Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1984, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1984, Síða 3
DV. LAUGARDAGUR 7. JULÍ1984. 3 Samkeppnisstaða íslensks iðnaðar: Sjaldan betrí en í ár og í fyrra — iðnaðurinn seldi þá meira en hann framleiddi oggekk þvíábirgðir Samkeppnisstaöa íslensks iönaöar hefur sjaldan veriö betri, miðað viö síðustu ár, en einmitt nú. Þrátt fyrir þaö rýrnaði hún á fyrsta árs- fjóröungi þessa árs miöaö viö sama tímaífyrra. 1 nýjasta tölublaði Hagtalna mánaðarins er raungengi krónunnar sýnt á línuriti fyrir siöustu sex árin en þaö sýnir hvort samkeppnis- staöan sé aö batna eöa versna. Raungengi er fundiö út meö því aö reikna hlutfall á milli verölags á tslandi, mælds í dollurum, og verölags í helstu viðskiptaríkjum okkar, einnig mælds í dollurum. Sem dæmi má nefna aö hafi verðbólga veriö 10% á Islandi á ákveönu tímabili, gengi krónunnar óbreytt, og verö og gengi erlendis óbreytt, er sagt aö raungengi krónunnar hafi hækkað um 10%. Fram kemur í Hagtölum mánaöaríns að gengi íslensku krónunnar hafi ekki lækkaö nema um 3,3% frá því í byrjun júní 1983, en á sama tíma hefur verðlag hækkað um 28% og laun um 13%. Þetta þýöir aö raungengi krónunnar hefur hækkaö um 7% á þessu tímabili og samkeppnisstaðan því rýrnaö. Þaö er athyglisvert aö sam- keppnisstaöa iðnaðarins hefur aldrei veriö betri á síðustu sex árum en á vormánuöum í fyrra. Sem fyrr segir hefur samkeppnisstaöan örlitið Ársfjórðungslegt raungengi krónunnar versnað frá því þá en er samt mun betri en öll árin f rá 1978 til sumarsins 1982. Samkvæmt upplýsingum Hag- deildar Seölabankans, sem gefur Hagtölur mánaöarins út, þarf raungengið þó ekki aö mæla stööuna í sjávarútveginum sérstaklega. Þar koma fleiri þættir inn í, eins og afla- brestur, sem veldur að staöa sjávar- útvegsins er ekki góð, þó raungengiö sé óvenju lágt. DV hefur aflaö sér upplýsinga hjá Félagi íslenskra iönrekenda um framleiösluna í fyrra. Hjá þeim kemur fram aö 46% framleiöenda töldu sig hafa framleitt meira í fýrra en áriö 1982, 14% minna og 40% svipað. Einnig segja iðnrekendur að út- flutningur iðnaðarvara hafi aukist í fyrra og þaö hafi orðið meiri sölu- aukning en framleiösluaukning. Þetta kemur heim við samkeppnis- stöðuna, mælda á raungengi. -JGH. Albert borgaði sektina —og sleppur þvf við tukthúsvist Albert Guömundsson fjármála- ráöherra þarf ekki að fara í tukthús vegna Lucy. Hann er búinn aö greiða 6.500 króna sekt fyrir ólöglegt hunda- hald. ,,Eg sendi ávisun inn á lögreglustöö 29. júní,” sagði Albert í samtali viö DV. „Það er ekkert mál aö greiða gjald fyrir hund. En þaö er leiðinlegt aö þurfa aö borga sektir fýrir aö halda besta vin mannsins,” sagöi Albert. Hann kvaöst ekki óttast aö fá aöra kæru fyrir hundahald, eins og hent hefur marga hundaeigendur í höfuöborginni, þar sem borgaryfirvöld væru að setja nýjar reglur sem leyföu hundahald. -KMU. i íslenskur skriðjökull og jökullón munu prýða upphafsatriði næstu James Bond-myndar. Ljósmyndina tók Gunnar V. Andrésson af Breiðamerkurlóni fyrir hálfum mánuði. James Bond-myndatökum lokið við Breiðamerkurlón: Broccoli ánægður með upptökurnar „Framleiöandi James Bond-mynd- arínnar, Albert Broccoli, er búinn að sjá upptökur héöan og hann er mjög ánægöur meö þær,” sagöi Jón Þór Har- aldsson, framkvæmdastjóri Saga Film, í samtali við DV. Kvikmyndatökum viö Breiða- merkurjökul vegna James Bond- myndarinnar lauk í gær. Erlendu kvik- myndatökumennirnir halda af landi brott umogeftirhelgina. Síðasta kvikmyndatakan var í gær. Þá var tekin upp sprenging við ísvegg þegar þy rla skellur utan í hann. Kvikmyndatökur hér á landi hófust fyrir hálfum mánuöi. Þær gengu mjög vel, aö sögn Jóns Þórs, og hjálpaöi óvenjugott veöur þar til. Myndin veröur fnnnsýnd næsta vor. -KMU. VUJ-UÁLMSSON HF. HINN MARGEFTIRSPURÐI UNO BASIC NÚ AFTUR FÁANLEGUR -OGÁ ÓTRÚLEGU VERÐI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.