Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1984, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1984, Blaðsíða 11
DV. LAUGARDAGUR 8. DESEMBBR1984. 59 BLÝHAUSIM - EFTIR FRIÐRIKIMIIMDASOX Rennilegur dökkur skrokkurinn klýfur náttmyrkrið án mótstöðu. Þögull, glans- andi. Kjölfar hans tætir kyrrðina sundur og saman í taktfastri hrynjandi vélardrun- anna. Pústflækjur? Steypubandið rúllar endalaust undir breiða, grófskorna barðana. Krómfelgur? Grænleitt blik mælaborösins lýsir upp tvö andlit innan skrokksins. Föl andlit, augu þeirra tóm, opin án þess að sjá, horfa án þess aö skynja. Steypubandið hiö eina sem nær að þrykkja sér niöur í undinneð- vitundina. Leiðán endaloka. Þokuslæöur leggur yfir veginn. Skrokk- urinn þeytir þeim til og frá. Trylltur dans þeirra á vélarlokinu kveikir líf í augum stúlkunnar. „ Guð, eigum við ekki að slá af. Við verðum að slá af,” öskrar hún. Engin viðbrögð. „Viö drepum okkur ef við sláuin ekki af.” Röddin er næstum biöjandi, þynnist út í hvískur. Langir fíngerðir fingur stúlk- unnar, með blóðrauðum nöglum sem lýsir af í grænleitu blikinu, læsast uin upphand- legg rnannsins. Hrista hann til. Þaö umlar í honum. „Þúverður, þúverðurað. . . ” Snögglega grípur hann þykkri hendi um slétt dökkt hár stúlkunnar og keyrir hnakka hennar aftur. „Hættu þessu væli. Við verðum að fara hraðar. HRAÐAR. Hraöi er allt sem þarf,” urrar hann. Höndin sleppir takinu á hári stúlkunnar og þreifar niður á milli fóta mannsins, að flöskuhálsi sem klemmdur er í klofinu. Þykk höndin strýk- ur niður flöskuhálsinn, lyftir honum upp að þunnum vörum. Maöurinn teygar stór- um og grýtir svo flöskunni aftur í skrokk- inn. ,,Eg er orðinn leiöur á að drekka þetta sull. Gerðu línur á mælaborðið. Stórar feit- ar línur,” skipar hann stúlkunni. „Ekki meira, guð ekki meira,” hvíslar hún en orðin kafna í vélardrununum. Hann grípur aftur um hár hennar og öskrar: „Gerðu línumar, helvítis tíkin þín.” Stúlkan tckur lítið glas úr öðrum hliöar- vasa leðurjakka síns. Hellir úr þvi á inæla- borðið. Það glitrar á kirstallana i grænu blikinu. Fíngerðir fingumir leita að rak- vélablaði í hinum vasanum. Finna þaö. Hún heggur, skefur. Heggur, skefur. Myndar tvær línur úr kristöllunum og rétt- ir manninum svo upprúllaðan þúsund kall. Hann beygir sig fram og sýgur í báðar nas- irnar. Höfuð hans kippist aftur, handleggirnir stífna á stýrinu. Skrokkurinn tekur kipp er bensingjöfin er kýld í gólf ið. „Hrrrrrraði er allt sem þarf.” Orðin spýtast út milli vara hans. Augu hans dofna aftur, lífið fjarar úr þeim, tóm, opin án þess aö sjá, horfa án þess að skynja. Sjáöldrin á stærð við krónupeninga. Suð- bylgjurnar leggur frá gagnaugunum og aftur í hnakka. Heili hans nemur ekki ann- að. Það slaknar aðeins á stífum vöðvum hans. Værð kemur yfir innvið skrokksins. Hjörtu þeirra beggja slá aftur í takt viö hrynjandi vélardrunanna. Þokan þéttist. Brátt er hún orðiti mjólk- urhvítur veggur sem gular tungur ljós- anna ná vart að brjótast í gegnum. Eitt augnablik leiftrar á stórt rautt skilti sem iiverfur svo í vegginn. Stúlkan kippist við. „Hvaö var þetta?” spyr hún og snýr sér aö inanninum. Engin viðbrögð. „Hvaö var þetta?” kallar hún hærra og hristir hann til. „Hvað?” „Skiltiö.” „Skiltiö?” Hann snýr sér aö henni: „Ertu nokkuðaðkoksa á þvi?”spyr hann. „Stoppaðu. Það er eitthvaö hérna. Stoppaðu,” biður hún hann. „I helviti. Náðu í aðra flösku aftur i. Þetta reddastallt. Viðnáum....” Stúlkan öskrar, langt ómannlegt óp um leið og rennilegur skrokkurinn skellur á öflugri stálkeðju sem strengd er þvert yfir steypubandið. Stólparnir sem halda keöj- unni rifna upp og hverfa á eftir skrokknum út i tómið. Öskrið fjarar út og drukknar svo í sprengingu sem slær gulrauöum bjarma á mjólkurhvítan vegginn. Bálið fjarar fljótlega út. Það snarkar i því í stuttan tíma. Þögn leggstyfirsvæöið. -FRI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.