard jepp- ar”. Börn innan 12 ára aldurs fá frítt inn í fylgd meö fullorðnum. 30 manna hópurfrá þýska sjónvarpinu: GERIR MYND UM VETRARTÍSKUNA I ágústbyrjun er von á 30 manna hópi kvikmyndageröarmanna og tísku- sýningafólks frá V-Þýskalandi hingað til lands en hópur þessi mun gera hér 30 mínútna sjónvarpskvikmynd um vetrartískuna og er ætlunin aö nota ís- lenska náttúru í bakgrunni. Aö sögn Sveins Sæmundssonar, for- stöðumanns kynningardeildar Flug- leiöa, mun hópurinn taka myndina á Suöurlandi, í Vestmannaeyjum og fyr- ir norðan en tökurnar munu standa yfir í 10 daga. Myndin verður síðan sýnd samtímis um allt V-Þýskaland og Austurríkiíhaust. Ekki er vitað enn hvort hópurinn ætlar aö ráöa til sín íslenskt tískusýn- ingarfólk. .-FRI. kostnaöur verksins heföi átt aö vera á bilinu frá 2100 krónum upp í 2500 krónur. Þetta þýöir aö reikningur fyrirtækisins var um 90—126 prósent hærri en athugun Verölagsstofnunar gaf til kynna. Þá má nefna aö ef verkstæðiö hefði einungis gert þaö sem eigandi sláttu- vélarinnar bað um heföi reikningurinn átt aö hljóöa upp á um 1000 krónur. -APH. HjálmarR. Bárðar- son heiðraður Á ráösfundi Alþjóða siglingamála- stofnunarinnar 14. júní fór fram leyni- leg atkvæðagreiðsla um úthlutun á Int- emational Maritime Prize 1983. Fjórir aöilar komu til greina og uröu úrslit at- kvæöagreiðslunnar þau aö Hjálmari R. Bárðarsyni veröa veitt verölaunin. ' Verölaunin eru veitt vegna fram- lags til siglingamála og verkefna Al- þjóða siglingamálastofnunarinnar, sem einkum varöa öryggi sjófarenda og vamirfiegnmengunsjávar. -EA ELDFJALLIÐ FUÐRAÐIUPP Þaö óhapp varð rétt fyrir lokunar- tíma verslana í fyrradag aö eldur komst í eldf jall og brann þaö til kaldra kola ásamt ööra er nálægt var.' Nokkrir ungir listamenn unnu aö gerö leikmyndar í portinu þar sem út- göngudyr Tjamarbæjar eru, leikmynd er ætluö var leikhópnum Svart og sykurlaust og þar var innifalið gríöar- mikiö eldfjall úr svampi. Eitthvaö átti aö reyna aö lagfæra þaö meö eldi og skipti þá engum togum, eldfjalliö úr svampinum fuðraöi upp og varö af mikið bál. Einhverjar skemmdir urðu á út- göngudyrum Tjamarbæjar utan- verðum en slökkviliöið réö niður- lögum eldsins á skömmum tíma. -EIR./DV-mynd HS. BbúaríBreiðholti2: Afhentu mótmæli gegn bensínstöð Davíö Oddssyni borgarstjóra voru miðvikudaginn 13. júní afhent mót- mæli vegna fyrirhugaðrar byggingar bensínstöðvar við Stekkjarbakka, gegnt gróörarstööinni Alaska í Breiöholti. Mótmælin eru undirrituð af 158 íbúum í götum sem liggja næst Stekkjarbakka. I þeim er þess getiö aö engin þörf sé fyrir bensínstöð á umræddum staö og er það ósk íbúanna að borgarstjórn taki fullt tillit til vilja þeirra. Hann sé aöeins sá aö borgar- yfirvöld haldi sig við fyrri ákvörðun og breyti á engan hátt frá því sem þau hafa áöur kynnt; aö svæöiö veröi eingöngu notað sem íþrótta- og útivist- arsvæði. Einn íbúanna sem hér á í hlut sagöi í samtali við DV aö síöastliöinn áratug heföu borgaryfirvöld Mtið í veðri vaka aö á þessu stóra svæöi ætti einungis aö vera útivistarsvæöi. „Nú virðist sem stefnubreyting sé hjá borgaryfir- völdum ef lóð undir bensínstöð veröur úthlutaö og þaö geta íbúamir ekki sætt sig viö.” Hann nefndi einnig aö þaö væri nánast kallfæri milli þeirra bensínstöðva sem fyrir eru í næsta ná- grenni, svo aö ein til viðbótar væri óþörf meö öllu. -pá. Lýðveldið á stórafmæli og við höldum upp á það með stórbílasýningu laugardaginn 16. júní kl. 2—5. Til að koma þér í þjóðhátíðarskap sýnum við glæsivagnana: Nissan Bluebird, G.L. 2.0, 4 dyra fólksbíl, Nissan Cherry, 3 dyra, 1,5 GL, Nissan Coupé, 2 dyra, 1,5 GL, Subaru 1800 GLF, 4WD, station, Trabant fólksbíl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.