Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1984, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1984, Blaðsíða 13
»onr t ry'rr ^ i r»rr » ntt » * >*, DV. LAUGARDAGUR 7. JULI1984. Cf 13 Hef ekki gefíst upp á að endurheimta sæti mht — segir Phil Thompson, leikmaður Liverpool Þú meiddist ilia í fyrra og varst úr leikí langan tíma. Hvaðkomfyrir? — Ég tognaði illa og gekk mjög erfið- lega að hrista meiöslin af mér. Ég varð að lokum aö fara í sérstaka meðferö og tókst þá loks aö ná fullum bata en þá var þrír og hálfur mánuður liðinn frá þvíégmeiddist. Varstu uggandi um aö þú myndir ekki ná þér aftur? — Nei, en ég var ekki alveg laus viö ótta um að ég yrði frá í langan tíma. Þetta voru fyrstu meiðslin sem ég hlaut á ferli mínum hjá Arsenal svo mér stóð ekki alveg á sama eftir því sem líða tók á tímann. En hvemig var með pláss þitt í lið- inu. Bjóstu við því að þurfa að byrja á varamannabekknum? — Ég var ansi hræddur um það. Don Howe tók við liöinu á meðan ég var meiddur og þó aö hann hefði verið þjálfari liðsins áður þá vissi ég ekkert um hvort honum líkaði við mig sem knattspyrnumann. En sem betur fer tók hann mig inn í liðið um leið og ég var búinn að ná mér. Nú hefur áhorfendum á Énglandi fækkað mikiö á undanförnum árum. Hver er ástæðan fyrir þvi, heldurðu? — Þaö er eitt stórt vandamál í knatt- spyrnunni í dag sem kallast óeirðar- seggir. Lætin eru orðin svo mikil á leik- völlunum aö fjölskyldufólk þorir ekki lengur að koma þangaö. Fyrsti leikur Arsenal í ágúst verður gegn Chelsea og fólk er þegar farið að tala um hversu brjálað verði þar og hvað sé hægt aö gera til að koma í veg fyrir óeirðir því eins og allir vita eru aðdáendur Chelsea ekki af rólegustu sortinni. Við hjá PFA (sem eru samtök atvinnu- knattspymumanna, en Brian er ný- kjörinn formaður þeirra) höfum mikið rætt um hvemig sé best að halda þess- um mönnumniöri. Ég spyr hann hvort besta lausnin sé ekki ávarp leikmanna í sjónvarpinu eöa fyrir leiki. Skemmdarvargamir hljóta að bera einhverja virðingu fyrir leikmönnunum. — Jú, þetta hefur verið rætt, en mál- ið er það að þetta fólk sem svona lætur gerir þetta í múgæsingu og sér svo eft- ir því á eftir en heldur svo áfram að gera þetta. En er þetta eina ástæðan fyrir fækk- andi áhorfendum? — Nei, en þetta er meginástæðan. önnur er sú að liðin em hræddari viö að sækja nú en áöur. Hugsunarháttur- inn er eitthvað á þá leið að ef ég tek enga áhættu, þá tapa ég ekki. Þetta er nokkuö sem verður að breytast og ég held að Arsenal verði eitt af liöunum tU að gera þaö á næsta keppnistímabili, sagði Brian Talbot í lok spjaUsins. SigA. Eg byrjaði á sömu spumingu hjá Thompson og ég hafði spurt Talbot, hvemig hann byrjaði. Rétt eins og Talbot var er Thompson svokallaður „local lad”, sá sem leikur meö liðinu úr heimaborg sinni. En munurinn á Liverpool og Ipswich er mikiU og var enn meiri í þá daga sem þessir menn vom að byrja að vekja athygli á sér. FerUl Thompson fékk svipað start og Talbot. En eftir að hann skrifaði undir atvinnusamning í janúar 1971, þá 16 ára, f óru hlutimir að gerast hraðar. — Ég spUaði minn fyrsta leUc áriö 1972. Þaö var gegn Norwich á útivelU og ég haföi ekki hugmynd um að ég ætti að spila fyrr en stuttu fyrir leikinn. Emlyn Hughes meiddist og ég lék þama minn fyrsta leik sem tengUiður. Stóra tækifærið kom svo seinna er Tommy Smith meiddist og ég lék við hliðina á Larry Loyd sem miðvörður nokkra leiki. Eins og kunnugt er em tvö stórUð í Liverpool, annars vegar Liverpool og hins vegar Everton. Aðeins einn skemmtigarður skilur að veUi Uðanna og eins og vera ber ríkir mikUl rígur á mUU aödáenda Uöanna. Hvort var Thompson Liverpool- eða Everton- maður á sínum æskuárum? — Eg og öll mín fjölskylda erum Liverpoolarar. Ég var á öUum leikjum Uðsins, stóð í kopstúkunni frægu og hvatti mina menn. Ég hélt áfram að koma þangað þar tU ég var orðinn 17 ára en þá var fólk farið að þekkja mig sem leikmann í varaUðinu og ég varð að finna mér annan stað á pöUunum til að vera á. Það em fáir leikmenn í gegnum tíöina sem em fæddir í borg- inni og hafa náö föstu sæti i Uöinu, þeir síöustu eru Tommy Smith, Ian CaUag- han og Chris Lawler. Eg held að það sé gott fyrir Uðið aö hafa menn úr borg- inni, það gefur fólkinu ástæöu til aö vera stolt og nú hefur það Sammy Lee. Thompson var orðinn fastamaður í liðinu strax 19 ára að aldri sem telst frábær árangur í Uöinu hjá jafnsterku félagi og Liverpool. Bjóst hann við þessumskjóta árangri? — Nei, ég hélt að ég yrði aö bíða í aö minnsta kosti eitt tU tvö ár tU að fá minn séns. En ég held að þessi skjóti frami minn hjá liöinu segi svolitið til um hvemig maður BUl Shankley var. Hann gaf öUum séns og svo urðu þeir að sanna að þeir væru hans virði. Voru Shankley, Bob Paisley og Joe Fagan svipaðir? — Shankley var mjög sveiflukennd- ur, mjög hreyfanlegur í skapi á meðan Paisley er rólegheitamaður sem held- ur sínu striki. Eg held aö Fagan hafi sitt Utið af hvoru í sér. Fagan hefur síðan hann tók við Uöinu einbeitt sér að þvi aö kaupa fræga leik- menn til Uðsins á meðan Paisley og Shankley keyptu óþekkta leikmenn og gerðu stjömur úr þeim. Hver er ástæð- anm fyrir þessari breytingu á stefnu félagsins í leUcmannakaupum? — Þegar Shankley var að byggja Uð- ið upp og Paisley tók við því var ein- faldlega ekki tU eins mikiö af pening- um hjá félaginu. Núna hefur félagiö hins vegar efni á aö kaupa þekkta leik- menn tU liðsins og þegar félögin frétta að Liverpool hefur áhuga á leikmönn- um þeirra þá em sett minnst 100.000 pund ofan á verðið. Fyrsti leikurinn með enska Uðinu? — Það var árið 1976 gegn Noröur-Ir- um. Það var mikU stund fyrir mig'. Eg hef spUaö alls 43 landsleiki og verið fyrirUði í sex þeirra. Ég var mjög stolt- ur er ég labbaði út fyrir liðinu sem f yr- irUði í fyrsta skiptið. Það var á útiveUi gegn Búlgaríu. Kevin Keegan var fyr- irliði liðsins þá en leiknum var frestað um einn dag og þá þurfti Kevin að fara heim til Hamborgar að spUa með sínu Uði. Grennwood kom til min og sagði að ég skyldi leiða Uðið út á vöUinn. Það var stór stund, mjög stór stund. Þegar þú varst fyrst vaUnn í lands- liðið var Don Revie við stjórnvöUnn en árið 1977 hætti hann meö liðið og skUdi það meira og minna eftir í molum. Hvernig var andinn í liöinu þegar Revie hætti? — Það var mikíð af leikmönnum sem voru á hans bandi og voru vonsviknir þegar hann hætti. Og svo þegar hann kom með alls kyns yfirlýsingar um aö hann gæfi lítið fyrir enska landsliðiö urðu þeir mjög hissa og sárir. Það er enginn efi á því að knatt- spyrnuferiU PhU Thompson er á vendi- punkti. Hann komst aldrei inn í Liver- pool-liðið í fyrra. Mörg félög sýndu honum áhuga, þ.á m. Luton og Southampton, en hann vildi fá sömu laun og hann fær hjá Liverpool, nokkuð sem venjuleg félög hafa ekki efni á. Ég spyr hann hvort hann sé á förum frá félaginu. — Það er svo margt sem spilar inn í þetta og meðal annars er ég að hugsa um fjölskyldu mína, sjá henni far- borða. Svo er ekkert hlaupið að því aö fara frá félagi eins og Liverpool, þetta er það eina sem ég þekki, ég er fæddur þar. Það má segja að hjarta mitt sé tU- einkaö þessu liði og öUu sem er í kring- um það. Þaö yrði mér mjög erfitt að fara frá þeim. önnur hlið á þessu máh er sú að ég á eitt ár eftir af samningn- um við félagið og það er enginn sem ýt- ir á eftir mér að fara. Eg hafði gaman af því að leika með varaliðinu í fyrra og leiðbeina hinum yngri mönnum eins og Gary GiUespie og Steve Nicol. Ég var líka færður fram í tengihð, sem ég hafði mjög gaman af og ég bætti við enn einum verðlaununum því við unn- um deUdina okkar. En ef ég fer frá Liv- erpool þá veröur það af þeirri ástæðu að ég get ekki horft upp á annaö kvöld eins og í Róm í sumar. Það er mjög erfitt að sitja og horfa á liðiö veröa Evrópumeistari án þess að taka þátt í því. Ef ég fer þá verður það vegna þess að ég treysti mér ekki til að horfa upp á þetta aftur. Því það er alveg víst að Liverpool verður á toppnum um ókom- in ár. Um leið og þú misstir sæti í Liver- pool, dastu líka út úr enska landsliðinu. — Eg var vaUnn í liðið eftir HM ’82, eftir að Bobby Robson tók við stjórn- inni en varð fyrir því óhappi að meið- ast og er ég var búinn að ná mér náði ég hvorki sæti mínu í Liverpool né heldur enska landsliðinu. Ég er hins vegar sannfærður um aö ef ég myndi skipta yfir í annaö fyrstu deUdar Uö eöa endurheimta sæti mitt í Liverpool þá myndi ég verða valinn aftur í enska landsliðið, því ég trúi því að ég sé betri en þeir miðverðir sem fóru með enska liðinu tU Suður-AmerUcu fy rir stuttu. Eg verð að einu spurningarmerki við þessi tiðindi. Hvaö er þá auðveldara en að fara ætla ég að fara að spyrja en þá heldur Thompson áfram. — En eins og ég sagöi áðan þá er aUt mitt hjá Liverpool, auk þess sem ég er ekki búinn að gefa upp á bátinn að ég endurheimti sæti mitt í Liverpool-Uð- inu. Eg hef spUað mUcið sem tengiUöur og nú er Graeme Souness farinn og Uk- ur eru fyrir því að það sé einhvers stað- ar pláss fyrir PhU Thompson i liöinu, sagði þessi geðugi knattspymumaður við mig áður en við slitum samtaUnu. SigA Seyðisfjarðarskóli Lausar kennarastöður í raungreinum, hand- og myndmennt. Ný og fullkominn aðstaða til hand- menntarkennslu. Upplýsingar gefa skólastjóri í h.s. 97-2293 og v.s. 97-2304, og formaður skólanefndar í síma 97-2291. fjarstýrt stereo litsjónvarp UMBOÐSMENN UM LAND ALLT: Akurvik h.f. Jón Fr. Einarsson Póllinn hf. Glerárgötu 20, 600 Akureyri 415 Bolungavik 400 Ísafjörður Bókav. Þórarins Stefánssonar Húsið Valberg 650 Húsavik , 340 Stykkishólmur 625 Ólafsfjörður Brimnes Rafsjá Þórður Hjálmsson 900 Vestmannaeyjar 550 Sauðárkrókur 300 Akranes Fell Hljómval Rafbúð Jónasar Þórs 700 Egilsstaðir 230 Keflavik 450 Patreksfjörður Gestur Fanndal Mosfell 580 Siglufjörður 850 Hella MEÐ ALVÖRU HLJÓMGÆÐUM Sérstökum VIDEO inngangi og sjálfvirkum stöðvaleitara @ 20" in liner myndlampa ® Synthezer tuner @32 stöðva minni @2 Way innbyggðum hátölurum @2x6.5 vatta stereomagnara @ balansstilli ® aðskilinn bassa- og diskant tónveljari @ tengi fyrir hljómtæki og heyrnartæki VERÐ KR. 29.929 stgr. Gunnar Ásgeirsson hf. Suóurlandsbraut 16 Sími 9135200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.