Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1984, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1984, Side 28
76 DV. LAUGARDAGUR 8. DESEMBER1984. Sérstæð sakamál Hin miðaldra frú Beatrice Toombe skalf frá hvirfli til ilja af hræðslu og var í svitabaði þegar iiún reis upp í rúininu. Hún gaf inanni sínum olnbogaskot og haiui heyrði hana hvísla iiásri röddu: „Nú veit ég að Gordon er dauður. Eg veit líka hvar við getum fundið hann... ” Gregory Toombe, eiginmaður iiennar, fimintugur prestur frá Oxford í Englandi, reyndi að róa konu sína sem var í uppnámi. Hann fór á fætur, hitaði te og gaf henni höfuðverkjartöflur. Svo bað hann hana að segja sér drauminn sem hana hafði dreymt. Frú Toombe sagði svona frá: „Eg stóð á stað þar sem ægöi sam- an alls konar drasli. Eg liorfði á gangstíg sem var næstuin gróinn upp. Þar sá ég Gordon okkar eins greinilega og ég sé þig núna. Hann horfði beint á mig og benti á ákveöinn stað. Það leið dálítil stund þar tii mér varð Ijóst að hann benti á gamlan, næstum upp- gróinn brunn. Andlit hans var hræðilega út- leikið. Það var eins og höfuöið á honum hefði verið skotið af með haglabyssu. Hann benti aftur í att að gamia brunninum og svo gufaði hann upp á staðnum sem liann haföi bentá. Eg veit aö Gordon er dáinn. Og ég veit að hann liggur grafinn á staðnum sem hann benti á. Frú Toombe var 48 ára. Hún svaf' ekki ineira þessa nótt. Hún var svo æst og hrædd að hún kaus að sitja í hægindastól í dagstof- unui. Strax morguninn eftir kall- aði séra Toombe á f jölskyldulækn- inn og sá gaf konunni æstu róandi meöal. Ungi prestssonurinn, Eric Toombe til vinstri, og Eric Dyer til hægri Samstarf þeirra varð öriagarikt. Slæmur félagi? Séra Toombe var rólegur og ákaflega guðhræddur maöur. Iiann hafði gerst prestur eins og faðir hans og afi. En hann var um leið efahyggjumaður sem ekki trúði á yfirnáttúrlega hluti. Ilann hafði tilhneigingu til að vísa ilraumi konu sinnar á bug sem martröð og henni eölilegri. En ** hann var nógu skynsamur til að liafa þessa skýringu fyrir sjálfan sig. Það voru liðin meira en tvö ar frá því aö eina bam prestshjón- anna, liinn 23 ára gamli Erie Gordon Toombe, hafði gengið til samstarfs við Ernest Dyer sem var 35 ára. Þeir hugðust reka tamningastöð i Weleome Farm í Kenley í Kent. Þetta varáriö 192.3. Þeir voru ekki búnir aö vera félagar nema í tvo mánuði þegar Erie Toombe hvarf. Ernest Dyer, félagi hans, hélt því fram aö hann hefði stungið af með 3000 pund úr c sameiginlegum sjóði þeirra og hefði haldiö til Parísar. Dyer sagði ennfremur að liann hefði til- kynnt bæði þjófnað og hvarf Toombe til lögreglunnar. Hvorki foreldrar hans né Edith Jones, tvítug unnusta hans, trúöu því. Erie Toombe var allt of sómakær maðurtilþess. Auk þess var frú Toombe alveg sannfærð um að sonur hennar hefði skrifað henni og útskýrt mál- ið ef hann hefði eitthvað gert af sér. En það kom aldrei bréf frá Eric Gordon Toombe. Vegna þess að félaginn hafði stungið af með peningana hætti Dyer rekstrí tamningastöðvarinn- ar. Hann flutti frá Kent og hvarf sporlaust. Lögreglan, sem stund- aði eftirrannsókn eftir þjófnaðinn, fann hann ekki heldur. Weleome Farm varð brátt niðurníddur staður sem enginn heimsótti. Byggingarnar urðu skakkar og ill- gresið teygöi sig uin allt. Þá var þaö 25 inánuðuin eftir að sonurinn var horfinn að frú Toombe dreymdi drauin sinn. Næstu nætur á eftir þorði hún varla í rúmið af hræðslu við að hana dreymdi sama drauminn aftur. Læknarnir urðu að láta henni í té kröftug svefnlyf. Morðharm- leikur í prestsQöl- skyldunni Sami draumur Vesalings prestskonan svaf þungum og draumlausum svefni. En þá fór ekki betur né veir en svo að séra Toombe dreymdi sama draum og kona hans hafði sagt honuin. Þaö getur verið aö það hafi verið frásögn konunnar sem blundaði í undirmeðvitund hans. . . en alténd sá séra Toombe soninn sinn horfna í draumi. Höfuð lians var hræðilega leikiö af haglskotum og hann stóö á sama uppgróna gangstígnum og benti á brunninn. Þar hvarf hann nákvæmlega eins og hann hafði gert í draumsýn frú Toombe.Séra Toombe sagði konu sinni ekki drauminn. En hann talaöi við ungfrú Jones, stúlkuna sem sonur hans hafði verið trúlofaður. Hann spurði hvort kona sín mætti ekki búa hjá henni í nokkra daga með- an hann svipaðist um á Welcoine Farm. Málin skýrast Hvorki herra né frú Toombe höfðu áður verið á sveitabænum. En séra Toombe þekkti samstund- is svæðið úr draumi sínum. Harm rölti pm og virti fyrir sér niður- níðsluna. Eftir nokkra stund sett- ist hann inn í bíl sem beið og keyrði til lögregluþjóns staðarins sem tók honum vingjamlega.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.