Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1984, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1984, Side 32
I FRETTASKOTIÐ 68-78* i8 SÍIVIINN SEM ALDREI SEFUR Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022., Hafir þú ábendingu . eða vitneskju um frétt — hringdu þá i síma 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið í hverri viku. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 1984. Aðgát skal höfð ínærveru kinda: Dýrtað aka niður sauðfé Þaö kostar 2.400 krónur aö aka niður veturgamla kind. Ef bændur vildu aft- ur á móti selja næsta nágranna sínum sömu kind myndu þeir ekki fá nema 560 krónur fyrir gripinn. Þannig séð geta slys borgað sig. Aö vísu er ullin ekki reiknuð með í þessu dæmi en hún er vissulega verðmæt. Þó er aldýrast að keyra á verölauna- hrút sem hlotið hefur 1. verölaun á gripasýningu eöa 5.500 krónur. Bætur fyrir hrút sem hafnað hefur í öðru sæti á slíkri sýningu nema 3.800 krónum en venjulegir hrútar kosta ökumenn að- eins 3.400 krónur. Tvílembingar kosta 1.500 krónur og einlembingar, sem farast á þjóðvegum, 1.900 krónur. Á fundi Framleiðsluráös landbún- aðarins sl. haust var ákveðið að verð líflamba skyldi vera kr. 28 á kg lifandi vigtar, eins og þaö er orðað í Arbók landbúnaðarins. Samkvæmt því ætti kind sem vegur 20 kg aö kosta 560 krón- ur á frjálsum markaði. Ef aftur á móti er ekið yfir kindina fær bóndinn i bætur upphæð sem samsvarar því að kindin væri85kg. Stórkindþað. -EIR Mannakjöt á Selfossi? Viðskiptavimyn kjötdeildar verslunarinnar Hafnar á Selfossi brú heldur betur í brún hér á dögunum er þeir komu í búðina til aö kaupa í kvöldmatinn. I kæliborðinu lá kjöt sem 1 i rfilega var merkt „verka- mannasteik”. Héldu sumir, og þá sérstaklega feröamenn sem ekki hafa aliö allan sinn aldur á Selfossi, að hér væri á ferðinni mannakjöt og þá af verkamönnum. Viö nánari athugun reyndist svo ekki vera. Verkamannasteik er kryddleginn lambabógur, leggurinn og hluti af heröablaði, og kostar 140 krónur kg. Að sögn kjötkaupmanns- ins er verkamannakjötið mikið keypt: „Bæði er það ódýrt og svo er fólk alltaf forvitið að reyna eitthvaö nýtt.” LUKKUDAGAR h 28. ágúst 27211 HLJÓMPLATA FRÁ FÁLKANUM AÐVERÐMÆTI KR. 400,- Vinningshafar hringi i síma 20068 | LOKI Mér sýnist hrútakjöt hærra verðlagt en verka- mannakjöt. Búist við samkomulagi stjórnarf lokkanna um nýja verkef naskrá: Aðalágreiningurinn um landbúnaðarmál Gert er ráö fyrir að samkomulag takist í viðræðum stjórnarflokkanna, sem nú standa daglega — þrátt fyrir ýmis ágreiningsmál. Viöræöurnar hafa fariö leynt. Formenn flokkanna, Steingrímur Her- mannsson og Þorsteinn Pálsson, hafa talasl við og kvatt aöra til eftir því sem þörf hefur verið talin á. Sjálfstæðis- flokk og Framsóknarflokk greinir á um mörg atriði þessa máls, einkum í landbúnaði. Sjálfstæðismenn vilja afnema kjamfóðurskatt en Framsókn stendur á móti. Sjálfstæðismenn hafa sett fram óskir um aukiö frjálsræði í innflutningi á grænmeti, en Frammsókn stendur gegn því. Sjálfstæöismenn beita sér fyrir talsverðum breytingum á Fram- kvæmdastofnun svo aö dragi úr mætti stofnunarinnar. Framsókn hindrar þaö. Ágreiningur hefur verið um vaxtamálin og hafa framsóknarmenn veriö óánægðir með aukið vaxtafrelsi. Nú hefur dregið úr ágreiningi milli flokkanna í því efni. Ætlunin er að einkabankar veröi efldir en ríkisbönk- um fækkað. Stjómarflokkamir munu ætla að halda óbreyttri gengisstefnu, þannig að gengiö sígi aöeins um 5% á árinu. I ríkisfjármálum er lögð áhersla á að reyna að halda fjárlögum hallalaus- um. Sjálfstæðismenn hafa óskaö eftir lækkun tekjuskatts ef svigrúm finnist til þess. -HH Fimmþúsund varphænur I y» Hreinsað til eftir brunann i Sætúni í gær. Allir lögðu sitt af mörkum eins og sjá má og surnir luku verki með saddan maga. DV-mynd: S Eldur kom upp í hænsnabúinu aö Sætúni á Kjalarnesi síðdegis í gær. Voru eldsupptök í pakkhúsi sem áfast var hænsnabúinu en þar voru geymd um 50.000 egg auk umbúða um þau. Var þetta vikuframleiðsla búsins sem þar fór forgörðum. Mikiö liö slökkviliös og lögreglu var sent á staðinn en heimamenn höfðu að mestu ráðið niðurlögum eldsins er slökkviliðið kom á staðinn. Eldsupptök eru ókunn. „Það fylltist allt af reyk hjá um 5000 varphænum sem ég hef en ég gat sett loftræstinguna á fullt og loft- að fljótt út frá þeim. Það kemur í ljós eftir 2—3 daga hvort hænumar halda áfram aö verpa en ef þær gera það ekki er þetta tjón upp á 1,5—2 millj- ónir króna,” sagði Stefán Guðbjarts- son, bóndi á Sætúni, í samtali við DV. Hann taldi tjón sitt vegna eggjamiss- isins vera á bilinu 4—500.000 kr. -FRI Lax- og silungseldi hér og í Færeyjum: FÆREYINGAR FIMM SINNUM ÖFLUGRI Lax- og silungseldi hefur nú veriö tekiö föstum tökum í Færeyjum. I ár er áætlað að framleiða 550 tonn fyrir 90 milljónir króna og fimmfalda þessar tölur síðan á næstu tveim ár- um. Til samanburðar er aö eldi þess- ara fiska hér mun nema um 130 tonn- um í ár og verðmæti þeirra mun verða um 25 milljónir. Samkvæmt upplýsingum Áma Isakssonar, fiskifræðings hjá Veiði- málastofnun, var framleiðsla á laxi í fyrra um 50 tonn í eldisstöðvum og 36 tonn í hafbeitarstöðvum. Hafbeitin mun ekki gefa meira í ár, en fram- leiðsla eldisstöðva mun nálgast 100 tonn. Ekkert heildaryfirlit er til um áform manna í þessum atvinnuvegi og virðist svo sem engum sé ætlað að hafa það. Færeyingar hafa á hinn bóginn mótað heildarstefnu í sínu fiskeldi. Og Norðmenn hafa lengi unnið skipulega aö því, enda selja þeir nú orðið laxfiska fyrir nærri eins mikið og allur íslenski fiskveiðiflot- inn fær fyrir aflá upp úr sjó. HERB í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.