Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1984, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1984, Qupperneq 9
DV. LAUGARDAGUR 8. DESEMBER1984. 57 Asta Nielsen átti sérlega auövelt með að lifa sig inn i og túlka þær persónur er hún lék hverju sinni. Hér getur hún vart hamið tilfinning- arnar i Engelein sem leikstýrt var af eiginmanni hennar, Peter Urban Gad, árið 1913. Asta var eini kvikmyndaleikarinn sem hægt er að segja að hafi notið alþjóðahylli fyrir 1914. Úr Fantömas sem leikstýrt var af Louis Feuillade. Skáldin Guillaume Apollinaire og Max Jacob stofnuðu sérstakan Fantömas-aðdáenda- klúbb sem hvorki André Breton né Louis Aragon komust i. Fantömas var fimm þótta lauslega tengd seria sem byggði á verkum Pierre Souvestre og Marcel Allain. Úr mynd Victor Sjöström, Ingeborg Holm, gerðri 1913. Sjöström kvik- myndaði einnig leikrit Jóhanns Sigurjónssonar, Fjalla-Eyvind, árið 1917. Kafbátahernaður fyrrri heimsstyrjaldarinnar kom í veg fyrir að myndin væri tekin á íslandi og fóru upptökur fram í Lapplandi. Þess má geta að Jóhann seldi kvikmyndaréttinn að leikritinu fyrir 800 sænskar krónur. Samantekt: Gísli Friðrik Gíslason fyrsta gamanmyndin. Hún sýnir garð- yrkjumann sem er að vökva garðflöt, og er leiksoppur stráks er stígur á vatnsslönguna hjá honum. Þegar garð- yrkjumaðurinn rýnir svo í slönguna lyftir strákur löppinni. Lög og regla komast hins vegar á i lok myndarinnar þegar strákur fellur á eigin bragði. All- flestar síðari tíma gamanmyndir stældu svo þessa efnisuppbyggingu L’Arroseur Arrosé, þ.e. að láta at- burðarásina enda í jafnvægi eða á far- sælan hátt. Spaugið var einnig ráðandi í myndinni La Charcuterie Mécanique þar sem svínsskrokkur sést fara í gegnum pylsugerðarvél og er samsett- ur á nýjan leik með því aö sýna mynd- ina afturábak. En þessar myndir sýndu fyrst og fremst þaö borgaralíf og þá borgaralegu hugsun sem fram- leiðendur þeirra voru sjálfir sprottnir uppúr. Árið 1898 gat fyrirtæki þeirra Lumi- ére-feðga boöið upp á eitt þúsund stutt- ar myndir. En samt haföi Louis Lumi- ére ekki meiri trú á fyrirtækinu en skransölu og hermir sagan að hann hafi eitt sinn sagt við starfsbróður sinn, Georges Méliés, að kvikmyndin ætti enga framtíð fyrir sér. Lumiére, leit fyrst og fremst á sig sem framleið- anda með iönaðarvöru sem kvikmynd- in gæti auðveldað honum að auglýsa og selja. Alla vega hætti hann afskiptum af kvikmyndum og seldi Charles Pathé þann hluta fyrirtækisins er hafði með kvikmyndir að gera. Luiniére, sem endaði ævina í vellystingum á Rivíer- unni, var ekki aðeins brautryðjandi á sviði heimildakvikmynda, sem stutt- myndir hans verða að flokkast undir, heldur hafði hann gefið forsmekkinn að gamanmyndum og auglýsingaiðn- aöinum síðar meir. Töframaöurinn Meliés Þegar Nikulás II Rússakeisari heimsótti Frakkland árið 1896 kepptust fjögur fyrirtæki um að kvikmynda heimsóknina. Tvö þeirra eru þekkt um allan heim, Gaumont og Pathé, og hin tvö voru stefnuvaldar á fyrstu árum kvikmyndanna, Lumiére og maðurinn sem oft hefur verið nefndur sem and- stæða hans, Georges Meliés. Meliés starfaði alla sína ævi sem sjónhverf- ingamaður og upphaflega vakti kvik- myndin áhuga hans sem hugsanleg aukaskemmtun við töfrabrögðin. Það var svo áriö 1897 að hann reisti fyrsta upptökusalinn sem stóö undir því nafni og þar voru yfir þúsund myndir fram- leiddar næstu sextán árin. Vendipunkt- urinn í lífi Meliés varð á vordegi einum í París árið 1898 þegar hann var að kvikmynda umferðina hjá Place de l’Opera. Filman festist í vélinni en um- feröin fyrir framan hann hélt áfram. Meliés losaði síöan filmuna og kláraði, fór heim og framkallaði hana. Þar komu undarlegir hlutir í ljós. Á þeim stað þar sem filman heföi fest breytt- ust konur í karla og strætisvagn í lík- vagn. Öafvitandi hafði Meliés uppgötv- að tvær af helstu brellum kvikmynda- sögunnar, það að taka ramma ofan í ramma og möguleikann á samruna myndskeiða. Ein vinsælasta mynd hans var Le Voyage dans la Lune, gerð •í vísindaskáldsögustíl þar sem stuðst var við leikmyndagerð leikhúsa ann- ars vegar og mannmyndunarfræði hins vegar (þ.e. hlutir voru yfirfærðir í mannsmynd, eins og karlinn í tungl- inu). En þrátt fyrir aö viðfangsefni Meliés hafi spannað sviö ævintýra og vísindaskáldsagna, þar sem myndrænt ímyndunarafl og tæknibrellur fengu að njóta sín, gaf það litla hugmynd um hvernig hægt var að beita kvikmynd- inni sem sjálfstæðum miðli og enn síð- ur þróun og framför þessa listmiðils. Ekki hjálpaöi það Meliés heldur að bandarisk fyrirtæki, sem voru í mun betri aöstöðu til að dreifa kvikmyndum sínum, voru í stórum stíl farin aö stela og útfæra hugmyndir hans. Meliés varð því öreigi á svo til einni nóttu. Ár- ið 1909 var hann forseti alþjóðasam- bands kvikmyndaframleiðenda, árið eftir varð hann að framselja dreifing- arrétt sinn í hendur Pathé, sem nú hafði framleiöslu Meliés í hendi sér, og árið 1913 var hann úr sögunni. Þá þeg- ar var oröiö ljóst að litlir framleiöend- ur eins og hann gátu ekki keppt við stórar samsteypur sem höfðu dreifing- arhagsmuni í heilu heimsálfunum. Myndir Meliés voru undir sterkum áhrifum f jölleikahússins, þær studdust við tilbúnar sviðsmyndir og voru oft of- hlaðnar ýmsum sjónhverfingum þar sem staðsetning tökuvélarinnar og sjónarhorn voru stööugt hið sama. Sé A la Conquéte du Pole, sem hann gerði árið 1912, borin saman við þaö sem D.W. Griffith og Chaplin voru að gera á sama tíma, koma þessir gallar ber- legaíljós. Að lokinni fyrri heimsstyrjöld töldu flestir að Meliés væri látinn en einhver rakst á hann árið 1928 þar sem hann rak litla leikfangaverslun í nágrenni Montparnasse-brautarstöövarinnar. Um síðir var komið á laggimar sjóði sem gerði honum kleift að framfleyta sér sómasamlega rétt utan við París sar til hann lést árið 1938. Meliés var fyrsta fómarlamb kvikmyndasam- steypanna og fyrsti maöurinn til að sýna fram á að kvikmyndin gæti verið, næstum í bókstaflegri merkingu, töfra- lampi. Aðrir franskir brautryðjendur Mun happasælli en Meliés og meiri áhrifavaldur á þróun hins nýja iðnaöar var Charles Pathé en ásamt Ferdinand Zecca stofnaði hann til fyrstu sam- vinnu framleiöanda og leikstjóra. Zecca hafði orðið fyrir áhrifum frá breskum leikstjórum, eins og Georg A. Smith, en þeim síðamefnda hefur ver- iö eignaö þaö aö hafa orðið fyrstur til að beita listrænni klippingu (montage) og að skeyta saman ósamhangandi myndskeiðum í myndræna hugsun. I upptökusal Zecca í nágrenni Parísar vom framleidd jafnólík verk og Les Victimes de l’Alcooiisme sem Gérard Bourgedis leikstýrði áriö 1902 eftir fjögur hundruð blaösíöna skáldsögu Émile Zola og tók fimm mínútur í sýn- ingu og flokkur farsamynda sem í lék fyrsta stjarna þöglu gamanmyndanna, André Deed. Fyrirtæki Pathé stækkaði og tókst að aölaga sig markaðinum svo vel að árið 1914 var það oröiö hið stærsta sinnar tegundar í heiminum. Ekki síst var það að þakka Max Linder er leysti Deed af sem aðalgamanmyndaleikar- ann. Linder þótti sýna glæsilega og ag- aða framkomu í myndum eins og Max Professeur de Tango, gerðri árið 1912, og Voyage de Noces en Espagne, gerðri sama ár. Hann hóf gaman- myndina upp úr einföldum eltinga- leikjum og oft fíflalátum með því að leggja áherslu á fágað látbragð og ríka andlitstjáningu en þessir tveir þættir fóru oft saman síðar í þekktustu bandarísku gamanmyndum þögla tímabilsins. Slæm heilsa hélt honum frá herþjónustu í fyrri heimsstyrjöld- inni en þess í stað lék hann í nokkrum áróðurskvikmyndum. En þessi slæma heilsa, ásamt þunglyndisköstum og dreifingarvandamálum í Bandaríkjun- um, leiddi hann aö lokum til sjálfs- morös árið 1925. Menningarlegur áhugi á kvikmynd- um vaknaði snemma. Sociéte du Film d’Art stóð fyrir kvikmyndaútfærslum á þekktum gullaldarverkum frá og með árinu 1908 þar sem þekktir fransk- ir leikhúsleikarar voru fengnir til aö gefa kvikmyndunum menningarlegt yfirbragð og um leið gæðastimpil. Pathésamsteypan gleypti fljótt þessa hugmynd og hóf framleiöslu kvik- mynda á svipuðum grunni áriö 1909 og átti þetta stóran þátt í því að árið 1914 var hlutdeild samsteypunnar á Banda- ríkjamarkaðinum hehningi meiri en þarlendra dreifingaraöila. Það var fátt sem Pathé hagnaöist ekki á. Meðal annars lét samsteypan yfirfæra í myndrænt form vinsælar afþreyingar- i bókmenntir svo úr varð heil þáttaröð af dramatískum spennumyndum eins og The Perils of Pauline sem uröu geipivinsælar. Árið 1913 matreiddi Louis Feuillade þessa þáttaröð á súrrealískan hátt í Fantomas. Þar fer saman bölsýnishúmor og draumsýnir í margflókinni atburðarás þar sem sögusviðiö er framtíðin. Og skáldin Guillaume Apolliiiaire og Max Jacob stofnuðu sérstakan Fantomas-aðdá- endaklúbb þó að þeir tveir væru í raun einu meölimir hans. Norðurlönd og Ítalía Fyrir heimsstyrjöldina fyrri voru Frakkar leiðandi í kvikmyndagerð í Evrópu en ekki langt á eftir komu Dan- ir. Árið 1906 stofnaði fyrrverandi sirk- us- og spilavítiseigandi, Ole Olsen, dreifingarfyrirtækið Nordisk Films. |Fyrirtækið hóf líka fljótt framleiðslu fréttamynda, líkt og Pathé hafði staöið fyrir, og stældi einnig framleiðslu Soci- éte du Film d’Art. Ariö 1910 færði það enn út kvíamar, aðallega í Þýskalandi, þar sem það opnaði kvikmyndahús. Árið 1913 var árleg framleiðsla Nord- isk Films orðin 370 myndir og fyrirtæk- ið var orðið annað stærsta sinnar teg- undar í heiminum. Velgengni sína átti það ekki sist aö þakka söng- og leik- konu einni, Asta Nielsen. Sé hægt að segja að einhver einstakur kvik- myndaleikari hafi notið alþjóðahylli fyrir fyrri heimsstyrjöld þá var það Asta Nielsen. Frægðina hlaut hún aðal- lega fyrir leik sinn í myndunum Af- grunden, gerðri áriö 1910, og Engelein, gerðri þremur árum seinna. Hæfileiki hennar til aö lifa sig inn í og tjá tilfinn- ingaástand þeirra kvenna er hún túlk- aði hverju sinni og skilningur hennar á hugsunarhætti og lífsviðhorfum milli- stéttarpersóna var í miklum metum hjá þýskum áhorfendum. Sterk leik- húshefð ásamt sviðsvönum leikurum, sem voru reiðubúnir aö spreyta sig í kvikmyndum, gaf kvikmyndaiðnaðin- um á Norðurlöndum forskot á keppi- nauta annars staðar. Áhugaverðustu leikstjórar þessa tímabils störfuðu í Svíþjóö. Victor Sjö- ström haföi starfaö viö leikhús áöur en hann sneri sér að kvikmyndum árið 1912. I fyrstu myndum hans birtust þegar þau einkenni er hafa síðar þótt greina sænskar kvikmyndir frá öörum, afar þrunginn dapurleiki en þar sem alltaf öðru hverju birtir yfir, jafnframt því sem náttúruöflin gegna stóru hlut- verki og eru oft örlagavaldur. I mynd hans, Ingeborg Holm, geröri árið 1913, er sögð saga ekkju sem neydd er til aö selja börnin sín og er send í þurfa- mannahús þar sem hún bilar á geði. Undir lokin nær hún svo endurfundum viö eina eftirlifandi bam sitt. Þurfa- inannahúsiö, þar sem Ingeborg er haldið, og býlið, sem hún finnur barn sitt á, eru umgjörð táknmynda eöa lík- inga, likt og hafið í Terje Vigen, gerðri árið 1916, þar sem Þorgeir í Vik býður hafnbanninu í Napóleonsófriönum byrginn því fjölskylda hans sveltur. Undir hinum yfirskilvitlega drunga er næm vitund á samfélagslegu óréttlæti, h'kt og í verkum leikritsskáldanna Ib- sens og Strindbergs. Starfsbróðir Sjöströms, rússneski gyðingurinn Mauritz Stiller, vann ekki með ósvipað efni og oft meö sömu leik- ara en afraksturinn varð allt annar. Thomas Graal’s Best Film, gerð árið 1917, er kvikmynd um kvikmyndagerð þar sem áhersla er lögð á jafnvægi og háö. Stiller sparaði tilfinningalegar út- hellingar en lagði þess í stað ofur- áherslu á tæknihliðina. Um Arne’s Treasure, sem hann gerði árið 1919, sagði þýski kvikmyndaleikstjórinn F.W. Murnau eitt sinn, að þar færu saman myndræn kvikmyndataka og listræn klipping í þá fullkomnun sem kvikmyndin gæti náð. Bæði Sjöström og Stiller reyndu fyrir sér í Bandaríkj- unum en með misjöfnum árangri eins og síðar mun koma í ljós. Meginvandi kvikmyndaiðnaöarins á Norðurlönd- um varð er fram í sótti að halda í sína bestu leikara og leikstjóra. Annað þýðingarmikiö framlag fyrir þróun kvikmyndanna fyrir fyrri heimsstyrjöld kom frá Italíu þar sem bæði samtíma- og gullaldarverk voru kvikmynduö i stórfenglegu óperu- formi. I Cabiria, gerðri árið 1914 og leikstýrðri af Giovanni Pastrone, var ýmist kvikmyndaö í upptökusölum eöa í eölilegu umhverfi. Kvikmyndavélin var þá gjaman látin með láréttri hreyfingu fylgja persónunni eftir. Þama var ofin saman saga einstakl- ings og stórsögulegra atburða en slíka aðferð átti D.W. Griffith eftir að nýta sérsíðar meir. Þegar árið 1918 var búið aö móta margar þær meginleikreglur sem kvikmyndaiðnaðurinn hefur fylgt síð- an. Stórar alþjóðlegar samsteypur, eins 'og Pathé, vom komnar fram á sjónarsviðið og framleiddu gaman- myndir, dramatiskar myndir, spennu- myndir og heimildarmyndir í formi fréttamynda. I mótsögn viö kvik- myndatökur í upptökusölum, líkt og Meliés byrjaði á, fóm myndatökur fram í eðlilegu umhverfi, a la Lumiére, og menn vom farnir aö gera sér grein fyrir því hve vel til þess fallin kvik- myndin var að segja sögu einstaklings í sínu rétta eða sögulega umhverfi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.