Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1984, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1984, Blaðsíða 4
20 DV. FÖSTUDAGUR 22. JUNI1984. DV. FÖSTUDAGUR 22. JUNI1984. 21 Frá Alþýðusamb. Austur- lands. Eftirfarandi samþykktir voru gerðar á fundí formanna verkalýðsfélaga innan Alþýðusambands Austurlands sem haldinn var á Egilsstöðum þann 12. júní 1984: Formannafundur ASA, haldinn á Egils- stöðum þriðjudaginn 12. júni 1984, íkorar á stjórnvöld að grípa nú þegar til aðgerða sem koma í veg fyrir yfirvofandi neyðarástand i atvinnumálum Austfirðinga. Jafnframt mótmælir fundurinn harðlega fýrirhugaðri uppsögn sjómanna og þeirri lög- leysu sem felst í fyrirvaralausri uppsögn fisk- vinnufólks úr vinnu á Austurlandi. Formannafundur ASA, haldinn á Egils- stöðum 12. júní 1984 samþykkir eftirfarandi til aðildarfélaga ASA. Þar sem allar forsendur fyrir síðustu kjarasamningum hafa brostið á samnings- timanum og kjaraskeröingin fer sívaxandi, landbúnaðarafurðir hafa hækkað um allt að 40% síöan um áramót, lyf og læknishjálp hafa margfaldast í verði, ef læknishják) er þá fáan- leg vegna spamaðar, svo fátt eitt sé nefnt. Því beinir formannafundur ASA því til verkalýðs- félaganna á Austuriandi að þau standi öll saman um að scgja upp kaupliðum kjara- samninganna fyrir 1. september nk. Alþýðusamband Austurlands Miðstjórn Málm- og skipasmíðasambands ís- lands samþykkti á fundi sinum 19. júní sl. eftirfar- andi stuðningsyfirlýsingu við vestur-þýska málmiðnaðarmenn í kjarabaráttu þeirri sem þeirheyjanú. „Vestur-þýskir málmiðnaðarmenn heyja nú harða kjarabaráttu. Meginmarkmiö þeirra er að fá fram styttingu vinnuvikunnar í 35 klst. án launalækkunar til að draga úr at- vinnuleysi sem er mjög alvarlegt og hefur f arið vaxandi í þeirra röðum. Með styttri vinnuviku cr þess vænst að at- vinna jafnist út til atvinnulausra málmiðnað- armanna. Atvinnurekendur hafa í þessum höröu átökum beitt verkbönnum, uppsögnum og lokun málmiðnaðarfyrirtækja, þannig að um 400 þúsund vestur-þýskir málmiðnaðar- menn eru nú i verkfalli, verkbanni eða verða atvinnulausir vegna uppsagna. Málm- og skipasmíðasamband Islands lýsir yfir fyllsta stuðningi við vestur-þýska málmiðnaöar- menn í kjarabaráttu þeirra og væntir þess ai önnur islensk verkalýðssamtök veiti þeim sið ferðilegan stuðning.” Eiðfaxi 5/6 tbl. er komiö út. Þar er að finna meðal ann- ars grein eftir Berg Haraldsson um ferða- lög og fyrirhyggju á hestum, viðtal við Svein Kristjánsson á Bergholti, grein og myndir af Hestadögum í Garðabæ, heimsókn í Miðdal í Laugardal hjá Ishestum og ýmsar smærri greinar og fréttir af hestamennsku og hesta- mannafélögum. Til dæmis eru fréttir af stóð- hestum í notkun árið 1984 o. fl. Opið hús í Norræna húsinu hefst 28. júní. Hin hefðbundna sumardagskrá Norræna hússins, Opið hús, sem einkum er ætluö nor- rænum ferðamönnum, hefst fimmtudaginn 28. júní kl. 20.30 með því að Hallfreður Örn Eiriksson ræðir um islenska þjóðtrú í bók- menntunum og sýnd verður kvikmynd Os- valdar Knudsens, Sveitin milli sanda. Að vanda verður bókasafn hússins opið um kvöldið sem og kaffistofan. Opið hús verður síðan á hverju fimmtudagskvöldi fram yfir miðjan ágúst og fyrirlesarar verða auk Hallfreðar Amar Har- aldur Olafsson, sem ræðir um Island fyrr, nú og í framtíðinni; Eyþór Einarsson, sem talar um íslensku flóruna, Nanna Hermannsson segir frá Reykjavik fyrr og nú, Jónas Kristjánsson spjallar um handritin og Olafur H. Öskarsson segir frá Breiðafjarðareyjum. Að loknum hverjum fyrirlestri er um 30 1 límrtna hlé en að því loknu verða sýndar \ msar af úrvalskvikmyndum Osvaldar Knud- scns, t.d. Reykjavík fyrr og nú, Homstrandir, Heyrið veUa á heiðum hveri, Smávinir fagrir, Þórsmörk, Jörð úr Ægi, eða aðrar kvik- myndir hans um eldgos. Ennfremur verður eitt visnakvöld, þar sem Visnavinir koma t'ram. Fynilestrarnir eru fluttir á dönsku, norsku eða sænsku og leitast er við að kvikmyndimar :éu með tali á einhverju þ issara tungumála. Út er komið tímaritið Húsfreyjan. Meöal efnis er fiskréttir, sumarpeysa, pottar og pönnur ásamt ýmsum greinum. Ritstjórar eru Ingi- björg Bergsveinsdóttir og Sigríður Ingimars- dóttir. Otgefandi er Kvenfélagasamband Is- lands og kostar blaðiö 90 kr. Ut er komiö tímaritið Herópið. Meðal efnis eru innlendar fréttir ásamt ýmsum öörum greinum. Blaðið er opinbert málgagn Hjálp- ræðishersins. Verð kr. 30. Ut er komiö tímaritið Sport, sem er veiðiblað. Það fjaUar um lasveiði, silungsveiði og skot- veiðar. Ritstjóri er Gunnar Bender. Verð kr. 100. Hvað er á seyði um helgina Hvað er á seyði um helgina Hvað er á seyði um helgina Hvað er á seyði um helgina Þetta er mynd frá fiskeldisstöðinni aö Húsatóftum en í ferðinni mun starf- semin þar verða skoðuð. SKOÐUNARFERÐ UMSUÐURNES Náttúruvemdarfélag Suðvestur- lands stendur fyrir skoðunarferö um Suðumes á morgun, iaugardaginn 23. júní, þar sem sérstaklega verða skoöuö náttúruskilyrði sem bjóöa upp á möguleika til fiskeldis. Leið- sögumaöur í ferðinni verður Eyjólf- ur Friðgeirsson fiskifræðingur. Náttúruverndarfélagið stóö fyrir tveim álíka feröum í fyrrasumar og var tilgangur feröanna að koma hreyfingu á byggingarmál Náttúru- gripasafns Islands. I þeirri bygg- ingu mun verða salur sem ætlaöur er til sýninga á samskiptum manna og náttúru en það er einmitt það sem NVSV er að kynna í þessari ferð. Fiskeldi þaö sem er að byrja á Reykjanesi er ný starfsemi en náttúran sjálf var ef til vill byrjuö á undan manninum, þ.e. í Hópinu í Grindavík og verður það skoðað í ferðinni. Fariö verður frá Norræna húsinu kl. 13.30. Fargjald fyrir fullorðna er 200 kr. en frítt fyrir böm. Áætlað er aö koma til Reykjavíkur milli kl. 18 og 19. Leikárí Þjódleik- hússins að Ijúka — 40. sýning á Gæjum og píum Gæjarnir í Gæjum og píum tuska hver annan til. Nú fer hver að veröa síöastur að sjá söngleikinn Gæja og píur í Þjóð- leikhúsinu á þessu leikári. Þetta er síðasta sýningarhelgin og leikárinu lýkur um miöja næstu viku. 40. sýn- ingin á söngleiknum verður í kvöld, 22. júní, næsta sýning verður annaö kvöld, þá á sunnudagskvöld og síð- ustu sýningar veröa á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöld og verða sýningamar á verkinu þá orðnar alls 45. Það er kunnara en frá þurfi að segja að söngleikurinn um gæjana og píurnar hefur notiö gífurlegra vin- sælda allt frá því hann var frum- sýndur í byrjun apríl sl. og hefur ver- ið uppselt á nánast hverja sýningu en fjöldi áhorfenda er nú kominn yfir 20.000. Hljómlistarhátíð Steina í Broadway Hljómplata númer hundrað sem Steinar hf. gefa út er nýjasta plata Sumargleðinnar en hún heitir Af ein- skærri sumargleði. Þessum merka áfanga í sögu fyrirtækisins verður fagnað með hljómlistarhátíð í Broad- way í kvöld, 22. júní. Það eru fjölmargir listamenn sem hafa komið við sögu á plötum Steina hf. eða um 60. Á hátíöinni munu margir þeirra koma fram og má nefna Stuðmenn, HLH flokkinn, Jakob Magnússon, Baraflokkinn, Ragnhildi Gísladóttur, Jóhann Helgason, Björgvin Halldórsson, Pax Vobis, Ladda, Graham Smith og síöast en ekki síst, Sumargleöina. Húsið verður opnaö kl. 19. Síðan veröur borðhald en sjálf hátíðin hefst aðþvíloknu. HLH-flokkurinn og Sumargleðin eru meðal þeirra sem koma fram í Broad- way. Ef allt fer að óskum ætti Geysir að gjósa nú um helgina, með aðstoð sápu að vísu. SÁPA í GEYSI Á morgun, laugardaginn 23. júní kl. 15, veröur sett sápa í Geysi og má þá gera ráö fyrir gosi í hvernum nokkru síðar ef veöurskilyröi verða hagstæð. Það er Geysisnefnd sem ákveður hvenær og hvort Geysi er komið til að gjósa með þessum hætti. Golf Dunlop open unglingakeppni A laugardag og sunnudag fer fram hjá Golf- klúbbnum Keili, Hafnarfirói, opin ungbngakeppni (16 ára og yngri). Spilaðar veröa 36 holur meö og án forgjafar. Byrjað verður að ræsa út kl. 10.30 á sunnudag. Skrán- ing fer fram í síma 53360 fyrir kl. 11.30 á föstudag. Það er Austurbakki hf. sem gefur öll verðlaun í keppnina. Golfklúbburinn Keilir. Unglingameistaramót íslands í golfi 1984 Unglingameistaramótið i golfi fer fram helg- ína 30. júní og 1. júlí. Leiknar veröa 36 holur hvom dag. Mótið fer fram á Hvaleyrarholts- veUi í Hafnarfirði sem er að komast í mjög gott sumarástand þrátt fyrir miklar fram- kvæmdir vegna stækkunar vallarins úr 12 holum í 18 holur. Leikið verður í fjórum flokk- um: StúUcur 15 ára og yngri drengir 15 ára og yngri stúlkur 16 ára — 21 árs drengir 16 ára — 21 árs Reikna má með mjög spennandi og skemmtUegri keppni þar sem margir af okk- ar meistaraflokksmönnum leika í eldri flokkunum. Vitað er að við munum eignast nýja meistara í öllum flokkum, því núverandi titflhafar færast upp úr sínum aldurshópi. Hvetjum við því áhugamenn og aðra til að koma og fylgjast með okkar efnilegustu kylf- ingum á HvaleyrarholtsveUi helgina 30. júní — l.júlí. íþróttir Meistaramót Islands í frjálsum íþróttum, aðalhluti, verður haldið dagana 30. júní til 2. júlí i I^ugardalnum í Reykjavik. Ekki er enn ljóst á hvorum veUinum verður keppt þar sem viðgerð stendur enn yfir á gerviefnisbrautun- um. Keppt verður í öllum meistaramótsgrein- um nema þeim sem fram fóru 4. og 5. júní sl. LandsUðsnefnd FRl hefur ákveðið að láta úrslit á mótinu vega þungt við val á landsliði því sem tekur þátt í Kalottkeppninni (17. — 18. júlí). Skráningar þurfa að hafa borist tU Haf- steins Oskarssonar, Mosgerði 23, 108 R., föstudaginn 22. júní á þar til geröum spjöldum. Iþróttir og útilíf FrjálsíþróttadeUd UMF Aftureldingar í Mos fellssveit stendur nú í sumar fyrir námskeið- um sem byggð eru á íþróttum og leikjastarf- semi. Námskeiðin verða alls 3 og er því fyrsta að ljúka nú í þessari viku. Þátttakendur á þvi voru 40 á aldrinum 6—13 ára og var hópnum skipt í 2 aldurshópa. A námskeiðinu var farið í helstu greinar frjálsra íþrótta, knattspymu, handknattleik, sund, gönguferöir og síðast en ekki síst dagsferð út í Viöey. Næsta námskeið hefst 25. júni og lýkur 12. júh' en 3. og síðasta námsekiðið hefst 16. júlí og lýkur 2. ágúst. Innritun á þessi námskeið verður föstudaginn 22. júní á fyrra námskeið- ið og föstudaginn 13. júlí á seinna námskeiðið semhérsegir: Frákl. 9-12 ísíma 666737. Frá kl. 10-18 í síma 666254. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru: Olafur Agúst Gíslason íþróttakennari, Alfa R. Jóhannsdóttir íþróttaþjálfari. Nánari upplýsingar um námskeiðin eru veittar í ofangreindum símum um leið og inn- ritunferfram. Stjóm frjálsíþróttadeildar UMFA. Tennismót TBR Um helgina verður haldið tennismót TBR á völlum félagsins viö hús þess við Gnoðarvog. Mótið hefst á föstudaginn kl. 17 með keppni í einliðaleik og verður leikið á öllum þremur völlunum samtímis allt kvöldið og síðan allan laugardaginn frá 9—22. A sunnudag hefst keppni kl. 10 og verða þá leiknir úrsUtaleikir. Keppt verður í einliðaleik í A- og B-flokki og í tvíliðaleik. Keppendur verða 32 í einUöaleik og 16 í tvíUðaleik. Keppnin er útsláttakeppni. Sund Afmælismót Í.B.Í. I tilefni af 40 ára afmæli Iþróttabandalags Isafjarðar verður haldið sundmót í Sundhöll Isaf jarðar sunnudaginn 1. júU 1984 kl. 14.00. Keppnisgreinar: 1.400 m f jórsund kvenna. 2.400 m fjórsund karla. 3. 50 m bringus. meyja, 12 ára og yngri. 4. 50 m bringus. sveina, 12. ára og yngri. 5.200 m bringus. kvenna. 6.200 m bringusundkvenna. 6.200 m bringusund karia. 7.100 m bringus. telpna, 14 ára og yngri. 8. 50 m skriðs. meyja, 12ára ogyngri. 9. 50 m skriðs. sveina, 12 ára og yngri. 10.100 m skriðsund kvenna. 11.200 m skriðsund karla. 12. 50mbaksundkarla. 12. 50mbaks. meyja,12áraogyngri. 13. 50mbaks. sveina, 12áraogyngri. 14.100 m baksund kvenna. 15.100 m baksnnd karla. 16.4x100 m f jórsund kvenna. 17.4x100 m f jórsund karla. Skráningum skal skilað á timavarðar- kortumtil: AfmæUsmót IBl, c/o Sundhöll tsafjarðar, Austurvegi, 400 tsafirði. Skráningargjald kr. 30,- og kr. 60,- fyrir boðsund. Skráningarfrestur til 27. júní. Þeir gestir sem hugsa sér að koma til móts- ins fá gistingu i heimahúsum og hafi sam- band við Fylki Agústsson, í sima 94-3745 heima, 94-3370 vinnu, 94-3200 Sundhöll. Sund- deUd Vestra scr um framkvæmd mótsins, sem er opið öllum tii keppni og verðlauna. Knattspyrna Föstud. 22. júní 1984: 3. fl. AFramvöllur — Fram: Týr KL.20:00 4. fl. A Hvaleyrarhv. — Haukar: KR Kl. 18:00 4. fl. A Keflavíkurvöllur — IBK: IR Kl. 20:00 4. fl. AVestmannaeyjav. — Týr: Þróttur KL. 20:00 4. fl. AVíkingsvöllur —Víkingur: lA Kl. 20:00 4. fl. B GrindavíkurvöUur — Grindavík: Víðir KL 18:30 4. fl. B Sandgerðisvöllur— ReynirS: FH Kl. 20:00 4. fl. B StjörnuvöUur — Stjarnan: Fylkir Kl. 20:00 4. fl. B Vallargerðisvöllur — UBK: Þór V Kl. 20:00 4. fl. C Þorlákshafnarvöllur — Þór Þ. Selfoss Kl. 18.-30 Eldri f. A Valsvöllur — Valur: IA Kl. 20:00 Laugardagur 23. júní: 3. fl. A KeflavíkurvöUur - IBK: Týr Kl. 14:00 3. fl. C GróttuvöUur - Grótta: IBI Kl. 15:00 4. fl. B GróttuvöUur — Grótta: Þór V Kl. 14:00 4. fl. C Olafsvíkurv. — Víkingur: Afturelding Kl. 14:00 4. fl. CStokkseyrarv. — Stokkseyri: IBI Kl. 14:00 4. fl. E Fáskrúðsfjarðarv. — Leiknir: Sindri Kl. 16:00 5. fl. B Vestmannaeyjav. — Þór V: Fylkir Kl. 14:00 5. fl. C Borgamesv. — SkaUagrímur: Leiknir Kl. 20:00 5. fl. C Isafjörður — IBI: Grótta Kl. 16:00 Sunnudagur 24. júní: 3. fl. C FeUavöUur — Leiknir: IBÍ Kl. 14:00 3. fl. E Vopnafjarðarv. — Einherji: Þróttur N ÍCl. 15:00 4. fl. C NjarövíkurvöUur — Njarðvík: IBI Kl. Kl. 14:00 4. fl. CStykkishólmsv. — SnæfeU: Afturelding Kl. 14:00 4. fl. E ReyðarfjarðarvöUur — Valur: Austri Kl. 15:00 4. fl. E SeyðisfjaröarvöUur — Huginn: Sindri Kl. 15:00 5. fl. B VestmannaeyjavöUur — Týr: Fylkir Kl. 14:00 5. fl. E ReyðarfjarðarvöUur — Valur: Austri Kl. 14:00 5. fl. E SeyöisfjarðarvöUur — Huginn: SUidri Kl. 14:00 5. fl. E Vopnafjarðarv. — Einherji: ÞrótturN Kl. 14:00 Fundir Frjálsíþróttaráð Reykjavíkur Kynningarfundur fyrir frjálsíþróttadómara í Reykjavík og nágrenni verður haldinn fimmtudaginn 21. júní 1984 kl. 20 í Ármanns- heimiUnu við Sigtún. Kynnt verða störf dómara og fyrirhuguð dómaranámskeið. AUir þeir sem hafa áhuga á að kynna sér þessi mál eru velkomnir. Kaffiveitingar í boði ráðsins. Breiðfirðingafélagið í Reykjavík boðar tU félagsfundar mánudaginn 25. júni í Domus Medica kl. 20.30. Fyrir fundinum liggur kauptilboð í húseign fyrir félagið. Frjálsíþróttaráð Reykjavíkur, iþróttamiðstöðinni Laugardal Kynningarfundur fyrir frjálsíþróttadómara í Reykjavík verður haldinn fimmtudaginn 21. júní 1984 kl. 20 í ÁrmannsheimiUnu viðSigtún. Kynnt verða störf dómara og fyrirhuguö dómaranámskeið. AUir þcir sem hafa áhuga á að kynna sér þessi mál eru velkomnir. Kaffiveitingar í boði ráðsins. Frjálsíþróttaráð Reykjavikur. Ályktun frá alm. fundi á Akureyri 16. júní 1984. Almennur fundur Kvennahstans haldinn á Akureyri 16. júní ályktar að atvmnuvandi Ey- firöinga verði ekki leystur með byggingu ál- vers. Alveri fylgi mengun og félagsleg rösk- un, auk þess sem það skapar fá atvinnutæki- færi miðað við tUkostnað. Því fylgja stóraukn- ar erlendar skuldir og ráðlegra væri að beina fjármagni til atvinnuuppbyggingar sem veitti fleira fólki vinnu við hoUari skUyrði. Auk þess verða ekki séö nein haldbær rök fyrir því að setja niður álver í einu blómlegasta landbún- aðarhéraði landsins. Frá Heilbrigðismálaráði Austurlands „Fundur í HeUbrigðismálaráði Austurlands haldinn á Egilsstöðum 12. júní 1984 varar við hinni miklu hækkun á hlutdeild sjúkhnga í kostnaði við lyf og læknishjálp, sem nýlega hefur orðið. Þar á oft í hlut fólk með lágar tekjur og hljóta því þessar ráðstafanir að leiða til þess að fólk dragi við sig aö leita tU læknis og að kaupa nauðsynleg lyf. Hinn tUfinnanlegi kostnaður við rannsóknir og röntgenskoðanir getur haft í för með sér að læknar beiti þessum rannsóknum minna en ástæða er til. Fundurinn telur að þegar tU lengdar lætur geti hin aukna þátttaka sjúkl- inga í kostnaði við heUbrigðisþjónustu Ieitt tU versnandi heUsufars þjóðarinnar og aukins kostnaðar síðar meir.” Ferðalög Söfnin Menningarsamtök Norðlendinga á Blönduósi um helgina: AÐALFUNDUR MEÐ USTVIÐBURDUM Menningarsamtök Norðlendinga halda aðalfund sinn á Blönduósi um helgina. I tengslum við fundinn verður ýmiss konar lista- og skemmtidagskrá og haldin ráðstefna þar sem yfirskriftin er List á lands- byggð. Heimalningsháttur eða list- sköpun. Tryggvi Gislason skóla- meistari verður þar með framsögu. Fundardagana verður opin mynd- listarsýning á Blönduósi. Þar sýna Elías B. Halldórsson, María Hjalta- dóttir, Marinó Bjömsson og örlygur Kristfinnsson. Sýningin verður opn- uð í Kvennaskólanum klukkan 14.30 á laugardag. Þá kynnir Guðmundur Halldórsson frá Bergsstöðum ritverk sín og söngvararnir Jóhann Már Jó- hannsson og Svavar Jóhannsson flytja lög við undirleik Guðjóns Páls- sonar. Á laugardagskvöldið veröur Leikfélag Blönduóss meö dagskrár- atriði á kvöldvöku. Menningarsamtökin voru stofnuö 1982 og hafa haft að meginmarkmiði að efla kynni og samstarf þeirra sem vinna að listum í fjórðungnum, auka metnað þeirra og gagnrýnin vinnu- brögö. Þau hafa staðið fyrir ráð- stefnum, listsýningum, bókmennta- kynningum og útvegað leiðbeinendur í ýmsum listgreinum. I Alþýðubank- anum á Akureyn standa þau fyrir stöðugum listkynningum. Formaður Menningarsamtaka Norðlendinga er Kristinn G. Jó- hannsson. JBH/Akureyri Mepningarsamtök Norðlendinga funda á Blönduósi um helgina. Kvennadeild Barð- strendingafélagsins fer sína árlegu Jónsmessuferö aldraöra sunnudaginn 24. júní kl. 10.30 árdegis frá Um- ferðarmiðstööinni viö Hringbraut. Fariö verður i Þjórsárdal. Upplýsingar og sæta- pantanir í símum hjá Maríu 40417, Margréti 37751, Helgu 72802 og Maríu 38185. Langholtssöfnuður Sumarferð 84 Sunnudaginn 1 júli kl. 9.00 árdegis verður ekið frá safnaðarheimilinu. Farið um Njáluslóðir og niður í Landeyjar. Helgistund í Breiðarból- staðarkirkju, kvöldverður á Hvolsvelli. Miðar seldir í safnaðarheimilinu þriðjudaginn 26. júní kl. 17.00—21.00. Allar upplýsingar í sima 35750. Safnaðarfélögin. Útivistarferðir Símsvari 14606. Laugard. 23. júní kl. 20: Tíunda Jónsmessunæturganga Utivistar: Gengið á Keili (379 m), en þaðan er gott út- sýni. Gangan er tileinkuð því að Utivist hefur hafið sitt tíunda starfsár. Þessi ganga er fæstum ofviða en einnig er hægt að sneiða hjá fjallinu. Verð 200 kr., frítt f. börn m. fullorðnum. Brottför frá BSI, bensínsölu. Sunnud. 24. júni kl. 8.00: Þórsmörk, eins dags ferð. 3—4 tíma stans í mörkinni. Verð 500 kr., frítt f. böm. Kl. 13: Plöntuskoðun I Esju. Gengið á Esju og hugað aö gróðri og gróðurbeltum Esjunnar undir leiðsögn Harðar Kristinssonar grasa- fræðings. Þetta er fróðleg ferð sem ekki verður endurtekin. Verð 200 kr. Brottför frá BSI, bensínsölu. Fimmtud. 28. júni kl. 8.00: Þórsmörk. Tilvalið er að eyða sumarleyfinu í Þórsmörk: 4,5, 8 eða 10 dagar eftir vali. tsklifumámskcið veröur haldiö i Gigjökli helgina 29. júní—1. júlí. Leiðbeinendur frá Björgunarskóla LHS. Tilkynnið þátttöku fyrir miðvikudagskvöld 27. júní. Uppl. á skrifstofu Utivistar. Sumarferð seglbrettamanna verður farin helgina 22.-24. júní á vegum Siglingasambands lslands. Farið verður að Búðum á Snæfellsnesi og verður hist þar á föstudagskvöld og siglt alla helgina. Fólk er minnt á að hafa björgunarvesti með þó aö bátur verði á staðnum. Allir brettaeigendur eru hvattir til aö mæta. er opin virka daga frá kl. 10—18. Laugardaga og sunnudaga kl. 14—18. Lokað á mánudag. Sýningin stendur til 1. júli. LlF I LEIR ’84. Nú stendur yfir í Listasafni ASI sýning á vegum Leirlistarfélagsins sem nefnist Líf í leir ’84. Heiðursgestur sýning- arinnar er Ragnar Kjartansson leirlistar- maður. Sýningin var opnuð 3. júní sl. og er opin daglega frá kl. 14 til 22. Búningateikningar tii sýnis í anddyri Nor- ræna hússins. Dagana 25. júní til 9. júlí verður sýning í anddyri Norræna hússins á búningateikning- um úr tveimur kvikmyndum, sem teknar hafa verið hérlendis. Það er sænski búninga- hönnuðurinn UUa-Britt Söderlund sem sýnir skissur að búningum sem hún gerði fyrir kvikmyndimar „Rauða skikkjan" (1966) og „Paradisarheimt”, sem þýska sjónvarpið lét gera. Ulla-Britt Söderlund hefur gert búninga- teikningar fyrir fjölda kvikmynda og fékk m.a. óskarsverðlaun fyrir búninga í kvik- myndinni Barry Lyndon. Sýningin er opin eins og húsið. Happdrætti Sýningar LISTMUNAHUSIÐ LÆKJARGÖTU 2. Þar sýnir Steinunn Þórarinsdóttir sautján skiilp- túrverk úr gleri, leir og steinsteypu. Sýningin Olíumálverk og vatnslitamyndir til sýnis í Eden Ofeigur Olafsson hefur nú opnað sýningu i Eden, Hveragerði. Hann sýnir þar 28 olíu- málverk og 11 vatnslitamyndir sem allar eru til sölu. Sýningin er opin alla daga vikunnar og mun standa til sunnudagsins 24. júni. Samsýning í Fjölbrauta- skóla Suðurnesja Nú stendur yfir samsýning nemenda mynd- listardeild baðstofunnar í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Sýningin var opnuð 16. júní sl. en henni lýkur nú um helgina eða á sunnudag 24. júní. Þetta er sölusýning þar sem sýnd era málverk, teikningar og vatnslitamyndir. Um helgar er opið frá kl. 14—23. Frá IMorræna húsinu Sýning á hefðbundnu íslensku prjóni i bóka- safni Norræna hússins. I bókasafni Norræna hússins hefur verið sett upp sýning á hefðbundnu íslensku prjóni, að mestu leyti byggð upp af munum úr Þjóðminjasafni Islands. Þetta er hluti úr sýn- ingu sem stóð i österbottens museum í borg- inni Vasa í Finnlandi í tengslum við norrænt málþing um heföbundið norrænt prjón, sem sumarháskólinn í Vasa stóð að 9.—11. mai 1984 undir yfirskriftinni „Nordiskt sympo- sium kring stickade plagg”. Sýningarmunir í bókasafninu eru nálægt 60 talsins. Sýningin verður opin eins og bókasafnið, 9—19 virka daga og 14—17 sunnudaga. Happdrætti SÁÁ Akveðið hefur verið að fresta drætti í Happ- drætti SAA til 5. júli næstkomandi. Síðasti gjalddagi á greiðslum gjafabréfa SÁA, sem einnig gilda sem happdrættismiðar, var 5. júni síðastliðinn. Fyrirhugað hafði verið að draga út vinninga þann 20. júní. En nú hefur drætti verið frestað til 5. júlí, eins og áður sagði. Þá verða dregnir út fimm vinningar, að upphæð 100.000 krónur hver. Þeim sem enn eiga eftir að gera skil gefst kostur á að vera með i happdrættinu er þeir haf a greitt af gjáfabréfinu. Happdrætti Krabbameinsfélagsins Vinningsnúmer 17. júní 1984. Mercedes Benz bifreið: 134638. Honda Civic bifreið: 15476. Bifreiðar fyrir 320 þús. kr.: 24626, 110133, 140151, 170004. Sinclair Spectrum heimilistölvur: 4657, 10770, 14058, 14109, 14387, 15069 , 27305, 29900 , 35074, 37377, 37975, 56644 , 59052, 59835 , 61118, 63139, 63892, 65539, 65638, 72532, 73540 , 85091, 88339 , 89708, 91055, 96129, 97023, 104132, 105068, 107662, 109122, 113486, 114769, 115571, 119686, 120730, 125356, 129883, 139123, 141298, 146820, 149118, 149718, 151849, 153975, 155893, 157130, 157189, 169276,172747. Handhafar vinningsmiða framvísi þeim á skrifstofu Krabbameinsfélags Reykjavíkur að Tjarnargötu 4,4. hæð, sími 19820. Krabbameinsfélagið þakkar lands- mönnum veittan stuðning. LISTASAFN EINARS JÓNSSONAR: Lista- safn Einars Jónssonar er opið daglega, nema á mánudögum, frá kl. 13—16, en höggmynda- garðurinn er opinn daglega frá kl. 10—18. ÁRBÆ JARSAFN: er opið frá kL 13.30—18 alla daga nema mánudaga. Leið 10 gengur frá Hlemmi að saf ninu. Árbæjarsafn um helgina Safnið veröur opið frá kl. 13.30 til kl. 18.00 um helgina. Kaffiveitingar verða í Eimreiöar- skemmunni og þar munu Keltar leika írska þjóðlagatónlistá sunnudagkl. 15.30. Skemmtánir Dansbandið og Stjúpsystur á ferð um landið Hljómsveitin Dansbandið er á ferð um landiö. Með þeim i för eru Stjúpsystur og koma þær fram tvisvar á hverjum dansleik, einnig : munu koma fram fegurðaraukadrottning Is- lands og rokkkóngurinn Hallreður og Dúdúa- systur. Þessir skemmtikraftar verða í Egils- búð föstudagskvöldið 22. júní og í Valaskjálf laugardagskvöldið 23. júní. Rokkhátíðin á ferð um landið Eins og margir muna var haldin Rokkhátið á Broadway í mars á síðasta ári — upp á von og óvon. Viðtökurnar urðu slíkar að einsdæmi má teljast. Nú eru 25 hljómleikar að baki og meira en 30.000 manns hafa verið viðstaddir. Vegna fjölda áskorana hafa aöstandendur Rokkhátiðarinnar þvi ákveðið að fara í lands- reisu í sumar. Með i ferðinni verða 3 tonn af búnaði: m.a. stærstu ljósa- og hljóðkerfi landsins. Þess má geta til gamans að ljósa- búnaðurinn er 30.000 vött og býr yfir ótrúlegum möguleikum. Áfangastaðir. Stapi Njarðvik föstud. 22. júní + dansleikur. Njálsbúð Rangárvallasýslu laugard. 23. júní + dansleikur. Iþróttahúsið Akranesi sunnud. 24. júní. Iþróttahúsið Selfossi sunnud. 1. júlí. Samkomuhúsið Vestmannaeyjum föstud. og laugard. 6. og 7. júlí + dansleikur. Tjamarborg Olagsfirði fóstud. 13. júlí + dansleikur. Félagsheimilið Blönduósi laugard. 14. júlí + dansleikur. Skemman Akureyri sunnud. 15. júlí. Félagsheimilið Hnifsdal fóstud. 23. júlí + dansleikur. Félagsheimilið Patreksfirði laugard. 21. júlí + dansleikur. Röst Hellissandi sunnud. 22. júlí + dansleik- ur. Sindrabær Höfn Homafirði, föstud. 27. júlí + dansleikur. Valaskjálf Egilsstöðum laugard. 28. júlí + dansleikur. Egilsbúð Neskaupstað sunnud. 29. júlí + dansleikur. KLUBBURINN: á föstudags- og laugardags- kvöld skemmtir hljómsveitin Ljósbrá úr Hveragerði. Dúettinn skemmtir í kjallara. Húsið opnað kl. 22.30. Snyrtilegur klæðnaður. I.INDARBÆR: Makalaus dansleikur. Ein- hieypir efna til dansleiks í Lindarbæ laugar- dagskvöldið 23. júní frá kl. 22.00—03.00. Við hittumst þá við ódýra barinn og dönsum í takt við Dísu. Allir velkomnir. Makalausa nefndin. ÁRTÚN: Gömlu dansamir föstudags- og laugardagskvöld. Hljómsveitin Drekar leika. HOLLYWOOD: Diskótek á tveimur hæöum ásamt skemmtiatriðum. HOTEL SAGA: Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar leikur fyrir dansi á föstudags- og laugardagskvöld ásamt diskóteki sem Gisli Sveinn I.oftsson sér um. HÖTEL BORG: A sunnudagskvöld verða gömlu dansamir á Hótel Borg og hljómsveit Jóns Sigurðssonar leikur fyrir dansi. ÞORSKAFFI: A föstudags- og laugardags- kvöld leikur hljómsveitin Goðgé fy rir dansi. BROADWAY: Á fóstudagskvöld verður hljómlistarhátíð tilefni af 100. plötu Steina. Ath.: Allir bestu skemmtikraftar landsins koma fram það kvöld. A laugardags- og sunnudagskvöld er Omar í aldarfjórðung ásamt hljómsveit Gunnars Þórðarsonar og Ingimars Eydal. GLÆSIBÆR: Um helgina leikur hljómsveitin Glæsir fyrir dansi. Athhugið að nýja ölver verður opið. LEKHUSKJALLARINN: Föstudags- og laugardagskvöld diskótek ásamt matseðli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.