Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1984, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1984, Qupperneq 24
24 DV. LAUGARDAGUR16. JUNl 1984. RVÆMM „Þaö rýkur engínn á móti hundrað ljónum, heldur gengur maður á móti einu og einu í senn og leggur það að velli,” segir Sveinbjörn M. Tryggvason, for- stjóri fyrirtækisins Egill Viihjálmsson hf. Mörg ljón hefur hann lagt að velli um ævina eða svo virðist þeg. r sest er í leðurstól í forstjóraskrif- stofunni. Það er asi á forstjóranum, síminn hringir og fólk kemur »g fer. Sveinbjörn keypti fyrir rúmu ári, eða 13. nóvember 1982, fyrirtækið Egil Vil- hjálmsson hf., gamaigróið fyrirtæki en fjárhags- staða þess var þá bágborin. Á þeim tíma sem liðinn er hefur orðið mikil breyting. Bílar þeir sem fyrir- tækið hefur umboð fyrir seljast vel og í dag vinna þar á milli f jörutíu og fimmtiu manns. Hver er þessi maður Sveinbjörn M. Tryggvason, sem einn góðan nóvemberdag ákveður að kaupa stórt fyrirtæki og snýr þar vörn í sókn? Og hvað gerði hann áður? Hætti að reykja „Eg tók upp á því aö hætta aö reykja. Ég reykti tvo til þrjá pakka af sígarettum á dag fyrir rúmum tveimur árum. Þegar ég hætti að reykja fylltist ég miklu „energíi”. Reykingarnar héldu mér niðri, annars hef ég alltaf verið vinnusamur. Eg hætti líka að drekka, drakk reglulega um helgar - Af hverju hætti ég? Mig langaði til að lifa lengur. Mér þykir vænt um lífið og er vinnuglaöur. Þegar ég keypti þetta fyrirtæki seldi ég allt sem ég átti, hús, bíl og slatta af málverkum. Nei, ekki alveg allt, ég hélt einni fasteign, sem ég sel fljót- lega. Eg seldi einbýlishús á Einimelnum og þegar ég seldi það sagðist ég ætla að koma aftur eftir eitt og hálft ár og það er stutt í það að ég fari aftur í vesturbæinn.” Þegar ég leitaöi ráöa hjá lögfræðingum og fleir- um ráölögðu mér allir frá kaupum á fyrirtækinu en mig langaöi til að kaupa það og ég held helst af vinnulöngun. Það er stefna margra að draga í land um fimmtugt og setjast í helgan stein. En ég er rétt aö byrja og þaö er mjög langt í þaö að ég setjist í helganstein.” Varla vinnufriður „Eg held að mestu erfiðleikarnir séu nú að baki og við eigum aðeins eftir að snurfusa betur hér. Ég var mjög bjartsýnn þegar ég sagði í blaðaviðtali fyrr á árinu að við stefndum að því aö selja eitt þús- und bíla á árinu, en viö förum vel yfir það mark. Fyrstu sex mánuðina fór um níutíu prósent af vinnutímanum í að hafa vinnufrið. Skuldunautar voru margir. Einn daginn var lokað fyrir rafmagn- iö, gamlir reikningar allt, en það var aðeins í nokkrar klukkustundir. A þessu tímabili hef ég þó ekki misst svefn nema tvær nætur og í seinna skiptið var það um f jórum mánuðum eftir að ég keypti fyrirtækið. Þá ákvað ég að láta gera fyrirtækið upp. Sú ákvörðun stóð í tvo daga. Þá breyttist hugarfar mitt og ég sagði við starfs- fólkið að nú vissum við hvað ætti að gera og hafist var handa. Eg hef mjög gott starfsfólk í kringum mig. Það skiptir öllu máli. Við auglýstum mikið en fyrstu mánuöina var eng- in hreyfing á bílasölunni. Svo kom þaö. Eg hef fariö nokkrum sinnum á þessum tíma í heimsókn í Fiat- verksmiðjumar á Italíu. I fyrsta skiptið var ég auð- vitað fullur bjartsýni og sagði þeim að Fiat ætti eftir að verða söluhæsti bíllinn á Islandi innan tíðar. Þeir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.