Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1984, Blaðsíða 19
. fr.QorTwfTT ?»r crmAíTaAnTTíi t vrr
DV. LAUGARDAGUR16. JUNI1984.
söng. Einnig aö gleöjast viö létta
tónlist, sem megnar aö lyfa þungu
skapi upp úr leiöinda f jötrum; já, getur
jafnvel komiö fólki til þess aö hreyfa
fætuma í takt viö hina dillandi tóna.
Þeir vissu hvaö þeir sungu, hérna
fyrr á tímum. Þá var til siös að hittast
reglubundiö inni á heimilum hver
annars og iöka kammer-(stofu) tónlist
af miklu kappi. Þar sameinuöust fjöl-
skyldur og vinir þeirra, eöa bara fjöl-
skyldan ein saman, til þess að leika á
hljóöfæri og án efa hafa allir sem áttu
hlut aö máli notið góðra stunda í sam-
neytitóna og söngs.
Við nútímamenn ættum aö gera
meira að því aö hlúa aö tónlistinni á
heimilum okkar. Láta sjónvarpið fara
lönd og leiö nokkur kvöld í mánuöinum
og skipuleggja tónlistarhald meö fjöl-
skyldunni. Til aö byrja með þurfa
hljóðfærin ekki endilega aö vera stór
og fyrirferðarmikil, en ef áhugi er
fyrir hendi má meö tímanum koma sér
upp heilli hljómsveit og þá er nú
aldeilis hægt aö taka til höndunum viö
þessa sálarbætandi iöju.
Það liggur í augum uppi að heima-
vinnandi húsmóöir hefur góðan tíma til
þess aö sinna börnum sínum og reynir
auövitaö eftir bestu getu aö opna hug
þeirra fyrir tónum og söng vegna þess
að hún veit um hin jákvæöu áhrif tón-
listarinnar á tilfinningalif þeirra.
Þaö er góð undirstaöa fyrir hina
veröandi borgara aö vera hlynntir
tónlistariðkun, því aö þá er ávallt
möguleiki til þess aö flýja frá striti og
amstri hins daglega lífs til hinna
róandi tóna, sem hafa þaö i sér aö
bægja stressi og taugaspennu til
hliöar. Slikar litlar, róandi stundir
leiöa mikið gott af sér.
Ennfremur er þaö sálarbætandi aö
sækja tónleika og það má segja að við
séum í heild býsna glöð gagnvart tón-
leikahaldi og sækjum þaö vel. En
stundum, þegar óstundvísir tónlistar-
gestir æða fram og til baka í leit aö
sætum sínum, eftir að konsertinn er
byrjaður kemur upp í huga manns sú
hugsun hvort við séum húsum hæf í
sambandi við tónleika. Ostundvísi, og
sú truflun sem henni fylgir, hlýtur aö
teljast gróf móögun og tillitsleysi
gagnvart f lytjendum og áheyrendum.
ingum á áfengi, tóbaki og lyfjum. Rétt
eins og ríkisútvarpið.
Þaö var í nóvember 1981 sem fyrstu
lögin í átt til slökunar á einokun
ríkisins á útvarpsrekstri voru sam-
þykkt. Þá mun Filioud hafa lagt til aö
leyft yrði að auglýsa takmarkaö á rás-
unum nýfrelsuöu en Gaston Deferre
innanríkisráðherra og Pierre Mauroy
forsætisráöherra voru á móti slíku.
Nefnd var sett í málið og í lögunum um
frjálst útvarp frá 29. júlí 1982 er
auglýsingabanninu haldið til streitu. I
þessum lögum er hins vegar kveðið á
um stofnun hins svokallaöa Aöalút-
varpsráðs. Ráö þetta hefur það starf
að útdeila leyfum til útvarpsrekstrar,
ákveöa bylgjulengdir hvers og eins og
aö fylgjast meö að allt sé í sómanum á
hvítfextum öldum ljósvakanna. Ekki
veitir af ef forðast á italska stjórn-
leysiö.
Segja má aö lagafrumvarp þetta sé
einfaldlega raunhæft svar stjórnar-
innar viö ríkjandi ástandi því þrátt
fyrir bannið hefur fjöldi stööva sent út
auglýsingar leynt og ljóst. Nú í vetur
hefur þetta mál veriö ofarlega á baugi
hér í Frakklandi en þrátt fyrir þaö
hafa stjórnvöld haft mest lítið um
málið aö segja, a.m.k. framan af vetri.
Þaö var Mitterrand forseti sem braut
ísinn í sjónvarpsviðtali þann 4. apríl sl.
en þar tilkynnti forsetinn aö uppi væru
ráðagerðir um breytingar á lögum um
frjálsan útvarpsrekstur og að líklegast
yröu auglýsingar leyfðar. Áðumefnt
lagafrumvarp er því efnd þessa
loforðs.
Þar með ætti leiðin aö vera greið
fyrir útvarpsunnendur beggja vegna
hljóönemans. Þeir sem kjósa að reka
útvarpsstöð með auglýsingafé eins og
hvert annaö fyrirtæki geta gert þaö
eftir aö hafa endumýjað leyfið. Aörir,
og þá einkum hagsmunahópar og
héraös- eða borgarstjórnir, munu lík-
legast halda áfram aö njóta stuönings
hins opinbera. En áður en lögin öölast
fullt gildi veröur samþykkt þingsins aö
liggja fyrir en þingiö mun fá frum-
varpiö til afgreiðslu í byrjun júli.
Þannig hlúa Frakkar að tjáningar-
frelsinu. Hvorki Marx né Mammon,
heldurbáðir tveir.
F.R., Frakklandi.
19
______VIKfl IHEGNINGARHUSINU:
GLÆPAMYN
■ ■
A hverju ári eru fjölmargir Is-
lendingar sakfelldir fyrir að aka bif-
reið undir áhrifum áfengis. Yfirleitt
lýkur málum þessa fólks meö því að
þaö greiöir sekt til ríkissjóös og er
svipt ökuskírteininu í mismunandi
langan tíma eftir því hvað vínanda-
magnið var mikiö í blóði þess.
En ekki lýkur öllum málum með
greiöslu sektar. Til eru þeir sem ekki
treysta sér til að greiða sektarupp-
hæðina, og þeirra bíður ekkert annaö
en fangelsiö. Karlmenn eru í miklum
meirihluta þeirra sem sitja af sér
sektina enda í miklum meirihluta
þeirra sem teknir eru ölvaöir undir
stýri. Konur láta þó einnig svipta sig
frelsinu um stundarsakir til aö losna
viö að greiða sektina og verður rætt viö
eina slíka hér á eftir. Hún er eina
konán á þessu ári sem haldið hefur
fangelsisvistina út, hinar sem hafa
ætlað aö sitja af sér sektina hafa gefist
upp eftir nokkra daga.
Steina eins og viö köllum konuna sat
inni í átta daga í Hegningarhúsinu viö
Skólavöröustíg.
Ókeypis sígarettur
— Fjárhagslega var mér ómögu-
legt aö greiöa þessa sekt þótt hún hafi
ekki verið hærri en 6500 krónur. Ég hef
ekki nema 12 þúsund í mánaðarlaun.
Og þaö var því ekkert val hjá mér, ég
varð aö fóma hluta af sumarfríinu
mínu í þetta, segir Steina.
Fyrst var reynt aö fá hana til að
borga sektina með afborgunum en hún
afþakkaði þaö með öllu enda taldi hún
sig ekki koma neitt betur út úr því. Og
þá var ekkert annaö að gera en aö
pakka niöur og mæta í Hegningar-
húsiö.
— Þaö var augljóslega miklu hag-
stæöra fyrir mig að sitja þetta af mér,
þarna fékk ég þó mat og húsnæöi
ókeypis og meira aö segja tóbak.
Já, þótt furðulegt megi teljast fá
þeir fangar, sem reykja, einn síga-
rettupakka á dag frá ríkinu á meöan
þeirsitja inni.
Fiðringur í maganum
Steina mætti í Hegningarhúsiö á
mánudegi og viðurkennir aö sér hafi
ekki liðið mjög vel.
— Ég var meö dálítinn fiðring í
maganum enda vissi ég ekki hverju ég
átti von á, segir hún.
A móti henni tók kvenfangavörður
sem vísaöi henni inn í lítinn klefa þar
sem hún afklæddist og fór aö því loknu
ísturtu.
— Þetta er víst einhver krafa af
hálfu fangelsisins, alveg sama þó
maður hafi fariö í baö sama dag, segir
Steina.
Eftir baöiö voru henni fengin fötin
sem hún átti eftir að -vera í allan
tímann í fangelsinu. Og þaö voru galla-
buxur, skyrta.svokölluö háskólapeysa.
Þessu næst var Steinu vísaö til þess
klefa sem átti aö vera heimkynni
hennar næstu átta dagana.
— Þetta var lítill og frekar kulda-
legur klefi, líklega ekki öðruvísi en
aörir klefar þama. Inni í honum var
rúm, borö og kollur. Fyrir enda
klefans var lítill gluggi og fyrir honum
rimlarogvírnet, segirSteina.
Eini kvenfanginn
Og svo byrjuðu dagarnir aö liöa
langir og tilbreytingarlausir. Klukkan
átta á morgnana var klefinn opnaöur
og hálftíma síöar var morgunverður
fram reiddur. Hann samanstóö ætiö af
tveimur kaffibollum og tveimur brauð-
sneiðum.
— Þetta voru eiginlega ekki kaffi-
bollar heldur plastmál og mér fannst
þaö dálitið undarlegt að ég fékk alltaf
tvö mál í einu. Ekki fyrst annað og svo
hitt ef ég vildi. Alltaf tvö í einu. Og
þegar ég spuröi hvort ég gæti ekki
fengið annað í einu var mér sagt aö þaö
væri ekki hægt.
Klukkan hálftíu var Steinu leyft aö
fara út í fangelsisgarðinn til aö viöra
sig. Og það notfæröi hún sér á hver jum
degi.
— Mér f annst þaö alveg nauðsynlegt
aö komast út undir bert loft á hverjum
degi. Eg var eini kvenfanginn i
fangelsinu, haföi engan til að tala viö
svo aö þaö bætti svolítið úr einmana-
leikanum aö komast út, segir Steina.
Henni heföi vissulega þótt best heföi
hún fengið aö fara út á. sama tíma og
karlfangarnir en þeir fengu aö viöra
sig hálftímann á undan Steinu.
— En það var aö sjálfsögöu bannað,
segirhún.
Gangurinn 14 skref
Eftir aö útiverunni lauk haföi
Steina um ýmislegt aö velja til aö
stytta sér stundimar. Hún gat lesið
blööin og bækur. Og hún gat hlustað á
útvarp. Eöa gengið um.
— Það var erfitt aö festa hugann viö
lestur til lengdar, þaö er svo margt
sem maður hugsar viö þessar aö-
stæður. Og þá var ekki um neitt annaö
aö ræða en aö rölta um ganginn. Hann
var 14 skref á lengd og ég náöi milli
veggjanna með því aö teygja út hand-
leggina.
Hádegismatur kom klukkan 12.
— Þaö var sæmilegur matur þarna.
Þeir elduðu hann sjálfir fanga-
veröimir. Hann var aö minnsta kosti
hollur. Og vel útilátinn.
Síöan þurfti aö drepa tímann fram
aö kaffi klukkan þrjú. Þaö var meö
sama sniöi og morgunverðurinn nema
hvað á sunnudeginum bættist ein köku-
sneiö við brauðsneiðarnar.
Steinu var hleypt aftur út klukkan
hálffimm til fimm og svo var kvöld-
matur klukkan hálfsjö.
Hálsrígur
Kvöldin vom eini tíminn sem
Steinu gafst tækifæri á aö hafa sam-
skipti viö meðfanga sína. Og þaö kom
til vegna þess aö aðeins eitt sjónvarp
er í fangelsinu og á þaö veröa allir
fangarnir að horfa, hafi þeir á annaö
borö áhuga á aö glápa á sjánvarp.
— Okkur var aö sjálfsögöu bannað
að tala saman en fangaverðirnir vom
ekkert strangir þó aö við gerðum það,
segirSteina.
En það var ekki tekið út meö
sældinni einni saman aö horfa á sjón-
varpið. Tækiö sjálft var uppi á vegg og
áhorfendur uröu aö gera sér baklausa
kolla að góöu aö sitja á.
— Eg var iðulega meö hálsríg og
bakverk eftir kvöldiö, segir Steina.
Glæpamyndir
Fangelsisyfirvöld
hérlendis
fylgjast greinilega meö tímanum því
aö ekki þurfa fangarnir í Hegningar-
húsinu aö minnsta kosti að kvíða sjón-
varpslausu fimmtudagskvöldinu.
Videovæðingin hefur nefnilega haldiö
innreiö sína í fangelsið.
— Það var dálítið fyndið aö
fimmtudagskvöldið sem ég var þarna
vom sýndar tvær bíómyndir í video-
inu. Og báöar voru glæpamyndir, segir
Steina og hlær.
— Og það sem meira var, önnur
myndin fjallaöi um menn sem voru aö
br jótast út úr fangelsi.
Þegar sjónvarpi lauk vom
fangamir læstir inni í klefum sínum og
þeir voru ekki opnaöir aftur fyrr en
átta næsta morgun.
— Ég get ekki sagt aö ég hafi sofið
mjög vel þessa daga. En samt vildi ég
ekki fá neinar pillur, segir Steina.
Símtölin hleruð
Þessa rúmu viku, sem Steina
dvaldi innan veggja fangelsisins, fékk
hún aö hringja þrisvar sinnum.
— Símtölin vom hleruö og ég varö
að skrifa niöur hvert ég hafði hringt og
í hvern. Og símtölin máttu ekki vera
lengri en fimm mínútur.
Einu sinni kom vinkona hennar í
heimsókn og þurfti aö berhátta sig
áöur en hún mátti hitta Steinu.
— Svona eftir á aö hyggja sé ég ekki
eftir því að hafa setiö þessa sekt af
mér. Vissulega var ég hræðilega ein-
mana en samt held ég aö þetta hafi
veriö góö lifsreynsla, segir Steina.
Hún segist til dæmis h'ta allt öðrum
augum nú á fanga og fangelsisvist.
Hún dæmi menn ekki eins hart þótt hún
heyri aö þeir hafi setið inni.
— Ég held aö sumir ættu aö prófa
þetta, sem hafa verið dæmdir fyrir
eitthvaö í svipuðum dúr og ég. Og ef
þeir gefast upp geta þeir komist út með
því að borga. Það má hka geta þess að
ég léttist um tvö kíló þessa viku, segir
Steina og brosir. — En ég held samt aö
ég myndi ekki sitja af mér aðra sekt,
að minnsta kosti ekki á næstunni, bætir
húnviö.
—SÞS