Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1984, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1984, Síða 5
DV. LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1984. 53 TÍTLA Lárus og Signý Jónsson eru eigendur Títlu, tíkar af skosk- íslensku kyni, sem hér sést ásamt þeim hjónum og yngsta syni þeirra, Lars Ivari. Títla er 3ja ára síðan í ágúst, hún „er góð, gæf og yndisleg”, sagði Signý, „en ekki nema miðlungi velvið ókunnuga”. MOLLÝ Björn Þórhallsson, annar varaforseti ASI, er eigandi Mollýjar. Mollý er púðluhundur og enn á fyrsta ári. Stoltur eigandinn lýsti því yf ir, er leyf ið var veitt, aö hún væri „full af góðvild, tryggð og hlýju”. LUKKA Þórður Gíslason er eigandi Lukku sem er tveggja ára gömul og, að sögn eigandans, líklega af rússnesk-skoskum ættum. „Hún er mjög blíð og skemmtileg eins og hundur á aö vera,” segir Þórður sem situr til vinstri á myndinni. Til hægri er faðir Þórðar en Lukka situr í miðið. GLOI Gunnar Már Pétursson er eigandi „golden retriever” hunds sem kallaður er Glói. Glói er 2ja ára og að sögn Gunnars „einstak- lega vingjarnlegur gagnvart jafnt kunnugum sem ókunnug- um, jafnvel um of gagnvart hin- um ókunnugu. Hann er einnig mjög barngóður enda er „'golden retriever” svokallaður „family dog”.” Á myndinni sést Glói ásamt dóttur Gunnars, Margréti. SARA Sigríður Karlsdóttir á tíkina Söru sem er labrador-hundur með eitthvað af aðskotablóði í æöum sér. Sara er að verða tveggja ára, hún er „heimarík og mikill varðhundur”, segir Sigríður, „og afskaplega skynsöm”. TINNA Kristborg G. Aðalsteinsdóttir varð fyrst allra til þess aö sækja um leyfi fyrir hund í Reykjavík og þaö hefur nú skilaö þeim árangri að Tinna hennar telst löglegur borgari í bænum. Tinna er púðluhundur, tæplega fimm ára gömul. „Við erum öll hér á heimilinu ánægð með hana,” sagöi Kristborg. „Þarf að hafa fleiri orð um það? ” LAPPI Lappi heitir hundur Einars B. Eymundssonar og eru þeir félagar að skeggræða ein- hver mál á með- fylgjandi mynd. Lappi er 3ja blendingur með mikið collie-blóö í æðum; hann er sagður „ósköp geðgóður og ekk- ert áreitinn”. KUBBUR Guðni Olafur Brynjólfsson á einn hinna sautján hunda, púöluhundinn Kubb. Kubbur er orðinn 4ra ára og er „geðug skepna. Hann er vinalegur og geltir alls ekki, sem ég vil þakka geldingu þegar hann var ársgam- all,”sagði GuöniOlafur. i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.