Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1984, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1984, Side 7
DV. ÞRIÐJUDAGUR 28. AGUST1984. 7 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Samkomulag í sjónmáli á Kýpur? SUMARUTSALAN HAFIN Vorumarkaðunnnhl. 50% 30 AFSLATTUR Barnafatadeild, sími 686113. Norðmenn vuja bætur vegna ofveiði Dana og Svia i Kattegat og Skagerak. Norðmenn vilja bætur á ofveiði — Danir og Svíar veiddu langt umf ram sfldarkvótann Danir, Svíar og Norðmenn eru komn- ir í hár saman út af síldveiði í Skagerak og Kattegat. Norðmenn hafa sent mótmælaorðsendingar til hinna tveggja vegna ránveiði þeirra á svæð- inu árið 1983. Svo viröist sem Svíar hafi veitt 300 prósentum meira en þeim bar og Danir 400 prósentum. Norð- menn veiddu hins vegar bara upp í sinn kvóta og sitja eftir meö sárt ennið. Þeir kref jast skaðabóta. „Viö gefum Noregi engar skaðabæt- Ekkert heims- met! Kínaleiðtoginn Deng Xiaoping hélt upp á 80 ára afmælisdag sinn með sund- spretti í Gulahafi í síðustu viku. Þessi mynd minnir ekki lítið á myndina af Mao sem birt var á sínum tíma. Ekki er því þó haldið fram meö þessari mynd aö Deng hafi sett heimsmet í sundi eins og fréttir „Nýja Kína” af sundaf- rekum Maos formanns höfðu gefið til kynna. ur nema við fáum aðgang aö Noröur- sjónum,” ersvarSvíanna. ,,Svíþjóö fer ekki inn í Noröursjóinn nema þeir hleypi okkur á sama tíma inn á sitt svæði í Kattegat og Skagerak,” segja þá Danirnir. I deilunni um fiskinn á svæðinu hefur hart alltaf verið látið mæta hörðu. Til að leysa fiskveiðideilur þarf að sætta alla aðila og hver aðili þarf að sætta hagsmunaaðila á sínum heimaslóðum. Þar við bætist að Efna- hagsbandalag Evrópu er samnings- aðili fyrir hönd Dana og hafa þarf í huga hagsmuni hinna bandalagsland- anna. Eini hagsmunaaðilinn í þessu máli sem á sér sjaldan nokkurn banda- mann eða umsemjanda er fiskurinn. Norðmenn hafa varað við að löndin þrjú séu aö því komin að veiða síldina til þurröar. Eitt er þó víst og það er að enginn veiðir yfir kvótann af síld í Skagerak eða Kattegat í ár. Skandinavarnir komust nefnilega ekki að samkomu- lagi um kvóta og því er þeim öllum fr jálst að veiöa þar eins og þeir vilja. Kosningar indverskættaðra í Suður-Af ríku: Ætla að sitja heima Lögregla í Suöur-Afríku notaði táragas og gúmmíkúlur í baráttunni við námsmenn í Cape Town sem voru að mótmæla kosningum indverskra Suður-Afríkumanna sem hófust í dag. Samkvæmt nýrri stjórnarskrá er suðurafríska þinginu skipt í þrennt: einn þingsalur er fyrir hvíta, annar fyrir „litaða”, eöa kynblendinga, og hinn þriðji fyrir indverskættaða. Ný- lega kusu kynblendingar til síns þings en aðeins um þriðjungur skráðra kjós- enda kaus. Margir leiðtogar Indverja hafa skoraö á sitt fólk að mæta ekki á kjörstað í dag. Búist er við að flestir Forseti Kýpur, Spyros Kyprianou, ræðir við Grikklandsforseta í dag vegna stjórnarkreppu sem hefur skapast á Kýpur. Sáttatillögur í Kýpurdeilunni hafa borist frá Sameinuðu þjóðunum og kommúnista- flokkurinn á Kýpur, sem kom Kyprianou til valda, ásakar forsetann um að hika við að fagna tillögunum. Kýpur er nú skipt í tvo hluta: þann gríska, þar sem meirihluti eyjarbúa býr, og þann tyrkneska, þar sem tyrkneskur meginlandsher ver tyrkneskan minnihluta eyjunnar. Sáttatillögurnar ganga út á að smám saman veröi reynt að mynda sameiginlega stjórn Grikkja og Tyrkja sem síðan geti tekið við stjórn landsins þegar meira traust hefur myndast meðal þjóöarbrotanna tveggja. Byrjað yrði á að hleypa Grikkjum aftur inn í feröamannabæinn Famagusta, þaðan sem þeir flúðu þegar tyrkneski herinn gerði innrás áriðl974. Tillögurnar gera ráð fyrir að tyrkneski minnihlutinn fengi 30 prósent aöild að neðri deild þingsins í sameinaðri Kýpur og 50 prósent aðild aðefri deild. Margir hafa tekið vel í tillögurnar á gríska hluta Kýpur, en ekki er vitaö hvernig Tyrkir munu taka þeim. Þó er vitað að vinstri sinnaðir flokkar styðja þær. Enn handtökur vegna byltingaráforma Forseti líberíska þingsins, Nich- olas Podier, var handtekinn í sam- bandi við samsæri gegn stjóminni, að sögn opinberra aðila í Monrovíu ígær. Þaö var fyrrum dómsmálaráð- herra sem var handtekinn í síðustu viku sem flækti Podier i máliö. Podier var talinn einn af valda- mestu mönnum landsins. sitji heima. Þúsundir indverskættaðra náms- manna skrópuðu í skóla í gær, og fréttir hafa borist af ofbeldisatburðum í svörtum bæjarfélögum nálægt Pretoríu. Svartir, sem eru mikill meirihluti íbúa Suður-Afríku, hafa enn ekki fengiö kosningarétt. INNRASI HALLARGARÐINN Fíkniefnalögreglan í Noregi hafði nóg að gera í Hallargarðinum í Osló á miðvikudag í síðustu viku. Á einu kvöldi handtók hún 23 menn fyrir ýmis afbrot tengd fíkniefnum. „Við ætlum okkur ekki að samþykkja þegjandi og hljóöalaust að Hallargarðurinn veröi að frjálsu umráðasvæði fyrir fíkniefnasölu og -neyslu í Noregi,” sagði lögreglu- maðurinn Knut Holen. Sex af þessum 23 mönnum var sleppt með sekt sama kvöld. Fimmtán var haldið um nóttina og tveir verða sennilega saksóttir fyrir eiturlyfjasölu. Lögreglan lofar áframhaldandi aögeröum í Hallargarðinum. Umsjón: Guðmundur Pétursson og Þórir Guðmundsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.