Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1984, Qupperneq 48
FRÉTTASKOTIÐ
687858
SÍMINN
SEM
ALDREI
SEFUR
Sími ritstjórnar: 68-66 11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022.
Hafir þú ábendingu
eða vitneskju um
frótt — hringdu þá i
sima 68-78-58. Fyrir
hvert fréttaskot,
sem birtist eða er
notað i DV, greið-
ast 1.000 krónur og
3.000 krónur fyrir
besta fréttaskotið i
hverri viku.
Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum
við fréttaskotum
allan sólarhringinn.
LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 1984.
SIS-KAFFII
SKATTASK0DUN
— skattrannsóknarstjóri, gjaldeyriseftirlit Seðlabanka og
Verðlagsstofnun kanna innbyrðis viðskipti Sambandsfyrirtækja
Veðrið 17. júní:
Stinnings-
kaldi og
rigning
Á morgun, þann 17. júní, mun að
öllum líkindum sannast hið fornkveðna
aö ekki er alltaf sól á afmælum. Sam-
kvæmt upplýsingum veðurstofunnar
ætti að hanga þurrt í dag en búist er viö
stinningskalda úr suöri á morgun og
honum mun líklega fylgja rigning sem
að sennilegast mun breiöa úr sér um
allt land. Þó er möguleiki að þeir sem
búa langt í norðaustri sleppi við
vætunaeneigiskaláþaöstóla. -SigA
Hækkarbens-
íniö eftir
helgina?
Hækkar verð á bensíni eftir helgi?
Svo kann að fara því olíufélögin hafa
lagt inn beiðni til verðlagsráös um aö
verð á einum lítra af bensíni veröi
hækkaður úr 22.30 í 22.40 krónur. Þetta
er um 0.5 prósent hækkun. Verðlagsráö
kemur saman á mánudag til að fjalla
um þessa hækkunarbeiðni. -JGH.
Léstaf slysförum
íNewYork
Islenskur starfsmaöur Flugleiða í
New York lést af slysförum. Hann
fannst látinn við vinnustað sinn,
Rockefeller Center, á fimmtudags-
morguninn og hefur sennilega fallið
niður af svölum hússins.
Maðurinn, sem er fæddur 1946, hét
Jón Snorri Halldórsson. -FRI.
Smáauglýsingadeild DV í
Þverholti 11, sími 27022, verður opin í
dag, laugardag, til kl. 14. Deildin
veröur lokuð á morgun, 17. júní. Góða
helgi.
LOKI
Nú eru það ekki grænar
baunir — heldur kaffi-
baunir.
Rannsóknardeild ríkisskatt-
stjóra hefur að undanförnu beint
spjótum sínum að viðskiptum
Sambands íslenskra samvinnufélaga
viö dótturfyrirtæki sitt, Kaffi-
brennslu Akureyrar. Kaffibrennslan
er eign Sambandsins og Kaupfélags
Eyfirðinga.
Skattrannsóknarstjóri, Garðar
Valdimarsson, vill ekkert segja um
málið. Hann þegir eins og steinn og
kveðst bundinn þagnarskyldu.
Kaffibrennslan kaupir kaffi-
baunir beint frá fyrirtækinu NAF í
Kaupmannahöfn sem SIS hefur um-
boð fyrir. NAF í fær kaffiö frá Brasi-
liu.
„Eg hef ekki hugmynd um hvað
Sambandiö fær í umboðslaun,” sagöi
Gunnar Karlsson, framkvæmda-
stjóri Kaffibrennslu Akureyrar.
Eftir að Kaffibrennslan er búin að
brenna og mala kaffibaunirnar og
setja duftið í umbúðir merktar
Braga—kaffi er vörunni dreift á
markaö. Á höfuðborgarsvæðinu sjá
tvö Sambandsfyrirtæki um
dreifingu, Birgðastöð SIS og birgða-
stöð Sjafnar. Á landsbyggðinni eru
það kaupfélögin sem fá Braga—
kaffi.
Það er einkum heildsöluverð-
lagning á kaffinu frá Kaffi-
brennslunni sem skatturinn er að
skoða. Einnig eru umboðslaunin at-
huguð svo og verðlagning á kaffi-
baunum til Kaffibrennslunnar.
Kannað er hvort um óeðlilegar milli-
færslur hafi verið að ræða.
Skattrannsóknarstjóri hefur
fengið til liðs við sig í þessari
umfangsmiklu rannsókn gjaldeyris-
eftirlit Seðlabanka og Verðlags-
stofnun.
„Við vorum beðnir um álit á verð-
lagningu á kaffi. Það álit höfum við
gefið skattrannsóknarstjóra,” sagði
Georg Olafsson verðlagsstjóri. Um
frekari upplýsingar vísaði hann á
skattrannsóknarstjóra.
„Það er ekkert um þetta að segja
núna. Þetta er á athugun hjá okkur
ennþá,” sagði Sigurður Jóhannes-
son, forstöðumaður gjaldeyriseftir-
litsins.
Erlendur Einarsson, forstjóri
Sambandsins, kvaðst ekkert geta
sagt um málið. DV reyndi án
árangurs aö ná tali af Val Arnþórs-
syni sem er stjómarformaður bæði
Kaffibrennslunnar og SIS. Þeir
Valur og Erlendur héldu báðir utan í
gær. —KMU
Eimskip fagnaði 70 ára afmæli sinu i gær. í tílefni dagsins var slegið upp mikilli veislu í húsnæði félagsins við Sundahöfn. Þar sporðrenndu menn kjöt-
og fiskbitum af teinum í metratali.
DV-mynd Bjarnleifur.
Bæjarstarfsmenn í
Eyjum í setuverkfalli
Bæjarstarfsmenn í Vestmannaeyj-
um fóru í setuverkfall í gærmorgun
til aö fá leiöréttingu á launakjörum
sínum.
Það var strax og vinna átti að hefj-
ast um 7.30 í gærmorgun að milli 30
og 40 manns, félagar í Verkalýðsfé-
lagi Vestmannaeyja, komu sér fyrir
á göngum áhaldahúss bæjarins og
kröfðust þess að fá að ræða við
bæjarráðsmenn.
„Við vorum á samningafundi í
fyrrakvöld við Verkalýösfélagið,”
sagði Andrés Sigmundsson bæjar-
ráðsmaður. „Við gerðum tilboð sem
þeir höfnuðu alfarið og því slitnaði
upp úr samningaviðræðum. Það var
þó ákveðið að hittast á ný á þriðju-
dag. Vegna einvers misskilnings
um aö algerlega hefði slitnaö upp úr
viðræðum og ekkert ákveðið um
framhaldið upphófst þetta setuverk-
fall. Samninganefndin mætti hins
vegar í áhaldahúsið um tíuleytið þar
sem fundurinn á þriðjudag var
áréttaður. Fólkið fór þá til vinnu
sinnar á ný,” sagði Andrés.
Hann sagði að sú tvö prósent hækk-
un sem hefði orðið á launamarkaðin-
um um síðustu mánaðamót hefði
ekki verið sett á laun þessa fólks þeg-
ar útborgað var í gær þar sem samn-
ingar hefðu ekki tekist.
„Eg á þó von á því að samningar
takist mjög fljótlega þar sem lítið
ber á milli,” sagði Andrés Sigmunds-
son.
-KÞ