Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1984, Síða 22
22
DV. LAUGARDAGUR16. JUNI1984.
Menning Menning Menning Menning
Ásynja óperu
sviðsins
Listahátíð í Reykjavík.
Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands í Há-
skólabíói 14. júní.
Stjórnandi: Jean-Pierre Jacquillat.
Einsöngvari: Lucia Valentini-Terrani.
Efnisskrá: Gioacchino Rossini: Forleikur að
Semiramide og Ahl quel giorno úr sömu óp-
eru, Cruda sorte úr L'ltaliana in Algieri, Una
voce poco fa úr Rakaranum í Sevilla; Gaetano
Donizetti: Forleikur að Don Pasquale; Camilie
Saint-Saöns: Danse macabre; Ambroise Thom-
as: Caonnais tu le pays? úr Mignon; Pietro
Mascagni: Intermezzo úr Cavalleria rusticana;
Giuseppe Verdi: Stride la vampa, úr II trova-
tore; George Bizet: Forleikur að Carmen og Int-
ermezzo; og Chanson bohéme.
Vitaö var fyrirfram aö þrír yröu
músíkalskir hátindar á listahátíð;
tónleikar Christu Ludwig og Eriks
Werba, Philharmoníu og Ashkenazy-
feöga og söngur Luciu Valentini-
Terrani meö hljómsveitinni okkar.
Ekki þarf aö orölengja, aö einum
þessara tinda misstum viö af, fyrir
veikinda sakir. Þaö var mikill miss-
ir. En ekki tjóar aö sýta, heldur
gleðjast yfir því sem viö fengum aö
njóta.
Heldur var annar svipur á hljóm-
sveitinni okkar en á þeim tónleikum
sem næstir voru á undan í röðinni.
Hún lék úr sér glímuskjálftann í for-
leiknum aö Semiramide og var eftir
þaö mestmegnis eins og eitt fyrir-
taks hljóðfæri, ef frá eru taldir agnú-
ar, eins og þegar ásláttarmenn tóku
oröiö „solo” einum of bókstaflega í
Danse macabre og slökuðu um of á í
„syncopunum” í Chanson bo-
héme og þegar fiölungar reyndust
ekki nógu sparir á bogann í lokin á
Intermezzoinu úr Cavalleria rusti-
cana. En þar fyrir utan var stuöiö
annars til staðar hjá henni blessaöri.
Þannig ætti þaö alltaf aö vera.
Gestur kvöldsins var ein af ás-
ynjum hins alþjóölega óperusviös, sú
Tónleikar
Eyjólfur Melsted
fágæta mezzo-coloratura, Lucia
Valentini-Terrani. — Nú brosir ef-
laust margur í laumi og hugsar —
hvernig ætlar tónlistarskribentinn að
finna viðeigandi lýsingarorö? — Tja,
um söngkonu sem fær Islendinga til
aö hrópa bravó svo aö undir tekur í
sjálfu Háskólabíói, æpa, stappa og
blístra af gleöi, sitja með gæsahúð og
tárvot augu af hrifningu — klappa í
nærri stundarfjórðung til aö krefja
hana um eitt aukalag og setja allt á
annan endann af fögnuöi, þarf yfir
höfuö ekki aðhafa nein lýsingarorö.
EM
Lucia Valentíni Terrani og Jean-Pierre Jacquillat eftír óperutónleikana á fimmtudagskvöld.
Nóra glftir slg
Norðurlandahúsið í Fsareyjum — Listahátíð:
BRUÐUHEIMILID
eftir Henrik Ibsen
Þýðing: Sveinn Einarsson/Jens Pauli Heinesen
Leikstjóri: Sveinn Einarsson
Leikmynd: Tróndur Patursson.
Lýsing: Árni Jón Baldvinsson
Lengi og innilega fögnuðu áhorf-
endur í gærkveldi færeysku listamönn-
unum og íslenskum gestum þeirra eftir
fyrstu sýninguna af tveimur sem veröa
á „Dukkuheim” Ibsens í Félags-
stofnun stúdenta á þessari Listahátíö.
Það er Leikfélag Reykjavíkur sem
annaðist milligöngu um þessa gesta-
sýningu en sjálfir gestirnir munu hafa
lagt á sig mikiö erfiði til aö komast
hingaö og leyfa okkur aö njóta listar
sinnar. Og mikiö var gaman aö fá þau í
heimsókn, ekki aöeins til aö reyna
skilning sinn á málinu heldur líka til aö
sjá jafngóða sýningu frá áhugamanna-
hópi sem streitist viö aö halda uppi
atvinnumannastarfi í litlu samfélagi,
og sjá í framrás sýningarinnar háa
tinda sjaldgæfrar listgáfu hefja
sýninguna alla á æöra stig ógleyman-
legrar reynslu.
Gamall kunningi
Hér á landi er Nóra gamall kunningi,
hún er oröin nokkuð þekkt meöal al-
mennings eftir skelli sína í sjónvarpi, á
kvikmyndum og í leikhúsi. Nokkrar
leikkonur hefur maöur séð í þessu
vandasama hlutverki, eldra fólk kann
aö minnast sýninga lengra aftur þó svo
langt sé um liöið síðan Nóra Helmer
var fyrst leikin hér á sviöi, 1905 af
Stefaníu Guðmundsdóttur, aö það er
öllumgleymt.
Sagan um Nóru, skjalafals hennar til
bjargar eiginmanni sínum, líf hennar í
neti blekkingar og sjálfsfpmar, kann
aö þykja úrelt í dag. Víst er leikur
Ibsen rígbundinn í tíma, eitt af fáum
verkum meistarans sem erfitt er aö
færa til í tímans rúmi, heimili Nóru er
smáborgaralegt hús í enda síðustu
aldar, heimur h'fstykkja og þjónustu-
kvenna, karlveldisveröldin sem fyrsta
kynslóð kvenfrelsisins braust undan.
Og leikur Ibsens var beitt vopn í þeirri
baráttu, hvati sem key rði hinar mennt-
uöu borgaradætur til baráttu.
Þrátt fyrir sinn ljósa tíma er leikur-
inn engan veginn rykfalhö safnstykki.
Hann er lifandi skáldskapur, hörku-
spennandi athugun á hefðbundnum
viöhorfum í okkar heimi, ekki síöur en
liðinni tíð. En þungamiöjan er
manneskjan sem átök leiksins snúast
um —Nóra.
Frú Helmer
Ekki dreg ég dul á þaö aö enn hef ég
ekki séð túlkun á hlutverki Nóru sem
hefur haldiö mér föngnum frá upphafi
leiksins til enda. Aörar persónur
leiksins hafa margoft stigiö fram í
túlkun þekktra og ókunnugra leikara,
heilar og sannfærandi. Svo var einnig í
gærkvöldi. En Nóra sjálf er þraut sem
engin getur leyst svo aö öllum Uki.
I gærkvöldi fór EUn K. Mouritsen
meö hlutverkiö. Er skemmst f rá því aö
segja aö leikur hennar var meö
miklum ágætum; hún var full kátínu
og glensi framan af, sökk í djúpa
örvæntingu um miöbik og rankaöi viö
sér á sundlandi hengiflugi í lokin. Var
leikur þeirra Péturs Einarssonar í
seinni hluta þriöja þáttar glæsilega
Leiklist
Páll B. Baldvinsson
unninn. A Elrn mikiö hrós skiUð fyrir
frammistööu sína í þessu hlutverki. Vil
ég ekki vera meö smámunalegar
aöfinnslur við svo góöan gest — megi
hún dafna og þroskast á sinni lista-
braut. Eg þakka hrífandi stund fyrir
hennar náö og talent.
Vinir í raun
Smærri hlutverk voru í höndum
tveggja Færeyinga og tveggja Islend-
inga: Rank lækni og frú Linde léku þau
Olivur Næss og Laura Joenssen afar
snoturlega, áttu misgóða spretti, suma
mæta, aðra stórgóöa. Leikur þeirra er
atvinnumennska hrein og klár, án
verulegrar vogunar en þaulhugsuö
vinna.
Þeir félagamir Borgar Garðarsson
og Pétur Einarsson léku þá Helmer og
Krogstad, gamla skólabræður sem nú
sitja mishátt í mannsvirðingastig-
anum, annar löglegur og virtur banka-
stjóri, hinn forsmáður og fyrirlitinn
okrari. Misjafnlega tókst þeim til.
Borgar fékk betri kostinn, Krogstad er
kall sem er hverjum manni kært
viðfangsefni: hann hefur marga fleti,
sýnir sífellt á sér nýja hlið í stríði sínu
fyrir endurheimtri mannvirðingu. Fór
Borgar líka á kostum í rullunni. Pétur
aftur á móti sat í þeim leiöinlega og
ósympatíska kallhlunki, Helmer lög-
manni. Hann náöi sér ekki vel á strik
fyrr en í síðasta hluta verksins en átti
þá afar góöan samleik meö Elinu.
Sviðsetning
Sveinn Einarsson leikstýröi Brúðu-
heimilinu aö þessu sinni. Aöstæöur í
hinu nýja húsi Norðurlandanna í Þórs-
höfn munu bjóöa upp á opið sviö:
þannig skjótast Færeyingar fram fyrir
okkur í þróuninni meöan viö sitjum
uppi meö öll hús eins, sama gamla
kassasviöiö. Þessar aðstæður vildi
Sveinn notfæra sér — hversvegna hann
kaus þetta verk sérstaklega lýsir
einungis fífldirfsku hans, ekkert verk
Ibsen get ég ímyndað mér vanda-
samara í sviösetningu á þess háttar
sviði. I Félagsstofnun sitja áhorfendur
beggja megin við leiksvæðið, sem er
ekki réttur ferningur, heldur nokkuð
aflangt.
Sýningin er hefðbundin aö öðru leyti;
leiktjöld og búningar draga dám af
ritunartímanum en vegna sviðsins er
talsvert meira um hreyfingu á leik-
flokknum. Sjónlínur brotna en ekki var
það til skaöa. Verra þykir mér hvað
gamansemi verksins dofnar í sviö-
setningu Sveins — eftil vill gætir þar
brigðuls skilnings á færeyskunni. Af
minni hálfu — því oft er ókunnugum
erfitt að skilja málið, einkum þegar
hratt er farið með textann sem gerist
oft því Nóra er hraömælt kona og ör í
lund. Þeir sem handgengnir eru text-
anum komast klakklaust í höfn.
Að lokum
Að sýningunni afstaöinni þakkaöi
Stefán Baldursson gestunum fyrir
komuna og athyglisveröa tilraun. Sem
eitt af tilraunadýrum í tilrauninni
þakka ég fyrir mig, hrífandi leik,
sannverðugan og snjallan, djarfa ný-
breytni í sviösetningu, í þeirri von að
leikhópurinn fái haldið áfram í sínu
starfi, í þeirri vissu aö slík „tOrauna-
starfsemi” á f ullan rétt á sér.