Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1984, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1984, Blaðsíða 16
16 DV. ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGUST1984. v íþróttir íþrótt Kþróttir íþróttir Paul Walsh skoraði eftir 15 sekúndur þegar Liverpool lagði West Ham að velli, 3:0, á Anfield Road Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni, frétta- manni DV í Englandi: — Englands- meistarar Liverpool fengu heldur betur óskabyrjun þegar þeir unnu sigur, 3:0, yfir West Ham á Anfield Road. Það var Paul Walsh sem skoraði fyrsta mark „Rauða hersins” eftir aðeins 15 sek. en þessi snjalli leik- maður, sem átti hreint frábæran leik, fékk þá sendingu frá Ronnie Whelan. Áhorfendur áttu von á að sama sagan frá því í fyrra endurtæki sig en þá vann Liverpool sigur yfir West Ham, 6:0. Leikmenn West Ham gáfust ekki upp og voru óheppnir aö jafna ekki metin fyrir leikhlé. Það var svo á 75. mín. að Liverpool bætti ööru marki við. Skoski landsliðsmaðurinn John Wark skallaði knöttinn þá glæsilega fram hjá Tom McAllister, markverði „Hammers”, eftir snjalla sendingu frá Walsh og þessi nýi leikmaöurLiver- pool var síðan aftur á ferðinni á 85. mín. þegar hann átti frábæra sendingu til John Wark sem skoraði með þrumuskoti af 25 m færi sem Tom McAllister, sem átti mjög góðan leik í marki West Ham, réð ekkert við. Það er greinilegt aö Paul Walsh, sem Liverpool keypti frá Luton á 750 þús. pund, mun fylla það skarö sem Ian Rush hefur skilið eftir sig, en Rush er frá vegna meiðsla í hné í tíu vikur. -SigA/-SOS r Crooksfer"! ekki til ! Portúgal Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni, fréttamanni DV í Englandi: Peter Shreevers, fram- kvæmdastjóri Tottenham, til- kynnti í gær að hann myndi ekki selja blökkumanninn Garth Crooks til Sporting Lissabon eins og búist var við. — Þótt ég sé með snjalla leik- menn í sókninni, þá Mark Falco og Clive Allan, þá þarf ég á Crooks að halda, sagði Shreevers. -SigA/-SOS John Barnes er meiddur . Frá Sigurbirni Aðalsteins- * I syni, fréttamanni DV í Eng- | * landi. John Barnes, hinn . | snjalii enski landsliðsmaður | . hjá Watford, mun ekki íeika ■ I með Lundúnafélaginu gegn I IQPR í kvöld þar sem hann I mnMrKct i nóro ( loilr WnifnrH I meiddist í nára í leik Watford Igegn Manchester United. I -SigA/-SOS J L mmm mmm mtm mmmm mmm J Oddur Sigurðsson sigraði í 200 metra Birmingham í gærkvöldi, hljóp á 21,8 s< Wales um síðustu helgi og endaspretl hlaupi vakti athygli margra. Hann tók sem sést á myndinni hér að ofan og try Graham Rol í sviðsliós • Bobby More. Bobby Moore verður lát- inn hætta! Frá Sigurbirni Aöalsteinssyni, fréttamanni DV í Englandi: — Þaö bendir nú allt til að Bobby Moore fyrr- um landsliðsfyririiði Englands, verði látinn hætta sem framkvæmdastjóri 4. deildar liðsins Southend eftir fyrstu sex leiki félagsins í deildarkeppninni — og þá alveg sama hvernig félaginu hefur gengið. Það er nú veriö að skipta um stjórn hjá Southend og vilja þeir menn sem taka við fá Dave Cusack, fyrrum leikmann félagsins, sem fram- kvæmdastjóra. -SigA/-SOS 400 þúsund fyrir heimaleik Frá Kristjáni Bernburg, fréttamanni DVíBelgíu: Belgíska knattspyrnufélagið Ander- lecht er nú á keppnisferðalagi á Spáni eins og fram kom í DV í gær. Þeir áttu að leika í belgísku bikarkeppninni í gærkvöldi en fengu leiknum frestað. Anderlecht dróst á móti 3. deildar félaginu Hoeselt og hefurnú keypt heimaleikinn af liðinu og borgar félaginu tæpar 400 þúsund íslenskar krónur fyrir. -SK. — þegar Tottenham varð að sætta sig við jafntef ★ Chelsea lagði Sunderland að ve ■ • Garth Crooks • Paul Walsh, sem Liverpool keypti frá Luton, átti snUldarleik á Anfield Road í gær þar sem hann skoraði eitt mark og lagði tvöupp. í leikbann Skagamenn tryggðu sér bikar- meistaratitUinn á Laugardals- vellinum á sunnudaginn og á morgun eiga þeir möguleika á að guUtryggja sér íslandsmeistara- titUinn þegar þeir mæta Víkingum á Akranesi. Það verður smáskuggi yfir leik þeirra að fyrirliði þeirra, hinn geðþekki Sigurður Lárusson, vcrður ekki meö í þeim slag. Sigurður fékk að sjá gula spjaldið í bikarúrslitaleiknum og verður' hann að öllum líkindum dæmdur í eins leiks keppnisbann í dag, þegar Aganefnd KSÍ kemur saman, vegna tíu refsistiga. -SOS • Alan Clarke. Bóndinn vill ekkihaf a Clarke Frá Sigurbirni Aðalstebissvni, fréttamanni DV í Englandi: Alan Clarke, fyrrum leikmaður Leeds og framkvæmdastjóri, sem er nú fram- kvæmdastjóri og stjórnarformaður 4. deildar liðsins Stockport, veröur látinn taka poka sinn á næstunni. Auðugur bóndi, sem á stæstan hlut í félaginu, vUl fá nýjan stjórnarformann og þar af ieiöandi nýjan framkvæmdastjóra. -SigA/-SOS Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni, fréttamanni DV í Englandi: — Graham Roberts, miðvörðurinn sterki hjá Tottenham, var heldur betur í sviðs- Ijósinu á White Hart Lane þar sem Tottenham varð að sætta sig við jafntefli, 2—2,-gegn Leic- ester. Roberts skoraði bæði mörk Tottenham, þá var hann bókaður í leiknum og tvisvar þurfti læknir að fara inn á völlinn til að huga að meiðsl- um hans en þessi sterki leikmaður varalls stað- ar þar sem harka var á vellinum. Leicester mætti til leiks meö þá Kevin McDonald og Andy Peake sem gátu ekki leikið með gegn Newcastle vegna meiðsla sl. laugardag og þá var Bob Hazel með en hann var þá í leik- banni. Þaö var Alan Smith sem skoraði fyr- ir Lecester á 19. mín. — meö þrumu- skoti, eftir sendingu frá Steve Lynex, en síðan jafnaöi Roberts með þrumu- URSLIT Úrslit urðu þessi í ensku knattspymunni í gær: l.DEILD: Chelsea-Sunderland Livcrpool-West Ham Newcastle-Sheff. Wed Tottenham-Leicester Stoke-Aston Villa WBA-Everton 2. Deild: Bamsiey-Carlisle Leeds-Fulham Man. City-Grimsby 1—0 3—0 2-1 2-2 1— 3 2- 1 1- 3 2— 0 3—0 skoti á 36. mín. og kom Tottenham síð- an yfir, 2—1, rétt fyrir leikslok. Hann skoraði þá úr vítaspymu sem dæmd var á Bob Hazell sem braut á John Chiedozie en þeir Chiedozie og Clive Allan voru ekki á skotskónum í gær. Robert stal senunni frá þeim. Leicester gafát ekki upp. Það var varamaðurinn Ian Banks sem skoraði jöfnunarmark liðsins á 78. mín. með fyrstu snertingu sinni við knöttinn. Hodgsoná bekknum Það vakti nokkra athygli aö Dave Hodgson, sem Sunderland keypti frá Liverpool í sl. viku á 125 þús. pund var á varamannabekknum hjá Sunderland þegar félagið lék gegn Chelsea á Stam- ford Bridge í London. Len Ashurst, framkvæmdastjóri Sunderland, sá ekki ástæðu til að breyta liði sínu eftir góöan sigur, 3—1, yfir Southampton. Sunderland náði ekki að gera rósir í London því að Chelsea vann 1—0. Það var Paul Canoville sem skoraði sigur- Iþróttir Iþróttir fþróttir Iþróttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.