Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1984, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1984, Page 2
2 DV. FÖSTUDAGUR17. ÁGUST1984. Fundur Halldórs með Færeyingum í Kaupmannahöfn: Færeyingar ætla ekki að fara fram á frekari kvóta „Færeyingarnir munu veiöa þau 7000 tonn sem Efnahagsbandalagið hefur veitt þeim leyfi fyrir. Hins veg- ar munu þeir ekki fara fram á aö fá heimild til aö veiöa meira á þessu svæöi eins og til stóö,” sagöi Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra í samtali viö DV. I gær átti Halldór fund meö lög- manni Færeyinga, Pali Ellefssen, í Kaupmannahöfn í framhaldi af fundi hans við færeyska sjávarútvegsráð- herrann í Álasundi í Noregi á dögun- um. Þar fór Halldór fram á aö Fær- eyingar hættu veiðum sínum á Jan Mayen svæðinu. „Eg ítrekaöi mín fyrri ummæli viö lögmanninn,” sagöi Halldór. „Þaö kom í ljós aö þrjú færeysk skip eru aö veiðum á umdeilda svæðinu. Tvö þeirra eru komin meö verulegan afla. Það þriöja er nýkomið á miöin. Það er því ljóst aö samanlagt munu þessi skip veiða þau 7000 tonn sem — eins ogtilstóð Efnahagsbandalagiö úthlutaöi þeim. Hins vegar munu þeir ekki fara fram á frekari kvóta frá Efnahagsbanda- laginu.” — Var eitthvaö látið í þaö skína í þessum viöræöum aö veiöiheimildir Færeyinga hér við land gætu veriö í hættu? ,,Við vorum búnir aö semja viö Færeyinga um veiðiheimildir hér viö land á þessu ári. Það er ekki hægt að breyta því. Hins vegar þurfa Færey- ingar aö semja viö okkur um næstu áramót varöandi veiöar ’85. Þá veröa þessimálauðvitaörædd.” — Veröur annar fundur hjá ykkur? „Nei, við ætlum ekki aö hittast aftur í þessari lotu. Hins vegar ætlar lögmaðurinn aö halda fund með sín- um mönnum þegar hann kemur til Færeyja.” — Varstu ánægöur meö þennan fund? „Ut af fyrir sig er ég ekki ánægöur með aö veiðarnar áttu sér staö þarna. Hins vegar var, held ég, nauö- synlegt að viö töluðum saman, sem við gerðum í einn og hálfan tíma. Og ég er ánægöur meö þaö aö ekki verö- ur um frekari veiðar aö ræöa þama af þeirra hálfu,” sagöi Halldór Ás- grímsson. -KÞ Alþjóðleg fiskiðnaðarsýning íReykjavík: Vekur mikmn áhuga erlendis Mikill áhugi viröist ríkja á al- þjóölegri fiskiönaðarsýningu sem haldin veröur í Reykjavík dagana 22. til 26. september. Otflutnings- miðstöö iðnaðarins hefur vakið at- hygli á sýningunni erlendis og hvatt sem flesta kaupendur ís- lensks iðnvarnings til aö mæta. Undirtektir hafa verið góöar viðast hvar, en einna mestur viröist áhug- inn í Noregi. Nú þegar hafa um 80 Norðmenn ákveðiö aö taka þátt i hópferö á sýninguna. I Kanada hafa viðbrögðin veriö á þá lund að komið hefur til tals aö efna til sér- staks leiguflugs meö 80 til 100 gesti. Þá er von á allstórum hópi Færey- inga á sýninguna og sömu sögu er að segja frá Grænlandi. Þaöan hafa nú borist staöfestar pantanir 16gesta. EA Sunnlendingar vilja stein- ullarkostnað endurgreiddan Sunnlendingar hafa endanlega af- skrifað þann möguleika aö steinullar- verksmiöja rísi í Þorlákshöfn eins og áformaö var. Hafa þeir fariö þess á leit við stjórnvöld aö þau greiði kostnað þann sem fór í undirbúningsvinnu. Um þaö leyti sem Alþingi ákvaö aö ríkissjóöur tæki þátt í aö reisa stein- ullarverksmiöju á Sauðárkróki gaf þá- verandi iðnaðarráöherra, Hjörleifur Guttormsson, Sunnlendingum vilyrði fyrir því aö þeir fengju útlagðan kostn- aö endurgreiddan. Að sögn Þorsteins Garöarssonar, iönráögjafa Suðurlands, hefur núver- andi iönaöarráðherra, Sverrir Her- mannsson, tekiö mjög vel í ósk þeirra og lýst því yfir aö hann ætli aö beita sér fyrir því aö endurgreiöslan veröi í næstufjárlögum. Þorsteinn sagði aö beinn útlagöur kostnaöur Sunnlendinga vegna undir- búnings steinullarverksmiðju væri á biiinu 1,5 til 1,6 miUjónir króna. Þaö væri hins vegar aöeins brot af raun- verulegum kostnaöi því mikiU tími og fyrirhöfn heföi farið í verkefniö. -KMU. Sunnlendingar gengu svo langt aö taka fyrstu skóflustungu aö steinull- arverksmiðju i Þorlákshöfn eftir aö Alþingi hafði ákveðiö að styöja verk- smiðjuna fyrir norðan. NÝBYGGING A BERNHÖFTSTORFU Sveinn bakari opnarþarídag Fyrsta nýbyggingin á Bemhöfts- torfunni er nú að komast í gagniö. Hún er þó af sömu stærö og húsiö sem var þar fyrir en nákvæmar teikningar af því voru ekki til. Þaö eru Torfusamtökin sem reisa húsiö en síðan leigja þau húsnæðiö til annarra aöila. I nýja húsinu verður sölubúð frá Sveini bakara og veröur hún opnuð í dag, á efri hæðinni veröur fundar- og veislusalur sem Lækjarbrekka mun leigja út. Torfusamtökin hyggja á fleiri framkvæmdir á Torfunni, og með haustinu verður líklega fariö af stað með nýbyggingu þar sem komhlað- an var og er ætlunin að þar verði stór salur tii fjölbreyttra nota. Samtökin hafa fengið styrki frá ríki og bæ til starfsemi sinnar en auk þess nota þau leigutekjur til aö fjármagna framkvæmdir á Torfunni. SJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.