Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1984, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1984, Blaðsíða 7
DV. MIÐVIKUDAGUR1. ÁGUST1984. 23 íþróttir íþróttir Iþróttir íþróttir Framarar mæta Skagamönnum í bikarúrslitum: Þessi sigur var kær- kominn glaöningur... — fyrir stuðningsmenn okkar, sagði Sverrir Einarsson, fyrirliði Fram, sem vann KR, 3:1 „Þetta er búiö að vera keppnistíma- bil mikilla vonbrigða og þessi sigur er því kærkominn til að gleðja það fólk sem hefur komið til að horfa á okkur á vellinum,” sagði Sverrir Einarsson, fyrirliði Framara, eftir ieikinn við KR í gærkvöldi í undanúrslitum bikar- keppninnar. Framarar sigruðu 3—1 í spennandi leik og tryggðu sér þar með sæti í úrslitunum 26. ágúst. Mótherj- arnir eru Skagamenn. Sverrir heldur áfram: „Við munum nota fríið til að byggja okkur upp fyrir fallbaráttuna. Við lítum á bikarúrslitin sem eins konar bónus á þetta, þó munum við ekki gefa neitt eftir í þeim leik. Og það er eitt sem við komum til með að græða á, þaö er að allir munu reikna með Skagamönnum sem sigurvegur- um.” Leikurinn í gær var feikilega harður, fimm gulum spjöldum var veifað, þrem á KR og tveim á Framara. Bar- áttan sat í fyrirrúmi og ekki mikið um fallegt samspil. En leikurinn var engu að síður fjörugur og sveiflukenndur. Síðasta kortérið bauð upp á allt sem bikarleikur getur boöið upp á. Leikurinn fór fremur hægt af stað og var hægur fyrsta hálftímann. Jafnræði ríkti með liðunum, það hallaði kannski ögn meira á Framarana, en ekki svo neinu næmi. Á 36. mínútu náöu þeir samt forystu eftir vafasaman aukaspyrnudóm Sævars Sigurössonar dómara. Hafþór tók spyrnuna, gaf fyrir í þvöguna þar r Framararí 1 {Evrópukeppnij i bikarhafa ■ ■ 1 IÞað er óhætt að bóka það að I Framarar taka þátt í Evrópu- I keppni bikarhafa næsta keppnis- | i timabil. Þeir mæta Skagamönnum . I i úrslitaleik bikarkeppnmnar 26. | Iágúst, en það er nokkuð ljóst að | Skagamenn verða íslaudsmeist-1 Iarar og leika því í Evrópukeppni I mcistaraliða, þannig að Framarar ■ I fara í Evrópukeppni bikarhafa, | * þótt þeir tapi úrslitaleiknum gegn _ I Skagamönpum. -SOS.| tv mm bh ■ ■■ mm mm mm mm Guðmundur Steinsson — sést hér koma Fram á bragðið. Sendir knöttinn fram hjá Haraldi Haraldssyni og Stefáni Jóhannssyni, markverði KR. sem Guðmundur T. náöi boltanum og sendi hann á nafna sinn Steinsson sem skoraði, 1—0. Stuttu seinna tók Gunnar auka- spyrnu fyrir utan Framteiginn, skaut framhjá múrnum en Guðmundur Baldursson varði vel. Það sem eftir liföi hálfleiksins voru Framarar sterk- ari. Hafi KR-ingar haft uppi einhverjar hugmyndir um að taka leikinn í sínar hendur í upphafi seinni hálfleiks þá voru þær kæfðar í fæðingu. Fallegur bolti kom inn fyrir vörn KR-inga, Guðmundur Torfa stakk alla af og þrumaði boltanum inn, óverjandi fyrir Stefán í markinu, 2—0. Nú fór í hönd mikill baráttukafli þar sem Framarar höfðu yfirhöndina og allt stefndi í örugg- an sigur þeirra, vilji KR-inga til að jafna virtist ekki fyrir hendi, án þess aö þeir hefðu tapað leiknum úr hönd- um sér. Á 22. mínútu sóttu KR-ingar, skyndilega var boltinn gefinn aftur á Sævar sem sendi hann inn fyrir Fram- vörnina og þar stóð Sæbjörn fyrir, en honum brást bogalistin. KR-ingar komu meira inn í leikinn og á 29. mínútu geröu þeir mark, svolítið skrítið mark. Hálfdán fékk boltann fyrir utan teig og þrumaöi inn í þvögu manna á teigslínu og þaðan fór boltinn í markið. 2—1. Nú var allt á útopnu. KR-ingar tóku leikinn í sínar hendur og pressuðu mjög stíft, án þess að Guömundur í markinu þyrfti að reyna mikiö á sig. Mark frá þeim lá í loftinu þegar á 44. Eyjamenn lágu á Siglufirði — þar sem þeir töpuðu 1:2 í 2. deild mín. Framarar náðu skyndisókn. Guðmundur Torfason sendi boltann frá vinstri kantinum inn í teiginn á Viðar Þorkelsson sem var í opnu færi. Hann missti boltann frá sér, Stefán kom út, náði boltanum og Viðari líka. Víti var sanngjarn dómur en Stefán var hinn mesti klaufi að renna sér á Viðar. Það var Kristinn Jónsson sem tók vítiö, Stefán veöjaði á vitlaust horn. Kristinn skoraði af öryggi og bikardraumur KR-inga var úti. Þrátt fyrir hinn nauma tíma sem eftir var gáfust KR-ingar ekki upp og sóttu þar til flautan gall. I heildina var leikurinn góöur, þó ekki hafi hann verið áferðarfallegur, það er fyrst og fremst spennan sem ríkir í svona bikarleikjum. KR-ingar DV-mynd: Brynjar Gauti. hefðu átt að jafna leikinn í lokin, þeir sýndu fádæma baráttu en uppskáru ekki samkvæmt því. Þrír fremstu menn Framara, Guðmundur Steinsson og Torfason, ásamt Emi Valdimarssyni, voru bestu menn Framara. Sverrir Einarsson var einnig góður á meðan hans naut við, en hann meiddist og þurfti að fara út af er spennan stóð sem hæst. Sverrir hélt sjálfur að þetta væri ekki alvarlegt, en hann fékk þungt högg á brjóstkassann. Hjá KR-ingum voru Gunnar Gísla- son og Sævar Leifsson bestir. Gunnar var bókstaflega alls staðar á vellinum. Sævar Leifsson er í gíf urlegri sókn sem leikmaður. Willum Þórsson átti einnig ágætan leik, en hann kom seint inn á. SigA. Pétur Ormslev. Pétur Ormslev til Bocholt? — Það er alveg óráðið hvað ég geri, en það gæti þó farið svo að ég gei gi til liðs við áhugamannafélagið FC iiocholt, sem er mjög fjársterkt félag og var í úrslitakeppninni um sæti í 2. deiid sl. keppnistimabil, sagði Pétur Ormslev, landsiiðsmaður tslands i knattspyrnu, sem hefur leikið með Fortuna Diisseldorf sl. tvö ár. Pétur sagöist ræða við þjálfara félagsins fyrir næstu helgi og þá kæmi í ljós hvort hann myndi slá til. — Það fer allt eftir því hvaö þeir bjóða mér, sagði Pétur. — Ef ég gerist leikmaður með Bocholt mun ég fara í þriggja mánaða keppnisbann, en allir þeir leikmenn sem gerast aftur áhugamenn hér fara í bann um tíma, sagði Pétur. Pétur sagðist ekki vera orðinn góður af meiðslum í læri, en hann vonaði að það færi að styttast í þaö að hann yrði góður. -SOS Frá Kristjáni Möller — fréttamanni DV á Siglufirði: Fjögur hundruð manns sáu Siglfirð- inga leggja Eyjamenn að velli, 2—1, hér í gærkvöldi í mjög góðum og skemmtilegum leik. Það var Björn Inglmarsson sem skoraði fyrst fyrir Siglfirðbiga, 1—0, á 7. mín. með glæsi- iegu skoti — knötturinn hafnaði uppi í samskeytunum' Eyjamenn náðu að jafna metin á 55. mín. þegar Kári Þorleifsson skoraði með lúmsku skoti. Það var svo Frið- finnur Hauksson sem skoraði sigur- mark Siglfiröinga á 61. mín. eftir aö markvörður Eyjamanna hafði varið óbeina aukaspyrnu Bjöms Ingimars- sonar — sló knöttinn í stöng — en þaðan fór knötturinn til Friðfinns. Eftir það voru Siglfirðingar nær að auka forskot sitt heidur en Eyjamenn aðjafna. Bjöm Ingimarsson átti snjallan leik meö Siglufjarðarliöinu og þá var Colin Packer eins og klettur í vöminni. -KM/-SOS. íþróttir Iþrótti. % s1- . ,nA^c°PkCVÞM",Ó,'d Metft|C tta _rteeöet' oVö,^V®9'v V.fe<lU Vt0tt''a*‘ 631.' st6WA' St i». so° \nð Vt\a'5pat Os AA uatss oð A0330 pós4 tseo dotn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.