Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1984, Síða 3
DV. LAUGARDAGUR16. JUNl 1984.
3
Krafa olíufélaganna:
Stjórn UÚígærdag:
Hærra f iskverð,
lægra olíuverð
— einnig lýst yf ir stuðningi við aðgerðir útgerðarmanna á Austf jörðum
„Stjórn LlU leggur mesta áherslu
á aö fiskverð verði hækkað og olía,
sem er langstærsti þátturinn í út-
gerðarrekstrinum, verði með opin-
berum aðgerðum lækkuö verulega í
verði.”
Þannig segir í samþykkt sem
stjórn LIU gerði á fundi sínum í gær
sem haldinn var vegna þeirrar stööu
sem upp er komin h já útgerðinni.
Ennfremur segir: „Stjórn LlU
lýsir stuöningi við aðgerðir útgerðar-
aðila á Austfjörðum.”
I samþykktinni er greint frá því
hvers vegna fjárhagsstaða útgerðar-
innar sé svo slæm sem raun ber
vitni.
Þarsegir: „Verulegur samdráttur
hefur orðið í tekjum vegna minnk-
andi afla. Á sama tíma hefur út-
gerðarkostnaðurinn vaxið, m.a.
vegna hækkunar á brýnustu
Nýtt f iskverð
ekki ákveðið
um heigina
— „lítið miðað íátt til
samkomulags”
„Það hefur lítið miöað í átt til
samkomulags,” sagði Jón
Sigurðsson, forstjóri Þjóðhags-
stofnunar og oddamaöur í yfimefnd
verðlagsráðs sjávarútvegsins, mn
nýtt fiskverð í gær.
Hann sagði ennfremur að næsti
fundur í yfirnefndinni yrði haldinn á
mánudag.
Eins og fram hefur komiö í frétt-
um er mikil ólga í útvegsmönnum
vegna stöðu útgerðarinnar og því er
beðið eftir nýju fiskverði að þessu
sinni með óvenju mikilli eftir-
væntingu. -JGH.
rekstrarvörum eins og olíu og
veiðarfærum.
Stjórn LlU lýsir ábyrgð á hendur
stjórnvöldum ef þau láta við svo búiö
standa, því það muni leiða til ófyrir-
sjáanlegra afleiðinga fyrir sjómenn
og verkafólk um allt land. ’ ’
Einnig er getið um að skuldbreyt-
ing komi að gagni við lausn vandans
enekkiþó ein sér.”
„Frestað er að boöa til almenns
fundar um vandamál útgerðarinnar
meðan óvissa ríkir um viðbrögð
stjórnvalda.” -JGH
Svartolfa til skipa
hækki um 20 prósent
— og verðið á gasolíunni hækki
um rúm 8 prósent
Olíufélögin fara nú fram á að'
verð á gasolíu og svaroiiu til skipa
verði hækkaö til muna. Þau vilja að
lítrinn af gasolíu hækki um 8.2
prósent og tonnið af svartolíu um 20
prósent. Það er verðlagsráð sem
tekur ákvörðun um verðlagninguna.
Krafa olíufélaganna byggist á því
að gasolía og svartoiia hafi hækkaö í
verði erlendis og einnig að dollar hafi
hækkað í veði. Með þessu sé inn-
kaupareikningur gas- og svartolíu
orðinn óhagstæður.
Verði verðlagsráð við kröfum olíu-,
félaganna, þá hækkar verð á lítra af
gasoliu til skipa úr 8.50 krónum í 9.20.
Tonnið af svartolíunni hækkar úr
7.250 krónum í 8.700 krónur.
Fróðlegt verður að sjá hvernig
verðlagsráð tekur á þessum
hækkunarbeiönum en ráðið kemur
saman á mánudag klukkan 14.00 til
að f jalla um þær.
—JGH
Stjórn Landssambands íslenskra Útvegsmanna á fundi sinum i gær
aðgerðir austfirsku útgerðarmannanna.
þar sem samþykkt var að styðja
DV-mynd: Arinbjörn.
Með besta fiskinn:
Fimm
efstu úr
Reykjavík
I yfirliti LIU yfir aflaverðmæti og
úthaldsdaga togara fyrstu 4 mánuði
þessa árs og sagt frá í DV í gær vek-
ur það athygli að þeir fimm togarar
sem komu með besta fiskinn að landi
á þessu tímabili eru allir úr Reykja-
vík.
Þessir togarar eru 1) ögri RE 72,
2) Karlsefni RE 24, 3) Arinbjörn RE
54, 4) Engey RE 1 og 5) Vigri RE 71.
Sem fyrr er meðalskiptaverðmæti á
kíló.
Þegar skoðað er meðalskiptaverð-
mæti á hvern úthaldsdag er það
reykvíski togarinn Ottó N. Þorláks-
son sem hefur vinninginn. Númer 2
er Breki VE 61 og númer 3 er Ögri
RE 71.
Þá eru vestfirsku togararnir Guö-
björg IS, Páll Pálsson IS og Sléttanes
IS mjög ofarlega yfir togara meö
hátt meðalskiptaverðmæti á úthalds-
dag.
Eins og sagt var frá í gær hefur
það vakið athygli hve austfirsku
togararnir hafa komið með verðmæt-
an fisk að landi, með tilliti til þess að
útgerðarmenn þar hafa stefnt
skipum sínum í land. ■ -JGH
VÖNDUÐ VARA
VIÐVÆGU VERÐI
omoT'
VESTUR-ÞYSKU VERÐLAUNASETTIN!
Hin heimsfræga framleiðsla frá KOINOR í
Vestur-Þýskalandi fæst nú á íslandi.
Verksmiðjan er fræg fyrir vönduð
leðursófasett.
Lögð er sérstök áhersla á mjög
vandað leður sem
endist
a.m.k. í öld.
Vegna sérstakra
fjölskyldutengsla við ísland
er verð sérstaklega hagstætt
OPIÐI DAG TIL KL.16
5mið|uvegi 6, — Kópavogi, — Simi 44544