Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1984, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1984, Blaðsíða 6
6 DV. ÞRIÐJUDAGUR 28. AGUST1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Bréfasafn Quislings fundið á geymslulofti — 37 ára Norðmaður fann það þegar hann var lítill drengur og hefur varðveitt það síðan en vill nú selja agM; Vidkun og María á heimili sínu, „Gimli”, á stríösárunum, en í skjalasafninu er m.a. skrá yfir málverkaeign þeirra sem hvert listasafn heföi getaö veriö stolt af. Hvernig vildi þaö til aö stjórnmála- maöurinn, prestssonurinn, samstarfs- maður Friðþjófs Nánsens — Vidkun Quisling — geröist föðurlandssvikari? 1200 bréf og einkaskjöl Quislings ættu aö geta varpað ljósi á það, en þau hafa nú veriö dregin fram undan ryki gamals geymslulofts. Tveir troöfullir pappakassar meðal annars af bréfum Heydrichs Himmlers til Quislings. Norska „Dagbladet” greinir frá þessu um helgina en einn af blaöa- mönnum þess, Fredrik Dahl, sem undanfarna mánuöi hefur unniö aö nýrri bók um Quisling, fékk bréfasabiiö til afnota. — Eigandinn hefur ekki viljaö láta nafns síns getið en hann safnar ýmsum minjagripum og skjöl- um frá stríðsárumun. Þegar hann var drengur haföi hann ásamt félögum sínum verið aö gramsa í Bislett-götu í Osló þegar fólk var aö hreinsa til í húsum sínum eftir stríöiö og þar sem hann var lítill eftir aldri varö hann að láta sér nægja tvo pappa- kassa með pappírum á meöan hinir hrifsuðu til sin aflógabyssur og annað sem bitastæöara þótti. En þegar drengur kom heim með pappakassana lagöi faöir hans honum fyrir aö varö- veita bréfin því aö þau mundu verö- mæt. Nú vill maðurinn, sem geymt hefur skjölin öll árin uppi á háalofti, selja þauhæstbjóöanda. Enginn vafi þykir leika á því aö bréfin séu ófölsuö. Eru þau allt frá því 1918 þegar Quisling feröaöist til Finn- lands og Sovétríkjanna, frá árum hans sem varnarmálaráðherra og fram eftir öllum götum. Mikiö er af bréfum og einkaskjölum fööur hans og afa. I skjölunum er einnig aö finna skrá yfir málverkaeign Quislings, sem vakti mikið umtal á sínum tíma, en þaö þótti mikill listaverkasjársjóður. Eru upptalin þrjú málverk eftir Rembrandt, tvö eftir Rubens og eitt eftir Frans Hals og tvö hundruö önnur málverk eftir meistara 18. og 19. aldar. Blaöamaðurinn segir að bréfin leiði þaö helst í ljós, sem ekki var áöur vit- aö, aö Quisling stóð í nánara sambandi við Himmler og aðra nasistaforingja (eiris og nasista í Bretlandi) en hingaö til hefur veriö taiiö. Þar eru bréf frá Himmler sem eru frá 1933. Almennt var taliö aö Quisling heföi ekki tekiö upp náiö samstarf viö þýsku nasistana fyrr en eftir heimsókn sína 1939 til Þýskalands. Dahl segir að skjölin leiöi enn- fremur í ljós aö Quisling hafi staöið í svartamarkaðsbraski viö fyrirtæki í London og Berlín. Sýnishom af bréfunum sem Quisling bárust hvaöanæva úr heiminum (með frí- merkjum af ólíku tagi), frá Rússlandi, Bretlandi, Þýskalandi, Finnlandi og fleiri stöðum. í slíkum pappakössum stóð bréfasafn- ið á götunni og átti aö flytja á haugana þegar drengurinn hirti þá. Fredrik Dahl, blaöamaöur „Dag- bladets”, var aö vinna aö nýrri bók um Quisling þegar bréfaeigandinn bauö honum aö grúska í safninu. KÍNVERJAR FELLDU SNJÓMANN Kínverskir dátar skutu fyrir tólf árum til dauðs þaö sem þeir töldu vera snjómann. En þessi loðni skapnaður sem líkist apa reyndist viö athugun vera kerling snjómanns- ins. Þaö er Peking-blaðið „Beijing Wanbao” sem greinir frá þessu. — Engin skýring er gefin á því hvers vegna þaö er núna fyrst, eftir tólf ár, sém sagt er frá þessu. Þaö mun sem sé hafa veriö í desember 1972 sem hermennirnir hófu veiðar á þessu nafntogaöa fyrir- bæri er menn sögöu hafast viö í Himalaja-fjöllum. Þetta var í. Zhongba-héraðinu í Tíbet, skammt frá landamærum Nepal. — Tíbetar kalla þessa furðuskepnu „yeti”. Yang Huiming, fréttamaður hjá hinni opinberu fréttastofu Xinhua, komst á spor fréttarinnar þegar hann fór til Tíbet. Átti hann viötöl viö dátana. Þeir segja svo frá aö þarlendir geitasmalarhafi boriö sig upp undan tveim snjómönnum sem stálu jakux- um og öörum búpeningi. Höföu snjó- mennirnir þessi dýr meö sér inn í hella sína. Þrívegis sáu dátarnir þessi tvö fyrirbrigði og undir forystu næstæösta yfirmanns setuliösins, Jiang Bai, var ákveðið aö fella þess- ar skepnur til þess aö losa heima- menn viö ófögnuöinn. Jiang Bai hæfði annan snjómanninn af 400 metra færi og særði hann, en hinn hljóp sína leið. An þess að gefa frá sér hljóö hóf særöa skrímslið 150 kílóa bjarg á loft og geröi árás á hermennina. En þaö mæddi blóörás og féll um dautt. Tvífætlingur þessi mældist 154 sentímetrar á hæö, og hafði höfuð líkt og api meö einhverjum mannleg- um dráttum í. Reyndist þaö hafa líf- færabyggingu kvendýrs og þar á meöal brjóst. Kjarnaofnarnir í Pennsylvaníu standa ónýttir enn þann dag í dag. Þriggja mflna eyja: Vilja ekki ofninn aftur í gang Áætlanir um aö taka í notkun annan kjarnaofninn á Þriggja mílna eyju í Bandaríkjunum hafa mætt haröri andstööu heimamanna. Eig- endur ofnanna tveggja vilja nú hefja vinnslu í þeim ofninum sem ekki varö aö loka áriö 1979. Þá mátti litlu muna aö ofn tvö bráönaöi og geislavirkt elds- neytiö dreifðist út í andrúmsloftið. Ofn eitt haföi ekki verið tekinn í notkun þegar þetta geröist og hefur staðið ónotaður síöan. Nú vilja eigendur versins hins vegar fara aö nota hann. Vandamálið er aö enn hefur sá ofn sem varö aö loka fyrir fimm árum ekki verið hreinsaður fullkomlega. Því verki verður varla lokið fyrr en seint á næsta áratug eöa síöar. Ef eitthvað skyldi gerast þar þá er hinn ofninn ekki í nema 200 metra f jarlægö og sennilega myndi reynast nauösynlegt að loka honum líka. Auk þess hafa andstæðingar kjarn- orkuversins bent á aö báöir ofnarnir séu nákvæmlega eins og margt hafi verið fundið aö öryggisbúnaöi þeirra viö rannsóknir í kjölfar slyssins 1979. Andstæðingar versins, með fylkis- stjóra Pennsylvaníu í fararbroddi, haldaþvífram aö hætturnar við það að hefja vinnslu á Þriggja mílna eyju, sem er ekki alllangt frá New York borg, á ný séu hreinlega of miklar til aö vert sé aö taka áhættuna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.