Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1984, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1984, Blaðsíða 2
50 DV. LAUGARDAGUR 8. DESEMBER1984. Breið- §íðan Undirheimalýöurinn í Kaup- mannahöfn hefur veriö aö færa sig upp á skaftið upp á síökastið. Svo viröist sem glæpamenn þar í borg veröi aö vera vopnaðir til að stunda iöju sína. Lögreglan hefur oröiö af því ærnar áhyggjur. Svo mikiö er tekið af ólöglegum vopnum að lögreglan er hreinlega aö kaffærast. Á síðasta ári jókst taka vopna af VOPNASKAKí KAUPMANNAHÖFN glæpamönnum um 50 prósent. Nú er ástandiö orðiö svo aö 20 stykki af ólöglegum vopnum berast lögregl- unniá degihverjum. Fyrir einu ári var nóg fyrir marga glæpamenn aö vera meö leikfanga- byssu til aö ná fram vilja sínum. En öldin er önnur nú. Afbrotamennirnir skjóta nú í staö þess aö ógna meö leikfangabyssum. Meöal þeirra vopna sem koma til lögreglunnar eru afsagaöar hagla- byssur. Einnig nokkuö af vopnum úr síöari heimsstyr jöldinni. Lögreglan segir aö á Vesterbro og í Kristjaníu sé lífleg sala á þessum varningi. Einn Walther með fullu magasíni kostar um 1000 krónur danskar. AUMINGJA PÓSTURINN Islenskir póstburöarmenn eiga mik- inn burö framundan nú þegar jóla- pósturinn skellur yfir. En það er kannski ekki ástæöa til aö vorkenna þeim því þeir í Ameríku eiga ekki sjö daganasæla. Þarernú veriöaödreifa verölistum frá tískuhúsunum þar í landi. Vogue listinn vegur 1,4 kiló og er upp á 704 síður. Þetta er ekki eini listinn því fjölmargir aðrir eru til dreifingar á sama tíma. Og þetta þarf pósturinn aö burðast meö um allar jarðir. VILLIMENN í KÍNA Kynóð kona, sem leit út eins og björn, rændi tibetskum smala og eign- aðist meö honum tvö börn eftir aö hún haföi þvingað hann til aö búa meö sér í möi'g ár i helli. Frá þessu var sagt i dagblaöi í Kanton í Kínanýlega. Sagan varö kunn í tengslum viö sýn- ingu sem þar stendur yfir um hina óendanlegu leit aö snjómanninum í Himalaja. Onnur saga segir frá því aö loöinn villimaöur hafi tekið til fanga konu og haldiö henni í tíu ár. Formaður villimannafélagsins i Kína hefur end- urnýjað tilboöiö um verðlaun til þess sem getur náð villimanni dauöum eða lifandi. Þeir eru taldir halda til á fjar- lægum f jallasvæöum í Himalaja. Sagan um kynóöu konuna gerðist 1964. Og þegar aumingja smalinn aö lokum slapp úr klóm konunnar reyndi hún aö elta hann. En það tókst aö skjóta hana og seir.na fundust. bömin en þau haföi móöirin drepiö áöur en hún veitti smalanurr eftirför. Mann- fræöingar, sem telju þessar sögur vera sannar, segja aö þessar loönu verur geti veriö eftirkomendur apa eða van- skapaöra manna. , '«WS85W. |K rV* ■ ■ ■ GORMASKÓR Eins og viö vitum er það nú oröið til siös aö finna upp á einhverju nýiu á hverju vori fyrir unglingana. Helst verður þaö aö vera eitthvaö sem selst grimmt. Viö munum eftir rúllubretti, hjólaskautum, breikinu. Nú er búiö aö finna út hvaö verður á boðstólum næsta vor. Þaö verður gormaskórinn, eöa eins og sumir kalla fyrirbæriö: Kengúruskórinn. Eins og lesandinn rennir í grun þá er gormur undir skón- um sem gerir þaö aö verkum að menn veröa óvenju fjaðurmagnaðir og léttir í spori. Við bíöum spennt og ekki síst eftir því hvernig yfirvöld taka þessu nýja fyrirbrigöi sem kaupahéönar eru aö undirbúa sig aö pranga inn á okkur. Skórnir eru nefnilega ekki hættulausir og ku vera auðvelt aö fótbrjóta sig í þeim. SÆNSKIR SVÍAR Hjá frændum okkar í Skandinavíu er ekki laust viö aö þaö örli á kynþátta- hatri. Þetta er vandamál sem viö hér á Islandi höfum ekki oröiö vör viö en ástæöan fyrir því er kannski einfald- lega sú aö hér eru ekki margir sem þaö hatur gæti bitnaö á. Annars staöar á Noröurlöndum beinist hatriö aöallega gegn útlendingum sem hafa komið þangaö til aö vinna. Þó viröist það sér- staklega beinast gegn þeim útlending- um sem eru þannig úr garöi geröir aö þeir hafa ekki sama húðlit og þeir inn- fæddu. Ameríkanar og t.d. Islendingar sleppa undan þessu af einhverjum ástæöum. Þannig er þaö nú og í þessum löndum hafa risið hreyfingar sem berj- ast gegn þessum útlendingum. Oft eru þær meö rætur sínar í nasisma. Þar tala menn um að í landinu eigi aö vera hin eina og sanna inenning sem borin er uppi af þeiin innfæddu. I Noregi er algengt aö sjá slagorð af þessu tagi, „Noregur fyrir Norömenn”, og í Svíþjóö eru til samtök sein heita Höldum Svíþjóö sænskri. Sænskir útlendingar í Svíþjóð hafa mótmælt þessu og nýlega birtust í blaöi, sem þeir gefa út, vangaveltur um það ef Sviþjóöyröi nú sænsk. ,,Þá mundu ekki bara kaffiö, kakó- ið, saltiö, kartöflurnar og margar kryddtegundirnar, sem upphaflega eru frá Perú, hverfa. Nei, Svíar ættu þaö yfir sér aö hafna aftur á víkinga- tiinanum og yröu aö leggja niöur tölu- kerfiö, því þaö er arabískt. Svo ekki sé minnst á rómversku töiurnar og þýsku prentlistina. Svíar yröu jafnvel aö faraaöritaá rúnaskrifmálinu. . . Því það er nú víst þannig aö ekkert land með menningu þróast án þess aö veröa fyrir áhrifum utan frá,” segja útlendingarnir í Svíþjóö. GLÆST HÓTEL Fyrir nokkru var dýrasta og íburöarmesta hóteliö opnaö í Svíþjóö. Þaö er Viking hóteliö viö Vasagötu í Stokkhólmi. Byggingarkostnaöurinn var aðeins 1200 inilljónir. Að utan lítur húsiö út eins og venjulegur hótel- klumpur í stórborg. En aö innan er ýmislegt sem gleöur augað. I kjaUaranum er t.d. TröUahellirinn með 1400 dropasteinum úr kristal hang- andi niður úr loftinu. Veggirnir eru klæddir með 60 tonnum af graníti. Reyndar ekki gufubaöiö sem er útbúiö meö speglum sem hægt er aö horfa út úr baðinu meö en ekki inn í þaö. Meö glerlyftu, sem er utan á húsinu, er hægt aö fara á veitingastað á efstu hæð. í loftinu þar eru 6000 ljósakrónur sem lýsa upp umhverfið fyrir gestina og mynda eins konar stjörnuhimin. Fyrir þá sem hafa áhuga kostar svítan rúmar 10 þúsund krónur. — Hvað segirðu? Ngja kúplingu? Ég er hrœddur um að þú gœtir fengið ágœtan bílístaðinn. . . BYGGINGAR- HRAÐI Það eru margir sem segja aö her- skylda íslendinga sé húsbyggingarnar sem aUa ætla aö sUga hér á landi. En byggingarhraöinn hér ku ekki vera mikill ef trúa á þessari sögu er Stefán Ingólfsson hjá Fasteignamati ríkisins sagöi í grein sem hann reit nýlega. „I fyrirlestri, sem Ota Sik, hagfræö- ingur Alexanders Dubchecks, hélt í tékknesa sjónvarpinu, fjallaöi hann meöal annars um þær ógöngur sem hann taldi aö byggingariðnaðurinn væri kominn í. Máli sínu til stuðnings benti hann á aö byggingartími fjölbýl- ishúsa væri heilir sex mánuöir. Lengri byggingartíma kvaöst hann ekki þekkja í Evrópu, jafnvel ekki í Rússlandi. Ota Sik taldi þetta glöggan mæli- kvaröa á vanhæfni þeirra aöferða sem Tékkar notuðu viö húsbyggingar og hvatti til breytinga. Um þaö leyti sem þessi gagnrýni var sett fram í kommúnistaríki meö staönaða stjórnarhætti, tók fimmfalt lengri tíma að reisa fjölbýlishús í' Reykjavík.” STAPPAR ÍSIG ENDALAUST Meö því aö boröa stööugt tekst HeUe Iversen, danskri aö uppruna, aö halda þyngd sinni. „Ef ég læt vera aö boröa einn dag lít ég út eins og beinagrind,” segir hún. Læknarnir hafa rannsakað hana hátt og lágt og ekki komist að því hvaö veldur. Hún er ekki hrjáö af sjúk- dómi sem hrjáir oft ungar stúlkur sem hafa megrað sig í hel. Hún er 39 ára og vegur aöeins 28 kUó, en samt veröur hún aö troöa í sig mat frá morgni til kvölds. Morgunmaturinn hjá henni einn daginn var ekki svo ýkja mikiU. Hún át 3 harðsoðin egg, tvær brauö- sneiðar meö áleggi og þykku lagi af smjöri. I hádegismat borðaði hún sex brauö. I kvöldmat át hún 1 kíló af • vínarsnitzel með miklu af kartöflum og grænmeti. Þar að auki drakk hún fjóra lítra af gosi, einn lítra af rjóma, át marsipan- köku, átta kremboUur og 36 rjóma- súkkulaði. Geri aörir betur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.