Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1984, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1984, Side 8
24 DV. MIÐVIKUDAGUR1. ÁGUST1984. i Danir lögðu Spánverja á lokaspretti — komust yfir, 15:14, þegar 8 mín. voru til leiksloka og unnu 21:16 Danir lögðu Spánverja að velli með frábærum endaspretti í handknatt- ieikskeppni OL og unnu 21—16. Spán- verjar voru yfir, 6—8, í leikhléi og var það ekki fyrr en 8 mín. voru til leiks- loka að Danir náðu að komast yfir með marki Hendrik Hattesen, 15—14, og rétt á eftir skoraði hann aftur, 16—14. Þar með brotnuðu Spánverjar og Danir sölluðu á þá mörkum. Erik Veje Rasmussen var markahæsti leik- maður Danmerkur — með sex mörk. Eugenio Serrano skoraði sjö mörk fyrir Spánverja og Jaime Puig skoraði Sjö marka sigur Sviss — vann Japan, 20-13, íB-riðli handboltans Sviss sigraði Japan, 20—13, eftir 7—6 í háifleik í B-riðli handknattleiksins á ólympíuleikunum í gær í Fullerton. Japanir höfðu ekki úthald síðustu tíu mínútur leiksins og þá röðuðu Sviss- lendingar inn mörkunum. Norwin Platzer var markahæstur Svisslendinga með sex mörk — fjögur þeirra í síöari hálfleik. Max Schaer og Peter Jehle skoruðu fjögur mörk hvor. Kiyoshi Nishiyama var markahæstur Japana með 4 mörk, Shinji Yamamoto og Seimei Gamo skoruðu 3 mörk hvor. -hsím. fjögur mörk. Svíar unnu öruggan sigur yfir S- Kóreu, 36—23, eftir aö hafa haft yfir, 16—11 í leikhléi. Danny Augustsson og Björn Jilsen skoruðu fimm mörk hvor og voru markahæstir Svía. -SOS Rúmenía vann Alsír Rúmenar unnu sigur, 25—16, yfir Alsír í B-riðli handknattleiksins á OL í gær- kvöldi og V-Þjóðverjar lögðu Banda- ríkjamenn að velli, 21—19, í A-riðli. '1 ‘s w msmmm - íslensku landsliðsmennirnir Guðmundur Guðmundsson, Sveinn Sveinsson og Brynjar Kvaran, sem léku ekki með gegn Júgóslövum, létu ekki sitt eftir liggja á áhorfendapöllunum. Hér eru þeir með íslenska fánann — fagna einu marki Islendinga. DV-símamynd: Þórir Guðmundsson Fyrsta gull USA í fimleikum í — karlasveitin bandaríska varð ólympíumeistari Bandariska sveitin í fimleikum karla bar sigur úr býtum í gær og er það í fyrsta sinn i 80 ár sem Bandaríkin hljóta gull í fimleikum. Fyrir síðustu keppnina í gær hafði USA-sveitin aðeins forskot á heimsmeistara Kina, Japan og Vestur-Þýskaland og tókst að halda forskoti sínu. Tíu sinnum fengu keppendur hæstu einkunn, eða tíu, í sveitakeppninni, þrír Bandaríkjamenn, Mitch Gaylord, Bart Conner og Tim Daggett, þrír Kín- verjar og einn Japani. Þeir Tong Sei og Li Ning hlutu 10 í hringjum og Lou Yun í stökki. Japaninn, sem fékk 10, heitir Shinji Morysue. Bandaríska sveitin hlaut samanlagt 591,40 stig rétt á undan kínversku sveitinni, sem hlaut 590,80 stig. Japan hlaut bronsverðlaun. Hlaut 586,70 stig. Sveit V-Þýskalands varð í fjórða sæti meö 582,10 stig, Sviss í fimmta með 579,95 og Frakklands í sjötta sæti með 578,25 stig. -hsim. Italía í 8- liða úrslit ítalía sigraði Bandaríkin, 1—0 (0— 0), í D-riðU í knattspyrnukeppni óly mpíuleikanna í gær. í C-riðU sigraöi Egyptaland Costa Rica, 4—1 (2—0). Með sigrinum tryggöu Italir sér rétt í átta liða úrslit, fyrst Uöa. Pietro Fanna skoraöi eina mark leiksins á 53. mín. Ahorfendur voru rúmlega 63 þúsund í Los Angeles og studdu vel við bakið á liöi USA. Þjálfari ítalska liös- ins er Enzo Bearzot, sem gerði Itali að hehnsmeisturum á Spáni 1982. -hsím. Nefndin setti fyrsta metið Alþjóðlega ólympíunefndin var fyrst aUra til að setja ólympíumet í Los Angeles. Fjórir nýir meðUmir voru teknir í nefndina og er hún þar með skipuð 91 einstaklingi. Aldrei hefur nefudin verið stærri í sniðum. Af þessum 91 meðUm eru fjórar konur og af nýliðunum fjórum var ein kona, Nora prinsessa frá Liechtenstein. Gunnlaugur og Jón í 19. sæti — í siglingakeppninni á OL eftir fyrsta dag af sjö Los Angeles QPP Los Angeles Los Angeles Bjarni Guömundsson — er hér kominn fram hjá tvcimur hávöxnum Júgóslövum og vippar knettinum (sjá ör) yfir markvörð þeirra, 8—5 fyrir ísland. DV-símamynd: Þórir Guðmundsson Frá Þóri Guðmundssyni — frétta- manni DV í Los Angeles: íslensku siglingamennirnir, Gwm- laugur Jónasson og Jón Pétursson, eru í 19. sæti eftir fyrsta keppnisdaginn í siglingunum. 28 keppendur hófu keppnina. Þeir Gunnlaugur og Jón hlutu 25 refsistig en sá telst sigurvegari sem fæsthlýtur stigin. Þjóðverjar eru í fyrsta sæti eftir fyrsta keppnisdaginn af sjö, hlutu ekkert refsistig í gær. Frakkar eru í öðru sæti með 3 stig og Spánverjar í þriðja sæti með 5,70 stig. Þó.G/SK. geles Q9P geles QPP LosAngeles

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.