Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1984, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1984, Síða 4
Einn með öllu Til sýnis og sölu Chevrolet Camaro Z — 28 árg. 1981, á götuna '82, ek. 15.000 km, raf- magnsrúður, læsingar, T-toppur o. fl. Upplýsingar á bílasölunni Braut, sími 81510 og 81502. Skipti, skuldabréf athugandi. NÝTT í BORÐKRÓKINN Það borgar sig að líta inn hjá okkur. B GRGAJt húsqöqn Hreyfilshúsinu á horni Grensásvegar og Miklu- brautar. Sími 68-60-70. t tttt x» afTnAng* r'.tTA t \7n DV. LAUGARDAGUR 7. JULl 1984. Blaðberahappdrættið: Ellefu ára Akureyrarmær hreppti fyrsta vinning „Mér líst bara mjög vel á þetta,” sagði Lára Kjartansdóttir, 11 ára Akureyrarmær, er starfsfólk DV á Akureyri barði upp á hjá henni og til- kynnti henni aö hún hefði fengiö stærsta vinning í blaðberahappdrætti DV. Vinningurinn sem Lára hreppti er glæsileg Technick hljómtækjasam- stæða. Segja má að vinningurinn lendi á góðum stað því annaö aðaláhugamál Láru er einmitt að hlýða á góöa tónlist. Berst tónlistin við fótboltann á vinsældalista Láru. Lára Kjartansdóttir byrjaöi að bera út DV 1. júní síðastliöinn og má því segja aö blaðburðarferill hennar byrji vel. Hún sagði blaöamanni DV aö hún væri nú að fara í sumarfrí, færi um helgina suður í Borgarfjörö og ætlaði að dveljast þar í sumarbústað í eina viku. -ás/JBH, Akureyri. Ekki var annað að sjá en Lára Kjartansdóttir væri hin ánægðasta er Monika Stefánsdóttir á af- greiðslu O V á Akureyri tilkynnti henni um vinninginn. Fallega brosti hún allavega til Jóns Baldvins Hall- dórssonar sem festi augnablikið á filmu. Pétur Sveinbjarnarson selur veitingahúsið Ask v/Suðurlandsbraut Guðmundur Valtýsson, mat- reiðslumaður í Reykjavík, sem rekið hefur veitingahúsið Ask við Suðurlandsbraut síðastliðið ár, eða frá því að hann keypti heiming í fyrir- tækinu af Pétri Sveinbjarnarsyni, hefur keypt Ask við Suðurlandsbraut aö fullu og var gengið frá málum 1. júU sl. Kaupverðið var 2,5 mUljónir. Nafn Péturs tengist því ekki lengur Aski. Auk þess að selja Ask endanlega seldi Pétur Hauki Hjaltasyni veitinga- manni fyrirtækið Fell og mun Pétur ætla sér að einbeita sér að rekstri Veitingamannsins í framtíöinni sam- kvæmt heimildum DV. Auk þess hefur Pétur Sveinbjamar- son selt Júmbó-samlokum tvo veitingabila og er kaupverðið taliö losa þrjár miUjónir. Bifreiðar þessar hafa verið staðsettar utan við skemmtistaði Reykjavíkur um nokkurt skeið og úr þeim má selja matvæli svo framarlega sem þær eru í 50 metra fjarlægð frá skemmtistöðunum. -SK. Frímerkjasýningin um helgina: Uppboðog skiptimarkaður Frímerkjasýningunni Nordia lýkur á sunnudagskvöldið. Um helgina verður opið kl. 10—19, bæði laugardag og sunnudag. Á laugardag veröur svonefndur skiptimarkaður á sýningunni, í baksalnum sem svo er nefndur, á tímabUinu kl. 13— 15.30. Þar munu fara fram skipti á frímerkjum, umslögum og öðru slíku. Þess má einnig geta að á sunnudaginn fer fram frímerkja- uppboð. Verður það haldið á Hótel Esju og hefst kl. 13.30. NORDIA 84 Á morgun: NORDIA 84 Síðasta tækifærið að sjá glæsilega frímerkjasýningu • Frímerkjasýningin NOR- D!A 84 hefur hlotið mörg lofs- yrði reyndra erlendra frímerkja- safnara. Þetta er sýning fyrir alla, ekki aðeins þá sem vit hafa á frímerkjum. Við viljum því hvetja almenning til að skoða þessa fallegu sýningu nú um helgina. 9 Því miður er ekki hægt að hafa sýninguna opna lengur en til kl. 19.00 í kvöld og annað kvöld, en l.augardalshöllin verður opnuð fyrir gesti kl. 10.00 i dag og á sama tíma á morgun, sunnudag. • 18 sölubásar gefa líflegt yf- irbragð — Bandalag kvenna i Reykjavík er með góðar og ódýrar kaffiveitingar. Verk myndlistarmannanna Elísu Jónsdóttur, Ríkharðs Valtingoj- er, Arna F.lfars, Sigurþórs Jakobssonar og Cunnars R. Bjarnasonar gefa sýningunni aukinn menningarblœ. Það ger- ir líka einstakt kortasafn Kjart- ans Gunnarssonar, apótekara. Myndir Ralph Hannam frá Reykjavík á árunum 1950-1955 hafa orðið sögulegt gildi — þœr eru auk þess listilega gerðar. • Þetta er því miklu meira en venjuleg frímerkjasýning. Forðist þrengsli — mætið snemma

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.