Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1984, Síða 21
DV. LAUGARDAGUR16. JUNl 1984.
21
Hér sést yfir gamla hiutann afhöruðborg Tíbet, Lhasa þar sem Dalai Lamarnir höfðu aðsetur.
Ísland er elns
og Shangri La
— seglr tíbeskur flóttamadur sem vlll flytjast til landsins
Fjöldi tíbeskra flóttamanna hefur
áhuga á aö sækja um aö fá að búa á
Islandi. Eftir aö grein um Island
birtist í „Tibetan Review,” blaöi
tíbeskra flóttamanna á Indlandi,
hafa fjölmargir flóttamenn skrifaö
tii íslensk-tíbeska vinafélagsins, sem
sendi greinina til tímaritsins, og
beöiö um frekari upplýsingar.
I fjölrituöu bréfi til flóttamann-
anna viröist vinafélagiö draga
nokkuð í land hvaö varöar möguleika
flóttamannanna á aö setjast aö á
Islandi og segir aö í greininni hafi
það haft búsetu Tíbeta á Islandi í
huga sem langtímamarkmið.
.Ji'yrsta skrefiö verður aö kynna
Tíbeta og núverandi vandamál
þeirra f jölmiölum hér. Síðan veröum
Jigmay Doriee vinnur á lúxushóteli á Norður-lndlandi sem sérfræðingur i
kínverskum réttum. D V-mynd ÞÓG.
við, eða stjóm hans heilagleika,
Dalai Lama, aö sækja formlega um
leyfi til aö flytjast til landsins,” segir
í bréfinu.
En í handskrifuðum eftirmála í
bréfi til eins flóttamannsins segir að
hugsanlegt sé að komast til Islands
til aö vinna í fiskverksmiðju.
„Ég skrifaði til baka og sagðist
ekki hafa lært til verksmiðjustarfa,”
sagöi Jigmay Doriee, ungur tíbeskur
matreiöslumaöur, sem vinnur á
hóteli í Punnab á Noröur-Indlandi.
Jigmay Sagöist leggja mikiö upp úr
hinum handskrifaöa eftirmála því
vinir hans, sem einnig hefðu skrifað
til vinafélagsins, heföu einungis
fengið formbréfið. Þegar ég sagöi
honum að fiskverksmiöjustörfin
kreföust lítillar sérþekkingar sagðist
hann reiöubúinn aö fara til Islands
f engi hann starf í slíkri verksmiöju.
Jigmay er háskólamenntaöur og
starf hans á hótelinu feist í umsjón
meö kínverskum réttum hótelsins.
„Tíbeskir og kínverskir réttir eru
margir eins þó þeir hafi mismun-
andi nöfn,” sagðihann.
Meö bréfi vinafélagsins fékk
Jigmay sendan bæklinginn ,,Á hring-
vegi,” sem er ferðamannabæklingur
um Island. Þennan bækling hefur
Jigmay lesiö allan og komist aö staö-
fastri niöurstööu: „Island er eins og
Shangri La, bústaður guöanna,”
sagöi hann.
,,Eg hef einnig veriö aö hugsa um
aö fara til Ástralíu. Eg þekki stúlku
sem er þaðan. En ég vildi frekar fara
til Islands.
Islensk-tíbeska vinafélagiö sagðist
hafa áhuga á aö varðveita tungumál
og menningu Tíbeta. Þaö var skrifað
aö ef maður færi til Islands þá gæti
maður unniö sér fyrir nægilega
miklum peningum til aö borga far-
gjald fyrir fjölskylduna til Islands
líka. Þeir sögöust vilja hjálpa
Tíbetum. Eg hef búiö á Indlandi allt
mitt líf og indverska stjómin hefur
hjálpað Tíbetum og tíbesku útlaga-
stjórninni. Ef þetta vinafélag vill
gera hiö sama þá er það freistandi
tilboð.”
Saga tíbeskra flóttamanna er saga
hrakninga og ævarandi heimþrár.
Flestir jjeúra komu til Indlands í
kjölfar Dalai Lama áriö 1959,
mannsins sem haföi verið bæöi
trúarlegt og veraldlegt yfú-vald
Tíbetbúa. Dalai Lama flúöi til Ind-
lands eftir misheppnaða uppreisn
gegn Kínverjum sem höfðu lagt
undir sig Tíbet.
Dalai Lama hefur nú aösetur í
Dharamsala, litlum bæ á Norður-
Indlandi, ekki langt frá tíbesku
landamæmnum. Tíbetar eru alis um
sex milljónir en 150.000 þeirra búa
sem flóttamenn utan Tíbets.
Dalai Lama er væntanlegur í heún-
sókn til Kína á næsta ári.
Þórir Guðmundsson, Nýju Delhi.
Dewadasa og fjársjódurinn
Fyrir langa löngu lifði einu sinni í
borginni Pataliputra sonur velmeg-
andi kaupmanns. Hann hét
Dewadasa, geöþekkur, fríður, ungur
maöur. Hann var ástfanginn af
dóttur auðugs kaupsýslumanns frá
Paundrawardhana og þar sem
stúlkan endurgalt ást hans, héldu
þau hátíðlegt brúökaup sitt. Skömmu
síðar dó faöú- unga mannsins.
Dewadasa erföi verslunma og önnur
efni hans. Þaö varð honum ekki til
góös. I staö þess aö vinna, drakk
hann með vinum sínum.
I stað þess aö auka efnin, eyddi
hann þeim, kassinn varð brátt tómur
og úrn á glæsilegt heimilið settist
fátæktin aö.
Unga frúin fylltist örvæntingu.
Faðir hennar harmaöi óhamingju
dóttur sinnar, tók hana aftur heún til
Paundrawardhana.
Dewadasa, sem var nú oröinn einn
meö áhyggjur sínar tók aö átta sig.
Hann iðraðist þess sem hann haföi
gert og vildi nú byrja nýtt líf. Hann
vildi rétta við gjaldþrota verslunina.
Vitaskuld þurfti hann á peningum aö
halda til þess. Hann geröi sér vonir
um aö tengdafaðú- hans mundi
leggjahonumlið.
Hann ákvaö snögglega að fara til
Paundrawardhana. Þegar hann kom
til borgarinnar að áliðnum degi,
minnkaöist hann sín fyrir aö ganga
fyrú- tengdafööur sinn svo illa til
reika, rykugur og tötralegur.
„Stoltur maður,” sagði hann við
sjálfan sig, „kýs heldur aö deyja en
auglýsa fátækt sma.” Dewadasa
gekk á markaðstorgið og settist
niður skammt frá búðardyrum og
hugðist sofa þar um nóttúia.
Skömmu síðar kom ungi kaupmaður-
inn sem átti búðina og gekk inn í
hana. Brátt birtist líka ung, tíguleg
kona og læddist úin um dyrnar. I
skúii lampans þekkti Dewadasa
konu sína. Hryggur hugsaöi hann:
„Ætti mig aö furða á þessu? Maður
sem sóar eigum sínum, grefur sér
gröf. Hvemig á hann aö viðhalda ást
konu súinar? Því aö konur eru
hverflyndar og miöa tryggð sína við
hamingju eiginmannsins.”
Indverskt
(ævintýrl):
Dewadasa braut heilann um
hvemig óheppnin leikur þann, sem
gengur léttúöúmi á hönd og hvernig
kona svíkur sig sjálfa, sem lifir
aöskilm frá manni sínum í húsi föður
síns. Þegar hann var nú að velta
þessu fyrir sér, heyrði hann konu
sma segja við elskhuga sinn.
„Hlustaðu á mig. Ég elska þig og vil
gefa þér gagnlegt ráö. Forfaöú
mannsins mín, Wirawarmann
nokkur, gróf í jöröu í húsagarðinum
hjá sér fjórar kmkkur meö gull-
peningum. Hann sagöi einni af
konum sínum frá því og hún trúði
tengdadóttur sinni fyrir leyndar-
málinu. Tengdadóttirin sagöi aftur
sinni tengdadóttur, og frá henni hef
ég þetta, því aö hún var tengdamóðir
múi.”
„Og maðurinn þinn?” spuröi sá
ókunni.” Veit hann ekkert um
gullpenúigana?”
Þá svaraði kona Dewadasa:
„Hann er fjárhættuspilari. Aö hvaöa
gagni getur þaö komiö honum? Eg
hata hann en þig elska ég. Þú getur
eignast gulliö.”
Kaupmaðurinn íhugaöi máliö. „Og
hvemig á ég aö fara aö því aö'
komast inn í húsið? ”
Otrygga konan brosti. „Ekkert er
auöveldara. Faröu til Pataliputra og
kauptu húsiö af manninum mínum.
Hann á ekkert annað og mun verða
fús til þess aö selja það. Ef þú nærö í
gullið, getum viö lifaö unaöslegu
lífi.”
Kaupmaöurinn hreifst aö þessari
hugmynd. Dewadasa fékk strng í
hjartaö við að heyra aö kona hans fór
svo á bak viö hann. En það vakti
einnig framtíðarvonir í brjósti hans.
Hann sneri aftur til Pataliputra og
gróf upp f jársjóðúin. Skömmu seinna
birtist gróöasjúki kaupmaöurúin í
Pataliputra.
Hann hegðaöi sér eins og stórhuga
maöur. Undú því yfirskini kom hann
til húss Dewadasa. Hann leit í
krúigum sig og lofaði þaö sem fyrú
augun bar. „Mér líst vel á húsiö,”
sagði hann viö Dewadasa. „Viltu
ekkiselja þaö?”
Þaö vildi Dewadasa ekki. Kaup-
maðurinn sótti þetta fast og loks
seldi Dewadasa honum húsiö fyrir
mikið fé. Dewadasa keypti sér annað
hús, rak verslun aö nýju og
hagnaðist vel. Nú sótti hann aftur
konu súia til Paundrawardhana.
Ekki löngu eftir þetta kom prettaði
kaupmaöurinn til Dewadasa.
„Húsið þitt er of gamalt fyrir mig.
Viö skulum draga kaupin til baka.”
„Hvaö meinar þú?” svaraöi
Dewadasa. „Kaup eru kaup.” Þeir
þrættu um kaupin og aö lokum báru
þeir málið undú konung. Dewadasa
leyndi engu. Hann sagöi frá öllu sem
borið hafði viö og kona hans gat ekki
annað en játaö glappaskot sitt með
tárúi í augunum. Konungur refsaöi
kaupmanninum, sem ekki aöeúis
vildi ná ókunnu konunni ranglátlega
á vald sitt heldur og gullfjársjóðn-
um.
Að gömlum hætti, sneið Dewadasa
nefiö af svikurunum og kvæntist
annarri konu. Þau lifðu áhyggju-
lausu og hamingjusömu lífi allt til
enda.