Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1984, Side 29
DV. LAUGARDAGUR16. JUNl 1984.
am—1 :ram—1 :ram—1 :ram — 1 :ram—1 :ram—1 :ram — 1 :ram — 1 :ram — 1 :ram
Lið Fram keppnistímabilið 1984.
■■Fram-liðið er miklu betra
en bað var í fvrrasumar,,
— segir Sverrir Einarsson, fyrirliði liðsins
„Auðvitað get ég ekki neitað því að
ég er frekar óhress með stöðu okkar
Framara í dag. Við höfum verið
óheppnir í mörgum leikjum cins og til
dsmis gegn toppliðunum, Keflavík og
Akrancsi,” sagði Sverrir Einarsson,
fyrirliði Fram, í samtali við DV.
„Það hefur vantað einbeitingu í
vömina hjá okkur og við höfum veriö
að fá á okkur mörk sem eru af ódýrari
gerðinni. Þetta er hlutur sem við verð-
um aö laga. Því er ekki að neita að viö
höfum leikið vel í mörgum leikjum og
sem dæmi um óheppni okkar get ég
nefnt að í nokkrum leikjum við leikið
mun betur þegar við höfum tapað en
þegar við höfum unnið. Leikur okkar
er of gloppóttur en ég veit að þetta á
allt eftir að koma í næstu leikjum. Við
höfum á að skipa einum besta mann-
skapnum í deildinni og í mínum huga
er þetta einungis spuming um það
hvenær þetta springur út hjá okkur.”
— Margir hafa viljað meina að miðj-
an hafi verið veikasti hluti liðsins.
Hverjusvararþú því?
„Ég er ekki alveg sammála því.
Miðjumenn okkar hafa auðvitaö átt
slæma leiki en til dæmis í síöasta leik
var miðjan sterk hjá okkur og miðju-
menn IBK sáust ekki í leiknum. Þetta
eru mikið til ungir strákar sem eiga
eftir að gera það gott.”
„Fram-liðið miklu betra
en í fyrra"
— Er Fram-liðið betra en það var í
fyrra?
„Þaö er ekki nokkur vafi á því. Liðið
er meira aö segja mun betra. Miklu
betri leikmenn í liðinu nú. Við höfum
fengið sterka leikmenn sem ekki voru
með í fyrra, eins og til dæmis Omar Jó-
hannsson. Hann á eftir að reynast okk-
ur betri en enginn þegar fram líða
stundir.”
„Boltinn nokkuð
góður"
— Hvemig finnst þér knattspyman
vera samanborið við síðasta sumar?
„Boltinn í sumar hefur verið nokkuö
góður. Margir leikir hafa verið
skemmtilegir og spennandi. Deildin
hefur verið mjög jöfn og það hlýtur að
bitna á þeirri knattspymu sem leikin
er. Mér finnst liðin alveg ótrúlega jöfn
að getu. Það geta aliir unnið alia og úr-
slit liggja aldrei ljós fyrir áður en
flautaðertilleiks.”
„Skaginn og Keflavík
fengu fljúgandi start"
„Ég held að óhætt sé að reikna með
því að Skagamenn og Keflvíkingar
verði í toppbaráttunni. Bæði þessi lið
hafa fengiö fljúgandi start og ég tel aö
þessitvö liðverðiefstþegaruppverö-
ur staöiö.
Þróttur, Fram, Breiðablik og Vík-
ingur verða ekki langt undan og ég
held að við ættum að geta tekið þátt í
toppbaráttunni ef þetta smellur saman
hjá okkur. Um botnbaráttuna get ég
lítið sagt. Ég get ekki ímyndað mér
hverjir ættu að falla. Það er ekki nokk-
ur leið að spá um það.”
Sverrir er gamall Þróttari, gekk
yfir í Fram 1981, og í lokin spurðum við
hann hvort hann væri á leiðinni yfir í
Þróttánýjanleik.
„Þrátt fyrir að ég hafi átt góða tíma
í Þrótti varð ég fljótt mikill Framari og
ég hef í dag mjög sterkar taugar til
Fram. Ég á aldrei eftir að sjá eftir því
að hafa farið í Fram, aldrei,” sagði
Sverrir Einarsson, fyrirliði Fram-liös-
ins.
Sverrir Einarsson, fyrirliði Fram og
einn besti miðvörður í íslensku knatt-
spyraunni i dag.
SEX NYIR LEIKMENN
f jórir hverfa til annarra liða
Sex nýir ieikmenn með Fram í
sumar. Ómar Jóbannsson lék áður
með ÍBV, Guðmundur Steinsson lék
áður með öster, Rafn Rafnsson lék
einnig áður í Svíþjóð, Hafþór Svein-
jónsson lék áöur í Þýskalandl og
sömuleiðis Pétur Ormslev og Ora
Valdimars'on lék áður með Fylki.
Trausti er svo nýr en gamall i bláa
búningnum, en lék ekkert með i
fyrra vegna meiðsla.
Þeir sem farið hafa eru Marteinn
Geirsson sem nú þjálfar Víði i 2.
deild, Jón Pétursson sem þjálfar
Hauka í 3. deildinni, Friðrik Frið-
rtksson sem ver mark Breiðabliks af
snilld þessa dagana og Halldór Ara-
son. -sk
I
I
J
am—Fratn—Fram — Fram — Fram — Fram—Fram—Fram—Fram — Fram