Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1984, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1984, Qupperneq 13
DV. LAUGARDAGUR 8. DESEMBER1984. 61 Nylonsokka, silkiföt og sídra kjóla prjál né varalit og vindlinga og vínsins gullnu skál. ” I þessum heftum rekst maöur á ! textum ýmissa frægra laga. Hér er ein a texta lagsins um Lily Marlene: ,,Að baki hinna bláu fjalla bíður ástin mín, ég mun koma aftur heim, er vor í dalnum skín. Einmana égþrái og hugsa um þig, þá hvíslast á mín kvedja og þrá. ég kem, þú elskar mig ég kem, þú elskar mig. ” ■ : . Kvensamur svallari önnur textaþýðing er textinn Jón-O^Jón. Á enskunni hét hann víst Jack, Jack, Jack. Þar er kominn texti sem er ef til vill dæmigeröur fyrir dægurlagatexta, sem fjalla um kvensama svallarann: ,,Hefurdu séð hann Jón-Ó-Jón? Jón er bcejarins erkiflón. Samt er hann krœfasta kvennagull. kjaftfor, en talar samt eintómt bull. Jón-Ó-Jón. Cu-cu-tu gu-ru-du Jón-Ó-Jón. Cu-cu-tu gu-ru-du Jón-Ó-Jón. Cu-cu-tu gu-ru-du JÓn-Ó-JÓn. ” Textinn gengur allur út á þaö hve Jón sé duglegur í kvennamálum. „Kvenfólkið sem að sér hann Jón, sárlangar til að verða hjón. Astfangið þyrpistþað um hann Þennan hjólfœtta Don-Juan. ” Jón-Ó-Jón og svo framvegis. I textanum um Dísu í Dalakofanum gægist tískan og tíöarandinn fram. Árið 1959 má sjá textann I landhelginni sem endurspeglar þaö sem er aö gerast i þjóömálum: „Þó þorskurinn sé ekki skepna skýr hann Skömm hefur Bretanum á.” segir í texta og hann endar; „Jnnan viötólf milur” gómum „viöþá.” . Annar texti sem minnir á tíöarandann er Bítilæði eftir Omar Ragnarsson. Svona hljóðar fyrsta erindið: Það sprettur vel! Úúúú:,: „í fyrra, þá var ég bara feiminn og ósjálegur fýr en ég brcyttist ognúer ég sem nýr. líítlarnir komu. fíreytturég er. Nú get ég bitið l hárið á mér. fíltilœði, fíítiU'rceði, BUiUög og Bttilkcceði. Bítitbuxur, Ritiltreyjur. Það vántar ekkert nenia fíitilbteyjur. ’' 1 gömlum texta sem heitir Út úr bænum er komið aö kjaraskerðingum. Sigiidu vanda- máli: ,,Ertu kannski hreint að kafna undir kjaraskerðingum, og þérgengur seint að safna fyrir surnurn víxlunum. Ftýttu þér héðan, burt úr ba num einutn grtvnum. ts&gnBm Osagt skal látlð raunhæf þessi hversu ; ' En Jón viröist hafa fæst þaö sem prýða má einn karlmann þrátt fyrir kvenhyllina, kannski baraeitt? „Geturðu sagt, hvað þœrsjá við hann, svona lítinn og rangeygan Er það skeggið á efri vör? Eða líkamans mikla fjör?” Og í lokaerindinu er sagt frá afleiðingunum ef hann vill ekki stúlkurnar: ■i\:; „Hrökklist hann inn á Hótel Borg, heimasœturnar reka upp org. Og komi hann ekki eins og skot, allar saman þœr falla í rot. ” Bítilbleyjur Fleiri góðkunnir textar en þeir framan- greindu eru þýddir upp eftir erlendum. Dæmi um það eru til dæmis I.uktar-Gvendur sem heitir The old lamplighter á frummálinu. Rokk-Calypsó í réttunum Vettvangurinn i þessum gömlu textum er mjög gjaman sveitirnar. Dísa í Dalakofanum er auðvitað ekki þéttbýlismær. Þær eru þaö heldur ekki í Rokk-Caiypso í réttunum: Þar er hins vcgar fjallaðumbreytingarnar ísveitunum: „Já, margl varöðru vísi áður fyrr í sveitum. Þá dönsuðu menn ra l í réttunum ” En nú erþað rokkið: ..Og hcimasa turnar, feimnar og hýreygar, þœr sátu í söðluniim og sviptu upp pilsunum, nú aka írokkbuxum í rússajeppunum með eld í augunum og dansa Rokk-Catypsó í réttunum. ” Vettvangur dægurlaganna er einnig, fyrir utan sveitirnar, oft á fjarrænum stöðum: ,.Ég sá þig siðast um kvöldá Kapri” Astin er auðvitað eitt vinsælasta yrkísefni í dægurlögum allra tima. Fyrsta erindið i laginu , ,Svo óralangt burt f rá þér ég er’ ’ sannar þaö: „Tárin falla á fölnað blað sem að fékk ég heiman að, þar stendur: „Komdu fljótt og fyrirgefðu mér. ”” Hvitu mávar, sem ósjaldan hefur heyrst í útvarpinu, erástarljóö: „Handan við hafdjúpin bláu httgtir minn dvelur hjáþér. Ég bið aðþú kornir og kyssir kvíðann úr hjarla mér. ” Ó væri ég aftur oröin mey Yfirleitt er nú ekki farið nákvæmlega út í afleiðingar ástarinnar. Undantekning frá þvi er i textanum „Þaö hrygga fljóö,” textinn eftir Jón SigurÖsson: ,,Ö vœri ég aftur orðin mey en aldrei svoddan skeður. nei Fyrr munu háfar hlaupa á tand en heimti ég afturjómfrúrstand. ” Textinn við „Kenndu mér að kyssa rétt” fæst viðfrumatriði; „Kenmtu mér að kyssa rélt og hvernig á að faðma nett. Hvernig á að brosa btítl Ég scm er svo ungur enn af úslarþránni kretst og brenn, tivkifa ri fæ ég ei. flestar segja: Nei. ” Eitt dægurlag rákumst við á sem fjallar um sjálft sig. Þaö er aö segja textinn fjallar um dæguriög. Það hljóðar svona: (Lag: Hin gomlu kynnigieymastei) ,, Vor ceðsta list er ennþá að yrkja dcegurlög og raula þau er rökkvar við rokna trumbiislög. Og Haukur Morthens heillar livcrt lijarta cr slígiir dans í brjóstum landsins bcerir með btíðum etegans. I brjöstum þeirra barna sem blessa nafnið hans. Og dagurtögin Ijúfti urn löndin ftjúga hratt. Úr Freymöðs hugarheimi ja „hvað er nú svo glatt”. Svo vrnla væmnir ga jar um voðalega ást. Og skvísur hásar skrikja um skemmtanir sem fást. Því held ég að hegrnarleysi sé að skömminni til skárst. ” Dægurlagatextarnir fá ekki háa einkunn. Hafmeyjan Einn textinn, sem er að finna í dægurlagatext- unum, fjallar um hafmeyjuna sem var einu sinní á Tjörninni í Reykjavík og var nokkuö umdeild. „Eg veit ekki af hverskonar völdum ég villtist suður að Tjörn. En innan í mér er eitthvað sem ólgar og steytir görn: Það hámar og hafmeyjan sefur svö hugguteg og stór. fíajarstjðrn blindað hún hefur og btikkað Gunnar Thor. Hér situr hún alein þarna úti með andlit töfrafritt. Hátfberi hrollköldu vatni og hefurþuð bara skítt. Og cr það nokkuð að undra þótt ungfrúnni leiðistþar þvivitaskutd vœri hún sœlli með vatnsbera Ásmundar. ” Um fleira er ort: Timburmenn heitir einn textinn og er eftir Jón Sigurðsson, annar heitir Geimfarið, lag og ljóö eftir Jenna Jóns. Ovenju- legur er einn textinn sem gerir grín aö mynd- listarmanni. Textinn er eftir Valgeir Sigurösson viðlagiðVoIaré. Blátt oní blátt „Skeggi cg safnaði bæði um vanga og vör valdi ég ungur mitt hlutverk og listamanmkjör setthafa hrukkur á enni og munnvikin mótað. Mörg hefur dndvökunóttin i sál minni rótað. Ég mála, ú, hú og skála, ú hú hú hú. Ég mála blátt oní blátt og blanda svörtu viðgrátt. Eg llef verið í París og Madrid og Róm og ég veit hvað cg geri og syng og ég veit hvenær draga skal línu áskáeða hring og í fíarcelóna var mér boðið á listamannsþing Já, listin, áhú migþyrstir, ú hú hú hú Nú sýp ég svolítið á og svo kemur lina á ská. ” Því miður eru dægurlagaheftin ekki merkt meö neinu ártali. Það er því ekki hægt aö setja textana auðveldlega í aldursröð. Lagið Ævintýri, sem samnefnd hljómsveit lék á sínum tíma, er þó líklega með yngri textum í heftunum. Og af því aö textinn „Ævintýri” er álíka innihaldsríkur og Chi-baba chi-baba, sem við byrjuðum á, er viðeigandi að enda á einu erindi úr honum: , „æska og yndi, ástir og vif, er Ævinlýri unaðslegt lif. í framtíðinni, þegar fjörið dvín, þá förum við til tunglsins upp á grín. ” -SGV. Hjalti Jón Sveinsson skrifar BA-ritgerð um dægurlagatexta: „Þótti verst hvað hugmyndafræðin var klén" ,,Eg held að það hafi verið ’75 sem viö Sigurjón Sighvatsson vorum meö útvarpsþætti um dægurlagatextá. Þar gátum viö verið meö texta, spilaö lög og rætt viö textasmiði og laga- höfunda,” scgir Hjalti Jón Sveinsson sem skrifaði BA ritgerð um dægur- lagatexta sem gerðir voru áriö 1977! „Mér er minnisstæðast þegar viö fengum Þorleif Hauksson til aö fjalla um textann: Heim í Búöardal. Þar fékk aöaltextaskáldið í þann tíö, Þor- steinn Eggertsson, slæma útreið. Litlar kröfur Eftir þessa útvarpsþætti var ég búinn að safna gögnum og kominn meö ýmsar hugmyndir. Eg ákvað því aö skrifa ritgerð um dægurlagatexta eins og hvað annaö. Þetta er hluti dægur- bókmennta okkar sem var lítið fjallaö um. Mér fannst það skjóta skökku við hve litlar kröfur voru gerðar til þeirra er sömdu textana. Gagnrýnendur komu oftast bara meö nokkur lýsingarorö um plötuna í heild. Þaö er ennþá svo að textar veröa útundan. Ég takmarkaöi mig í ritgerðinni viö áriö 1976. Annars hefði efniö orðið allt of umfangsmikið. Eg batt mig líka eingöngu við plötur meö íslenskum textum. Umfjöllunin skiptist í tvennt. Þaö var hugmyndafræöi og kveðskapur. Rós í blómabeði Mér þótti verst hvað hugmynda- fræðin var klén. Burtséö frá því hvernig textamir voru samansettir. Það var ekki hægt að gera kröfur til þess aö textamir væm allir njörvaðir í ljóðstafi og rím. Þegar reynt var aö stuðla var það yfirleitt ofstuðlaö og brot á viöteknum reglum. En það sem mér þótti verst var hugmyndafræðin. Eg var kannski reiður ungur maður í þann tíö. Eg er kannski oröinn umburöarlyndari í dag.” — Hver varhugmyndafræöin? „Það var til dæmis sjómaðurinn síkáti. Um hann var ort sem klókan slagsmálahund sem átti kærustu í hverri höfn og drakk brennivín. Það er dálítið á skjön við veruleikann. En var kannski aöferð til að skemmta honum og okkur sem hlustuöum á. Um ástina var fjallað eins og eitt- hvaö yfii boröskennt. Þaö var svona breimasöngur karlmannsins til þeirrar sem hann elskar í þaö og það skiptið. Það var heldur lítil virðing borin fyrir þessu fyrirbæri. Ein sögu- persónan var til dæmis svo illa haldin aðhún: „Sem rós í blómabeði einn í kór ég syng,” hlær Hjalti. „Ég held aö Engilbert Jensen hafi sungiö þetta viö texta eftir Jóhann G. Jóhannsson,” bætir hann við. „En það var ekki allt slæmt. A þessum tíma voru til menn sem lögðu áherslu á góða texta. Þar má til dæmis nefna Stuðmenn allar götur frá því að þeir byrjuðu. Textarnir fjölluöu gjaman um dægurmál en á alvarlegri nótum. Þeir eru prýöilegir texta- höfundar, bæði Bjólan og Valgeir Guðjónsson. — Þeir hafa samið lög um ástina og tekið hana öðru vísi tökum en félagar þeirra. Sama má segja um Spilverk þjóöanna. — Þetta eru náttúr- lega sömu aöilamir. Svo er Megas auðvitaö kapítuli út af fyrir sig. Einn besti dægurlagatexti fyrr og síðar finnst mér vera: Spáðu í mig, semallir þekkja. Eg er ekki að fara fram á aö allt sé látið ríma og stuðla og kannski ekki heldur að það sé boöskapur í öllum textunum. Heldur bara að textamir hefðu eitthvað að segja manni, sem glymja í eyrum manns daginn út og daginn inn. Samið í stúdíói Sérhvert dægurlag hlýtur aö öðlast meira gildi ef þaö er jafnmikið vandaö til textans og lagsins. Þeir sögðu þaö sumir dægurlaga- flytjendurnir að textinn væri ekki sam- inn fyrr en inni í stúdíóinu og þá ein- hverju hent saman sem félli að lagh'n- unni. Eg skal ekki segja hvernig er komið fyrir dægurlagatextum í dag. Eg hef það samt á tilfinningunni aö þeir séu aö batna. Mér finnst skemmtilegast þegar menn fá góð skáld til að gera texta fyrir sig eöa semja lög viö ljóð þeirra. Þetta var byrjað ’76. Þaö var framtak í þá átt þegar Vilhjálmur heitinn Vilhjálmsson gerði heila plötu meö lögum viö texta eftir Kristján frá Djúpalæk. Svo hafa menn eins og Olafur Haukur Símonarson gert mjög góða texta. Mér finnst þaö ein hans sterk- asta hlið. Minnisstæöastur er mér: Allur á iði. Þar syngur hann lagiö og semur bæði lag og texta sjálfur. Þetta er dæmigert rokklag og allt gott — Góður söngur hjá skáldinu. „Bubbi ekkert gott skáld'' Mér finnst góð dægurlög ekkert síðri vettvangur til aö flytja boöskap sinn en annar. Góðir hagyrðingar geta gert það frá öðru sjónarhorni en gengur og gerist. Það má ekki gleyma Bubba Morthens. Mér líkar best við hann einan með gítarinn sinn. Lögin hans hafa mörg öðlast gildi sitt fyrir textana ekki síður en laghnuna. Bubbi Morthens er ekkert gott skáld. En hann setur alveg þokkalega saman ljóðlínur og texta. Það þarf ekki aö gera þær kröfur að allt sé gert eftir heföbundnum reglum. Mér fannst Bubbi á sínum tíma ómaklega gagn- rýndur fyrir texta sína. Það er að vísu hægt aö finna fuilt af málvillum í þeim. — Þaö er alveg synd aö hann skuli ekki fá einhvern íslenskumann til aö lesa þá yfir.Þaöþarf svohtiötil. En það er talsvert sem hefur áunnist síöan í frumbernsku íslenska poppsms. Fyrir tíu árum var mikið ort á ensku. Popparar þóttust eiga hægara meö aö yrkja á ensku en á íslensku. Nú heyrir þaö orðiö til undantekninga. Þetta hefur meðal annars stafaö af því aö menn hefur aUtaf dreymt um vinsældir erlendis. Þessi íslenski markaður er svo lítill. Það er svo sem ekki hægt að setja mönnum neinar reglur. Þeir verða að gera ems og þá lystir,” segirHjalti. Hjalti Jón Sveinsson hefur sjálfur sungið vísur en neitar því aö hafa nokkru sinni samið texta. „Mér finnst ekki sjálfsagður hlutur aö maður semji texta þó aö maöur geri lög. I vísnatónhst er lögð jöfn áhersla á texta og lag. Mér finnst sjálfsagt að þaö eigi við um aUa tónUst, að óperunum meðtöldum.” — Þú ert alveg hættur að spila s jálf ur? „Já það er ekki að vænta neinna laga og þaöan af síður texta frá mér.” Hjalti hugsar sig um: „Þetta er kannski visst skeið í þroska manns og ippUfun. Kröfumar sem maður gerir tU sín aukast kannski svo meö á’runum aö maður þorir ekki að láta nokkurn mann heyra frá sér nema uppi á fjöUumkannski.” -SGV.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.