Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1984, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1984, Qupperneq 8
8 DV. LAUGARDAGUR 7. JULI1984. - i Frjálst.óháÖ dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIDLUN HF. Stiórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRDUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. ' Afgreiösla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerö: HILMIR HF., SÍDUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf„ Skeifunni 19. Áskriftarveröá mánuöi 27S kr. Verö í lausasölu 25 kr. Helgarblað 28 kr. Frelsi eða féþúfa? Fátt kemur á óvart í niðurstöðum þeirrar könnunar sem öryggismálanefnd hefur látið fara fram á afstöðu ís- lendinga til utanríkis- og varnarmála. Skýr og ótvíræður meirihluti er fylgjandi aðildinni að Atlantshafsbandalag- inu og mikill meirihluti er jafnframt hlynntur dvöl varnarliðsins hér á landi. Helst vekur það athygli að fjórðungur kjósenda Alþýðubandalagsins lýsir yfir fylgi við Nato-aðild, sem er auðvitað umhugsunarefni fyrir þann flokk, en breytir ekki heildarniðurstöðunni. í þessari könnun kemur og fram, sem áður var vitað, að gjaldtaka fyrir herstöðina á mikinn hljómgrunn meðal kjósenda. I viðtölum við stjórnmálamenn hafa þeir haft kjark til að lýsa andstöðu sinni við þá skoðun en jafn- framt kemur fram undrun af þeirra hálfu á viðhorfum og stuðningi viö gjaldtökuna. Sú undrun er hræsnisfull. Stjórnmálamenn hafa sjálfir stuðlað að því að rugla fólk í ríminu og bjóða þeirri hugsun heim að réttlætanlegt sé að kref jast gjalds fyrir herstööina. Stjórnmálaflokkarnir hafa nefnilega veriö tvöfaldir í roðinu í f jármálalegum tengslum þjóðarinnar við varnar- liöið. Margvísleg mannvirkjagerð og framkvæmdir á vegum varnarliðsins, sem jafnframt hafa komið Islend- ingum að notum að öðru leyti, hafa að verulegu leyti veriö greidd af Bandaríkjamönnum. Flugstöðin, olíuhöfnin og skipaflutningarnir eru gott dæmi þar um. íslenskir aðal- verktakar njóta góðs af hermangi í skjóli þess hugsunar- háttar að íslendingar eigi að maka krókinn í viðskiptum við varnarliðið. Einstakir stjórnmálamenn hafa ljáð máls á því að ganga enn lengra í þessum efnum og vilja að Bandaríkjamenn kosti vegagerð fyrir almenna umferð um þjóðvegi. Síðast en ekki síst hafa stjórnmálaflokkarnir vanrækt að upplýsa þjóðina um þær hættur sem fólgnar eru í því að verða efnahagslega háð dvöl varnarliðsins. Þær hættur eru augljósar. Ef íslendingar vilja krefjast gjalds fyrir dvöl varnarliðsins verður varla farið fram á neinar smáupphæðir. Ef menn eru á annað borð á því sið- ferðisstigi að heimta peninga af öðrum fyrir að gæta öryggis þjóðarinnar hljóta þeir að vilja verðleggja þá hagsmuni hátt. Hvað mundi það hafa í för með sér? Gífurlegar fjárhæðir streymdu inn í landið og yllu sprenginu í fjármálalegu og efnahagslegu tilliti. Verð- bólga yrði óviðráðanleg, spákaupmennska í algleym- ingi. En það sem verra er þó, íslendingar yrðu efnahagslega háðir Bandaríkjamönnum og hefðu ekki lengur aðstöðu til að leggja sjálfstætt mat á þá grundvallarspurningu hvort vera varnarliðsins er nauðsynleg eða ekki. Þjóðin hefði ekki lengur efni á því að vera án varnarliðsins eftir að einu sinni væri búið að þiggja gjald. Hún væri ekki lengur fær um að söðla um í varnarfyrirkomulagi og öryggismálum, jafnvel þótt öll rök mæltu með því. íslendingar vilja vera aðilar aö Atlantshafsbanda- laginu og þeir vilja að varnarlið sé hér til staöar til að gæta öryggis lands og þjóðar. Til að tryggja friðinn. Það er til háborinnar skammar ef þjóðin tæki upp á því að gera öryggismál sín að verslunarvöru. Stjórnmálamenn og flokkar hafa þeim skyldum að gegna að uppræta þann hugsunarhátt og berjast gegn því að íslendingar selji land sitt til þeirra sem eru tilbúnir til að verja það. Frelsiö á ekki að hafa að féþúfu. EllertB. Schram. UNGLINGUR í GÖMLUM LÍKAMA Ég held aö þetta komi yfir aila karlmenn, um það bil sem þeir verða miðaldra, og reyndar hef ég heyrt viti- boma menn halda því fram, að það sé fyrsta merki þess, aö karlmaður verður miöaldra. Það eru ekki peningaáhyggjur, því þær hafa allir, og það eru ekki börnin, því öll foreldri frá því sögur hófust hafa haft áhyggjur af börnum sínum. Það er ekki vinnan, því núorðið er hún mörgum velkomin pása frá frístundunum. Nei, menn ná vatnaskilunum, þegar þeir sitja úti í garði og sóla sig, og taka þá eftir því, sér til skelfingar, þegar þeir eru að smyrja sólolíunni á brjóst sér, að magirni er svo mikill orðinn, að þeir sjá ekki lengur beltið. Þetta kom fyrir jafnaldra minn nú fyrir mánuöi, og síðan hefur hann ekki átt stundlegan friö í sálu sinni. Hann kom hlaupandi til mín, þar sem ég hafði komið mér þægilega fyrir, með kaffibolla, sígarettu og bók, og sagði mér aö nú væri komiö að skuldadögunum. Nú yrðum við að bæta ráð okkar, áður en eldinum og brenni- steininum færi að rigna yfir okkur og við breyttumst í saltstólpa og drukknuöum í syndafióöinu. Við værum, í stuttu máli sagt, brottreknir úr Eden og værum nú alveg upp á okkur s jálfa komnir. Þetta kom mér á óvart, vægast sagt, og ég bað um nánari skýringar á þessu rausi. — Nú er það Armageddon, góði minn, Armageddon! — Þú þarft ekki að láta eins og það sé að koma heimsendir fyrir það, sagði ég, og var hinn ánægðasti (ég get ekki að því gert, en mér finnst svonalagað fyndið, stundum). Hann hafði nú pústað út, og þessi sérkennilegi blárauði bjarmi, sem verið hafði á andliti hans, var horfinn. Hann hafði líka róast dálítið og þegar ég haföi troðið sígarettunni milli vara hans og kveikt í henni, róaöist hann enn frekar og einbeitti sér að nikótín- nautninni, þegar ég sagði honum, að ég myndi ekki tala við hann fyrr en sígarettan væri að fullu reykt. Þegar hann tók til máls, talaði hann hægt og yfirvegað og hafði greinilega notað tímann, sem fór í að reykja sígarettuna, til þess aö ákveða í smá- atriðum, hvað hann ætti að segja. — Við erum að verða gamlir, vinur. Sjáðu bara hér, og hann klappaði á ístruna, þéttingsfast, eins og hann vildi refsa henni. — Þú sérð bara hvemig ég varð á því að hlaupa heiman frá mér og hingað. Eldrauður og másandi eftir tvö hundruð metra sprett. Við reykjum of mikið, borðum of mikið og erum í forkastanlegri þjálfun. Hugsaöu þér bara hvemig þetta fer með hjartaö! Eg þakkaði mínum sæla fyrir, að hann hafði þó ekki sagt að við drykkjum of mikið. Engu að síöur var ég móðgaður. Þarna stóð þessi félagi minn, nikótinsjúkur ístmbelgur og hélt því fram, aö vegna þess að hann ótt- aðist hjartaáfall, ætti ég að fara aö Úr ritvélinni Ólafur B. Guðnason skokka! Ég benti honum á þennan feil í annars ágætri röksemdafærslu hans. — Þú ert hrædúur um hjartað, ekki eg! Þig langar að fara í líkams- þjálfun, ekki mig! Þú ert feitur, ekki ég! Láttumigífriði,mérfinnstgott að reykja, og mér leiöist aö hlaupa. Ég veit alveg upp á hár, hvert má rekja þessi ósköp í manninum. Þegar við vorum strákar, lásum við langar greinar um Eþíópíumanninn ógurlega, Bikila hinn berfætta, sem var alger- lega ósigrandi í maraþonhlaupi. Við urðum báðir ákaflega hrifnir og áttum enga ósk heitari en að geta hlaupið eins og Bikila. En munurinn á okkur var og er sá, að ég gerði mér grein fyrir tak- mörkunum mínum, og sætti mig við ' sígarettur og íþróttafréttagláp. En hann hafði aldrei sætt sig almennilega við þetta, innst inni var hann enn sjö ára strákur sem vildi verða ólympíu- meistari í maraþonhlaupi. Ég vil endilega undirstrika það, að ég dáist enn að Bikila og öörum lang- hlaupurum. Ég dáist að viljastyrknum sem hann sýndi, Finninn, sem ég man ekki hvað heitir, sem datt í miðju tíu kílómetra halupi, en stóð upp og lauk hlaupinu, handleggsbrotinn. Þessir menn sýna viljastyrk, sem ekki er öllum gefinn. Ég sýndi minn viljastyrk með því að neita alfariö og kategórískt að taka þátt í þessu æði, sem miðaldurskrísan hafði vakið í brjósti vinarmíns. — Mér líöur vel, mér h'ður eins og ég sé sautján ára. Og ef ég fer vel með mig, ætti mér að líða þannig í mörg ár enn. Hann leit upp og staröi á mig lengi. Að lokum stóð hann upp, dró sígarettu- pakkann upp úr vasa sínum og rétti mér um leið og hann sagði: — Það er ástæðulaust aö henda þessu, úr því þú getur notað þetta eitur. En þú átt eftir að verða sár, þegar lungnaþemban er að gera þér lífið Ieitt, og þú sérð mig leggja hressan af staö i morgun- skokkið. Ég bað hann vel aö lifa og þakkaöi honum fyrir sígarettupakkann, sem var reyndar næstum tómur. Eg fylgdist meö honum næstu sex daga. A hverjum morgni kom hann út á tröppur um áttaleytið og hitaði upp þar með afkáralegum hoppum og bol- vindum. Hann var í skærblárri peysu, sem hefði verið glæsileg á grennri manni, stuttbuxum og nýjum hlaupa- skóm, vönduöum. Allt þetta hafði hann keypt daginn sem hann kom til mín. Hann hljóp af staö ofan af tröppunum og skokkaði eftir gang- stétÚnni. Við hvert skref sem hann tók, sveiflaðist spiklagiö við mitti hans upp undir handarkrika og niður undir hnésbætur. Þegar hann hljóp framhjá eldhúsglugganum mínum, var hann orðinn fölbleikur. Maður sem bjó hundrað metrum neðar við götuna sagði mér, að þegar þangaö væri komið væri hann venjulega orðinn fjólublár. Mér bárust síðan spurnir af því, að þegar hann kæmi fýrir homið, hætti hann að hlaupa og fengi sér sætí í strætóskýli. Á sjöunda degi sá ég hann ekki og þó beið ég lengi við eldhúsgluggann. Mér datt loks í hug hvort vekjaraklukkan hans hefði bilaö og hringdi til hans, ef vera skyldi að hann hefði sofið yfir sig. Þaö var konan hans sem svaraði. Hann var kominn á spítala. Hann hafði fengið hælsæri af nýju hlaupaskónum og komið ígerð í það. — Hann hringdi í mig í gærkveldi og heimtaöi að ég kæmi meö súkkulaði og karton af síga- rettum í heimsóknina í dag, sagöi konan og lofaði aö skila kveðju frá mér. TTTTTT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.