Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1984, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1984, Qupperneq 12
12 DV. FÖSTUDAGUR17. ÁGUST1984. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaðurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRlSTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerö: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Áskriftarverð.á mánuði 275 kr. Verð í lausasölu 25 kr. Helgarblað 28^<r. • Skrípaleikurinn um bjórinn Stundum mætti ætla að Islendingar væru skrítnir. Geð- klofar eða sérvitringar. Nema hvort tveggja sé. Skrípa- leikurinn í kringum áfengan bjór verður sennilega ein- hvern tímann í framtíðinni skólabókardæmi um hið tvöfalda siðgæði sem ríkir í áfengismenningu þjóðarinn- ar. Dæmi um það hvernig heil þjóð platar sjálfa sig. íslensk lög banna áfengt öl. Það má ekki brugga, selja eða drekka. Á sama tíma leyfa tollyfirvöld ferðamönnum að taka með sér ákveðinn skammt af bjór þegar þeir koma til landsins. Flugfólki og farmönnum er og heimilt að taka með sér bjórskammt í land í hverri ferð. Meira að segja sérstaklega tekið fram í kjarasamningum. íslendingum leyfist sem sagt ekki að drekka bjór nema þegar þeir koma frá útlöndum. Hinir sigldu eru rétthærri að þessu leyti í landi jafnræðis og lýðræðis. En ekki nóg með það. Nú er búið að leyfa af sjálfum dómsmálayfirvöldum sérstakar bjórkrár þar sem sterk- um drykkjum og pilsner er blandað saman svo úr verður eitthvert gutl og fólki síðan talin trú um að bjór sé þar á boðstólum. Bjórkrár þessar spretta upp eins og gorkúlur og eru með vinsælli samkvæmisstöðum. Bjórinn trekkir. Og ekki nóg með það. Bjórblendi er það nýjasta. Eitt- hvað er einnig til sem heitir bjórlíki. Hvort tveggja, bjór- blendi og bjórlíki, er selt á flöskum í matvörubúðum með álímdum leiðbeiningarmiðum, hvernig menn geta blandað saman flöskuinnihaldinu og áfengum drykkjum, svo úr verði öl til drykkjar heima í stofu! Og ekki nóg með það. I skjóli bjórbannsins veit öll þjóðin að hér þrífst brugg og smygl á bjór í slíku magni að engum er skotaskuld úr því að ná sér í bjór þegar hon- um býður svo við að horfa. Yfirvöld telja sjálfum sér trú um að landið sé bjórlaust þótt hér fljóti og flæði áfengur bjór og ígildi bjórs upp um alla veggi. Löggjafinn bannar bjór en leyfir bjórkrár. Áfengisvarnaráð og bindindishreyfingar hamast gegn sölu bjórs, meðan þjóðin og unga fólkið hellir sig fullt af sterkum drykkjum. Hið tvöfalda siðgæði, hræsnin, er fólgin í því að þykjast vera á móti bjór en leyfa á sama tíma og loka augunum fyrir innflutningi, smygli, bruggi, sölu, dreifingu og drykkju á bjór og bjórblendi. Og það nánast á hverju götuhorni. Hér er ekki verið að mæla áfengi bót. Hér er jafnvel sett fram sú skoðun að áfengisbölið muni lítt lagast með til- komu bjórsins, eins og neysla á honum tíðkast erlendis. Hér er hins vegar verið að benda á það ófremdarástand sem hlýst af tvískinnungnum og gerir ástandið hálfu verra. Haltu mér, slepptu mér. Það er blátt áfram hlægilegt að banna almennilegan og ekta bjór þegar stjórnvöld gera ekkert til að stöðva fram- leiðslu á bjórblendi og neyða fólk til að drekka blandað gutl á börum sem kallaðir eru bjórkrár. Ef þessu heldur áfram er þjóðin komin á blindafyllirí í einhverju bruggþambi sem ekkert á skylt við bjór- eða áfengismenningu. Þá er verið að ala fólk upp í barbar- isma og bjórbrennivínsdrykkju sem er bæði því sjálfu, stjórnvöldum og þjóðinni til skammar. Er ekki kominn tími til að horfast í augu við veruleik- ann? Áfengu öli verður ekki haldið frá Islendingum frekar en öllum öðrum þjóðum heims. Viljum við virkilega halda þessum skrípaleik áfram, að banna bjór en leyfa bjórkrár og bjórblendi? Verðum við ekki að haga okkur eins og fullorðið fólk? ebs. , En gleði dagsins fókk annað og meira en kóla- og pólóbragð.' ÞJOÐHÁTÍÐ Viö héldum auövitaö upp á 17. júní 1984, 40 ára afmæli íslenska lýöveld- isins. Dagurinn var hrein guðsgjöf — sól og logn. Trén rifnuöu af monti því aö meira en þúsund lauf þyngdu krónur þeirra og þaö í miöjum júní. Jónshús í Kaupmannahöfn skartaöi íslenska fánanum við hún. Þaö var ekki um annaö að ræða en fara í hreinar buxur og bóndaskyrtu og arka af stað. Viö héldum að allt væri í lagi og kókið og prinspólóið mundi sjá fyrir þeirri gleði, sem á að vera sjálfsögö á svona degi. Nema hvað? Fáninn og fólkið, þessi stóra Is- lendinganýlenda á erlendri grund. Og fallegur er þjóðflokkurinn. Nær því allir regnbogans litir í húö, hári og fataburði. Ferðafólk á Islandi hefur sagt mér, að íslensku konurnar séu mun faliegri en íslensku karl- mennirnir. Það finnst mér ekki. Sjáið þessi saklausu bláu og brúnu augu, mjóar mjaðmir og sterka lær- vöðva. Allt saman alið á heiðríkju og villibráð. Og bömin. Ekkert í heiminum er betra né yndislegra, fegurra né meira viröi en þau. Þau niðurskurö íslenskra námslána” / „100% framfærslukostnaður” / „Stöndum vörð um námslánin” / „Gegn ólögum — fyrir réttlæti” / „Eiga námsmenn að vera í hátíöar- skapi? ” Nú er svo langt síðan ég fékk námslán, að ég er nær því búin að gleyma hvernig í ósköpunum mér tókst að draga fram lífið af þeirri hýru, en einhvem veginn tókst það meö góðra hjálp. Það er svo auövelt fyrir okkur miðaldrakynslóðina, sem situr við völd, að segja: „Viö kom- umst ágætlega af þegar við vomm að læra og vorkennum ekki unga fólkinu að spjara sig.” 40% niðurskurður! Eitt er alveg víst, þótt minnið sé sveipað þoku áranna: 40% niður- skurður námslána í þá tíö hefði haft í för með sér, að einungis ríkra manna böm hefðu átt kost á framhalds- námi. Er það sú hugsun sem liggur á bak við boöskapinn um 40% niðurskurö? „Nei,” segja ábyrgir aðilar. „Alls ekki. Ástæðan er, að það er kreppa og niðurskurður og við erum öll á sama báti. Þá eru það ekki einungis Kjallarinn • . .þegar við höfum 40% minna úr að moða þarf ekki fleiri aðila til að stjórna þeim molum, sem eftir eru, eða hvað?” eru meira virði en allt annað, sem landinn á hvar sem þvælst er um. Og þau vora mörg, börn námsfólks, mitt bam og þitt og okkar allra. Hrein gersemi. Annað og meira bragð En gleði dagsins fékk annað og meira en kóla- og pólóbragð. Ung- mennin létu sér ekki nægja aö bera íslenska fánann út í garð danska listasafnsins. Þau bára einnig borða og á borðanum stóð eftirfarandi boð- skapur: „40 ára lýðveldi — 40% niðurskurður” / „Full námslán — engan niöurskurð” / „Burt með 40% námsmenn, sem verða að fóma allt að helmingi lífsgæða sinna. Þaö gerum við öll í sama mæli. Við látum ekki okkar dýrmætu ungmenni borga brúsa kreppunnar. Viö skeram auð- vitað niður hvað varöar stjórnun, leynilega þóknun og stækkum ekki skrifstofubáknið hvorki hjá hinu opinbera né einstaklingsframtakinu. Við skerum auðvitað niður um 40%, nema hvað?” „Þetta ermjög róttækt svar, því að þegar við höfum 40% minna úr að moða þarf ekki fleiri aðila til að stjórna þeim molum, sem eftir eru, eöa hvað? Á sama báti HfT 17 iiiní hplt. Áfram í nlliini hnim INGA BIRNA JÓNSDÖTTIR MENNTASKÓLAKENNARI, KAUPMANNAHÖFN gæðum, sem enn eru ekki skattlögð — í sólskini, grænu grasi, sólbaðs- dýrkun og góðu skapi með kaffi og kökum hjá Bergljótu og Arfek í Jóns- húsi. Þétt setinn salurinn minnir á gamla samkomuhúsið á Hellu, þegar rútan stoppaöi í hálftíma og lista- safnsgarðurinn i Höfn minnir á Arnarhól. Við eram öll á sama báti. Presturinn og sendiherrann halda ræður, en sk'ipuleggjandi hátíðahald- anna tekur það eindregiö fram og það meira að segja tvisvar í hátalar- ann, að mótmæli stúdenta hafi ekk- ert með 17. júní hátíðarhöldin aö gera. Kórinn syngur ættjarðarlag. A eftir fara börnin í leiki. Þau treysta ennþá á þá framtíð, sem verið er að búa þeim. Gleðin er hvers manns eign þar til hún er tekin frá manni. Eftir um þaö bil 10 ár þurfa flest þeirra að ákveða hvort þau fara í framhaldsnám eða ekki. Þegar is- lenska lýðveldið verður hálfrar aldar gamalt hljótum við að óska þess að geta boöið öllum ungmennum Islands upp á möguleika til menntunar. Þaö er sú hugsun, sem liggur að baki orð- anna: ,,Stöndum vörð um náms- lánin.” Inga Blrna Jónsdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.