Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1984, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1984, Page 10
10 DV. ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGUST1984. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stiórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf„ Skeifunni 1». Áskriftarverð á mánuði 275 kr. Verð í lausasölu 25 kr. Helgarbláð 28>(r. • Langrækni Þór Vilhjálmsson, forseti Hæstaréttar, er of langræk- inn. Hann man enn níðskrifin í Þjóöviljanum og víðar um aðstandendur undirskriftasöfnunar Varins lands. Honum finnst, að meiðyröadómamir í því máli hafi verið of væg- ir. Og hann er enn að tala um þetta. Flestir geta verið sammála um, að skrif um Þór og félaga hans í Vörðu landi gengu út í öfgar. Þau voru ræt- in, enda voru þau dæmd dauð og ómerk. Þar með ætti það mál að vera úr sögunni. Og forseti Hæstaréttar ætti að hafa önnur áhyggjuefni en það. Ef fólk væn beðið um að tjá sig um dómana vegna Varins lands, mundu svörin fara eftir skoðunum manna á veru Varnarliðsins hér á landi. Andstæðingar þess mundu segja dómana hafa verið of stranga, en stuðningsmenn- irnir mundu segja þá hafa verið of væga. I þessu næstsíðasta stóra máli af því tagi, sem Þór Vil- hjálmsson hefur áhyggjur af, er mat manna á þyngd dóma stjómmálalegs eðlis. Einstaklingar geta haft á þeim ýmsar skoðanir. En það er mjög einkennilegt, að forseti Hæstaréttar skuli hafa opinbera skoðun. Allir þeir, sem stinga höfðinu út um gluggann í stjóm- málum landsins, geta átt von á kárínum, ekki sízt í við- kvæmum tilfinningamálum á borð við Varnarliðið. Menn verða að taka slíku með ró og minnast þess, aö rógur lýsir rægjendum betur en hinum rægðu. Til dæmis em tæplega til þær illu hvatir, sem höfundur þessa leiðara hefur ekki verið sakaður um af hálfu for- stjóra hins heföbundna landbúnaðar og mestu siðleys- ingja Stórstúkunnar, svona samanlagt. Samt hefur æran ekki látið neitt á sjá í þeirri orrahrið. Þegar forseti Hæstaréttar finnur sér ástæðu til að rægja íslenzka f jölmiðla að ástæðulausu í útlöndum, fara menn að skilja hinn undarlega dóm Hæstaréttar í síðasta stóra málinu af því tagi, sem Þór Vilhjálmsson hefur áhyggjur af, hinu svokallaða Spegilsmáli. Fátt var í rauninni athugavert við hiö dæmda tölublað Spegilsins nema hinn algeri skortur á fyndni í blaöinu. En forseti Hæstaréttar mun hafa tekið eitthvað af efninu til sín og fallið það þungt. Fáir aðrir sáu blett falla á æru hans eða annarra. Islenzkir fjölmiðlar em ekki eins og Þór Vilhjálmsson lýsir þeim í útlöndum. 1 engu nálægu landi eru blöðin eins tillitssöm og varfærin og þau eru hér á landi. Og forseta Hæstaréttar væri nær að hafa áhyggjur af vandamálum, sem standa honum nær. I fyrra féll dómur í Hæstarétti eftir þrjú ár frá þingfest- ingu í undirrétti. Skuldakrafan, sem staðfest var, hafði þá rýrnað í verðbólgunni niður í fjórðung af upphaflegu verðgildi. Það væri verðugt verkefni fyrir forseta Hæsta- réttar að hindra slíkt í framtíðinni. Um síðustu áramót biðu 130 einkamál og 5 opinber mál flutnings í Hæstarétti. Seinagangur dómstólsins er meiri- háttar vandamál í réttarfari landsins. Formaður lög- mannafélagsins hefur talið sig knúinn til að víta þetta á opinberum vettvangi. Það sæmir ekki forseta Iiæstaréttar að vera persónu- lega langrækinn út af Vörðu landi og Speglinum. Meiðyrði em ekki þjóðfélagslegt vandamál á Islandi, hvað sem Þór Vilhjálmsson segir í útlöndum. Vinnubrögð Hæsta- réttar eru hins vegar verðugt tilefni leiðréttinga. Jónas Kristjánsson Eyðimerkurveður með átta gráðum Sunnlendingar fá nú margt aö reyna í veöurfræði og voru þó engir viövaningar fyrir. Farið er aö sjá á grösum eftir næturfrost, neðst niðfi’ viö sjóinn, eöa á söndunum, og á laugardag var rykmistur, sem mun vera nafn á afbrigði af eyðimerkur- stormi, en þaö mun ekki á hverjum degi sem landsþekkt rigningarbæli geta státaö af eyðimerkurmistri og eiginlega vantaöi ekki annaö en kaktusana og sólina á Samlags- svæöiö til aö fullkomna þessa Saharaútgáfu af landsynningi — og svo auðvitað hitann. Þær gráöur er svíða jörðina á Eyvindará, ellegar í auðnum Afríku, því hitamóöan hér mældist aðeins átta gráöur á Celsíus. En það var fleira að ske á Suöur- láglendinu. Bændur voru aftur komnir í heyskap. Menn voru aö slá úr sér sprottið gras, hirða gult, efnalaust hey, ellegar aö aka svörtu út af túninu heima. Heyi, sem rotnaö hafði á töðuvellinum. Einkum mun þaö þó haf a veriö algeng helgarvinna austur í Fljótshlíö, þar sem ekki hef- ur veriö þurr þráöur á fjallkonunni síöan í vor. Og í svoleiðis tíö heföi verið öröugt að brenna Njál inni, svo mikiö er víst, og þá hefði Njálssaga búið viö annan harm, ef hún heföi þá á annaö borö verið rituö. Saltaðar sálmabækur Maðurinn í frystihúsinu hætti um hádegiö. Þar er ekkert aö hafa nema kola. Beinamjöliö lokaði síödegis og svartbakurinn valkókaði á planinu, yfir sig hneykslaöur á verklaginu í gúanóinu, því þaö eru ekki aðeins manneskjumar á Islandi, sem veröa aö þrengja að sér núna í óhamingju og kvóta, heldur einnig fuglamir í fiskvinnslunni. Þeir snapa líka gams. Og ekki bætti þaö úr skák, að ritan virðist vera farin aö snúa sér meira aö úrgangi en áöur. Er farin aö vinna í landi, og er þá múkkinn einn eftir af svonefndum togarafugli, en fáeinar mávategundir fluttust al- komnar hingað úr Noröursjónum og úr Irlandshafi, eftir aö erlendir tog- arar og síöan íslenskir hófu árviss út- höld á Islandsmiðum. Og ég spuröi manninn sem vinnur í frystihúsinu um þorskinn, sem veiðst hefur í blöðunum og í út- varpinu að undanfömu, og hann horföi á mig fullur vorkunnar: — Þetta er ekki þorskur, sagöi hann, heldur kóð, 1—2 kíló upp úr sjó, eins- konar silungur og er þar aö auki veiddur í flotvörpu — sem ætti aö banna — skaut hann inn í mál sitt. I flottrollinu verður aflinn fyrir margföldum þrýstingi, sem eyðileggur allan fisk. Og svo eru þeir aö reyna að salta þessi kóð, sum- staöar, sagöi hann og horföi annaö. Og þegár búiö er aö hausa þessi kvik- indi er saltfiskurinn þeirra ekki stærri en opin sálmabók, og enginn verö eru til yfir svoleiöis fisk, enda verður útkoman úr vinnslunni án efa eftir því. Maöur þakkar nú fyrir aö losna viö þetta, sagöi hann, og horföi út á hvítt Selvogsgrunnið, þar sem aðeins 90—100 fiskar vóru í hverju tonni, meöan róiö var á opnum skipum og verið var á skaki á þilskipunum. Þeir þorskar voru á stærö viö unglinga, sagöi hann og nefndir Hraunadraug- ar. Þaðvarfiskur. — En hvaö á aö gera, spuröi ég, eins og auli? — Ekki veit ég það, svaraöi hann, en að ausa upp milljónum af ókyn- Eftir helgina JÓNAS GUÐMUNDSSON RITHÖFUNDUR þroska þorski, þaö eyöileggur allan þann árangur, sem náðist á ver- tíöinni í vetur, þegar stærri hluti af þorski fór í fyrsta flokk en nokkru sinni áður. Og eftir nokkra þögn sagöi hann: Þetta mun hefna sín, því þarna er ekki veriö aö veiöa fisk, heldur aö útrýma fiski, stofni og svo fór hann að tala um annað. Og viö hinir innifölu skildum líka, aö sú stund var runnin upp, aö hafið ann- aöi ekki lengur þörfum okkar og munaði. Alveg sama hversu mörg skip fá lán í bönkum og sjóðakerf- inu, alveg sama hversu margir fara á hausinn, því útgerö sem starfar í dauöahafi Framsóknarflokksúrs á sér ekki viöreisnar von. Offjár- festingin og dellan í fiskiönaði er nefnilega farin aö minna draugalega á sjálfan landbúnaðinn og er þá langt til jafnað. Hitt vita launþegar og aðrir skyn- samari menn, aö unnt er að vinna þjóöina út úr þessum vanda, alveg eins og unnt var aö bjargast, þegar norsk-íslenski síldarstofninn hrundi og annaö afurðaverö féll samtímis. Þá var tekiö til viö að byggja upp síldarstofninn viö Suðurströndina, sem undanfarin ár hefur veriö nokkuö árviss tekjulind, þótt síld- arsöltun hafi af haffræðilegum ástæðum dreifst illa milli landshluta. Þjóöin má því nú bíöa örlaga sinna, er hljóta aö ráöast á næstu vikum. Annar aöilinn hlýtur aö fara á hausinn, heimihn, eöa landiö, ef úr- ræöi finnast ekki í hasti, en til þess er því miöur lítil von nú um stundir. Og meö þetta í huga gengum viö upp fjöruna í átta stiga eyðimerkur- mollu. Og það grillti á ystu brotin í dauöum sjónum gegnum sandbylinn. Vetrarregn Hann byrjaði aö rigna aftur á laug- ardagskvöldiö og um miönættiö var hann dottinn á meö stórdroparegn, þeirrar geröar, er eigi stöövast í fötum. Og viö fundum aö þetta var ekki vorregn, er laugar vanga af svo sérstökum unaði. Þetta var vetrar- regn, komiö úr stálblettum og nimbusum, eöa þeim regnskýjum, sem algengari eru á vetri en sumri. Og á sunnudag mátti greina, að vísitöluf jölskyldan sem býr í húsum á staurum um helgar, var byrjuö aö hugsa til vetrar. Menn voru snemma á ferð og bílamir voru hlaðnir. Um- ferðin og fólkið minnti meira á þjáninguna en sumargleðina. Og sjálfsagt var ástandiö ekki betra heima á bóndabæjunum. Túnin voru aftur komin undir vatn. Umferöin gekk greiölega, því nú, eftir að bílbeltin komu í staðinn fyrir varúöina, eins og sultaróiin í staöinn fyrir sólstööusamningana, er þaö oröiö aö sérstöku metnaðarmáli að eyöileggja bíla án þess aö slasast illa sjálfur. Og þeim fer nú fjölgandi, sem geta sagt: Ef ekki væru þaö bílbeltin væri ég núna dauður. Og þar með er komin andhverfa þjóö- sögunnar: „Nú skyldi ég hlæja ef ég væri ekkidauður.” Meö þessu er ekki verið að amast með notkun bílbeltanna, sem auðvitað hafa dregiö stórlega úr al- varlegri meiöslum. Þau á því eigi aðeins að lögbjóða, eins og núna er gjört, heldur þurfa viöurlög aö fylgja. Áróður í útvarpi fyrir bílbeltum og miklar sögur af því hvernig menn hafa, — bílbeltanna vegna — komist upp meö þaö aö aka á brýr og velta bílum á hundraö, hafa nefnileg tvírætt gildi. Menn of- meta bílbelti, en vanmeta aögæslu í umferöinni sem hér eftir sem hingaö til er besta slysavörnin. Þá hættum viö ef til vill aö lesa setningar eins og þessar af árekstrunum: .ySlysið varö meö þeim hætti, aö maðurinn á litla bílnum kom ekki auga á strætisvagninn.” Jónas Guömundsson rithöfundur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.