Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1984, Side 14
dfMAMÁbWéfjmigiö:
Alls tóku 10 manns þátt í hæfileika-
keppni Sóló í Safari í síöustu viku og
kenndi margra grasa i þeirri tónlist
sem þar var flutt. Kvenmennirnir
komu, sáu og sigruðu í þessari fyrstu
keppni. Ósk Oskarsdóttir hlaut fyrsta
sætiö og Harpa Helgadóttir annaö sæt-
ið og fara þær báðar áfram í úrslita-
keppnina.
Fæstir af þeim sem fram komu hafa
komiö áður viö sögu í tónlistarlifinu,
einna helst ber aö geta Sverris Storm-
sker, sem flutti fremur klámfenginn
brag, og Magnúsar Kristjánssonar,
sem flutti gamanvísur í kvenklæöum,
en sá er víst þekktur á sínu sviöi og
raunar lagöi undirritaöur þaö til í dóm-
nefndinni aö hann fengi sérstök auka-
verðlaun. Á þaö var ekki hlustað.
Sigurlagiö Quo Vadis eftir Osk
Öskarsdóttur var nokkuö skondin
blanda af ýmsu, faglega flutt og ætti
hún aö reyna aö smala saman hljóm-
sveit á bak við sig. Harpa aftur á móti
var meö ágætis dægurlag sem gengi
sennilega vel inn um hlustir
„Hollywood-slektsins” en hún haföi
úa-dúett með sér og mátti þar kenna
Jón Olafsson Toppmann, íþrótta-
skríbent og plötusnúð á rás 2.
Af þeim sem ekki náðu í úrslitin má
sérstaklega geta Guölaugs Falk sem
flutti ágætt instrumental rokk-Iag á
viðamikla „McLaughlin-græju”, þ.e..
gítar með tveimur hálsum.
Eftir hæfileikakeppnina kom sænska
hljómsveitin Imperiet fram á sviöiö og
keyröi nokkra hressa rokkslagara í lið-
ið og á heildina litið má segja að hæfi-
leikakeppni þessi hafi farið bærilega af
stað.
-FRI.
Þátttakendurnir í hæfileikakeppninni. Ósk Öskarsdóttir, sem sigraði, er sú með sólgleraugun og töluna 31 á bol sínum. 1 öðru sæti var Harpa
Helgadóttir, efst til hægri.
Steinar:
Hundrað-
plötu hátíð
íBroadway
Mikið er um að vera hjá Steina-
útgáfunni nú því þar er í undirbún-
ingi svokölluö „Hundraö-plötu há-
tíö” sem haldin er í tiiefni þess að
Steinar hafa nú gefið út 100 íslensk-
ar hljómplötur. Verður hátíöin
haldin í Broadway þann 22. júní
n.k.
Hundraðasta plata Steina er plat-
an með Sumargleðinni sem nú er
aö koma út en meðal þeirra sem
koma fram á hátíöinni má nefna
Stuðmenn, Pax Vobis, Baraflokk-
inn, Sumargleöina, HLH flokkinn,
Björgvin Halldórsson, Jón Helga-
son og Jakob Magnússon.
-FRI
SYNGUR
Bubbi Morthens er nú á feröa-
lagi um landiö þar sem hann
kemur fram einn með gítarinn.
Hann hefur komið fram á Homa-
firði, í Valaskjálf og á Reyðar-
firði en á morgun, þjóðhátíöar-
daginn, veröur hann á Seyðis-
firöi, 18. júní á Vopnafirði, 19.
júní á Þórshöfn og þann 20. á
Raufarhöfn.
Hæfileika-
keppnin
Hæfileikakeppni umboðsskrif-
stofunnar Sóló verður fram hald-
ið nú á fimmtudaginn og enn er
möguleiki á að skrá sig í hana en
miðað er viö aö 10 keppi eins og í
síðustu viku. Þeim sem áhuga
hafa er bent á að hringja í síma
19620 en Sóló sér um að útvega
session-menn til undirleiks fyrir
þátttakendur.
ROKKSPILDAN ROKKSPILDAN ROKKSPILDAN
Hæfileikakeppnin í Safari:
KVENMENNIRNIR
VORU SIGURVEGARAR
KUKL
íförtil
Evrópu
Hljómsveitin KUKL mun halda í tón-
leikaför til Evrópu í sumar en þegar
hefur verið gengið frá einum 10 tón-
leikum i Bretlandi, tvennum í Frakk-
landi og verið er að athuga möguleik-
ana á tónleikum í Berlín og Evrópu.
Þessi för er í beinu framhaldi af út-
komu nýjustu plötu KUKL, The Eye
eða Augað, sem gefin verður út í Bret-
landi á vegum Crass-útgáfunnar.
Tónleikarnir í Bretlandi verða flestir
með hljómsveitinni Flux of pink
indians en Einar örn hefur komið fram
meö þeirri sveit og leikiö á trompet
með þeim. NME-tímaritið skrifaði ný-
lega um eina slíka tónleika og þar fékk
Einar góða dóma fyrir trompetleikinn.
Flux... vildi fá Einar með sér á fleiri
tónieika í vor en hann varð að gefa þaö
upp á bátinn þar sem hann er í prófum
núna.
-FRI
<-----------------
Hljómsveitin KUKL.