Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1984, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1984, Qupperneq 14
14 DV. FÖSTUDAGUR17. ÁGUST1984. Spurningin Hvað finnst þér athyglisverðast í sjón- varpsdagskránni? Hjördis Guðmundsdóttir garöyrkju- starfsmaöur: Þaö eina sem ég horfi á í sjónvarpi er Skonrokk. Af öðru hef ég ekkert gaman. Sólveig Ásgeirsdóttir, vinnur í garö- yrkju: Ég horfi frekar lítið á sjónvarp. Eg horföi t.d. aldrei á Dallas. Stella Aöalsteinsdóttir búðarmær: Ekki hef ég gaman af sjónvarpi en horfi þó alltaf á fréttir. Mér finnst allt- of mikið sýnt af fótbolta. Svoleiöis er ekki fyrir minn smekk. Anna Þorgilsdóttir húsmóðir: Ég horfi yfirleitt ekki á sjónvarp. Ef ég horfi reyni ég að sjá einhverja breska framhaldsþætti. Sigrún Sigurðardóttir búðarmær: Ég reyni alitaf aö sjá bresku fram- haldsþættina á þriðjudögum. Einnig horfi ég á bíómyndirnar á laugardög- um þegar eitthvað gott er sýnt. Ingunn Björnsdóttir, atvinnulaus: Ég er nýkomin frá Bandaríkjunum þannig að ég get ekki dæmt um sjón- varpið hér. Þó vil ég að svo komnu máli gjarnan fá Dallas aftur. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Fanny og Alexander: Klæmst og gargaö í „menningarstfl” Bíógestur skrifar: Manni geta nú orðið á mistök. Mistök ársins ’84 voru þau aö fara á myndina Fanny og Alexander. Verðlaunamynd? Kannski hjá sumum. Ef til vill flestum þeim er unna klámi, gráti, gargi og sænskum sálarkvölum í „menningarstíl”. I bíósal Regnbogans fyrsta sýningarkvöldið var líka mikið af „andans” borgurum Reykjavíkur. Þar voru stjórnmálaforkólfar, tón- skáld og rithöfundar, leikstjórar og leikarar. Flestir hafa sennilega „notið” samfaranna á tjaldinu. Bergman kann að gera slíkar senur fyrir menningarvitana með saman- bitnu varirnar. Manni varð hugsað til þess hvað það er í þessari mynd sem gerir hana að verðlaunamynd. Var þaö ofbeldiö eða gráturinn, klámið eöa kæti Ekdahl-fólksins í jólahringdansin- um? Manni varð líka hugsaö til þess á sýningunni hvort þarna væri saman komiö allt það fólk, þeir áhorfendur, sem hrósar hvað mest sjónvarps- efninu Berlin Alexanderplatz og sem fyrir engan mun vill leyfa íslenskum sjónvarpsnotendum að fá frjálsan aögang að erlendum sjón- varpshnöttum, sem senda út af- þreyingarefni. — En orðið af- þreying er eitt þeirra oröa sem heimsk, sjálfumglöð og sjáifskipuö „menningarmafía” hér á landi hefur fordæmt. Eða er Fanny og Alexander, kvik- myndin sem er lítiö annað en lýs- andi dæmi um framleiðslu á lágu plani, dæmigerð fyrir það efni sem Islendingar vilja í raun hafa aö uppi- stöðu sem fjölskylduskemmtun? „Kímni og harmur, sem spinnast saman á meistaralegan hátt,” segir í auglýsingu um myndina. „Já, þetta er mynd fyrir alla fjölskylduna,” sagði stúlkan í miðasölunni. — Það var og. — Hvers konar klámmyndir eru það sem kvikmyndaeftirlitiö bannar, eða var þessi mynd undan- þegin vegna þess að hún hafði hlotið verðlaun sem besta erlenda mynd ársins 1984? Kannski er ég sá eini sem finn þessari mynd allt til foráttu. — En manni verður á að hugsa: hvar er íslenskt þjóðfélag á vegi statt þar sem forráðamenn ungbarna hópast á Fanny og Alexander til aö sjá verðlaunamyndina og leyfið þeim að kynnast klámi og geðveiki áöur en þau fara að drekka sig útúrfuU og liggja fyrir hunda og manna fótum um sveitir landsins. Þetta er sann- köUuð „verðlaunamynd” sem hæfir landanum. mtmsxz&M**. Úr myndinni Fanny og Alexander. hvernig gamall karl leysir vind á nærklæðunum til að skemmta börnum, þar sem luralegir sænskir leikarar sýna samfarir á sænska vísu viö ánægjukurr hinna íslensku áhorfenda? Já, takiö börnin með í bíó á Sóð inn á kvonnasalerni Umferðarmiðstöðvarinnar. Kuldaleg aðkoma að Umferðarmiðstöðinni Gestur skrifar: Einn sunnudagseftirmiödag í júU var ég á ferð í bU og heyrði þá í út- varpinu hluta af viötalsþætti þar sem talað var um salernisaðstööu á feröa- mannastöðum úti á landi. Ég er sam- mála því sem þar kom fram aö hrein- læti á ferðamannastöðum er í betra lagi nú en áður. Þó eru nokkrir staðir sem þyrftu að taka sig á hvaö þetta snertir, t.d. að fjarlægja matarleifar eftir gestina og halda klósettunum hreinum. Veitingastaðir á helstu ferða- mannaleiöum geta e.t.v. annað meöal- aösókn en aUs ekki þegar fuUar rútur renna í hlaö. Þá fer aUt úr böndum. I ofangreindum viðtalsþætti var talað um ferðamannastaði úti á landí (eins og sagt er) en hvað kemur svo á daginn á fjölmennasta ferðamanna- stað í sjálfri höfuöborginni. Rétt eftir að útvarpsþættinum lauk renndi ég í hlað á Umferðarmiöstöðinni við Hring- braut í Reykjavík. Eftir langan akstur leitaði ég að klósettunum þar. Salurinn sjálfur er stór og afar kuldalegur og þennan sunnudagseftirmiðdag voru tómar gosflöskur og matarafgangar eftir gestina á borðum á víð og dreif. Engin merki leiðbeindu manni að kló- settunum sem ég fann svo úti í horni á salnum. A gangi fyrir framan klósettin var hópur af fólki að spUa á spUakassa svo að ég varð að ryðja mér braut í gegnum þvöguna. Ekki tók betra viö þegar inn var komið. Á gólfinu voru 3 mismunandi tegundir af gólfflísum og inni á klósettunum voru flísarnar dottnar af svo sá í beran steininn. Af 5 eða 6 klósettum var aðeins eitt nothæft. A einu haföi hurðin þrútnaö eða skekkst svo að ekki var hægt að loka aö sér. Á öðru var enginn klósettpappír, ekki heldur á því þriðja og fjórða. Loksins var það fimmta í lagi en tekið skal fram að handklæöin voru hrein og það er meira en hægt er að segja um suma ferðamannastaði. Þeirri hugmynd er hér með komið til forráðamanna Umferðarmiðstöðvar- innar í Reyk javík hvort ekki sé kominn timi tU aöfUkka svolítiö upp á staðinn. Barnareiöhjól í óskilum Annar eigandi veitingahússins Laugaáss og hafði samband við rit- st jórnina: Fyrir u.þ.b. hálfum mánuði var skUið eftir bak við hús hjá okkur bamareiðhjól, rautt aö lit. Þetta er kvenmannsreiðhjól af Senior gerð með grárri keðjuhlíf og meö svart aftur- dekk en hvítt framdekk. Er það von okkar að eigandi hjólsins kannist við þessa lýsingu og getur hann náð í hjólið sitt tU okkar á opnunartíma veitinga- hússins að Laugarásvegi 1. „Hesturínn okkar” er lélegt tímarít Andrés Guðnason skrifar: Fyrsta tölublaö þessa árs af tímarit- inu „Hesturinn okkar” kom út seint í apríl 1984. Eg skrifaöi þá stutta athugasemd viö efni þess blaðs sem mér fannst til- takanlega aumt. Eg bað um aö fá inni meö þessa stuttu grein í Eiðfaxa og var því vel tekið. Síðan hafa komið út þrjú blöð en ekki hefur fundist pláss fyrir athugasemd mína. Þess vegna bið ég nú DV að koma á framfæri vanþóknun minni á því efni, sem lesendum Hests- ins okkar er boðið upp á. Athugasemd- in við 1. tölublað 25. árg. er svohljóð- andi: I síðasta tölublaði „Hestsins okkar” er rækUeg kynning á öUum ritnefndar- mönnum blaðsins og er eytt í þessar upplýsingar 4 síðum. En ekki er sjáan- legt að aUir þessir menn leggi teljandi efni til blaösins. Aftur á móti er eytt 15 síðum af 36 í lýsingar á hrauni og ófær- um í BrennisteinsfjöUum. Það broslega við þetta er að allt það ritstjómarUð, sem kynnt er í blaöinu, hefur ekkert lagt af mörkum tU þessar- ar löngu greinar sem tekur yfir næst- um hálft blaðið. Og heföi sýnst mun eðlUegra að ritnefndarmenn hefðu ver- iö kynntir með einhverju framlagi til blaðsins öðru en lofræöum um þá sjálfa. Nú er að s jálfsögðu ekkert nema gott um það aö segja að fleiri skrifi í þetta rit en þeir sem tU þess eru ráðnir. En það verður þó að gera þær kröfur til ritstjórnar að hún sjái sóma sinn í því að það sem skrifað er í blaðið komi fleirum viö en örfáum sérvitringum sem kjósa heldur að þrælast á hestum um hraun og klungur en ríða sæmUega greiöfæra leið. Þeir sömu menn, sem hér eru að verki, hafa áður skrifað tvær langloku- Leiðalýsingar og feröasögur þurfa ekki að vera slæmar ef þær eru stuttar og hnitmiðaöar. En að eyða lunganum úr þremur tölublööum í lýsingar á leið- um um urð og grjót, sem næstum eng- inn kaupandi ritsins mun nokkru sinni f ara, það er of mikið af því góða. I stuttu máli sagt: „Hesturinn okkar” er lélegt tímarit sem stööugt hefur minna til málanna að leggja hvað hestamennsku varðar. greinar í „Hestinn okkkar,” er þeir nefndu Fjórar leiðir í Gjárétt. Og nú leyfi ég mér að spyrja: Hvers eiga 99% af kaupendum þessa rits að gjalda sem aldrei munu notfæra sér þær leiðarlýs- ingar sem hér eru tilfærðar í svo mörg- um oröum? Fyrr má nú líka vera lang- lokukjaftæðið um einangrað efni sem ekkert erindi á í rit sem þetta. „Hesturinn okkar” kemur út í fjór- um heftum á ári, innan viö tvö hundruð síöur. Það ætti ekki að vera ofverkið allra þeirra manna sem að ritinu standa að fylla þessar síður með efni sem hestamönnum kemur við, bæði með lýsingum á starfsemi hesta- mannafélaga og einstaklinga sem láta sig málefni hestamennskunnar eitt- hvaö varða. (P&HI Hringið kl. 13—15 eða SKRIFIÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.