Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1984, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1984, Side 4
DV. LAUGARDAGUR 8. DESEMBER1984. ' * . * *'• :■- ■: "• $ ■ ** -v\ ■ ■ ■■■■.;■ Þaö er óhætt aö segja aö hundagangur hafi orðið í öskj- unni þegar fréttist að Reykja- víkurborg ætlaöi að leyfa tak- markað hundahald í fyrsta sinn í manna minnum. Allir vita að talsverður fjöldi hunda hefur hafst við í borginni þrátt fyrir boð og bönn og „hundamál” hafa öðru hvoru skotið upp loðnum kollinum á síðum blaðanna; meira að segja borist til útlanda, þarlendum ýmist til athlægis eða hneykslunar. Nú var tækifæri til að halda hund á löglegan hátt og fjölmargir hundaeigendur gripu vitaskuld gæsina og sóttu um leyfi fyrir hvutta. I síðustu viku afgreiddi borgarráð svo sautján fyrstu umsóknirnar og fátt er því til fyrirstöðu að þeir sautján hundar taki brátt að spóka sig á götum bæjarins, óhræddir við borðum prýdda, svartklædda lag- anna verði. Leyfi til hundahalds er aö sjálfsögðu háð ströngum skilyrðum um hreinlæti og snoturt hjartalag hundsins, auk þess sem greiða þarf fyrir gustukina, en sannfærðir hundaeigendur setja slíkt ekki fyrir sig. Þessir sautján fyrstu löglegu hunda- bændur í Reykjavík voru allir í sjöunda himni þegar Helgarblað- iö ræddi við þá og hundarnir voru flestallir viljugir að láta mynda sig. Enginn þeirra skoraðist und- an þegar á reyndi. Það má taka það fram að enda þótt hundaeigendurnir fái að sjálfsögðu í hendur númeruð skírteini til vitnis um lögleika hundsins þá eru þessir sautján fyrstu hundar alls ekki númer 1— 17. Ákveðið hefur verið að draga um númer og verður strax í byrj- un dregið úr eitt hundrað númer- um. Þetta þykir sumum hunda- eigendum súrt í broti þó aðrir láti sér það í léttu rúmi liggja. Ástæðuna fengum við að heyra hjá Gunnari Eydal, skrifstofu- stjóra borgarstjórnar. „Við vitum öll um hysteríuna sem fylgir bílnúmerum,” sagði Gunnar. „Við vildum einfaldlega koma í veg fyrir slíkt með því að draga út númerin handa hundun- um. Þaö er ástæöulaust aö fólk taki of miklu ástfóstri við númer hunda sinna.” Á næstu síðum birtum við myndir af hundunum sautján og eigendum þeirra. Eigendurnir voru beðnir að lýsa hundum sín- ut stuttlega og orð eins og „blíð- ur, trygglyndur, góður félagi” voru algengust; allt eru það eiginleikar sem fólk hefur oftast tengt hundum. Það vekur athygli að af sautján hundum eru sjö kallaðir „poodle”hvuttar og ég hef tekið mér það bessaleyfi að kalla þá jafnan „púðluhunda”. Það er að vísu Ijótt en skömm- inni skárra heldur en „púddul- hundar”. En úr því að þessir smáhundar virðast svo algengir hér í borginni er rétt aö hvetja menn til að finna þeim almenni- legt íslenskt nafn. Og aö lokum: hvaö dvelur orm- inn langa? Hvar er tíkin sem kom þessu öllu af stað? -IJ. Texti: lllugi Jökulsson Myndir: Allir Ijósmyndarar DV! TÓBÝ Tóbý er tveggja ára gamall púðluhundur sem raunar fæst ekki viðurkenndur af hunda- ræktarfélaginu vegna þess að hann er tvílitur: svartur og hvítur. Engu aö síður er þetta hinn besti hundur, segir eigand- inn, Guömundur Sævar Magnús- son: „Hann er frjálslegur og skemmtilegur, alveg laus við grimmd og heyrist aldrei í honum bofs.” HUNDAi BACCO Margrét S. Einarsdóttir er eigandi púðluhundsins Bacco og hún sést hér ásamt hundinum og manni sínum, Atla Pálssyni. Bacco er karlkyns, nafnið er komið frá Spáni og hundurinn er nú fimm ára gamall. „Hann er skapgóð- ur, trygglyndur og einstaklega góður félagi,” sagði Margrét. Hún hafði hins vegar nokkrar áhyggjur af myndatökunni því Bacco væri „ekki búinn að fá jólaklippinguna sína”. SNÆLDA Snælda er „blanda af öllum and- skotanum”, að sögn Kjartans Stefánssonar, sonar Stefáns Aðal- steinssonar sem skráður er fyrir tík- inni. Hún er sex til sjö ára, „mjög vingjamleg við alla, lífleg og senni- lega nokkuð skynsöm.” 1 Wm | / Jgi I ' :' Jyflf t |1||

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.