Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1984, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1984, Blaðsíða 2
18 DV. FÖSTUDAGUR 30. NOVEMBER1984. Sjónvarp Sjónvarp biskup en hugurinn leitar enn til Meggie. Þýöandi Oskar Ingimars- son. 22.15 Or safni Sjónvarpsins. Varúö aö vetri. Fræösluþáttur frá 1982 um vetrarferöir og útivist aö vetrarlagi, nauðsynlegar varúðar- ráöstafanir og ýmsan háska, sem ferðamönnum er búinn á þessum árstíma eins og reynslan hefur sýnt. Höfundur texta og kynnir er Sighvatur Blöndal, blaöamaöur, sem mikla reynslu hefur í fjalla- mennsku og björgunarstörfum. Stjórn upptöku: Baldur Hermannsson. Aðstoö veittu félag- ar í björgunarsveitum í Reykjavík og nágrenni. 22.40 Fréttir í dagskrárlok. Föstudagur 7. desember 19.15 Á döfinni. Umsjónarmaöur Karl. Sigtryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 19.25 Veröld Busters. Fimmti þáttur. Danskur framhalds- myndaflokkur í sex þáttum. Þýðandi Olafur Haukur Símonar- son. (Nordvision — Danska sjónvarpiö). 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veöur. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Kastljós. Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaöur Helgi E. Helgason. 21.20 Skonrokk. Umsjónarmenn: Anna Hinriksdóttir og Anna Kristín Hjartardóttir. 22.00 Hláturinn lengir lífið. Fimmti þáttur. Breskur myndaflokkur í þrettán þáttum um gamansemi og gamanleikara í fjölmiðlum fyrr og síöar. Þýðandi Guöni Kolbeinsson. 22.35 Húsið viö 92. stræti. (The House on 92nd Street). Bandarísk bíómynd frá 1945. s/h Leikstjóri Henry Hathaway. Aöalhlutverk: William Eythe, Lloyd Nolan, Signe Hasso og Leo G. Carroll. Myndin gerist í New York á stríösárunum. Ungur maöur leikur tveim skjöldum í þjónustu njósnara Þjóöverja í Bandaríkjunum sem meðal annars eru á höttunum eftir kjarnorkuleyndarmálum. Þýöandi BjarniGunnarsson. 00.00 Fréttir í dagskrárlok. Laugardagur 8. desember 16.00 Hildur. Sjötti þáttur. — Endursýning. Dönskunámskeiö i tíu þáttum. 16.30. íþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 18.30 Enska knattpsyrnan. SJÓNVARP MÁNUDAGINN3. DESEMBER KL. 21.20 Sjónvarpið sýndi fyrir 11 árum ieikritið Erasmus Montanus eftir Ludwig Holberg. Nú eru 300 ár frá fæðingu Holbergs og þvi ætlar sjónvarpið að endursýna þetta ieikrit hans. Þetta er gamanleikrit sem fjallar um pilt sem hefur verið við langskólanám og hefur það stigið honum heldur betur til höfuðs þegar hann kemur heim aftur. SJÓNVARP LAUGARDAGINN 8. DESEMBER KL. 17.00 Þá hefur göngu ina nýr kana- diskur myndafiokkur sem hlotið hefur nafnið Listrænt auga og höndin hög. Er það svona menning- arauki i skammdeginu. Í fyrsta þættinum verður fjallað um gim- steina, gui! og silfur. DESEMBER KL. 21.50 Njósnarinn Reilly er þá á dagskrá en farið erað halla á seinni hlutann í þessum þáttum um hann. Hann lenti i bölvuðu basli í siðasta þætti vegna samsærisins gegn Lenin og varla kemst hann vandræðalaust út úrþessum þættisem er sá niundi af tólfsem gerðir voru. 4. SJÖNVARP FÖSTUDAGINN 7. DESEMBER KL. 22.35 Þá býður sjónvarpið upp á eina gamla og góða svarthvita frá Amerikunni. Er það nær 40 ára gömul mynd, „ The House on 92nd Street". Það er föstudagsmyndin, og ekki eru laugardagsmyndirnar þá meira upplifgandi svona fyrirfram. Þá verður á boðstólum kanadískur sjónvarpsþáttur með söng og dansi og svo itölsk sjónvarpsmynd sem \ ber nafnið Skólaferðalagið. 19.25 Kærastan kemur í höfn. (Kæresten er í favn om faa minutter) Nýr flokkur. — Fyrsti þáttur. Danskur myndaflokkur í sjö þáttum ætlaður börnum. Sagan gerist að mestu á danskri eyju þar sem mamma Idu litlu gerist vél- stjóri á ferju. Þýöandi Jóhanna Jóhannsdóttir. (Nordvision — Danska s jónvarpiö). 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 í sælureit. Fimmti þáttur. Breskur gamanmyndaflokkur í sjö þáttum. Þýöandi Jóhanna Þráinsdóttir. 21.20 Heilsað upp á fólk. Þriöji þáttur. Umsjón: Ingvi Hrafn Jónsson. I haust heilsuðu sjón- varpsmenn upp á bændur í Rauðgilsrétt í Reykholtsdal og áttu m.a. hringborðsumræður und- ir túngaröi meö þeim Kristjáni Benediktssyni í Víðigeröi, Bjarna Guðráössyni í Nesi og Jóni Gísla- syni á Lundi. Kvikmyndun: Örn Sveinsson. Hljóö: Agnar Einars- son. Klipping: Jimmy Sjöland. 22.00 Ég er hótel. Kanadískur sjónvarpsþáttur meö söng og dansi. I þættinum er á myndrænan hátt lagt út af nokkrum söngvum kanadíska skáldsins og tónsmiös- ins Leonards Cohens. Umgerðin er gamalt glæsihótel þar sem persón- ur úr söngvum Cohens eru ýmist gestir eöa starfsfólk. Meðal leikenda eru Leonard Cohen sjálf- ur, Toller Cranston og fleiri kanadískir listamenn. Þátturinn hlaut „Golden Rose” verölaunin í Montreux á þessu ári. Þýöandi Sveinbjörn I. Baldvinsson. 22.30 Skólaferöalagiö. (Una gita scolastica) ítölsk sjónvarpsmynd eftir Pupi Avati sem einnig er leik- stjóri. Aöalhlutverk: Carlo Delle Piane, Tiziana Pini og Rosana Casale. Voriö 1911 fer efsti bekkur menntaskóla í þriggja daga gönguferð til Flórens. Leiðir þess- ara 18 pilta og 12 stúlkna eiga senn aö skilja og nú skal njóta þessara síöustu samverustunda áöur en prófin byrja. Hjörtu kennaranna, sem eru fararstjórar, taka einnig aö slá örar. Þýðandi Þuríður Magnúsdóttir. 00.05 Dagskrárlok. Sunnudagur 9. desember 16.00 Sunnudagshugvekja. 16.10 Húsiö á sléttunni. 4. Áfram strákar. Bandarískur framhalds- myndaflokkur. Þýöandi Oskar Ingimarsson. 17.00 Listrænt auga og höndin hög. (Hand and Eye) Nýr flokkur — 1. Allt sem glóir. Kanadískur mynda- flokkur í sjö þáttum um skapandi listir og listiðnað. Þættirnir sýna hvernig listamenn og aðrir hag- leiksmenn móta efnivið sinn í lista- verk sem gleðja augaö. Hver þótt- ur fjallar um tiltekið efni: góð- málma, gler, steina, leir, vef eða viö og gripi sem úr þessum efnum eru unnir. Fyrsti þátturinn eru um gripi unna úr gulli, silfri og gim- steinum. Þýöandi Þorsteinn Helgason. Þulur Ingi Karl Jóhannesson. 18.00 Stundin okkar. Umsjónar- menn: Ása H. Ragnarsdóttir og Þorsteinn Marelsson. Stjórn upp- töku: Valdimar Leifsson. 18.50 Hlé. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veöur. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Sjónvarp nætu sviku. Umsjón- armaður Magnús Bjarnfreösson. 21.05 Glugginn. Þáttur um listir, menningarmál og fleira. Um- sjónarmaður Sveinbjörn I. Bald- vinsson. 21.55 Dýrasta djásniö. Fjóröi þáttur. Breskur framhaldsmynda- flokkur í fjórtán þáttum, geröur eftir sögum Pauls Sotts sem gerast á Indlandi á árunum 1942 til 1947 þegar Indland öðlaðist sjálfstæöi. I síöasta þætti lauk í rauninni óstar- sögu þeirra Hari Kumars og Daphne Manners og koma nú nýj-i ar persónur til sögunnar ásamt hinum fyrri. Þýðandi: Veturliöi Guönason. 22.50 Ferðamannaeyjan Helgoland. Dönsk heimildamynd. Helgoland er smáeyja í Norðursjó undan strönd Þýskalands. Eyjan var víg- hreiöur í heimsstyrjöldinni síðari og Bretum mikill þyrnir í augum. Nú er hún vinsæll ferðamanna- staður vegna tollfrjálsrar verslunar. Þýöandi Bogi Arnar Finnbogason. (Nordvision — Danska s jónvarpið). 23.25 Dagskrárlok. Kvikmyndir Kvikmyndir w .fvfl KVIKMYNDIR UM HELGINA UMSJÓN: HILMAR KARLSSON Ein sovésku kvikmyndanna, sem sýndar eru á sovésku kvik- myndahátíöinni, er Snúið viö úr geimnum. I Regnboganum hefst á morgun sovésk kvikmyndavika. Veröa þar sýndar sex nýjar sovéskar kvikmyndir eftir þekkta rússneska leikstjóra. Er ekki aö efa aö margur fagnar tilbreytingunni frá enskumælandi myndum sem nær eingöngu er boöið upp á. Rússneskar kvikmyndir eru aö vísu mjög misjafnar aö gæðum. En þær sex myndir sem boöið er upp á eru ólíkar aö efnisgerö og ættu flestir að finna eitthvaö viö sitt hæfi. Anna Pavlova er opnunar- myndin. Fjallar hún urri ævi þeirrar merku ballerínu sem uppi var 1881—1931. Þótt myndin sé sovésk er hún unnin í samvinnu við Breta, Frakka og Kúbumenn og meðal leikara er hinn þekkti breski leikari James Fox. Önnu Pavlovu leikur aftur á móti ung rússnesk leikkona, Galína Beljaeva. Aðrar myndir eru Vassa sem gerö er eftir þekktu leikriti eftir Maxím Gorki. Grimmilegur mansöngur sem einnig er gerö eftir þekktu nítjándu aldar leikriti. Óskastundin er samtímamynd. Fjallar hún um kvenmann sem á sér þá æöstu ósk aö giftast hvað sem þaö kostar. Stríðssaga segir frá ungu fólki í síðari heimsstyrjöldinni og árunum þar á eftir. Sjötta myndin er Snúiö heim úr geimnum. Hún fjallar um geiminn. Ekki á neinn ævintýralegan hátt heldur er myndin um starfandi geimfara í rússneskri geimstöö. Nú hefur Vertigo loksins borist til landsins og geta allir Hitchcock aödáendur andaö léttar og brugðið sér í Laugarásbíói. Þessi mynd Hitchcocks er nokkuð flókin og þótt margir telji hana meö hans betri myndum náöi hún á sínum tíma ekki þeirri al- menningshylli sem gamli maöurinn vonaöist eftir. Aöalhlutverkiö er í höndum James Stewart, sem lék í mörgum myndum meistar- ans, og KimNovaksemþama varí einumaf sinni fyrstu mynd. Aðalkvenhlutverkiö í Rafdraumum er í höndum Virginiu Marsden. Bíóhöllin frumsýndi í vikunni splunkunýja kvikmynd, Rafdraumar (Electric Dreams). Þetta er gamanmynd, meö ekki svo frumlegu efni á þessum tímum, um tölvu sem reynir aö taka völdin af húsbændum sinum. Rafdraumar er um leiö tónlistar- mynd þar sem hinn frægi Giorgio Moroder situr viö stjórnvölinn og hefur í kringum sig mikinn fjölda frægra tónlistarmanna og eru lögin að sjálfsögðu farin aö heyrast á öldum ljósvakans. Tvær aðrar tónlistarmyndir eru í Bíóhöllinni. Barbra Streisand með sitt lífsverk, Yentl, sem er söngvamynd um unga gyðingastúlku sem breytir um hlutverk og fer aö ganga í karlmannafötum til aö komast inn í þann lokaöa heim sem karlmennirnir byggja í kringum sig. Metropolis er önnur tónlistarkvikmynd, nokkuð sér- kennileg. Þögul kvikmynd frá 1926 og hefur Giorgio Moroder dubbaö upp á myndina meö því að setja rokktónlist viö hana viö misjafnar undirtektir. Stjörnubíó sýnir þessa dagana franska sakamálamynd er nefnist Uppljóstrarinn. Uppljóstrarinn er lögga sem vinnur aö því aö koma upp um glæpamenn meö því aö koma sér í samband viö þá. Eins og áöur hefur oft verið gert mörgum til ama er sett enskt tal viö myndina. Þaö hlýtur aö vera hægt aö fá kvikmyndir meö upprunalegu tali. Tónabíó frumsýndi í vikunni Hörkutólið (Tough Enough), ameríska slagsmálamynd sem Rocky-aðdáendur ættu aö vera ánægðir meö. Denis Quaid leikur aöalhlutverkiö en hann er Islend- ingum aöeins kunnur því hann kom hingað til lands til að leika annaö aðalhlutverkiö í Enemy Mine, sem svo hætt var viö í bili aö minnsta kosti. Af öðrum athyglisverðum kvikmyndum í kvikmyndahúsum ' höfuöborgarinnar má nefna The World According To Garp, sem Austurbæjarbíó sýnir, og óskarsverðlaunamyndina í blíöu og stríðu (Terms Of Endearment), sem Háskólabíó sýnir. Og enn gengur íslenska kvikmyndin Dalalif í Nýja bíói. Kvikmyndir Kvikmyndir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.