Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1984, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1984, Side 30
78 DV. LAUGARDAGUR 8. DESEMBER1984. Helgarvísur Helgarvísur Helgarvísur Helgarvísur 1100. þætti birti ég eina af grandavísum Valdi- mars K. Benónýssonar. Einn kunningja minna kom að máli við mig og sagöi, að margan myndi langa til aö sjá þær allar á prenti að nýju, þótt ég hefði birt þær í heild í einum af fyrstu þáttun- um. Þar sem sá þáttur hefur getaö farið fram hjá mörgum, ætla ég nú að birta þær allar í heild: Fokku-banda íák ég vendi fram hjá grandanum. Stjórnarcandinn hœt'ir hendi, — höndin andanum. Vör þótt mæti kaldra kossa, koma bæturnar: Ægir lœtur hœgt mér hossa heimasæturnar. (lesti fögnud Hrannir halda hér á lögninni. Kynjamögn, er veörum valda, vaka ’ íþögninni. liöng og bendur skálda ’ í skyndi skarpa hendingu; dutin hendi veifar vindi vog og lendi'ngu. Hrims afsogum blöndud þræla byltir vogunum. Sigtur boga bentar mæta bylja togunum. Dreg ég tröf að hæstu htíiium, herói’á kröfunum. Drekahiifud byltir briiitum brims i köfuniim. Á einu ég sem öðru finn, aö úti er lífsins glíma; ungur verd ég annad sinn aldrei nokkurn tíma. Hinn landsþekkti fræðimaður, Arni Ola, kvað: Lát ei böl þig bíta á, bros við ýfing sára. Gleð ei heim með geislum frá gulliþinna tára. Veriild engin vinahót veit frá hjartarótum; kuldahlátri kasta mót hvössum álitsspjótum. Vona stýra völtum kniir vits með duldii þreki, eld í hjarla, ís á vör, æðst er lífsins speki. Og Arni Ola kvað þessa stöku: Stóðu' öll vopn á verjum manns, vódu ’að svipir fornir; glódiim elds að höföi hans hlódu refsinornir. Jón Olafsson ritstjóri og ævintýramaður kvað: Við skulum ei æörast, þótl inn komi sjór, þó að endur og sinn gefi’á bátinn. Nei, að halda sitt strik, vera ’ í hættunni stór og horfa ’ ekki' um öxt — þad er mátinn. Eg rakst á tvær vísur í „Iðunni”, árg. 1917, þar sem hjón kveöast á. Höfundur eða höfundar eru óþekktir. Bóndinnkvað: Gegnum brim og báru her beiti ég lífsins nökkva, og ef ég hleypi ’ á hulið sker, hlœgir mig að sökkva. Jóhann Sveinsson frá Flögu kvaö þessa vísu, er ber yfirskriftina „Hausthugur”: Leitarþrá um loftin blá. lifs er dáinn friður. Stjarnan háa himni frá hraut í bláinn niður. Eg held, að þessi vísa sé líka eftir Jóhann Sveinsson (lesendur leiðrétti mig, ef ég fer með rangt mál): fsaspöng af andans hyl íslands söngvar þíða. Kalt er öngvum komnum til kvæða Lönguhliða. Pétur Gunnlaugsson frá Alfatrööum kvaö þessar stökur: Skeiðin mín er viðaveik, völt á lífsins boðum; hiín hefur átt við öldur leik undir slitnum voðum. Hvort sem fell ég fölur nár í fold eða unnum svölum, á ég bæði bros og tár í Kreiðafjarðardölum. Hjálmar Þorsteinsson frá Hofi kvað: Nú er úti veður vott, vökna stjórnarhattar. Hæfði vel aö horn og skott hefðu þessir skrattar. Enn er haustið að oss setzt, úti stormar gnauða. Eg öllum kulda’ og volki verst með vodka og svartadauða. Auralausir eru þeir, sem eignast lóðir dýrar. Sem í vindi riði reyr, rangla þessir fýrar. „Brunnmígur’ botnar: Bæði skýrt og skorinort skylt er þér að tala. peir eru, finnst mér, siðasta sort, ersífra, tuldra og mala. Keytuveður úti er, inn er bezt að skriða. Svona er í september stimar- horfin -bliða. Eyðsla vorrar auðstéttar er að troða ’ í gatið. Áskynjaþess Albert var, auga hans er natið. Hvað er annars hinum megin, heyrist spurt, en enginn svarar. Kreddubundinn, blindu steginn bíð ég niinnar hinztu farar. Gvendur J. er geysisnjall, gerir margar rósir. Hann er þekktur kjarna-kall, hvatar heillar drósir. Eann ég stoð að farmanns reglum, firrlur voðanum; fleylti gnoð með fulliim seglum fram hjá boðanum. Vera snaiiður, vont er það, varla iiauð fá bifað. Ælti ég sauði ’ og gjarðaglað, gæti ’ éq ótrauður lifað. Var þar öngvum vegur beinn, valda þröngu börðin. Eg hef löngum labbað einn tífs um Göngu-skörðin. Ætli geti okkur bjargað úrvalslið í Keflavík? Við höfum okkar frelsi fargað, furðuleg sú pólitik! tLalt er öngvum liomnum til hvæða Minguh líður 104. þáttur: Húsfreyja svaraði: Pegar dauði’að dyrum ber á döpru nauðakvöldi. Eftir víða farin fjöll fækka þýðu vorin. Seinast hríðar yfir öll ævitíðar sporin. Lífs til stranda tjóst ég kenndi leið úr vaiidanum. Kar mig andi ’ i Herrans liendi lieim frá grandaniim. Þegar ég var barn að aldri, heyrði ég oft sungið kvæðið „Heim er ég kominn og halla’ undir flatt”. Ekki vissi ég eftir hvern ljóðið var og hélt, aö þetta væri réttur og sléttur danslaga- texti. Það var ekki fyrr en nú fyrir skömmu, að ég komst aö því, aö kvæöið er eftir Pál Olafs- son, og er það prentað í ljóðabók Páls, sem út kom um aldamótin. En kvæðiö fer hér á eftir: TlMKl ÍRMENNIRNIK tteim er ég kominn og halla ' undir flatt, þvi liaiisinn er veikur og inaginn. Eg drakk mig svo fullan — ég segiþað satt, ég sá hvorki veginn né daginn. En vitið kom aftur að morgni til mín og mælti og stundi við þungan: ,, Kölvaður dóni ’ ertu að drekka ’ eins og svín: það drafaði ’ ígær íþér tungan. ()g gerirþú þetta, þá geturðii séð, ég get ekkert átt við þig lengur, því sjónin og heyrnin og málið fer með og minnid úr vistinni gengur. ” Eg lofaði vitinu betrun og bót, að bragða ’ ekki vín þelta árið. En svo er ég hræddur, ef margt gengur mót. að mig fari ’ að langa í tárið. Þótt flestar vísur Páls Olafssonar, sem lands- kunnar eru, séu í gamansömum tón, sló hann þó oft á þyngri strengi í kveöskap sínum, eins og þessar lausavísur hans sýna: A iníniim lífsins lampa er Ufs-olían þrotin; heyrn og sjón er horfin mér, hjálmurinn líka brotinn. Fram á mína lifsins leið líta má ég hryggur; héðan afverður hún ei greið, hvernig sem hún liggur. Flötum niður fleygi ’ ég mér, finn til þreytu ’ og kvíða, vegna þess ég orðinn er ónýtur að stríða. hjálpar auðiir enginn þér eða sauðafjöldi. Theodóra Thoroddsen kvað þessa vísu á Isa- 'firði: Mörg eru falin fetin min fram með þessum víði. Klessuð æ sé byggðin þín, blessaður Tanginn fríði. Og Theodóra kvað: Helja sló og hauður fól haukana góðu mína. Daglangt aldrei síðan sól sá ég í heiði skína. Oft kveður við dapurlegan tón hjá Theodóru, eins og þessar ósamstæðu vísur sýna: Aiigun þreyttu eftir þér lit í stara bláinn. Allt er horfið yndi mér, öll er vonin dáin. Hiindin titrar, hrukkast brár, hjartað tekur að kala. Eg á orðið ekkert tár auga þyrstu að svala. Léleg reynist lukkan mín, lífið gengur svona; ég sé það varla ’ er sólin skín, og svo er ég hætt að vona. En Theodóra leit lífið og tilveruna líka björtum augum á stundum, og margar vísur hennar bera vitni um óbilandi kjark og sálar- þrek: Keri þig flaumið fram um vað, farðu á djúpið státinn, og svo er ei vert að súta það, þó svolítiðgefi’á bátinn. Ég mun reyna að þegja' um það, þó að meinin svtði, og þegar seinast syrtir að, ég sofna ’ og neinu ’ ei kvíði. Dýrólína Jónsdóttir kvað: PEGAR SÓLIN KYSSIR Klökknar njólu kalda brá, kemur ról á fossinn, þegar hólar freðnir fá fyrsta sólarkossinn. Greiða vindar gisin ský, geislar tinda lauga. Kjartar myndir birtast í bláu lindarauga. KVÖLDVÍSUR Allt er hljótt um haf og sund, hulið óttu skýlu. Tárast nótt, en grátin grund gengur rótt til hvílu. Meðan sólin svölu hjá sævarbóli tefur, litla fjólan lokar bra, leggst í skjól og sefur. -------000--------- Indriði G. Þorsteinsson hitti mig að máli og lét mig heyra vísu, sem ort var yfir kaffibollum, annaðhvort á Skálanum eða Borginni. Þeir munu vera höfundar að vísunni Indriði sjálfur og Björn Guðjónsson hljóðfæraleikari og lúðra- sveitarforingi. Hvað hvor þeirra á í vísunni, veit ég ekki, en hún er svona: Helvitið hann Helgi Sœm liættur er að drekka. Pað er von að þyki slæm þessi mannvitsbrekka. Mér finnst tími til kominn, aö Helgi Sæm skrifi og sendi Helgarvísum eitthvað, sem hann hefur í pokahorninu. Gvendur J. sendir mér enn botna, enda er hann einn af þeim örfáu lesendum DV, sem veit heimilisfang mitt. Hann botnar: Húktu’ekkiþarna’á hnjánum, hissaðu ’ upp brœkurnar. Skratti ’ ’hef ég skömm á kjánum skitandi hér og þar. Þá koma nýir fyrripartar. „Brunnmígur” segir: Á mig herjar haustsins kviði, hrollur um mig kaldur fer. Hylltu aldrei „höfðingjann ”, haltu með ’inum smáa. Skárra er að bogna en bresta, bylgjur lífs er skella á. Alltaf getur Fjandinn fundið á fólki einhvern veikan blett. Gvendur J. sendirþessa: Hagspekina heyra má, hef ég ’ana þó að litlu. Margir stunda dufl og dans meðdrykkjulátum. Margur Adam eltist við Evu núádögum. Flestar stúlkur standast ei storma freistinganna. Og hér koma fyrripartar frá Jóni Jónssyni, sem ég hef dregiö aö birta: Pað sem íslenzkt er og bezt ekki ’ er virt sem skyldi. Hvergi iðrast ætla ég, er sá kostur beztur. Nú mér finnst á kaldan klaka kominn sé ég enn á ný. Þetta ætti aö nægja að sinni fyrir hagyrðinga aö botna. Að lokum þessi vísa, sem er að vísu útúr- snúningur á hinni kunnu vísu Kristjáns Jóns- sonar: Yfir kaldan eyðisand einn um nóttég sveima mikið. Nú er horfið Norðurland. — Nú er ég kominn yfir strikið. Og nú spyr ég lesendur: Hver er höfundur vísunnar í þessari útgáfu? Skúli Ben Helgarvísur Pósthólf 131 530 Hvammstangi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.