Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1984, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1984, Page 20
68 DV. LAUGARDAGUR 8. DESEMBER1984. Erlend bóksjá Erlend bóksjá Á PARADÍSAR- EYJU (EITTÁR CASTAWAY HÖFUNDUR: LUCY IRVINE. PENGUIN BOOKS, 1984. Höfundur: Lucy Irvine. Penguin Book, 1984. „Rithöfundur óskar eftir „eigin- konu” til dvalar á Suðurhafseyju í eitt ár.” Þessari auglýsingu í bresku blaði svaraði Lucy Irvine og það varð upphaf þeirra ævintýra sem rakin eru í þessari skemmti- legu bók. Lucy hafði aldrei áður hitt þann sem auglýsti, Gerald Kingsland. En hana dreymdi um paradís á óbyggðri suörænni eyju og greip því tækifærið. Fyrir valinu varö eyjan Tuin, sem er norður af Ástralíu, og þar dvöldu þau hjónin — því aö áströlsk stjórnvöld neit- uðu aö lána eyjuna nema þau giftu sig — frá því í apríl 1981 fram til júní 1982. Það veröur fljótlega ljóst við lestur bókarinnar að dvöl á Suöur- hafseyju er ekki sú paradísarvist sem íbúar kaldari landa í norður- álfu telja gjarnan. Lifið þar var vægast sagt mjög erfitt og ekki bætti úr skák að „eiginmaðurinn” reyndist ekki beinlínis framtaks- samur Krúso, — reyndar vart not- hæfur sem Fr jádagur. DEBORAH MOGGACH *If you’re wontlering why 1 didn’tstopmy » father for all those years, I’ll telí you the answer...’ ÁSTIR FÖÐUR OG DÓTTUR PORKY Höfundur: Deborah Moggach. Penguin Books 1984. I þessari fimmtu skáldsögu sinni fjallar Deborah Moggach um viðkvæmt efni sem auðvelt er að misfarameð: blóðskömm. Hún lýsir hér lífsreynslu stúlku- barns, Heather að nafni, sem má þola kynferðislegan yfirgang föður síns. I fyrstu er hún of ung og saklaus til að átta sig á að samband þeirra feðgina sé á einhvern hátt óeðlilegt eöa óvenjulegt. Svo kemur að því að hún gerir sér grein fyrir sérstöðu sinni sem greinir hana frá skólafélögum og jafnöldrum. Höfundurinn bregður upp sannfærandi mynd af Heather og viðbrögðum hennar og þeim miklu og varanlegu áhrifum sem óeðlileg samskipti feðginanna hafa á sálar- líf hennar, afstöðu til ástarinnar og til annarra karlmanna, jafnvel þeirra sem vilja allt fyrir hana gera. i SKYGGNST A BAK VIÐ GRÍMU GRAHAM GREENE THE OTHER MAN. CONVER- SATIONS WITH GRAHAM GREENE Höfundur: Marie-Francoise Allain. Penguin Books, 1984. Breski rithöfundurinn Graham Greene, sem hefur um árabil verið í banni hjá sænsku akademíunni, er lítið gefinn fyrir að ræða viö blaðamenn eða aðra forvitna spyrjendur um líf sitt. Yfirleitt hefur hann haldiö nokkrum leyndarhjúpi yfir einkalífi sínu, innstu hugsunum og tilfinningum. Þó sendi hann frá sér fyrir allmörgum árum stutta ævisögu — „A Sort of Life”, en mörgum spumingum þar er ósvarað. Franska blaðamanninum Marie- Francoise Allain tókst samt sem áður að fá ítarleg viðtöl við Greene: þau hittust oftsinnis árið 1979 í Antibes og ræddu bæði um ævi hans og ritverk. Greene segir sjálfur í formála bókarinnar að hann hafi ákveðið að ræöa við Allain af tveimur ástæöum: Vegna þess að hún væri í hans augum fremur bókmenntagagnrýnandi en blaðamaður, en þó fyrst og fremst af því að hún væri dóttir Yves Allain. Sá var þekktur forystumaður í frönsku andspyrnuhreyfingunni og njósnari í þjónustu föðurlands síns þar til hann var myrtur í Marokkó árið 1966. Greene, sem sjálfur hefur lengi haft tengsl viö bresku leyniþjónustuna, taldi Allain einn besta vin sinn í veröld njósnaranna. ,,Sló í gegn” árið 1932 Graham Greene hefur samið fjöld- ann allan af skáldsögum og skemmti- sögum, sem hann kallar svo, og auk þess nokkur leikrit. Þá hefur hann í tímans rás stundað blaðamennsku: heimsótt ýmsa ólgustaði jarðarinnar fyrir ýmis stórblöð, allt frá Víetnam til Nicaragua. Reynsla hans sem blaða- manns hefur haft áhrif á val viðfangs- efna í skáldskapnum. Margar sögur hans gerast einmitt á ólgustööum og þar er fjallaö um stríð og baráttu, kúgun, svik og hetjuskap. Stjórnmála- leg og trúarleg átök eru ofarlega á blaði og setja svip sinn á ýmsar veiga- mestu skáldsögur hans. Það á til dæmis við um „The Heart of the Mátter”, skáldsöguna sem margir telja besta verk hans. Hins vegar eru ýmsar aðrar skáld- sögur mun vinsælli meðal almennings. ,,Stamboul Train”, sem birtist árið 1932, var sú fyrsta sem sló í gegn. Marie-rnincoise A1 lam (>ooversatk)ns witli GraJiam Greene Sumar síðari skáldsögur hans eru enn þekktar, svo sem „The Third Man” og „Our Man in Havana”. Kaþólsku viðlíorfin koma einkum fram í „Brighton Rock” og „The Power and the Glory”. Þekktustu skáldsögurnar sem taka á stjórmálum eru vafalaust „The Quiet American”, um Víetnam á sjötta áratugnum og „The Comedians”, um Haiti á valdatímum Papa Doc. ,,Að segja sögu og skapa persónur" Eins og nafn viðtalsbókarinnar ber meö sér er Marie-Francoise Allain í leit aö manninum á bak við þá grímu sem birtist almenningi — hinum eigin- lega Graham Greene. 1 þeim sam- tölum kemur margt forvitnilegt í ljós um æskuárin, ritstörfin> stjórnmála- viðhorf og trúarleg sjónarmið. Greene neitar því afdráttarlaust að bækur hans séu skrifaöar í pólitískum tilgangi. „Ymsar bækur hafa haft veruleg pólitísk áhrif, en mínar eru ekki í þeim hópi,”segirhann. Ogennfremur: „Eg skrifa yfirleitt ekki til þess aö verja einhverja hugsjón. Eg læt mér nægja að segja sögu og skapa per- sónur. Eg vil ekki nota bókmenntir í pólitískum tilgangi, né heldur trúar- legum. Jafnvel þótt skáldsögur mínar séu vissulega stjórnmálalegs eðlis, þá eru þær ekki skrifaðar til þess að knýja á um breytingar — frekar en „kaþólsku” skáldsögurnar mínar svo- kölluðu eiga að snúa einhverjum . .. The Comedians er eina bókin sem ég hef byrjaö á með það í huga að koma á- kveðnum sjónarmiðum á framfæri og berjast — berjast gegn ógnum ein- ræöisstjórnar Papa Doc.” „Sæmilega góður rithöfundur" Greene segir oftsinnis í þessari viðtalsbók að honum geðjist lítt að sjálfumsér: „Mér er enn ógeöfellt aö horfa framan í mig,” segir hann. „Mér hefur tekist að sannfæra sjálfan mig um að ég sé orðinn sæmilega góður rit- höfundur. Þaðnægir mér.” Hann kveðst enn ekki hafa „skrifað þá bók sem ég vildi skrifa .. . Skrif- borð mitt er þakið óloknum skáld- sögum — andvana fæddum bókum . . . Eg er svo sem ágætur rithöfundur. Betri en margir aðrir. Eg er ekki aö hreykja mér, heldur er ég raunsær. Eg er heldur ekki lítillátur. En ég get ekki skipað mér á bekk meö risunum. Og auk þess er það orðið of seint... ég er að minnsta kosti oröinn hundraö og tíu ára!” BÓHEMLlF í LONDON MEMOIRS OF THE FORTIES Höfundur: Julian Maclaren-Ross. Penguin GBooks, 1984. Maclaren-Ross andaðist áriö 1964. Þá hafði hann lokið við þann hluta ! endurminninga sinna frá stríðsárun- um sem birtist í þessari bók, ásamt nokkrum af þekktustu smásögum hans. Hann segir hér frá fyrstu tilraunum sínum sem rithöfundur og þeim margvíslegu erfiðleikum sem hann átti þá við að stríða — fátækt og basl. Jafnframt segir hann hispurs- laust frá kynnum sínum af öðrum höfundum þessa tíma og útgefendum. Hann lifði sannkölluðu bóhemlífi í Soho; sást einna helst á pöbbum og veitingahúsum. Þess á milii samdi hann góðar smásögur og tvær skáld- BANDARIKIN 1. Danielle Steel: CHANGES. 2. Stephen Kkig: PET SEMATARY. 3. James A. Michener: POLAND. 4. Isaac Asimov: THE ROBOTS OF DAWN. 5. Jackie Collins: SINNERS. 6: Peter Gent: THE FRANCHISE. 7. Louis L' Amour: BOWDRIE S LAW. 8. Anne McCaffrey: DINOSAUR PLANET SURVIVORS. 9. Stephen Birmingham: THE AUERBACH WILL. 10. Norman Katkov: BLOOD AND ORCHIDS. RIT ALMENNS EÐLIS 1. Erma Bombeck: M0THERH00D, THE SECOND OLDEST PROFESSION. 2. Thomas T. Noguchi og Joseph DiMona: CORONER. 3. Ken Follett: ON WINGS OF EAGLES. 4. Joe McGinniss: FATAL VISION. 5. Thomas J. Peters og Robert H. Water- man Jr: IN SEARCH OF EXELLENCE. (Byggt á NYT Book Review). Memoirs of THE F O R T I E S Jii I i u ii Mucl ii re it -'R rfe: 'K Æ )fi<» mi *s<* I.íhJ.k:. :?:(*■ i:» tí :. >X<I HHtr.y' fliK :t> ií --'5i $! ‘í'íPWOT $ * sögur. Skemmtilegastir aflestrar eru þeir kaflar þessara endurminninga sem lýsa samskiptum hans við aðra rit- höfunda, svo sem Graham Greene, Cyril Connolly og Dylan Thomas, sem Maclaren-Ross starfaði með um nokkra hríð hjá kvikmyndafyrirtækinu Strand við að semja handrit að heimildarkvikmyndum. Þeim Dylan kom vel saman, enda báðir gefnir fyrir sopann og góðir sögumenn. Maclaren-Ross skrifaði um nokkurt skeið fyrir tímarit, svo sem Horizon og London Magazine. Ritstjóri þess síðar- nefnda, Alan Ross, skrifar forvitnileg- an inngang þar sem hann rekur per- sónuleg kynni sín af höfundinum og gerir stuttlega grein fyrir ferli hans og ritverkum. METSÖLUBÆKUR PAPPÍRSKILJUR BRETLAND DANMÖRK 1. Ben Elton, Rik Mayall og Lisa Meyer: 1. Jean Rhys: REJSE 1 MÚRKET (1) BACHELOR BOYS: THE YOUNG ONES 2. Judith Krantz: PRINSESSE DAISY (7). BOOK (2). 3. Bjarne Reuter: NAR SNERLEN 2. Umberto Eco: THE NAME OF THE ROSE BLOMSTRER (8). (1). 4. Colleen MacCullough: TORNFUGLENE 3. Sue Townsend: THE SECRET DIARY OF (3). ADRIAN MOLE, AGED 13 314 (3). 5. Pil Dahlerup: DET MODERNE GENNEM 4. Ken Hom: CHINESE COOKERY. BRUDS KVINDER 1-2(2). 5. Doris Stokes: A HOST OF VOICES (5). 6. Rachel og Israel Rachlin: SEKSTEN AR 1 6. Gray JoHiffe og Peter Mayle: MAN’S SIBIRIEN (5). BEST FRIEND (4). 7. Amalie Skram: PROFESSOR 7. GILES CARTOONS (7). HIERONIMUS - PA SCT. JÚRGEN (10). 8. Len Oeighton: BERLIN GAME (6). 8. Kksten Thorup: HIMMEL OG HELVEDE 9. Catherine Cookson: HAMILTON (8). (6). 10. Danielle Steel: CHANGES. 9. Johannes Möllehave: TUSIND FLUER (Töiur mnan sviga tákna staó viðkomandi MEÐ ET SMÆK (4). bókar i röðinni vikuna á undan. Byggt á 10. Suzanne Brögger: TONE (9). Sunday Times.) (Tölur innan sviga tákna stað viðkomandi bókar í röðinni vikuna á utdan. Byggt á Politiken Söndag). Umsjón: Elías Snæland Jónsson " A dromotic, reodabi©, usef ul book" —Etizobeth Crow, Editor ir» Chíef, Parenfs mogozinc DUt #*« *|*| Growing Up Too Fast ín the World of Sex and Drugs MarieWinn Author of The Plug-ln Drug BREYTT ÆSKUÁR CHILDREN WITHOUT CHILDHOOD Höfundur: Marie Winn. Penguin Books, 1984. Gífurleg breyting hefur orðið á uppeldi barna á síðustu áratugum. Sumir halda því fram, að í mörgum tilvikum tilheyri saklaus barnæska sögunni til vegna þess að böm kynnist á ungum aldri staðreynd- um og vandamálum lífsins. — Þeim sé varpað þegar á æskuárum inn í heim hinna fullorðnu. Þessi bók tekur fyrst og fremst miö af þróun barnauppeldis í Bandaríkjunum. Það virðist skoöun höfundar aö foreldrar þar vestra hafi horfið frá því hlutverki uppalenda að vernda sakleysi og áhyggjuleysi barna og þess í stað gert þau að þátttakendum í vanda- málum hinna fullorðnu. Þetta eigi alveg sérstaklega við í sundruðum fjölskyldum og varðandi af- stöðuna til kynlífs og fíkniefna. Höfundurinn varpar fram mörgum fullyrðingum og dæmum sem vekja til umhugsunar og eiga einnig erindi til íslenskra foreldra. FERÐ UM EYÐILAND THE VIADUCT Höfundur: David Whcldon. Penguin Books, 1984. Þetta er fyrsta bók höfundarins sem er breskur líffræðingur á fertugsaldri. Hún hefur hlotið mik- ið lof og verðlaun. Höfuðpersónan kallast einungis A. Honum hefur verið sleppt úr fangelsi þar sem hann hefur dvaliö árum saman fyrir undirróöurs- starfsemi sem fólst í því að skrifa bók. Hann tekst á hendur ferð um ókennilegt og sérkennilegt land. og tekur um tíma saman viö tvo aðra flakkara. En för þeirra virðist án markmiðs, annars en þess að stefna í átt til fjarlægra hæða. Að lokum ber Aánýá heimaslóðir þar sem fangelsi og dauði bíða hans. Vel skrifuð saga sem á stundum minnir á tilgangslausa og óper- sónulega veröld í bókum höfunda á borð við Kafka og Beckett og sem sækir á hugann löngu eftir að lestrinum er lokið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.