Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1984, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1984, Síða 13
DV. FÖSTUDAGUR17. ÁGUST1984. 13 Nú er fjör í vaxtamálunum kjörunum. Þeir sem vilja fá víxillán fara í Utvegsbankann og borga 20,5% forvextiogþeirsemhyggjaá skulda- bréfalán án verötryggingar gera þaö sömuleiöis. Verötryggðu lánin eiga menn hins vegar langhelst aö taka í Búnaðarbankanum sem býöur þau á um þaö bil helmingi lægri vöxtum en aörir bankar. Alsnjallast Alsnjallast er aö fá verötryggt lán í Búnaðarbankanum meö 4% vöxtum og leggja þaö inn á verðtryggöan reikning í Landsbankanum sem ber 6,5% árs- vexti. Þaö yröi svolítil peninga- maskína. Samkvæmt þessu ætti spariféö aö leita í Landsbankann eöa Iðnaöar- bankann og Búnaöarbankann, eftir því hvaöa augum menn líta veröbólguhorf- ur, en matarpeningamir sæktu á ávísanareikninga í Alþýöubankanum. Överðtryggö lán og víxla mundu menn hins vegar sækjast eftir aö fá í Utvegsbankanum en verötryggð lán í Búnaöarbankanum. Gallinn er bara sá, ef þetta færi eftir, aö eftir nokkurn tíma væri spariféð komið að miklu leyti í suma banka en aðrir sætu eftir meö Iánin. Það gengi tæpast vel til lengdar. Er þá nokkuö aö marka þessar vaxtaákvarðanir bankanna? kunna menn aö spyrja. Þá kemur aö smáletrinu. Með auglýsingum bankanna er þess gjarnan getiö aö vextir séu breytilegir eftir ákvöröun viðkomandi bankaráös. Væntanlega þýöir þetta ekki aö Páll fái ein vaxta- kjör og Pétur önnur heldur er þetta áminning um aö auglýst kjör geti breytzt fyrirvaralaust. Hvaða rétt eiga menn gagnvart slíku? Er ekki bundið fé laust ef banki Iækkar vexti á slíkum reikningum? Er ekki um gagnkvæma skuldbindingu að ræða þar sem spari- fjáreigandi bindur fé sitt gegn því aö njóta ákveðinna kjara og bresti annaö þá er hitt laust? Það verður aö teljast eölilegt en þaö þýðir líka að strax viö næstu breytingu geta menn hafið hringferöina á ný meö sparifé sitt og leitað þeirra kjara sem þá bjóöast KJARTAN JÓHANNSSON FORMAÐUR ALÞÝÐUFLOKKSINS best. Þetta getur oröiö dálítið feröalag ef ákvaröanir breytast oft og títt hjá bönkunum. Innstæður ótryggðar Á hinn bóginn er á þaö aö líta í þess- um hringdansi öllum saman að gagn- stætt því sem flestir munu halda þá eru Innstæður í bönkum hérlendis meö öUu ótryggðar nema hvaö ríkisábyrgö er á viöskiptum rikisbankanna og hún er væntanlega fullgóð. Aö því er aðra banka varðar er engin trygging fyrir hendi og þar gætu menn samkvæmt því tapað aUri innstæöu sinni ef illa færi. Aö mínum dómi er þetta fuUkom- lega ótækt, einkanlega eftir aö núver- andi form vaxtaákvarðana hefur verið tekiö upp. Langflestar grannþjóðir okkar eru einmitt meö einhverja tryggingu á innstæðunum. Þetta er verkefni fyrir stjórnvöld, sem ég hef reyndar bent á áöur, en þaö er jafn- framt íhugunarefni fyrir almenning þegar menn fara nú aö velja sér geymslustað fyrir sparifé sitt. Kjartan Jóhannsson „Gallinn er bara sá, ef þetta færi eftír, að eftír nokkurn tima væri sparifóð komið að miklu leytí í suma banka en aðrir sætu eftír með lánin. Það gengur tæpast vel tíl lengdar." Ávísanareikningar eru með frá 5% og upp í 15% vexti. Innstæöur sem bundnar eru í 3 mánuöi og verötryggö- ar bera frá 0% og upp í 4% vexti en séu þær óverðtryggðar eru vextir 19—20%. Iönaðarbankinn býöur verðtryggðu lánin sín meö 9% vöxtum meðan Búnaðarbankanum finnst nóg aö fá 4% vexti. Forvextir af víxlum eru 20,5% í Utvegsbankanum en 23% í Verslunar- bankanum svo dæmi séu tekin. Hvernig eiga menn svo aö haga sér við þessar aðstæður? Mismunandi tilboð Þeir sem eiga peninga og geta bund- ið þá í þrjá mánuöi geta farið meö þá i Iðnaðarbankann eöa Búnaðarbankann og fengið 20% vexti. Þaö gera þeir sem trúa því aö verðbólgan veröi minni en 15,4% á ársgrundvelli á næstu þremur mánuöum. Þeir sem halda að verð- bólgan veröi meiri fara hins vegar í Landsbankann sem býöur best í verö- tryggðu þriggja mánaöa reikningun- umeöa4%. Þeir sem vilja binda peninga sina í sex mánuöi fara meö þá í Iðnaðar- bankann eöa Utvegsbankann ef þeir halda aö veröbólguhraöinn á þessu tímabili veröi innan viö 15,5% og fá 23% vexti, annars fara þeir í Lands- bankann og fá 6,5% umfram verð- tryggingu. Lengri binditíma en sex mánuöi er tæpast ástæöa aö íhuga við ríkjandi óvissuástand. Þeir sem eru trúaöir á lága verö- bólgu hljóta því að leita með fé sitt í Iðnaðarbankann og Búnaöarbankann eöa þá Utvegsbankann ef þeir treysta á aö veröbólgan rísi ekki umfram 15,5% á ársgrundvelli á næsta hálfa ári. Ef menn eru ekki trúaöir á slíkar eða lægri verðbólgutölur þá er einsýnt að Landsbankinn býöur best í verð- tryggðu reikningunum. Ávísanaviðskipti sín hljóta hins vegar allir aö færa í Alþýðubankann því að hann býöur langhæst eða 15% vexti af slíkum viöskiptum. Hinir sem lán þurfa aö fá hljóta fyrst og fremst aö leita eftir ódýrustu vaxta- • „Alsnjallast er að fá verðtryggt lán í Búnaðarbankanum með 4% vöxtum og leggja það ínn í verðtryggðan reikning í Lands- bankanum sember6,5% ársvexti.” Kjallarinn Virkari markaður - minni veröbólga Ásgeir Ásgeirsson sagöi eitt sinn á þingi aö það væri eins meö verðbólg- una og vindinn, enginn vissi hvaöan hún kæmi eöa hvert hún færi. Og vel má vera aö á þessum tíma hafi skort upplýsingar um eðli veröbólgunnar, en rétt eins og menn vita betur í dag um eðli vindanna, hvaðan þeir koma og hvert þeir fara, þá er hagfræöingum ljósara en áöur af hverju verðbólgan stafar. Enginn neitar því aö náöst hefur mikill árangur gegn verðbólgu undan- fariö. Menn deila hins vegar um af hverju þessi árangur náðist. Ljóst er þó aö afnám vísitölubindingar á laun haföi veruleg áhrif en þá ekki síöur niðurskuröur vaxta en eins og Hannes Hólmsteinn Gissurarson bendir á í ágætum ritdómi fyrir viku þá á verð- bólgan ekki síður upptök sín í peninga- markaönum. Nú er búið að gera ráðstafanir í efna- hagsmálum. Meöal annars eru vextir hækkaöir en jafnframt eru vextir gefn- ir frjálsir. I raun urðu bankastjórarnir eins og kálfar á vori, — þeir höföu aldrei átt viö þennan nýja heim, — viðbrögðin uröu þau að þeir hreinlega lokuöu bönkunum, — fóru aftur inn í fjósiö. En nú eru þeir komnir út á nýjan leik og vaxtatölur þeirra eru margar og misháar. Þaö er út af fyrir sig alveg rétt aö hér er verið að gera einhverja mestu breytingu í efnahagskerfi Islendinga undanfarin ár. Það er veriö að opna peningamarkaðinn og láta lögmál hans vera virkari í staö þess að koma í veg fyrir aö markaðurinn starfi. Areið- anlega veröa einhver mistök fyrst í staö, eins og þegar vorglaöur kálfur hafnar úti í skurði, en engum bóndan- um dettur í hug að teyma kálfinn aftur inn á bás, — bóndinn veit sem er aö eftir tvo þrjá tíma eru lætin úr sögunni. Auka samkeppnina? En dugar þaö eitt aö gefa vextina frjálsa? Er ekki jafnframt nauösyn- legt að auka samkeppnina, — og væri ekki skynsamlegt aö stofna nýjan banka með erlendri þátttöku, rétt eins og þegar Islandsbanki var stofnaður á sinni tíð? Allir eru sammála um aö Is- landsbanki hafi orðiö einhver mesta lyftistöng fyrir íslenskt atvinnulíf í upphafi þessarar aldar og þaö megi þakka Islandsbanka aö framfarir uröu svo stórstígar aö Islendingar brutust úr fátækt til bjargálna á stuttum tíma. Við þurfum á erlendu fjármagni aö halda, — við tökum erlend lán daglega, — og því skyldum viö ekki óska eftir beinni þátttöku erlendra aöila í ís- lensku f jármálalífi. En þaö er margt annað sem þarf að gera. Framundan eru launasamning- ar. Fólk telur eölilega að nóg sé aö gert í bili meö kjaraskeröingar, — nú sé kominn tími til að rétta úr sér og slaka lítillega á. Veldur þar ekki síst um að ríkissjóður hefur veriö tregur til þess aö minnka útgjöld sín. Hækkaö hefur verið bensínverð og þótt sú hækkun sé lítil er hún táknræn, þaö aö ríkissjóður verður ævinlega síðastur til þess að spara en fýrstur til þess aö eyða. Þetta er eðli hans. Launaskattur Stjórnarherrar segja aö ekki sé rúm til kauphækkana. Atvinnurekendur segja að þeir geti ekki greitt hærra kaup. Og það er út af fyrir sig rétt að atvinnurekendur geta ekki aukið launakostnaö sinn. En getur ríkissjóö- ur ekki komið til móts viö fólkiö. Launaskattur er þungur skattur á at- vinnureksturinn, hann leggst beint á laun og þess vegna til þess fallinn aö fæla atvinnurekendur frá því aö hafa of margt fólk í vinnu. Er ekki hugsan- legt aö lækka launaskattinn? Taka má fleiri dæmi. Ymsir tollar á Kjallarinn HARALDUR BLÖNDAL LÖGFRÆÐINGUR nauösynjavörum, eins og t.d. bílum, eru firnaháir. Fólk sem er að brjótast úr fátækt sinni óskar vitanlega eftir því aö eignast bíl. Hinir svimandi háu tollar á bilum valda því að menn treysta sér ekki að ná þessu markmiði og afleiöingin verður þá krafa um hærra kaup, — raunar er það svo aö það eru engin rök sem réttlæta misháa tolla eða aðflutningsgjöld. Ef fólk á aö fá aö ráöa hvaö keypt er inn og ef markaöurinn á aö fá aö ráöa innflutningi, á aö vera meö sömu tolla á hverri einustu vöru, rétt eins og sölu- skattur á að vera lagður á alla vöru. Menn mótmæla þessari kenningu meö tilvísun til hinnar margfrægu nauösynjavöru. Eg spyr á móti: Hvaö er nauösynjavara? Svavar Gestsson veröur að lesa Þjóðviljann og Ölafur Ragnar Sovet Bulletin, ég þarf á hvor- ugu blaðinu aö halda. Hins vegar vil ég lesa önnur blöð sem hvorki Svavar né Olafur hafa áhuga á aö lesa. 011 þessi blöö eru nauðsynjavörur út af fyrir sig. Menn nefna venjulega mjólk, kjöt, þó ekki svína- eða lambakjöt, og kart- öflur sem nauðsynjavörur. En hvaö um manninn sem ekki borðar kjöt. Af hverju fær hann ekki að njóta niður- greiðslnanna? Hafa menn t.d. velt því fyrir sér aö félagar í Náttúrulækninga- félagi Islands hafa frá stríðslokum verið afskiptir um allar aðgerðir stjómvalda til hjálpar hinum lægst launuöu, einfaldlega vegna þess, að þeir borða aldrei lambakjöt og græða því ekki á niöurgreiðslunum? Að áfengi ógleymdu Og svo má ekki gleyma áfenginu. Nýlega hefur nefnd skilað tillögum um hvemig draga eigi úr áfengisneyslu. Ein helsta tillagan er sú, að hækka eigi áfengi í verði. Áfengi er þegar mun dýrara en t.d. hass og nálgast óöfluga kókaín í verði. Hátt verð á áfengi breytir engu um neysluna því eftir- spurnin er slík. Hins vegar hefur hátt verð á áfengi áhrif á verðbólgu og kaupkröfur. Menn óska ævinlega eftir því aö fá það hátt kaup aö ein flaska setji þá ekki höfuðiö. Og eru kjör fá- tæka fólksins nógu bág þótt ekki sé af- lagður „den fattige mands snaps.” Haraldur Blöndal • „Við þurfum á erlendum fjármagni að halda, — við tökum erlend lán daglega — og því skyldum við ekki óska eftir beinni þátt- töku erlendra aðila í íslensku f jármálalífi.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.