Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1984, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1984, Page 6
54 DV. LAUGARDAGUR 8. DESEMBER1984. MONSA Monsa er púöluhundur, líkast til kynhrein þó eigandinn, Guðmundur Ragnarsson, hafi ekki séö ástæöu til aö ganga úr skugga um þaö. Monsa, sem á myndinni er í fangi dóttur Guðmundar, Ernu, er fimm ára um þessar mundir, sögð „mjög góö og blíö og mannelsk”. TRYNA, HIN FYRRI I hópi þeirra sautján hunda sem fyrstir fengu leyfi eru tvær tíkur sem báöar heita Trýna. Fyrir annarri þeirra er skráöur Arnór Sveinsson en raunverulegur eigandi er dóttir Arnórs, Hanna María. Tíkin er þriggja ára kynblendingur og var eitt sinn kærö fyrir lögreglunni, „en þaö var vegna misskilnings,” segir eigandinn. „Hún er tortryggin viö ókunnuga en hefur aldrei bitið neinn. Og viö okkur er hún trygg og góð.” Sekt var greidd vegna Trýnu og nú er hún sem sé orðinn löglegur íbúi Reykjavíkur. PAni Sara Siguröardóttir er skráð fyrir púöluhundinum Patta sem sést hér á myndinni í fangi sonar hennar, Smára. Patti er þriggja ára ; „skapgóður og elskulegur”, aö sögn eigenda. HRINGUR Hringur heitir eollie-hundur einn sem skráöur er lögleg eign Katrínar Há- konardóttur. Hann er oröinn fjögurra ára gamall og sést á meðfylgjandi mynd milli þeirra Katrínar og dóttur hennar, Sonju Elídóttur (t.h.). Katrín segir Hring vera „mikinn varðhund, mjög elskan af fjölskyldunni og geysi- legafallegan.” HÓMER „Hómer er gáfaður, mjög dyntóttur og umfram allt mjög fallegur,” sagði Bjarni Þórarinsson um hundinn sinn. Hómer er hreinræktaður eollie, eöa lassie-hundur og varö þriggja ára þann 13. september. TRÝNA, HIN SÍÐARI Asthildur Guömundsdóttir er eigandi og ábyrgðarmaður ann- arrar tíkurinnar úr 17 hunda hópnum sem ber nafnið Trýna. Þessi Trýna er fimm ára og af skoskum og íslenskum ættum — „hún er einstaklega blíðlynd, mjög trygg og vingjamleg”, seg- ir Asthildur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.