Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1984, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1984, Page 16
16 DV. FÖSTUDAGUR17. ÁGUST1984. íþróttir Metaðsókn á Los Angeles leikunum: Knatt- spyrnan í fyrsta sæti — komst uppfyrir f rjálsar íþróttir í fyrsta sinn á ólympíuleikunum Langmest aðsókn var á knatt- spyrnuleikina á ólympíuleikunum í Los Angeles, hreint ótúlegur f jöldi sem fylgdist með þeim eða 1.421.627. Frjálsar íþróttir voru í næsta sæti með 1.129.465 áhorfendur. Samtals 5.797.923 sáu hinar einstöku íþróttagreinar á leikunum. Það er um 330 þúsund fleiri áhorfendur en fylgdust með Moskvu- leikunum 1980, um 2,6 milljónum fleiri en á Montreal-leikunum 1976. Fram- kvæmdanefnd Los Angeles skýrði á mánudag frá áhorfendaf jöldanum. Það voru ekki margir áhorfendur sem fylgdust meí i þeim íþrótta- greinum sem Islendingar stóðu sig hvað best í. Til dæmis voru áhorfendur 69.352 á handboltanum, 34.400 á judo- keppninni. Á leikunum voru nokkrar íþróttagreinar, sem ekki var keppt í um verðlaun eða stig, sýningargreinar eins og baseball og tennis. Aðsókn að einstökum greinum var þannig: Knattspyma 1.421.627 Frjálsar íþróttir 1.129.465 Körfuknattleikur 386.090 Baseball 385.290 Hjólreiðar 317.000 Blak 300.825 Hestaíþróttir 282.158 Hnefaleikar 230.868 Landhokky 142.495 Sund 131.123 Dýfingar 119.524 Fimleikar 110.133 Glíma 94.997 Sundknattleikur 73.475 Handbolti 69.352 Róður 68.385 Kajak 54.144 Listsund 42.831 Lyftingar 42.376 Skylmingar 39.141 Bogfimi 36.000 Judo 34.400 Tennis 24.826 Nút. fimmtarþraut 21.385 Engar tölur voru gefnar upp um áhorfendur á siglingakeppninni. Við setningarathöfnina voru 92.655 áhorf- endur, sami f jöldi við lokaathöfnina. hsím. Finnar lágu íHelsinki Mexíkanar komu heldur betur á óvart í gærkvöldi, er þeir unnu stór- sigur, 3:0, yfir Finnum í vináttulands- leik í knattspymu í Helsinki. Aðeins 5.796 áhorfendur sáu leikinn. Mexikó fékk óskabyrjun er Javier Aguirre skoraði eftir aðeins sex min. og siðan gerðu þeir Hemandez og Negrete út um leikinn á siðustu 20 min. leiksins. -SOS Ragnar til Malmö FF? Það getur farið svo að Ragnar Margeirsson, landsliðsmiðherji í knattspymu, gerist leikmaður meö sænska félaginu Malmö FF eftir þetta keppnistímabil. Ragnar fór til Sví- þjóðar fyrir stuttu og æfði meö Malmö FF. -SOS Iþróttir Iþróttir íþróttir Betri árangur íPragheldur en Los Angeles — „Járnstúlkurnar” úr austri keppa á frjálsíþróttamóti í Prag sem hófst í gærkvöldi Frjálsíþróttakonur frá austurblokk- inni, sem kepptu ekki á OL í Los Angel- es, mættu til leiks í Prag í Tékkó- Marita Koch — hlauparinn snjalli. slóvakíu í gærkvöldi þar sem þær náðu mun betri árangri heldur en náöist á OL. Marita Koch frá A-Þýskalandi var aðeins 0,17 sek. frá heimsmeti Jarmilu Kratochvilova er hún hljóp 400 m á 48,26 sek. sem er besti timi á árinu á vegalengdinni og mun betri en OL-met Valeriu Brisco-Hooks frá Bandaríkjun- um sem hljóp á 48,83 mín. í Los Angel- es. • Heimsmethafinn í 100 m hlaupi, Marlies Goehr, varð sigurvegari í 100 m hlaupi á 10,95 sek. sem er 0,02 sek. betri árangur en hjá bandarísku stúlk- unni Evelyn Ashford sem varð OL- meistari. • Sama sagan var í 100 m grinda- hlaupi þar sem Yordanka Donkova frá Búlgaríu varð sigurvegari. Hún hljóp á 12,55 sek. en Benita Fitzgerald-Brown frá Bandaríkjunum tryggði sér OL- gullá 12,84 sek. • I spjótkastskeppninni kastaöi Petra Felke frá A-Þýskalandi 73,30 m eða fjórum m lengra en Tessa Sanderson frá Bretlandi gerði á OL. • Tatyana Kazankina frá Rússlandi varð sigurvegari í 3.000 m hlaupi á 8:33,01 mín., sem er meira en tveimur sek. betri tími heldur en hjá Gabriella Puica frá Rúmeníu á OL. • I kúluvarpinu kastaöi Natalina Lisovskaya frá Rússlandi 21,96 m. V- þýska stúlkan Claudia Losch kastaði 20,48 m á OL og hlaut gull. Fjórar stúlkur köstuöu lengra en hún á OL, í Prag í gærkvöldi. Það var sjónvarpað beint frá mót- inu um Tékkóslóvakíu og víðar en mót- ið stendur yfir í þrjá daga í Prag. -SOS ||||| • Ásgeir Elíasson, Þrótti, eini leikmaðurinn með viti í lciknum i gær, sést hér á fulli Það lélegast lengi hefur — Víkingur — Þróttur 0:0 í gærkvöld Hún var ekki rismíkil knatt- spyraan sem leikmenn Vikings og Þróttar buðu áhorfendum upp á í gær- kvöldi er liðin léku í 1. deild íslands- Lánleysi Blikanna algert í Kef lavík Keflvíkingar unnu mjögéverðskuldaðan sigur, 2:1 Frá Magnúsi Gíslasyni, fréttamanni DV á Suðurnesjum: Ég er mjög ánægður með úrslitin en ekki leikinn, Mitt lið var mjög dauft í fyrri hálfleik en strákarnir tóku sig saman í andlitinu og léku betur í þeim síðari,” sagði Haukur Hafsteinsson, þjálfari Keflvíkinga, eftir leik ÍBK og Breiðabliks i 1. deild íslandsmótsins í knattspyrnu í Keflavík í gærkvöldi. Keflvíkingar, sem unnu mjög óverð- skuldaðan sigur, áttu í vök að verjast í fyrri hálfleik og voru Blikarnir þá mun frískari. Ragnar Margeirsson náði foryst- unni fyrir Keflavíkinga á 43. mínútu. Hann skoraði þá gott mark gegn gangi leiksins. Ragnar lék með knöttinn að marki Blika, lék á eina fjóra varnar- menn og sendi síðan knöttinn í netið framhjá markverði Breiðabliks. Áður í fyrri hálfleik höfðu Blikar misnotað gullin marktækifæri og ekki minna en eina vítaspymu. Þorsteinn Hilmarsson skaut þá bylmingsskoíi í stöng. Jóhann Grétarsson fékk einnig gott tækifæri þegar hann komst einn inn fyrir en lét Þorstein Bjarnason verja frá sér. Staðan í leikhléi var því 1-OlBKívil. Síðari hálfleikur var mun hraðar leikinn af beggja liða hálfu og einnig var hann jafnari. Leikmenn beggja liða áttu ágæt marktækifæri en ekkert var þó skorað fyrr en á 76. mínútu. Þaö var Jón G. Bergs, sem komið hafði inn á í leikhléi sem varamaður Jóns Odds- sonar, sem skoraði jöfnunarmark Breiöabliks með góöu skoti úr vítateig. Keflvíkingar vöknuðu upp við vondan draum og það tók þá aðeins tvær mínútur að næla í forystuna á ný. Ragnar Margeirsson braust þá í gegn- um vörn UBK, gaf góða sendingu á Magnús Garðarsson sem skoraöi af öryggi. Blikarnir fengu í það minnsta tvö góö marktækifæri á að jafna metin en það tókst ekki og óheppni Kópavogs- liðsins þessa dagana ríður ekki við ein- teyming. Ragnar Margeirsson, Helgi Bents- son og Sigurður Björgvinsson voru bestir hjá IBK-Iiðinu sem lék án þeirra Einars Ásbjörns Ölafssonar og Óskars Færseth. Hjá Breiðabliki voru þeir bestir í vörninni, Omar Olafur og Loftur. ÍBK. Þorsteinn, Guðjón, Rúnar, Gísli, Val- þór, Siguröur, Ingvar, Magnús (Kristján Jóhannsson), Helgi, Ragnar og Sigurjón. Breiöablik. Friðrik, Benedikt, Omar, Loftur, Olafur, Vignir, Þorsteinn H. (Trausti Omars- son), Jóhann, Jón E., Jón O. (Jón G. Bergs), Sigurjón. mótins i knattspyrau. Alveg ótrúlega lélegum fyrri hálf- leik lauk án þess að nokkuð markvert ættu sér stað inni á vellinum. Það var helst gott marktækifæri Páls Olafs- sonar er hann fékk knöttinn á mark- teig, en skot hans fór yfir. Síðari hálfleikur hófst og var enn slakari en sá fyrri og hélt maður að ekki væri hægt að bjóða upp á aðra eins skemmtun og fyrri hálfleikurinn var. Aðeins þrjú marktækifæri. Sigurður Hallvarösson skaut rétt yfir af löngu færi, Ámundi Sigmundsson, Víkingi, skaut yfir er hann komst einn innfyrir og ögmundur Kristinsson, mark- vörður Víkings, varði mjög vel skalla frá Þorvaldi af stuttu færi. Þar meö eru gullkornin upp talin. I stuttu máli var þessi leikur af- spymulélegur. Mikið um mistök hjá báöum liðum og sérstaklega voru sendingar leikmanna ónákvæmar. Allir leikmennimir 22 voru slakir nema þá helst Asgeir Elíasson, Þrótti. Hreint ótrúlega lélegur leikur og víst Leikinn dæmdi Baldur Schewing og var mjög góöur. Ahorfendur voru 620. Maður leiksin3. Ragnar Margeirsson, Keflavík. emm/SK. að allir vilja gleyma honum sem fyrst. Víkingur. ögmundur, Unnsteinn Ragnar, (Einar Einarsson), Magnús, Gylfi, Kristinn, Omar, Andri, örn- ólfur, Heimir, Ámundi. DV-lið 14. umferðar Þrir nýliðar eni í DV-liði 14. umferðar 1. deildar keppninnar. Við höfum enn ekki tilkynnt Uð 13. umferðar þar sem leik Akraness — Víkings er ekki lokið. Verður 29. ágúst. Bjarni Sigurðsson (4) Akranes Þorgrimur Þráinsson (4) Grfmur Sæmundsen (1) Valur Valur Guðni Bergs (5) Ásgeir Elfasson (3) Valur Þróttur Halldór Askelsson (1) Hálfdán örlygsson (1) Þór KR Valur Valsson (2) Ingvar Guðmundsson (1) Valur Valur Ragnar Margeirsson (4) Guðmundur Þorbjörnsson (3) Keflavfk Valur 1 þróttir 1 þróttir 1 þróttir íþróttir í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.