Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1984, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1984, Síða 10
DV. FÖSTUDAGUR17. ÁGUST1984. SÓSÍAUSMIMEÐ BLÁUM Hugsanlega hefði Karl Marx kunnað skil á hugmyndafræðilegri merkingu þess að sósíalistaríki Vestur-Evrópu hafa einn mikinn kost fram yfir þau sem lúta hægri stjórnum á þessu herr- ans ári. Þau eru öll sólríkari. Sérhvert V-Evrópuland sem liggur að Miðjarðarhafinu lýtur sósíalista- stjórn eöa samsteypustjóm undir forystu sósíalista. Á meðan eru nær öll V-Evrópuríki noröan „ólífuviöar-lín- unnar” undir ríkisstjórnum sem telj- ast fremur hægramegin við miðju. Með einni áberandi undantekningu þó semerSvíþjóð. En allir þessir sólskins-sósíalistar eru með töluverðum biáum lit þegar skyggnst er um á bak við rósrautt orð- færiö. Þegar Mitterrand kom til emb- ættis í Frakklandi 1981 og skipaði fjóra kommúnista í ríkisstjóm sína varð Washington aldeilis um og ó. Nú telja Bandaríkjamenn sig naumast eiga annan tryggari bandamann í Evrópu en Mitterrand. Svipað hefur farið fyrir hótunum sósíalistans Andreas Papandreou um að segja Grikkland úr N ATO og EBE. Fimm af þessum sex sósíalista- stjórnum hafa allar tekið krappa beygju til hægri. Ástæðan er þessi sama gamla og gilda. Nefnilega árekstur sósíalískrar hugmyndafræði við blákaldan raunveruleikann. I Frakklandi rak Mitterrand sig á að verðbólguráðstafanir hans ýttu frankanum æ lengra niður. I Grikk- landi sá Papandreou fljótt fram á að úrsögn NATO og EBE mundi veikja land hans bæði hernaðarlega og efna- hagslega. Þessar stefnubreytingar sósíalista hafa mætt misjöfnum viðbrögöum hjá kjósendum þeirra. Er þar eftirtektar- vert að spánskir og ítalskir sósíalistar, sem sýndu hægri tilhneigingar strax SPÆNSKUR SÓSÍALISMI Af þessum sex sósíalistastjórnum er Spánarstjóm sennilegast sú sem best hefur tekist til. Undir forystu hins 42 ára gamla Felipe Gonzalez er hún enn nær jafnvinsæl og þegar hún vann kosningamar 1982. Mætti þaö þó undarlegt teljast þar sem atvinnuleysi í V-Evrópu er hvað mest á Spáni. Stefna stjórnarinnar í efnahagsmál- um hefur verið hin strangasta allt frá upphafi. Strax var varpaö fyrir borð stjómarskútunnar kosningaloforði um nýsköpun atvinnu fyrir 800 þúsund- ir manna. Miguel Boyer hefur nánast fylgt veglýsingu peningahyggjunnar síðan hann tók f jármálin að sér. Þótt ekkert hafi verið gert til lausnar atvinnuleysinu hefur tekist að koma verðbólgunni niður úr 14% (á árs- grundvelli) langleiðina niður í 8%, eins og spáö er um lok þessa árs. — Sömu- leiðis hefur stjómin tekið upp svipaða afstöðu til ríkisfyrirtækja og ríkis- reksturs og Thatcher í Bretlandi. Fyrirhugað er á næstu þrem árum að fækka af launalista þess opinbera um 60.000 manns. Þetta hefur framkallað ramakvein á vinstri kantinum og stéttarfélög, sem þetta hefur helst bitnað á, hafa staðið fyrir verkföllum. Komið hefur til götu- uppþota. Yfir heildina séð virðist þessi stefna samt verka. Hagvöxtur hefur aukist og kannaðná2,5%á þessuári. Spurningin um hvort Spánn skuli áfram vera í.NATO kann þó að valda stjóminni erfiöleikum. Hefur verið heitið þjóðaratkvæðagreiðslu um mál- ið en margir ráðherrar, og þar á meðal Gonzalez sjálfur, kysu áframhaldandi aðild. FRANSKUR SÓSÍAUSMI Stúdentar dönsuöu á Bastillu-torginu þegar Mitterrand varð forseti 1981. Hann hafði heitið róttækustu stefnu sem nokkur Frakklandsstjórn hefur fylgtsíðanl945. Menn höfðu naumast undan að fylgjast með byltingarkenndum breyt- ingunum fyrstu tvö árin. Lögleidd voru lágmarkslaun, f jölskyldubætur og elli- lífeyrir hækkaður, vinnuvikan stytt niður í 39 stundir (án tekjutaps), samningar teknir upp um fimmtu orlofsvikuna og eftirlaunaaldur lækkaöur niður í 60 ár, bankar og stór- fyrirtæki þjóönýtt. I utanríkisstefnunni gætti strax handbragðs vinstriaflanna. Mitterr- and neitaöi að lýsa flugsýningu setta, nema allt það sem vopn gæti talist yrði falið sjónum manna. Hann hvatti til ráðstefnu í Paris til að ræða refsiað- gerðir gegn Suður-Afríku. Og hann lagði niður tilraunir með kjamorku- vopn í Kyrrahafi. En það liðu ekki nema 5 dagar þar til kjamorkuvopnatilraunir voru hafnar aftur. Frakkar hafa eflt viöskipta- og efnahagstengsl sín við S-Afríku. Og Mitterrand stýrir nú ríki sem er þriöji umfangsmesti vopnasali heims. Þó stingur mest í augun kúvending- in í efnahagsstefnunni. Sósíalistar byrjuðu með það háleita markmið að skapa þúsundum atvinnulausra at- vinnutækifæri. Það gaf bakslag. Verö- bólguhjólið tók að snúast enn hraðar, hrikalegur viðskiptahalli myndaðist og frankinn féll niður úr öllu valdi. Að vísu hætti að aukast við atvinnuleysið sem er nú 8,5% í Frakklandi. Mitterrand hefur neyðst til að skera niður útgjöld þess opinbera og kú- venda frá fyrri stefnu í iðnaði og fram- leiðslu. Hann hefur nú ákveðið hægræðingu í ríkisreknum fyrir- tækjum sem mun kosta þúsundir atvinnuna. Kjósendur eru ekkert yfir sig hrifnir. I Evrópu-þingskosningunum í júní fengu sósíalistar aðeins fimmtung at- kvæða. Mitterrand er nú einn óvinsæl- asti forseti sem setið hefur á stóli í Frakklandi. Síðustu aögerðir hans, eins og tilnefning nýs forsætisráð- herra, og fráhvarf frá áætlunum um að gera einkaskóla að ríkisskólum kunna að hafa bætt orðstír hans eitthvað. En: kommúnistar sitja ekki lengur í stjóm hans og rósin rauða sem hann hampaði á sigurdegi kosninganna er orðin föl- bleik. ÍTALSKUR SÓSÍAUSMI Bettino Craxi, forsætisráðherra og leiðtogi ítalskra sósíalista, tók sina hægri beygju, áður en hann kom til valda. Því furðaði sig enginn á bláa litnum á stjóm hans. Flokkur hans er enn „litli bróðir” í stjórninni með aðeins 11% fylgi úr síðustu þingkosningum en með því að færa sér oddaaðstöðuna í nyt og sigla miUi skers og báru hefur hann valda- tökin og forsætisráðuneytið. Utanríkisstefna hans hefur ein- kennst af stuðningi við NATO og hann studdi uppsetningu nýju eldflauganna á SikUey. 1 innanríkismálum hefur hann vakið gremju verkalýðshreyf- ingarinnar meö tilraunum tU þess að draga úr vísitölubótum á laun. Kommúnistar hafa kallaö hann „hægrisinnaðasta forsætisráðherra Italíu í 20 ár” en þeir eru emdregnustu andstæðingar stjórnar Craxi. Hann hefur gengiö harkalega fram við að f jarlægja vinstrimenn úr áhrifa- stöðum innan flokksins en meðal hinna sem eftir sitja gætir þó töluverörar gagnrýni á stjórnarstefnuna. HægritUhneigingar hafa gert meginmuninn á sósíalistum og kommúnistum á Itah'u en þó án þess að afla Craxi þeirrar kjósendahyUi sem hann vænti. Jók flokkurinn fylgi sitt um aðeins 0,5% í Evrópu-þingskosn- ingunum í júní. En í oddaaðstöðunni hefur Craxi með haglegum hætti aukið áhrif Utla flokksins í sambýhnu við kristilega demókrata. Auk forsætis- ráöuneytisins hafa sósíalistar náð ýmsum góöum bithngum og áhrifa- embættum í stjómsýslunni, iðnaöin- um, bönkum og fjölmiölunum. Craxi heldur þvi fram að aðhalds- stefna hans hafi verkað. Veröbólgan hefur dvínað úr 15%, greiðslujöfnuöur er á núlU og skuldasöfnunin við útlönd hefur verið stöðvuö. Atvinnuleysi fer þóvaxandi. Aður en hlé var gert á störfum þings- ins í sumar naddi Craxi sér í traustsyfir- lýsingu sem bendir tU þess aö hann eigi eftir að verða forsætisráðherra enn um sinn og er þá kominn á annað ár. Það má teljast afrek því aö Italir eru ekki óvanir forsætisráðherraskiptum á mánaðarfresti. PORTÚGALSKUR SÓSÍALISMI Líkt og ítölsku flokksbræöumh- voru portúgalskir sósíalistar strax orönir meir á hægri kantinum áður en þeir komu tU valda. Gagnbyltingarbrölt kommúnista í lýðveldistilrauninni upp úr blómabyltingunni vakti ekki vin- sældir kjósenda á vinstri róttækni. Síðan Mario Soares varð forsætis- ráðherra samsteypustjórnar sósíalista og sósíaldemókrata hefur hann fylgt fram spamaðaxráðstöfunum tU þess að fuUnægja skilmálum Alþjóða gjald- eyrissjóðsins. Efnahagshfið er að færast í betri horfur. Stjórnin hefur dregiö úr greiðsluhaUanum og það meira að segja hraöar en lofað var gjaldeyrissjóðnum. Verðbólguhjólið hefur hægtásér. AUt hefur þetta þó kostað sitt því að í könnun, sem greint var frá í tímaritinu Expresso, kemur fram að færri Portú- galir borða nú úti á matsölustööum, fleiri ferðast fótgangandi í vinnuna og neysla á eggjahvíturíkari mat, eins og kjöti, eggjum og fiski, hefur dregist saman. Ströng aðhaldsstefna er aldrei vin- sæl og síðustu skoöanakannanir gefa til kynna aö einungis 13% spurðra gefi forsætisráöherranum góða einkunn. Vinstri armur flokksins er tekinn að ókyrrast og sjö þinghðar flokksins greiddu á dögunum atkvæði gegn stjómarfrumvarpi um lög gegn hryðjuverkum þar sem leyfa skyldi símhleranir, opnun einkabréfa og fleira. GRÍSKUR SÓSÍAUSMI Svo oft og mörgum sinnum hefur Andreas Papandreou gert breytingar á stjómarstefnunni síöan hann varð for- sætisráðherra að stuðningsmenn jafnt sem andstæðingar vita varla sitt rjúkandiráð. Hann hefur alveg kúvent utanríkis- stefnunni. 1 kosningunum lofaði hann að segja Grikkland úr NATO og EBE. Hann gerði hvomgt. Né heldur hefur hann knúið Bandaríkin til þess að loka herstöövum sínum í landinu, eins og hann haföi þó sagt. — Papandreou geröi sér ljóst að hann gat ekki hætt á að veikja varnir Grikkja gagnvart Tyrkjum og sömuleiðis þarf hann vestrænt fjármagn til þess að halda efnahagslífinu gangandi. I staðinn hefur hann reynt aö bæta þetta upp með því að vera í orðum hinn andsnúnasti stefnu Washington- stjórnarinnar og NATO-bandamanna. Á heimavelli hefur hann orðið að taka aftur upp heföbundnari efnahags- stefnu í stað þess losarablæs sem hann hafði á hlutunum fyrsta áriö þegar laun hækkuðu í stórstökkum. I fyrra innleiddi hann launafrystingu, felldi gengi drökmunnar og lagði fram stjórnarfrumvarp um bann við verk- föllum, svo strangt aö jafnvel Thatcher hefði brugðið. Þrátt fyrir allar þessar kollsteypur er Papandreou ekki óvinsæll af kjós- endum. 1 Evrópuþingskosningunum fengu sósíalistar 41,5% atkvæða (miðað við 48% í síðustu þingkosning- um) og nutu enn meira fylgis en aöal- stjómarandstaðan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.